Morgunblaðið - 10.02.1990, Síða 6

Morgunblaðið - 10.02.1990, Síða 6
6 TB a MORGUNSLÍÖIÐ LAUGARDAGUR. 10. FEBRÚAK19900». 4 Hvaö er þaó eiginlega - sem ég er hrædd við? í Þjóðleíkhúsinu er nú verið að leggja síðustu hönd á uppfærslu á leikritinu „Endurbygging“ eftir Václav Havel. Frumsýningin verður næstkomandi föstudag, 16. febrúar — og daginn eftir verð- ur sérstök hátíðarsýning, þar sem höfúndurinn verður sjálfur viðstaddur. Æfingatíminn hefúr verið óvenjulega stuttur, að sögn leikstjórans, Brynju Benediktsdóttur, vegna þess að ákveðið var að hafa fyrstu átta sýningarnar á stóra sviði Þjóðleikhússins, en yfir vofir lokun vegna endurbyggingar og viðgerða hússins. Stutt- ur tími var því til stefiiu, „en það skapaði engin vandkvæði,“ sagði Brynja „því listamennimir í þessu húsi eru reiðubúnir að vinna hvenær sem er — og undir miklu álagi.“ Endurbygging gerist í mið- aldakastala í nútímanum. Þar hefur starfsfólki teikni- og skipulagsstöðvar verið valinn staður. Hlutverk þeirra er að und- irbúa endurskipulagningu og rif húsa á staðnum, einkum gamals þorps, sem umlykur kastalann. Mik- il togstreita myndast á milli vernd- unarsjónarmiða og sjónarmiða vald- hafa. Áhorfandinn er sem sagt staddur á vinnustað arkitekta, sem eru að * skipuleggja nútíma lifnaðarhætti, samkvæmt miðstýrðum formúlum. En Havel er ekki að fást við tækni- leg eða verkfræðileg vandamál. Það sem hann fjallar um í Endurbygg- ingu er hinn mannlegi þáttur — hvar sem er. Bæði í þorpinu sem á að rífa og meðal arkitektanna sem starfa að verkefninu. Það hafa allir skoðun á endurbyggingu landsvæð- isins og þýðingu hennar; hvort hús- in sem byggja á eru eitthvað mann- eskjulegri, en þau sem fólkið býr þegar í, hvort rétt sé að þröngva „nútímanum" upp á þorpsbúa og hvað geri fólk ánægt. Það myndast togstreita milli allra ytri þátta og þorpsbúar, arkitektahópurinn og stjórnvöld mynda þríhyming — sem á sér hliðstæðu inni í kastalanum, þar sem einkalíf arkitektanna litast af þeirri einangrun sem þeir búa við og af nánu sambýli í langan tíma. Ég hitti leikstjórann, Brynju Benediktsdóttur, og þau Erling Gíslason og Helgu Jónsdóttur, sem eru í veigamestu hlutverkunum, eftir æfíngu einn daginn og spurði þau hvort þessi arkitektahópur Þjódleikhúsid frumsýnir Endurhyggingu eftir Václav Havel hversu mikið þeir láta bæla sig eða hvort þeir eiga uppreisnar von.“ „Okkur er sveiflað inn í líf þessa fólks,“ bætir Brynja við, „sem, vegna aðstæðna sinna skemmir sjálft sig og hvort annað. Sumt af því gengur ekki lengur upprétt. En þetta er ekki slæmt fólk — það er aðeins að reyna að lifa af. Allir nema Albert (Þór Thulinius), ungur og óspilltur. Hann hefur ekki sam- lagast skoðunum valdhafanna og því er hann ógnun við þá — og hópinn, enda er hann dustaður til af báðum, svo um munar. Það er líka verið að tala um þetta skrímsli, sem tæknin er orðin. Jafn- vel þeir sem fínna hana upp eru hættir að geta stjómað henni. Bæði (Morgunblaðið/Sverrir) Bergman skipulagsstjóri (Erlingur Gtslason) veltir vöngum yftr fram- tíiarlíkaninu væri ekki í rauninni í útlegð í kast- alanum á þessum afskekkta stað. „Jú,“ svaraði Erlingur, „það má segja að hópurinn sé í hálfgerðri útlegð. Það er ljóst að hann hefur verið lengi við vinnu þama og arki- tektarnir eru alltaf að teikna hús, sem ekki verða reist — vegna þess að það em ekki til nein tæki til þess. Við þessar kringumstæður verða til spumingar um mannlega reisn; hvort menn eru bældir eða ekki; Þórunn Magnea, Jóhann Sigurðarson og Öm Ámason í Endurbyggingu Sagnorðabók næsta stórverkefnið Orðabók Háskólans er hljóðlát stofiiun, sem er til staðar þegar tU hennar er leitað um islenskt mál og útvarpshlustendur þekkja af reglulegum þáttum í áratugi. Þó hefúr hún orðið sýnilegri á seinni árum, eðli málsins samkvæmt. „Fyrstu þijá áratugina var þar aðal- lega fengist við orðtöku og orðasöfinun. En um 1983 urðu með tölvu- væðingunni þáttaskil og fyrir tveimur árum önnur þáttaskil þegar farið var að huga að útgáfii, sem að vísu átti sinn aðdraganda. Og nú er áherslan í starfseminni meira að færast yfir í útgáfii- og rit- stjórnarþáttinn.