Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1990
B 11
Áburðarverksmiðjan
í Gufunesi
Gufuness-
kirkjugarður
Reldnahoít
BORGARHOLT II
RIMAHVERFI
yera á byggingaráhuga fólks.
Ibúðabyggingar eru frekar að auk-
ast á ný í borginni frekar en hitt.
Hér má sjá nýbyggingar alls
staðar og þannig er það búið að
vera seinustu árin, sérstaklega eftir
að punktakerfið svonefnda leið und-
ir lok. Punktakerfið var meinloka,
einkum með tilliti tíl þess, að
Reykajvík réð yfir miklu og góðu
landi. Það var því engin nauðsyn á
að finna upp kerfi, þar sem fólk
þurfti að safna punktum í fleiri ár
áður en það gat fengið lóð til að
byggja á. Afleiðingin varð sú, að
mikill fjöldi tápmikils fólks þyrptist
upp í Mosfellsbæ og suður í
Garðabæ, þar sem það gat fengið
lóð undir einbýlishús. Reykjavík
missti þarna af miklum fjölda af
góðum skattborgurum eingöngu
vegna þess að hún gat ekki útvegað
þeim _nóg af lóðum undir einbýlis-
hús. Á því leikur ekki vafi, að með
þessu missti borgin af mikilli tekju-
lind, bæði að því er varðar gatna-
gerðargjöld, fasteignagjöld og út-
svör.
En nýbyggingar eiga sér ekki
einungis stað í nýjm hverfum í út-
jöðrum borgarinnar. Við Skúlagötu
er t. d. verið að byggja fleiri hundr-
uð íbúðir. Þetta leiðir til mannfjölg-
unar í gamla bænum á ný.
Samgöngur og umferð skipta
stöðugt meira máli, eftir því sem
Reykjavík og raunar höfuðborgar-
svæðið allt þenst út. Hvernig er
þessu nýja hverfi farið í þessu til-
liti? — Hið nýja hverfí liggur mjög
vel við samgöngum t.d. strætis-
vagnaferðum, því að Gullinbrú
verður tengiliður þarna upp eftir,
segir Guðni. — Það er samt svo,
að við Islendingar erum lítið fyrir
almenningssamgöngur. Þó að
strætisvagnaferðir hér á höfuð-
borgarsvæðinu séu nokkuð góðar,
þá virðist fólk helzt ekki vilja fara
um öðru vísi en í sínum eigin bíl.
Einkabíllinn ræður hér allt of miklu.
Þetta veldur ómældum erfiðleikum
sums staðar, sérstaklega í Kvos-
inni, þar sem umferðarálagið er
gífurlegt. En það þarf bæði tíma
og hugarfarsbreytingu, áður en við
förum að nota strætisvagna meira
en við gerum nú. Eg held, að það
myndi litlu breyta, þó að farið með
almenningsvögnum væri ókeypis
nú.
En það má ekki gleyma gang-
andi fólki í bílaumferðinni. Við
skipulagningu Rimahverfis hefur
verið reynt að koma þar upp kerfi
af stígum, svo að gangandi fólk
geti komist flestar sínar leiðir án
þess að þurfa að fara yfir umferða-
götur. Þarna er líka notuð svokölluð
greining gatna. Við höfum svokall-
aðar safngötur, sem aðalumferðin
fer um. Síðan eru húsagötur, sem
tengjast bara íbúðarhúsunum.
Þannig fer bílaumferðin alltaf
stigminnkandi, unz hún klofnar nið-
ur í minnstu einingar af gatnakerf-
inu, sem er húsagatan, þar sem
íbúðarhúsin standa. Þegar þangað
er komið, er umferðin orðin fremur
lítil. Með þessu á öll umferð, bæði
hvað varðar bíla og gangandi fólk
að verða miklu öruggari.
Trjágróður allt í kringum
hverfið
Meðfram Orminum langa og
fleiri götum út frá honum verða
Geldinganes
✓ f_______
f (
Teikning þessi sýnir syðsta hluta Rimahverfís, en lóðaúthlutun þar er þegar vel á veg komin. Göngugat-
an Ormurinn langi bugðast frá suðri til norðurs milli fjölbýlishúsanna, sem standa báðum megin göngu-
götunnar. Hinn uppdrátturinn sýnir afstöðu Rimahverfis til aæstu hverfa.
gróðursett tré strax frá byijum og
eins verða tré sett niður í kringum
allt Rimahverfið. En er þá nokkur
von til þess, að þessi gróður hafi
nauðsynlegt skjól til að dafna og
fái að vera í friði fyrir skemmdar-
fýsn náungans.— í þessu hverfi er
mjög lygnt og töluvert lygnara en
niðri í miðbæ Reykjavíkur, segir
Guðni. — Jarðvegurinn þarna er
mjög góð gróðurmold. Því efast ég
ekki um, að gróður getur dafnað
þarna vel, ef rétt er að staðið frá
byrjun.
