Morgunblaðið - 10.02.1990, Síða 3

Morgunblaðið - 10.02.1990, Síða 3
M0RC,UNftl4DlD LAUftARDAGUR 10, FgBRÚAR ,1990 B 3 ^------------------------------------------------- Ámi Tryggvason Morgunblaðið/Rúnar Þ6r MaÖur fæðist í heiminn til að byggja yfir sig dauðann — segir á einum stad í „Heill séþérþorskur“ ogþab er einmittþad sem persónan semAmi Tryggvason leikur er aö gera Árni Tryggvason fer með hlutverk Eiríks Áslákssonar, sögupersón- unnar úr „Tiðindalaust í kirkjugarðinum", sem dvelur allar stundir í kirkjugarðiiiuin við að smíða sitt eigið grafhýsi. Árni er sá eini sem aðeins fer með eitt hlutverk í þessu verki Guðrúnar Ásmundsdóttur, í uppsetningu Leikfélags Akureyrar, og leikur því um leið stærsta hlutverkið. að má segja að ég sé einhvers- konar tengiliður við önnur at- riði, innskot sem koma inn á milli og eru tengd þessu öllu. En hann (Eiríkur) virðist vera aðal- þráðurinn í gegnum verkið. Þessi persóna sem ég leik er maður sem er að smíða yfir sig grafhýsi, af því hann vill vera svo- lítið stærri í dauðanum heldur en Elli Langdal, þessi mikli maður og útgérðarmaður, sem var. Honum hefur verið eitthvað í nöp við hann gegnum árin. Hann var að vinna hjá honum fyrir þijátíu árum, og líkaði ekki hvernig hann plokkaði náungann. Hann var peningamaður og útgerðarmaður þarna á staðnum og það er sagt um suma, en þó ekki alla, sem voru með stórútgerð á þessum árum, að þeir hafi hagn- ast einmitt á því að plokka starfs- fólkið með því að borga því ekki nógu mikil laun.“ Nú er dauðinn ansi nálægur í þessu verki, ekki aðeins af því Eirík- ur er að byggja sér grafhýsi, heldur er sagt þarna frá sjómannsekkjum og þeim hættum sem að minnsta kosti fylgdu sjómennskunni hér áður fyrr. Er dauðinn kannski nær sjómönnum og fjölskyldum þeirra dags daglega en öðrum starfsstétt- um? „Kannski er hann það, eða var sérstaklega hér áður fyrr þegar menn réru út á opnum bátum. Eg man eftir að frá þorpinu þar sem ég ólst upp, Hrísey, fórust bátar, en sem betur fer var það fátítt.“ Nú tengir maður dauðann oft sorg og trega, en það verður ekki sagt að hann sé sérlega þrúgandi í þessu verki þótt hann sé nálægur. „Nei, nei. Það er tekið létt á þessu fínnst mér. Enda ekki nokkur ástæða til þess að taka dauðann alvarlega. Hann er jafn sjálfsagður og lífið. Að minnsta kosti hugsa ég svo digurbarkalega í dag, að ég er ekki hræddur við dauðann. Þótt annað mál sé hvernig maður bregst við þegar komið er á höggstokkinn. Og ekki er Eiríkur hræddur við dauðann.“ Mörkin milli dans og hreyfínga ekki alltaf ljós Lára Stefánsdóttir höfundur dansa og sviöshreyfinga Lára Stefánsdóttir dansari og danshöfundur er höfundur dansa og sviðshreyfínga í „Heill sé þér þorskur", en hún hefur starfað með íslenska dansflokknum í rúm tiu ár, samið dansa og sviðshreyfíngar í nokkrar sýningar í Þjóðleikhúsinu og starfað með ftjálsa dans- hópnum Pars pro toto. Lára er því reynd leikhúsmannseskja, þó ung sé að árum, en hún starfar nú í fyrsta sinn með Leikfélagi Akureyrar og er einnig að leika í fyrsta skipti þótt hún hafí áður tekið þátt í fjölmörgum sýningum í Þjóðleikhúsinu. Það vantar alveg eitt ákveðið orð yfir það sem höfundur dansa og sviðshreyfinga gerir,“ hefur Lára mál sitt í spjalli okkar í tilefni þátt- töku hennar í sýningunni „Heill sé þér þorskur". „Ég get ekki kallað mig danshöfund, því það nær ekki alveg að lýsa því sem ég geri, þó ekki sé alltaf augljóst hvar setja á mörkin milli