Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ- LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 B 5 itt HAVAR SIGURJÓNSSON SKRIFAR: ekki að bjóða upp á þægilega og auðvelda valkosti heldur á það að spyija óþægilegra spuminga um hvemig við högum lífi okkar, hvemig við bregðumst við eyðilegg- ingu og ofbeldi, og hvernig við skilgreinum sjálf okkur í flóknu nútíma samfélagi." Þetta er vissu- lega bæði satt og rétt en á móti verður að spyija hvort Konunglega Shakespeareleikhúsinu takist með þessari sýningu að spyija þessara spurninga þannig að komi við kviku áhorfenda. Svar undirritaðs verður því miður neitandi. Sýningin nær ekki þessum tilgangi. Fyrir frumsýningu var sýningin auglýst vel og rækilega á vettvangi fjölmiðlanna. Ekki síst var reynt að höfða til yngra fólks og beinlín- is í þeim tilgangi var ein vinsæl- asta rokkhljómsveit Bretlands, U2, fengin til að semja tónlist við sýn- inguna. Margir höfðu á tilfinning- unni að hér væri ný tegund söng- leiks í uppsiglingu, grimmdarlegur og harðskeyttur, þar sem hvass leikur og hrá tónlist sameinuðust í því að vekja áhorfendur upp af félagslegum doðanum. Efnið virtist kjörið til þess. Útkoman er engan veginn í samræmi við þessar vænt- ingar og spumingar hvort leik- húsinu hefði ekki verið nær að gera minna úr mikilvægi tónlistar- innar í kynningum sínum. Sannast sagna er tónlistin hvorki fugl né fískur, gegnir engum auðsæilegum tilgangi og fær sjaldnast meira rými en svo að réttara væri að kenna hana við leikhljóð en tónlist. Dansatriði eru fá og í furðulega litlu samhengi við framvindu sög- unnar. Það er engu líkara en þeim hafí verið slett utan á til að gefa sýningunni lauslegt yfirbragð söngleiks. Ron Daniels hefur að öðm leyti valið þann kost að segja sögu Alex á einfaldan og skýran hátt, hvert atriðið rekur annað, leikmyndin er hin sama frá upp- hafi til enda, en lykilmunum rennt inn og út fyrir hvert atriði. Lýsing David Herseys er í sérflokki enda tæpast við öðm að búast. Þessi einfaldleiki kemur upp um helsta galla verksins. Söguþráður- inn sjálfur er grunnhygginn, á köfl- um barnalegur, og satt best að segja er heldur erfítt að fallast á að það sér rangt að heilaþvo ungl- ing sem framið hefur tvö morð og flölda annarra ofbeldisglæpa. Enn erfíðara verður að kyngja þeirri skoðun að allt séu þetta bamabrek sem rjátlist af þegar drengurinn fullorðnast. Einfaldleiki sýningar- innar býður ekki upp á þá flóknu hugmyndafræði sem að baki sög- unni býr. Að öllu þessu sögðu er hálf- hjákátlegt að bera í bætifláka fyrir sýningunni og hrósa leikumnum fyrir þeirra frammistöðu. Hún er engu að síður vel frambærileg og Phil Daniels í hlutverki Alex er vemlega sannfærandi sem þessi litli samviskulausi hrotti. Samúð með honum fær áhorfandinn þó aldrei né heldur er boðið uppá sam- úð með fómarlömbum ofbeldisver- kanna. Til þess em þau of tæknileg — of snyrtilega af hendi leyst. Þarna er kannski fólginn einn meg- ingallinn, verkið líður hjá einsog mynd á tjaldi en áhorfandanum er aldrei boðið upp á annað en hið almenna sjónarhorn, hvergi veitt innganga í atburðarásina gegnum samúð eða skilning. Tæknilega er sýningin framúrskarandi vel af hendi leyst enda hver skrautfjöður- in upp af annarri við stjómina á þeirri hlið mála. Vonbrigðin felast í því að hér er hvorki um stórfeng- legan, efnislega áleitin söngleik né vemlega gott leikrit að ræða. Hvort breskir áhorfendur taka sýningunni opnum örmum kemur í ljós á næstu vikum og satt að segja leikur undir- rituðum nokkur forvitni á að fylgj- ast með