Morgunblaðið - 10.02.1990, Page 8

Morgunblaðið - 10.02.1990, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 Þriöja Ijóórœöa: Viö Tom Paulin BELFAST hin gullna borg! 9 Tom Paulin yrkir pólitísk ljóð. Ljóð sem sækja efhivið sinn, andrúmsloft og tungumál til Norður-írlands, til rósturs og óvissu, og endurspegla nagandi óþol við hið volduga og sjálfiim- glaða England. Ljóðin eru há- vær, hárbeitt og gagnorð. Hann reynir að brjótast úr viðjum þessa áleitna yrkisefnis og þess- arar sérstöku reynslu með því að draga upp hliðstæður við nöpur lífsskilyrði annarra landa og þjóða. Það er nálægð yfirvofandi lífshættu sem situr í hug- anum eftir að kafað er í ljóð hans. Þess vegna var það skrýtin tilfinning að hitta ljóðskáldið í hlýju og nota- legu heimili hans í Oxford. Snark- ið í eldinum og bjarmar turna háskólans, sem eru tákn Englands fremur en margt annað, tindruðu í fjarskanum. Allt í einu var þessi hvassi raunveruleiki ljóðanna Qarri. Paulin sjálfur einstaklega hlýr maður, talar ákveðið og með ástríðu um írland en þó alltaf rólega og hnitmiðað. Manni sem lætur illa að tala um sjálfan sig. Hann lætur þó eftir mér. „Ég er fæddur í Leeds árið 1949. Móðir mín er frá Belfast en faðir minn frá Norður-Eng- landi. Þegar ég var fjögurra ára fluttumst við til Norður-írlands. Þar gekk ég í mótmælendaskóla. Ég átti enga kaþólska vini, en síðar hefur það auðvitað breyst. Á þeim tíma Ieit ég á landamærin milli Norður-Irlands og megin- hluta írlands sem sjálfsagðan hlut. Þau virtust óbreytanleg og óhagganleg, og ég efaðist ekki um að þau mundu alltaf vera þar. En þessi skoðun mín hefur umtumast síðan Thatcher kom til valda.“ Þegar Paulin var tvítugur fór hann til Englands í háskólanám, fyrst til Hull þar sem hann lagði stund á enskar bókmenntir og síðar til Oxford. Kjörsvið hans voru Ijóð Thomas Hardy. Skáld sem hann lýsir svo í inngangi rannsóknar á ljóðum hans: „[Hardy] ferðast á milli tvenns konar menningarheima, annar einkennist af ólæsi, munnlegri frásagnarlist, sterkum hefðum, heimur sem er tengdur saman með samfélags- og fjölskyldu- böndum, hinn einkennist af fram- förum, menntun, einstaklings- hyggju og tilfinningalífi, sem er að sumu leyti fábreytilegt.“ Þessi lýsing Paulins á þeim andstæðum, sem beijast um ljóðskáldið Hardy, á óvenjulega vel við þau ólíku menningarsvæði, sem toga í hann sjálfan; Norður-írland annars vegar og England hins vegar. Paulin hafði hug á að fara til Norður-írlands að loknu námi, en á þeim tíma var enga vinnu að fá og gerðist hann þá lektor í enskum bókmenntum við háskól- ann í Nottingham. Þar bjó hann í fimmtán ár, allt frá 1972. En þrátt fyrir að hann hafi búið í Englandi meginhluta ævi sinnar, er það Norður-írland sem er yrkis- efni hans. „Ég get ekkert að því gert,“ segir hann blátt áfram. Ég spyr hvort hætta sé á því að skáld verði of staðbundið í kveðskap sínum. „Kannski, en norður-írsk- ur kveðskapur er fullur af tilví- sunum í ýmsar áttir, bæði til suð- urs, sérstaklega í kveðskap kaþól- skra skálda, og síðan auðvitað til norðursins. Það liggur mjög sterk taug til norðurálfunnar, t.d. í verkum Heaneys, sér í lagi í bók eins og „North“. Og svo auðvitað til Ameríku." Paulin leitar að orðum, talar vitt og breitt um hinn margsl- ungna veruleika í írlandi, og ekki síst samskipti landsins við Eng- land. „Ég held að Englendingar finni ekki fyrir sömu þversögnum í daglegu lífi eins og írar. Það flækir ekkert hugsun þeirra eða ertir, á sama hátt og gerist í írl- andi. Joseph Conrad sagði að „England hefði gert upp reikning sinn við söguna“. Allt hefur þegar gerst. Það er langt síðan menning þeirra var staðbundin, þ.e.a.s. frá- brugðin eftir því hvort hún var ættuð frá Derby, Birmingham eða Manchester. Þá voru tengsl við Frakkland og Ameríku meiri. En svo