þess sem er dans og hreyfing. Eg aðstoða leikstjórann fyrst og fremst við hreyfmgar í söngatriðum, sem stundum eru dans og stundum eru alveg á mörkunum að vera dans. Þessar hreyfingar eiga að hjálpa leikaranum við að túlka betur það sem hann er að syngja, en hann verður að finna sig í því sem hann er að gera og hreyfingarnar mega ekki vinna á móti honum. Þetta er auðvitað ekki alveg venjulegt leikrit og það gefur mér frjálsari hendur til að semja meira dans, sem slíkan, þvi þetta eru- meira„númer“. Dans og sjónræni þátturinn leika sífellt stærra hlutverk í leikhúsinu, og þá eru gerðar þær kröfur að það sem verið er að gera hafi ákveðinn tilgang og hreyfingarnar jafnvel út- hugsaðar, en mér finnst að dansinn megi líka stundum vera eins og þeg- ar málari málar mynd eða skáld yrkir ljóð, og lætur tilfinninguna ráða því hvað gerist næst.“ Leyfirðu tilfinningunum að ráða í þessari sýningu? „Ég leyfi tilfinningunum að ráða þegar ég er að dansa í hlutverki sjó- mannsekkjunnar. Þar er ég að túlka tilfinningar eins og trega, söknuð og tómleika, en ákveðnar hreyfingar tákna ekki endilega eitthvað eitt ákveðið. Þetta finnst mér stundum misskiljast, því fólki finnst að ákveð- in hreyfing verði að þýða eitthvað ákveðið." Nú sérðu ekki aðeins um að semja dans og hreyfingar, heldur tekur líka þátt í sýningunni sem ein af leikur- unum. „Þetta er voðalega undarlegt hlut- verk sem ég leik. Persónan hefur orðið fyrir mikilli sorg og hún er búin að byggja svo sterka vörn í kringum sig að það kemst enginn að henni. Hún eiginlega horfir í gegnum fólk og er dálítið fljótandi. Það er tvennt ólíkt, að leika eða dansa. Ég er vön að tjá mig með hreyfingum og hef tilhneigingu til að hreyfa mig með textanum, en textinn á að geta skilað sér einn og sér, án hreyfmga, og mér finnst spennandi að fást við það og trúa því að textinn skili sér án þess að maður sé að baða út öllum öngum.“ Lára Stefánsdóttir Morgunblaðið/Rúnar Þór Ur Blindingsleik eftir Guömund Daníelsson ferðasögur, viðtalsbækur, veiðisög- ur, smásagnasöfn, ádeilurit; að ógleymdum spítalasögum tveim. Hann var líka lengi blaðamaður. Stundum átti hann til að skrifa með nokkrum galsa þegar sá gállinn var á honum. Veiðisögurnar í Lands- hornamönnum eru til dæmis krydd- aðar með smáglettum eins og títt er þegar menn vilja hrista af sér tilbreytingaleysi hversdagsins í góðra vina hópi. Og í spítalasögun- um lætur Guðmundur sem eiginn sjúkleiki sé mest til að spauga með. Síðari árin var hljóðara en skyldi um nafn Guðmundar. Fjölmiðla- menn virtust sjaldan eiga til hans erindi. Sjálfur gerði hann ekkert til að vekja á sér athygli — nema semja bækur sínar og senda þær frá sér. Engu breytir það um gildi verka hans. Dægurflugur lifa skamman aldur. En falslaus list stendur lengi. Guðmundur Daníelsson hafði mikinn metnað fyrir hönd listarinn- ar. Og áherslu lagði hann á að rit- höfundur yrði að vera ftjáls og óháður í sköpun sinni. Margar sögu- hetjur hans eru þróttmiklar, skap- heitar og atorkusamar. Og þannig var hann sjálfur. Hann var eljusam- ur og afkastamikill en jafnframt listfengur. Nú, þegar hann er allur, verður fátæklegra um að litast á vettyangi íslenskra bókmennta. Erlendur Jónsson Úr 8. kafla bókarinnar Birna Þorbrandsdóttir — Birna Þorbrandsdóttir,“ hugsar maður- inn, „þú sem leitar æðra lífs úti í nóttinni, — ekki fannstu það hjá séra Oddi, þú fannst það ekki hjá mér og þú fannst það ekki hérna hinum megin