viðbrögðum þeirra. LIFANDIGANGVERK Það er ég, Alex, og kumpánarn- ir mínir þrír, Pete, George og Dim, allir fjórir klæddir eftir nýjustu tísku og við sátum inn á Korova-mjólkurbarnum og gerðum upp á okkur heilana hvernig eyða ætti kvöldinu, köldum hörðum vetrarskratta, en þurrum ... ■w annig hefst hin fræga skáld- I ■ saga Anthony Burgess A Clockwork Orange sem út * kom árið 1962 og hefur nú í fyrsta sinn fundið leið upp á leik- svið í leikgerð höfundarins sjálfs og leikstjórans Ron Daniels hjá Konunglega Shakespeareleikhús- inu í Barbican í London. Flestir sem komnir em á þrítugsaldur og þar yfir ættu að kannast við titilinn af kvikmynd Stanley Kubricks frá 1972 og olli meira fjaðrafoki en aðrar kvikmyndir á þeim áratug. Myndin er rægð fyrir að bregða dýrðarljóma á hömlulaust ofbeldi og ótal ofbeldisglæpi sem fylgdu í kjölfar myndarinnar vora raktir beint til áhrifa hennar. Kubrick sjálfur varð fyrir svo miklu aðkasti og ofsóknum að hann sá sér þann kost vænstan að banna sýningar á kvikmynd sinni í Bretlandi árið 1974. Allar götur síðan hefur A Clockwork Orange verið brenni- punktur allrar umræðu um áhrif kvikmynda á ofbeldi meðal ungl- inga. Það er því ekki að undra þótt frumsýningu leikverks eftir sögunni hafí verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu og skoðanir skiptar um ágæti þess að færa A Clockwork Orange í leikbúning. Sagan gerist á 21. öldinni og segir frá stráknum Alex, fímmtán ára gömlum, sem ásamt þremur félögum sínum eyðir kvöldunum við neyslu eiturlyfja og síðan leggja þeir gjarnan upp í slangur um göt- urnar þar sem þeir beija, misþyrma og nauðga hveijum sem fyrir verð- ur. Kvöldið sem sagan hefst byija þeir félagar á því að beija til óbóta skrifstofumann sem verður á vegi þeirra og síðan bijótast þeir inn í hús rithöfundarins F. Alexander, þar sem þeir misþyrma rithöfundin- um og nauðga síðan eiginkonu hans að honum ásjáandi. Síðar kemur fram að konan lést stuttu eftir árás þeirra félaga. Kvöldið eftir brýst Alex inn til aldraðrár konu og myrðir hana, en félagar hans svíkja hann í hendur lögregl- unnar sem kemur á staðinn áður en Alex kemst undan. Hann er dæmdur í lífstíðarfangelsi en tveimur áram síðar er honum boðið að gangast undir meðferð sem felst í því að dæla í hann lyíjum og samtímis neyða hann til að horfa á ofbeldiskvikmyndir tímunum saman. Til að örva hann er leikin tónlist uppáhaldstónskáldsins hans, Ludvigs van Beethovens, meðan kvikmyndasýningarnar standa yfír. Afleiðingar meðferðarinnar láta ekki á sér standa, Alex er ógjörlegt að beita ofbeldi því um leið og löng- unin til þess kemur yfír hann, er hann yfírkominn ógleði og engist sundur og saman í krampateyjum. Aukaverkun af meðferðinni er sú að hann getur heldur ekki notið tónlistar Beethovens því viðbrögðin eru hin sömu. Alex er nú talinn læknaður (orðinn lifandi gangverk — A Clockwork Orange) og sleppt úr prísundinni og fyrstir verða á vegi hans gömlu félagar hans þrír sem nú era gengnir í lögregluna og þeir beija hann varnarlausan til óbóta. Fyrir tilviljun leitar Alex ásjár hjá rithöfundinum F. Alex- ander sem þekkir hann aftur og kemur fram hefndum. Alex er læst- ur inni í herbergi og síðan er tón- list Beethovens láti dynja á honum þar til hann verður vitstola og fleygir sér út um glugga svo hann stórslasast en heldur þó líftórunni. Þegar hann vaknar upp á spítalan- um áttar hann sig á því að áhrif meðferðarinnar eru horfin og hann er hinn glaðasti. Heill heilsu heldur hann aftur á mjólkurbarinn góða og stofnar nýjan flokk ribbalda en þó