Það tekur tré vissulega lengri
tíma áð vaxa hér en annars staðar
á Norðurlöndum. Hér þarf því að
setja niður stærri tré en ella. Það
hefur sýnt sig t. d. við Laugaveg-
inn, þar sem sett voru niður reglu-
lega stór tré, að umgengnin verður
allt önnur. Þar standa trén
óskemmd. Þegar settar eru niður
litlar tijáplöntur eða blómaker í
miðbænum, eru þau eyðilögð á einu
laugardagskvöldi.
Hvort sem komið er fyrir gróðri
eða götuinnréttingum, þá verður
að gera það af myndugleika og
myndarskap. Þá er eins og allir finni
þá með sér hvöt til að láta það í
friði. Ef að þessu er staðið af litlum
hug og vanefnum, þá er eins og
umgengnin verði líka eftir því.
Nú þegar daginn tekur að lengja,
fara margir að huga að viðhaldi
húsa sinna og íbúða. Einn helzti
vandinn þar er að kunna að velja
rétt úr þeim mikla fjölda efna, sem
boðin eru fram á markaðinum, þar
sem ekki ósjaldan gefið er í skyn,
að um hrein undraefni sé að ræða.
Hvernig á fólk að ráða fram úr
þessu? — Fólk ætti að gæta
þess að nota helzt efni, sem hafa
verið prófuð áður hér á landi og
því einhver reynsla komin á, segir
Guðni. — Veðrátta hér er svo breyti-
leg. Hitinn getur hrapað úr 10 stiga
hita á daginn niður í 15 stiga frost
á nóttunni. Þetta hefur gífurleg
áhrif á t.d. þensluþol ýmissa málma
eins og áls. Hér rignir þar að auki
ekki aðeins lóðrétt heldur lárétt og
jafnvel upp í móti, þegar rokið er
nógu mikið.
Oþolinmæði og kappsemi okkar
íslendinga á hér nokkra sök. Marg-
ir vanda sig ekki nóg. Þegar byggja
á hús er kannski rokið til hönnuðar
á mánudegi með það í huga að
byija á byggingunni næsta dag.
Það er oft eins og það sé ekki í
eðli okkar Islendinga að skipuieggja
fyrirfram. Við hönnun, smíði og
viðhald húsa skiptir góður undir-
búningur og fyrirhyggja afar miklu
máli. Það er engin hugmynd svo
góð, að ekki þurfi að slípa hana og
betrumbæta á einhvern hátt.
Guðni B. Pálsson var að lokum
spurður að því, hvort verkefni væru
ekki minni nú en áður hjá arkitekt-
um, þar sem umtaisverður sam-
dráttur hefðu orðið í byggingar-
starfsemi og mannvirkjagerð á
síðasta ári og svaraði hann þá: —
Þetta er vissulega misjafnt í stétt-
inni. Almennt hefur verið samdrátt-
ur í nýbyggingum í vetur. En það
þýðir ekki að láta deigan síga. Það
er ekki annað að sjá en, að það sé
þegar mikill hugur í fólki varðandi
nýbyggingar og hann á sennilega
eftir að aukast, þegar líða tekur
að vori. Það er því engin ástæða
til svartsýni.
Óvenjulegt hverfisheiti
Heiti hverfisins vekur óneitan-
lega nokkra athygli enda sérstætt.
Höfundur þess er Þórhalíur Vil-
mundarsonar prófessor, en leitað
var til hans um nafngift. í greinar-
gerð hans segir, að samkvæmt ör-
nefnaskrá Gufuness hét svæði
sunnan stöðvarinnar Rimar og er
lagt til, að síðari liður 13 gatna í
hinu nýja hverfi verði -rimi. Fyrri
liðir tólf gatna, sem ganga út frá
megingötu gegnum hverfið, verði
nöfn úr jurtaríkinu, sem tengzt
geta rimupi í mó og mýrlendi, sem
hér segir: Beijarimi, Fífilrimi,
Flétturimi, Grasarimi, Hrísrimi,
Hvannarimi, Laufrimi, Lyngrimi,
Klukkurimi, Mosarimi, Mururimi og
Viðarrimi.
Gegnum hverfið gengur löng og
hlykkjótt göngugata, sem tölusett
hús standa ekki við og er lagt til,
að hún verði nefnd Ormurinn langi.
Hér er í fyrsta lagi höfð hliðsjón
af því, að allvíða á landinu nefnast
langir og hlykkjóttir rimar eða
mýrar Ormur og á Vestfjörðum
heitir löng og hlykkjótt mýri Lang-
ormur.
I öðru lagi hefur lifað á Suðvest-
urlandi hinn forni nafngiftarsiður,
að einkunnir (lýsingarorð eða for-
nöfn) eru sett á eftir nafnorði með
greini sbr. Heiðin há eða Fjallið
eina. í þriðja lagi er Ormurinn langi
frægt nafn sem heiti skips Ólafs
konungs Tryggvaonar. Nafn
göngugötunnar yrði því eftirminni-
legt, en vel getur farið á því, að
nöfn slíkra gatna skeri sig úr öðrum
götunöfnum. Samsíða göngugöt-
unni liggur gata með tölusettum
húsum og er lagt til, að hún verði
nefnd Langirimi og falli þannig inn
í nafnkerfi annarra íbúðagatna í
I hverfinu.
1000m
i
Keldur
V* *
Morgunbla&d/ QÓI