við þilið--“ Torfi Loftsson situr enn dijúga stund kyrr á rúmi sínu og hefst ekki að, nema hvað hann talar þegjandi við stúlkuna sína, eða kannski öllu heldur við sjálfan sig um stúlk- una, sem bjargaðist á land. Svona ruglar hann og rausar, en það er engin heil brú í þessum hugsunum: honum finnst endilega að Birna Þorbrandsdóttir hafi staðið á sökk- vandi skipi meðan hún dvaldi inni hjá Goða og að óvænt brottför hennar úr þessu húsi tákni björg- un. En svo minnist hann þess allt í einu hvurnig hrímið sindraði í kvöld og frostið beit, þar sem þau stóðu úti fyrir læstum kofadyrum Jóns blinda, og hún sagði við hann: „Ljúktu upp, Torfi, mér er kalt.“ Hann hafði ekki getað lokið upp þeim dyrum né heldur neinum dyrum öðrum, ekki reynst maður til að ljá það lið, sem kæmi að gagni, og það hafði ekki heldur neinn annar gert. Hann reis á fætur og gekk fram að dyrunum, rak þar fótinn í eitthvað, sem hann kannaðist ekki við strax: poki? Nú þarna hafði Bima þá gleymt fatapokanum sínum þegar hún fór út með Goða. Kynlegir straumar fara um líkama mannsins, einkum brjóstið, eins og bylgja hlýrrar birtu fylli skyndilega bijóst hans, einhvur vermandi bjarmi. Hann réttir sig gætilega upp, með óvæntan fund sinn milli beggja handa: skrautker úr postulíni, eitt- hvað brothætt og dýrt, þetta er að minnsta kosti aleiga Birnu Þor- brandsdóttur — léreftspoki kannski tíu pund að þyngd. „Hún þarf á honum að halda,“ umlar hann, — „ekki getur hún misvirt það við mig þó ég leiti hana uppi í því skyni að fá henni aftur fatapokann sinn, úr því hún gleymdi honum inni hjá mér.“ Þessi hugmynd er ein þeirra, sem ekki þarf íhugunar við, heldur er svo sjálfsögð að hún tekur mann umsvifalaust á vald sitt, yfir- þyrmandi, almáttug. Honum er innanbijósts eins og fuglinum, sem allt í einu finnur að fjarlægt land kallar á hann handan yfir hafið. Og brýtur ekki heilann um stefn- una: hann velur þá sömu og áður: götuna út í þorpið. En það er ekki lengur bjart, ský byrgir tungl og stjörnu, hrímrósin tindrar ekki meir, heldur er slokknuð burt í rökkrið. Síðan er hann þar staddur. Hann stendur enn við þessar sömu dyr, en er einn núna, með lítinn poka í fanginu, sem hann heldur á eins og barni. Og það hefur ver- ið gengið í bæinn. Auðvitað. Hún hefur komið hér rétt á undan hon- um og brotið lokuna, hurðin hefur jafnvel skekkst við átakið, hún fellur ekki alveg að stöfum núna, Birna Þorbrandsdóttir er sterk, þegar hún þarf þess með. Hann lét pokann síga niður á stéttina og hallaði honum upp að bæjarþilinu, en hann fór mjög hægt að öllu, eins og ekkert kall- aði framar að, erindinu kannski lokið. í það minnsta að kasta vel mæðinni, glöggva sig á umhverf- inu, gá til veðurs. Sannleikurinn var sá, að það var allt í einu run- nið upp fyrir honum, að til þess að ganga inn í þetta hús núna þurfti þess konar kjark, sem einum er gefinn ómældur, öðrum skorinn við nögl: Var líklegt að stúlkan kærði sig nokkuð um návist hans eftir það sem á undan var gengið? Varla mundi hún telja sér mikinn styrk að nærveru manns, sem rétt áðan hafði gefist upp fyrir augum hennar baráttulaust, án viðnáms. Hann hafði enn ekki sigrast á þessari andlegu torfæru, þegar ný utanaðkomandi öfl sópuðu henni skyndilega á brott: Hann heyrði fótatak nálgast vestan götuna, mjög hratt og þó ekki eins og hlaupið væri, einhvur kom vestan að eftir dimmum stígnum og flýtti sér mjög.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.