hefur eitthvað breyst. Alex er orðin fullorðinn, hann hefur slitið barnsskónum og ofbeldi er ekki hluti af lífí hins ábyrga fullorðna manns. Hann snýr því baki við hin- um nýju félögum sínum og í lok sögunnar og leikritsins heldur Alex langa hugleiðingu um hvernig hann muni' reyna að ala böm sín upp í góðum siðum og beina þeim inn á hinn þrönga veg dyggðarinnar,'þó hann viti jafnframt að unglingar séu tregir í taumi og verði að læra af reynslunni. Ef þessi endir kemur einhveijum á óvart er rétt að taka fram að honum var sleppt í amerísku útgáfu bókarinnar, þeirri sömu og Kubrick gerði kvikmynd sína eftir. Myndin endar því á sama hátt og hún byrjaði; Alex er kom- ihn í sama farið á mjólkurbarnum. Burgess var ósáttur við þann endi en bandarísku útgefendur hans töldu upprunalega endinn of linan — kannski barnalegan. Hver er þá tilgangur þessarar óhugnanlegu sögu? Gefum Burgess sjálfum orðið en hann fylgdi frum- sýningu leikgerðarinnar úr hlaði með þessum' orðum: „Á yfirborðinu kemur sagan kannski einhveijum fyrir sjónir sem upphafning á of- beldi. I raun er þetta rannsókn á eðli hins fijálsa vilja. Þetta er guð- spekilegt verk. Ef einstaklingum er gert ókleift að fremja illvirki þá er þeim einnig gert ókleift að gera góðverk. Hvoru tveggja er háð því sem heilagur Agústínus kallaði li- bemm arbitrium — fijálsan vilja. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá erum við mannleg vegna þess að við getum valið á milli góðs og ills í krafti siðferðiskennd- ar okkar. Ef siðferðiskennd manns- ins á ekki að hverfa verða andstæð- ur góðs og ills að vera til. í stuttu máli þá verður hið illa að fá að vera til og hið góða einnig. En það verður einnig að vera til svæði í tilveru okkar þar sem siðferðis- kenndin kemur hvergi við sögu — Frumsýning á A Clockwork Orange eftirAnthony Burgess hjá Konunglega Shakespeareleik - húsinu í London hlutlaust belti þar sem við bergjum vín, njótum ásta og hlustum á tón- list. Þetta hlutlausa belti getur auðveldlega orðið bitbein siðferðis- kenndarinnar og þá er fátt eftir.“ Ein meginröksemd leikhússins fyrir sýningu verksins em þær hliðstæð- ur sem fólgnar em í raunveruleik- anum við persónur og atburðarás verksins. Ofbeldisverk verða hrottalegri um leið og erfiðara verður að koma auga á tilgang þeirra. Unglingar fara í hópum um öngstræti stórborganna og skelfa siðprúða borgara sem loka sig betur af, kaupa flóknari þjófa- vamarkerfi og flytja út í jaðar borganna og hætta sér sífellt sjaldnar út á götur eftir að skyggja tekur. Ótal hugmyndir hafa komið upp um uppruna þessarar vaxandi ofbeldisöldu og þeir sem um fjalla skilja hvorki upp né niður þar sem mælikvarði þeirra á gott og illt, samhengi glæps og refsingar, virð- ist gagnslaus þegar borinn er við tilgangslausa ofbeldisglæpi. Ávinn- ingurinn virðist oft enginn og spurt er: til hvers var gamla konan barin til dauða fyrst hún átti bara þús- undkall? Var ekki nóg að binda hana? Mistökin em fólgin í því að mælikvarðinn er smíðaður af þeim sem fjalla um glæpinn, ekki af þeim sem fremja hann. Hér í Bretlandi hefur verið bent á að ungmenni úr lágstétt sjái eng- an tilgang í tilveru sinni, sjái enga leið út úr eymdinni og hafi tapað allri tilfmningu fyrir hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Þeim er ekki ætlað neitt ákveðið þrep í stigá hins borg- aralega samfélags. Á hveiju ári yfírgefa þúsundir unglinga skólana án þess að hafa lokið tilskildum prófum og framtíðarsýn þeirra er takmörkuð við illa borguð hluta- störf í lægsta þrepi mannvirðinga- stigans. Hvernig