hætti þessi alþjóðahyggja í menningarmálum. Það ríkir í raun mikil þröngsýni og heimalnings- háttur í Englandi. Það er t.d. brandari að Verkamannaflokkur- inn skyldi hafa unnið kosningam- ar til Évrópuþingsins í sumar sem leið, því hann hefur alltaf verið á móti samvinnu við Evrópu." í ljóðum Paulin, og ekki síst í ritgerðum hans, kemur greinilega fram sú skoðun að hann álítur hið viðurkennda enska tungumál „standard english“ dautt mál, sem sé hneppt í viðjar reglna og bók- staflegra viðmiðana. Það henti þar af leiðandi ekki þeim fjöl- mörgu máltilbrigðum sem til eru í Bretlandi. „Stjórnin þröngvar upp á fólk í skólum hugmyndinni um eitt viðurkennt tungumál. Það er mik- ið vandamál í Englandi, hve fólk er almennt sinnulaust um sitt eig- ið móðurmál og algerlega áhuga- laust um annarra þjóða tungu- mál. í írlandi aftur á móti er fólk hugfangið af málinu, af uppruna orða, hvaðan þau koma og hvern- ig merking þeirra hefur breyst. Þess vegna er ákveðin spenna milli „hinnar viðurkenndu ensku“ og tilbrigða hennar. í Englandi hefur hin viðurkennda tunga ekki hleypt nýjum áhrifum að tungu- málinu, og er að því leyti algjör- lega ósveigjanleg. — En hvað um ensk ljóðskáld; stendur þessi fastheldni þeim fyr- ir þrifum? „Mörg þeirra bregðast við þess- um reglum með því að losa sig undan þeim. Undirstaða ljóða- gerðar Ted Hughes er t.d. and- staða við „standard english“ og Tony Harrison notar orð og staf- setningu mállýsku sinnar, sem er töluð í Yorkshire." í grein sem Paulin kallar „A new look at the Language Questi- on“ staðhæfir hann að sú enska sem töluð er í írlandi, hin írska enska, sé heimilislaus. Engin orðabók skýri orðin sem fólk tali, og málið eigi því hvergi heima, nema á vörum fólksins. Hann finnur sárt til þess að engin orða- bók fyrir þetta lifandi tungumál sé fyrir hendi. „Orðabókin er ástríða mín. Ég held að þessháttar handbók myndi leysa úr mörgum flækjum í írskri menningu og gera hana sjálfstæð- ari gagnvart Englandi. Norður- Írland er algjörlega háð Eng- landi, og orðabók gæti verið til- raun til að lýsa yfir sjálfstæði írskrar menningar. En landið er fátækt og upp á England komið ■ fjárhagslega, svo að líklega fæst enginn fjárstyrkur til að vinna svona verk. En ég held að orða- bók hefði táknræna þýðingu. Það hefur mikið breyst á þeim tuttugu árum sem hafa liðið frá .v; í inngangi að greinasafni sínu „írland og enska kreppan“ segir Paulin, að skoðun sín á sambandi Norður-írlands og Englands hafi breyst um 1980. Áður hafi hann litið svo á að Norður-írland hlyti að tilheyra Stóra-Bretlandi. En nú vilji hann sjálfstætt írland. „Þegar ég bjó í Norður-írlandi má segja að ég hafi verið heila- þveginn. Ég leit að vísu á mig sem róttækan sósíalista, en landamær- in á milli meginhluta írlands og Norður-írlands virtust óhaggan- leg. En þegar Thatcher kom til valda breyttist skoðun mín alger- lega. Thatcher lítur á sig sem enskan þjóðemissinna, ekki full- trúa allra Breta. Áður en hún kom til sögunnar voru íbúar Stóra- Bretlands ein stór fjölskylda, hver grein hennar hafði sín sérkenni. En nú hata t.d. Skotar Thatcher. Og allt í einu rann upp fyrir mér að ég var útlendingur í Englandi. Og þess vegna varð ég að endur- skoða afstöðu mína. Af hveiju átti maður að þröngva sér upp á einhvem, sem ekki kærði sig um mann? Og Englendingar kæra sig ekki um Ira — þeir fylkja sér á ofsókn- arkenndan hátt um fánann. Ég ber auðvitað hlýjar tilfinningar til Englands og fjölmargs, sem það stendur fyrir, t.d. til gamaldags íhaldsmanna, sem höfðu einlægan áhuga á sameiginlegri menningu allra. En öll slík samkennd er horfín. Nú er sprottin upp ný teg- und af harðneskjulegum stjórn- málamönnum. Ég skelli skuldinni á Verkamannaflokkinn. Þeir hafa algerlega brugðist í sínu hlut- verki." Totrt Paulin