“ Eitthvað á þessa leið fórust dr. Jörgen Pind, for- stöðumanni Orðabókarinnar, orð, þegar fréttamaður Morgunblaðsins lagði leið sína í höfúðstöðvar Orðabókarinnar í Árnagarði til að frétta af því hvað þeir væru þar að sýsla. Þarna er unnið að langtíma- verkefnum. Útgáfúrnar, sem nú eru að koma út, byggjast á áratuga eljustarfi við heimildasöfiiun, sem enn heldur áfram, og horft er fram á áratuga störf við útgáfúr á einstökum þáttum. Jörgen Pind, forstöðumaður Orðabókar IJáskólans. Morgunblaðið/Emilia Aþriðju og fjórðu hæð í Árna- safni blasir við gesti afrakstur- inn af þessu eljustarfi, skápar með upplýsingaspjöldum, á 3. milljón orðaseðlar, og bunkar af tölvublöðum, sem sífellt hækka. Dr. Jörgen Pind hóf einmitt störf 1983, um svipað leyti og töivuvæðingin hófst, og má segja að hann hafí haft hana í sínum höndum. Fram að þeim tíma voru orð og upplýsing- ar vélrituð á seðla. Nú fara allar upplýsingar beint inn í tölvufærslu. „Vandi okkar er að ná eldra efni inn á tölvurnar. En við höfum kom- ið okkur upp yfirlitsskrá yfir orðin í eldra safninu og erum smám sam- an að auka við upplýsingar í hana“, útskýrir hann og dregur upp skrá, þar sem má lesa orðið, orðflokkinn, aldur elsta og yngsta dæmis, dæmafjölda, orðgerð og fyrstu heimild. Eftir því virðist auðvelt að fletta upp í tölvunni almennum upplýsingum um orð, og síðan má fara í seðlasafnið ef áhugi er á meiri upplýsingum. Þarna má á skammri stundu finna afraksturinn af 40 ára starfi orðabókarmanna. Þótt starfsferill hennar sé í raun um 40 ár, teygir saga Orðabókar- innar sig með nokkrum hætti nær 70 ár aftur í tímann, allt aftur til þess er ísland varð sjálfstætt ríki og hugmyndir komu fram um nauð- syn þess að semja íslensk- íslenska Viótal vid dr. Jörgen Pind\ forstöóumann Oróahókar Háskólans. orðabók. Dr.Jakob Benediktsson var 1948 ráðinn til að veita for- stöðu Orðabók Háskólans, en árið áður voru þeir Árni Kristjánsson og Ásgeir Blöndal Magnússon fastráðnir til orðabókarverksins. Árni lét af störfum 1952 og var Jón Aðalsteinn Jónson ráðinn í hans stað 1955. Nú eru þar aðeins fimm fastráðnir sérfræðingar, auk nokk- urra lausráðinna. Fastráðnu sér- fræðingarnir eru auk dr. Jörgens Pind, dr. Guðrún Kvaran og magist- erarnir Jón Hilmar Jónsson, Gunn- laugur Ingólfsson og Ásta Svavars- dóttir, er kemur í stað Jóns Aðal- steins, sem nýlega lét af störfum. Segir forstöðumaðurinn að afköst markist að sjálfsögðu af þessum litla mannafla. Vinna útgáfúr í eigin tölvubúnaði Við ræðum um helstu verkefni Orðabókarinnar um þessar mundir og Jörgen Pind segir:,, Siðan 1985 höfum við verið mjög upptekin af Orðsifjabókinni, sem tók nokkur ár og er nýkomin út, sem kunnugt er. Hún er að því leyti merkilegur áfangi að hún var öll unnin hér með okkar eigin tölvubúnaði, allt frá innslætti til lokaumbrots. Þessi fyrsta orðabók, sem stofnunin gefur út, er höfundarverk Ásgeirs Blön- dals Magnússonar og tileinkuð heimildarmönnum Orðabókar. Nú getum við unnið hér allt sjálfir og munum gera það í næstu útgáfum. Það eru allt önnur vinnubrögð að geta stjórnað öllu ferlinu og miklu skilvirkara. Næsta meginverkefni okkar, sem stjóm Orðabókarinnar hefur samþykkt, er útgáfa Sagn- orðabókar. Orðabókarmenn eru ekki lengur neyddir til þess að gefa út orðabók í stafrófsröð." Þegar spurt er af hveiju, útskýrir hann að vinnulagið sé annað, með þessu móti sé hægt að fást við skyld orð. Sagnirnar séu lykilhluti orðaforð- ans og þar eð verkið sé unnið í tölvum, er það ekki lengur bundið í röð stafrófsins. Og þegar gengið er á hann um það hvenær Sagn- orðabókin geti komið út, segir hann 'að undirbúningsvinna sé komin vel af stað og með skilningi fjárveit- ingavaldsins megi kannski nefna næstu aldamót. En áform eru um að gefa út sýnihefti á árinu 1991. I t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.