er hægt að höfða til siðferðiskenndar. þessara ungl- inga og ætlast til virðingar þeirra fyrir eigum annarra, jafnrétti kynj- anna, öldruðum borgurum og helgi fjölskyldulífsins ef þeim er ekki boðið upp á þátttöku. Hræðsla borgaranna við þennan hóp þjóð- félagsins verður skiljanleg þegar haft er í huga að innan næstu tíu ára telur hann þijár milljónir í Bret- landi við óbreyttar aðstæður. Þessi hræðsla kemst síðan á stig fárán- leikans þegar ljóst er að stór hluti borgaranna virðist trúa því að of- beldið hverfí af sjálfu sér ef skáld og kvikmyndahöfundar hætti að lýsa því í verkum sínum — að þar sé uppranann að fínna. Anthony Burgess og Stanley Kubrick hafa framar öðrum orðið skotspónar þessarar hættulega blekkingar. Ron Daniels leikstjóri A Clock- work Orange segir eftirfarandi um mikilvægt innlegg þessarar sýning- ar í þá umræðu sem hér hefur ver- ið reifuð. „Hlutverk leikhússins er Samvinna tveggja málara í Ásmundarsal Bjarni Ragnar Haraldsson og Ulla Hosford opnuðu um síðustu helgi málverkasýningu í Ás- mundarsal við Freyjugötu, á verkum sem þau máluðu í sam- einingu á síðasta ári. Bjarni Ragnar og Ulla hafa verið góðir vinir um nokkurt skeið og málað hlið við hlið, en upp úr því þróað- ist sú hugmynd hjá þeim, að sögn UIIu, að prófa að mála saman. Slíkt samvinna myndlistarmanna er ekki algeng, eins og Bjarni Ragnar bendir á og segir skýr- ingarinnar líklega vera að leita í því hversu miklir egóistar flest- ir myndlistarmenn eru. á sér stað í samfélaginu, en einnig fyrir þróun einstaklingsins. Tunnurnar tákna ruslið sem er að verða sífellt meira vandamál í vestrænum þjóðfélögum, en einnig Ulla Hosford og Bjami Ragnar í vibtali Morgunblaðið/Sverrir Ulla Hosford og Bjami Ragnar •viA nokkrar mynda sinna í Asmundarsal. Ulla og Bjarni Ragnar segja sam- vinnuna hafa gengið vel. Áður en þau tóku til við að mála komu þau sér saman um ákveðið þema, sem þeim báðum lá á hjarta, og er að finna í öllum myndunum á sýn- ingunni. Það er Ulla sem útskýrir það nánar. „Tröppurnar," segir hún. „Standa fyrir þá þróun sem sífellt sóun á orku, olíukreppur og kjarn- orkuúrgang. Við Vesturlandabúar hendum öllu, hvort sem það er gam- alt fólk, hugmyndir eða hlutir sem við emm búin að fá leið á, án þess að hugsa út í hvaða afleiðingar það getur haft í framtíðinni, því ein- hverntíma hlýtur að koma að því að við verðum að taka upp úr tunn- unum. Ekki hverfur allt þetta rusl bara af sjálfu sér. Hjólið kemur líka fyrir í mörgum myndanna, en það er sérstakt fyrir okkur sem búum í iðnaðarsamfélög- um Vesturlanda. Það er bæði tákn fyrir sjálfan iðnaðinn, en einnig öll þessi farartæki sem manneskjan er svo háð.“ „Við komumst ekki lengur neitt án þess að nota farartæki á hjólum, hvort sem það er bíll, flugvél eða hjól,“ segir Bjami Ragnar. „Og síðan setjum við tunnurnar á hjól vegna þess að það er ekki tekið á vandamálunum í þessum iðnaðar- og neysluþjóðfélögum. Þau halda áfram að vera til staðar og vinda stöðugt upp á sig.“ „Og þar sem manneskjan hefur skapað sér þetta allt saman sjálf fær hún að sitja ofan í tunnunni sem rúllar áfram á hjólinu,“ segir Ulla. „Þetta hljómar kannski neikvætt, en við gerum það jákvætt með því að hafa myndirnar ekki ljótar, held- ur notum sterka og líflega liti,“ segir Bjarni. „Þessir sterku litirnir eru eiginlega Ullu að þakka, því ég, eins og fleiri norrænir málarar, er méð þunglyndan bakgrunn og hef tilhneigingu til að nota dökka og þunglyndislega liti.“ Ulla segist aftur á móti hafa ferð- ast mikið til suðlægra landa, og dvalið meðal annars um tíma í Mexíkó, þar sem hún komst upp á lagið með að nota sterka liti í mynd- um sínum og hefur haldið því áfram. En mig langar til að vita hvemig vinnufyrirkomulagið hjá þeim var þegar þau voru að mála saman. Hver gerði hvað? „Þegar við vorum búin að ákveða þemað, byijuðum við bæði að teikna og síðan að mála. Síðan kom Ulla kannski með hugmynd sem mér leist ekki endilega á en gerði samt,“ segir Bjarni Ragnar. Og þannig segjast þau hafa málað allar mynd- irnar saman, bæði í einu, hún kannski annan helminginn, en hann hinn. „Svona samvinna gerir manni heilmikið gott,“ segir Bjarni Rang- ar. „Maður opnar sig meira og bæði gefur af sjálfum sér og þiggur af hinum aðilanum. Síðan hefur þessi sterka litanotkun haft þau áhrif á mig að ég er djarfari í lita- notkun en áður í mínum myndum sem ég er að mála núna.“ Ulla og Bjarni Ragnar em því hætt að mála saman í bili og hafa snúið sér hvort að sínu hugðarefni, én þeir sem furða sig á því hvernig hægt er að mála saman, og það hafa ýmsir gert, ættu að leggja leið sína í Ásmundarsalinn og láta sannfærast um að þetta er hægt. Sýningin stendur til 18. febrúar. MEO Ljóóatónlistin er erfitt listform Fjórðu tónleikarnir í ljóðatón- leikaröð Gerðubergs verða haldnir næstkomandi mánudag kl. 20.30. Að þessu sinni er það Sigríður Gröndal sópran sem syngur við undirlejk Jónasar Ingimundssonar. Á efnisskránni eru íslensk þjóð og sönglög eftir Mozart, Mendelsohn og Gabriel Fauré og lagaflokkur eftir Theu Musgrave. Yið leitumst við að hafa á efnis- skránni eitthvað sem ekki hefur verið sungið áður, eða er sjaldan flutt,“ sagði Sigríður Gröndal í stuttu spjalli við Morgunblaðið fyrir tónleikana. „En það er líka mikil- vægt að velja lög sem henta rödd- inni og sem fara vel saman á tón- leikum. Á þeim ljóðatónleikum sem haldnir hafa verið hér í Gerðubergi hefur verið kynnt tónlist sem ekki hefur heyrst mjög oft, en er þó aðgengileg. Mér finnst það hafa Sigríbur Gröndal ogJónas Ingimundarson halda Ijóbatónleika í Gerbuhergi gefist mjög vel og þessir tónleikar hafa verið vel sóttir. Mendelsohn heyrist til að mynda ekki oft sunginn á tónleikum hér, að minnsta kosti ekki svona mörg lög. Sjálf hef ég ekki sungið Mend- elsohn áður, en hann hæfír minni rödd mjög vel. Hið sama er að segja um Theu og Fauré, ég hef ekki sungið neitt eftir þau áður, en ég Morgunblaðið/Einar Falur Sigrtdur Gröndal og Jónas Ingimundarson á afingu fyrir Ijóöatónleikana. held þetta sé góð blanda, þýsk, frönsk og íslensk lög.“ Sigríður segist ekki. oft halda ljóðatónleika. „Þetta er erfítt list- form og mikil vinna sem liggur að baki hveijum tónleikum. Og þar sem takmarkað er hvað hægt er að troða upp með marga einsöngs- tónleika hér á ári vegna þess hve markaðurinn er fljótur að mettast, leggur maður ekki oft út í það. En það hefur verið mjög skemmtilegt að æfa fyrir þessa tón- leika, ekki síst á lokasprettinum, á meðan við Jónas höfum verið að æfa saman, því það er allt annað að syngja ein heima, en með píanó- inu.“ Sigríður Gröndal hóf söngnám frá Tónlistarskóla Kópavogs hjá Elísabetu Erlingsdóttur árið 1973, en lauk burtfararprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavíkur 1983, þar sem Sieglinde Kahmann var kenn- ari hennar. Síðan fór hún til fram- haldsnáms í Hollandi. Sigríður var fulltrúi íslands í Cardiff söngvara- keppninni árið 1983. Hún hefur haldið tónleika bæði á íslandi og í Hollandi, komið fram sem einsöngv- ari með ýmsum kóram og tekið þátt í ópuerusýningum hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.