því ég fór frá Belfast. Þá var ekkert að gerast og enginn þekkti mállýskuna mína, þegar ég kom til Englands. Mér fannst litið nið- ur á mig. England var svo vold- ugt og áhrifamikið. En nú koma ungir krakkar frá írlandi, fullir af sjálfstrausti og sjálfsöryggi. Og þeim finnst England jafnvel leiðinlegt!" Paulin reynir að lýsa tilfínning- unni, sem Iri sem búsettur er í Englandi upplifír, með því að vísa í Ferðir Gullivers. Lilliputt er ör- uggur þegar hann situr á fíngri tröllsins og horfír yfír, en svo er hann allt í einu svo agnarsmár þegar hann stendur á jörðinni inn- an um alla risana. „Það myndast sérkennileg tengsl milli tveggja eylanda þegar fólk flytur á milli. Þú berð annað hvort með þér minnimáttarkennd eða hroka. Það eru aðeins fáir sem eru hlutlausir. Irland er nú allt í einu í tísku. Það eru stöðugir sjónvarpsþættir í bresku sjónvarpi, fjöldi leikrita og skáldsagna um lífíð í Norður- írlandi. Englendingar geta hallað sér aftur í stólnum og horft á. Hversdagslífið virðist svipað og tungumálið nánast það sama. Þetta er í raun mjög óraunveru- legt ástand, því þessi ímyndaða nálægð er bara sjónhverfing.“ — Mundirðu ekki lýsa þér sem pólitísku skáldi? „Ég býst við að það sé rétt lýs- ing. Mig langar að semja lýrísk ljóð, en svo yrki ég pólitísk ljóð. Af einhveijum ástæðum truflar Norður-írland alltaf ljóðin mín! Ég held ég sé ekki skáld af guðs náð. Sumt fólk getur ekkert ann- að gert, mundi ekki ómaka sig yfír annarri vinnu. Douglas Dunn býr t.d. í fátækt í Skotlandi, í stað þess að vinna reglulega vinnu. En ef ég fæ óstöðvandi þörf til að yrkja, þá stoppar mig ekkert. Ég vakna klukkan fímm á morgnana ef þörf krefur. Ég get aldrei skipulagt ljóð fyrir- fram.“ — Hvað um norður-írska ljóða- gerð í dag? „Þegar ég var ungur þá var mjög spennandi þegar skáld eins og Seamus Heaney, Derek Mahon og Michael Longley voru gefin út í London. Maður þekkti þá og hafði hlustað á þá tala á fundum. En stjórnmálasambandið hefur étið sig inn í ljóðin æ meira, t.d. í kvæðum skálda eins og Paul Muldoon. í Norður-írlandi virðist allt dæmt á pólitískan skala og lesendur eru mjög hugmynda- fræðilega sinnaðir. En skalinn ræðst ekki af því hvort pólitíkin sé á vinstri eða hægri væng, held- ur hvort hún endurspegli samein- ingu við írland eða Bretland." Paulin er háskólakennari í enskum bókmenntum og hefur í ýmsum greinum vegið að þeirri bókmenntafræði sem stunduð er í háskólum og álítur hana úr tengslum við allan raunveruleika sem og sögulegan veruleika. „Áður fyrr var ekki svona stórt bil á milli frumsaminna ritverka og fræðiverka. En nú hefur það breyst. Bókmenntafræðin prédik- ar að textinn sé aðalatriðið, og að umhverfi hans skipti engu máli. Þegar ég kenni skáld eins og Yeats, þá vil ég ræða um stíl, form, hrynjandi og tungumálið og um menningarlegt umhverfí þess. En enginn nemandi hefur áhuga á slíkri umræðu. Ráðandi andar í bókmenntafræðinni eru speking- ar eins og Heidegger, Nietzsche, Foucault og Paul de Man. Sá síðastnefndi er að mínu mati fasísk moldvarpa, sem reynir á illkvittinn hátt að eyðileggja allan skáldskap. Ég hélt alltaf upp á Heidegger, þar til ég uppgötvaði að hann hefði verið nasisti. Fouc- ault er mjög ofmetinn, níhílískur rithöfundur a mínu mati, og Ni- etzsche er fullur af háfleygum myndhverfingum og stóryrtum staðhæfingum. Svo líta þessir nýju bókmenntafræðingar á verk sín sem vísindi. Af þessu leiðir að djúp hefur myndast milli rita um bókmenntir og frumsaminna texta. Þessi atlaga hefur því mið- ur eyðilagt margt verðmætt í leið- inni. Þetta eru kvalafullir tímar.“ Paulin er auðsjáanlega mikið niðri fyrir og hann líður önn fyrir hnignun í bókmenntaumræðunni. Ég hinkra við og spyr hvort í bókmenntafræðinni sé ekki að finna leið út úr þessum ógöngum. „Nei, það finnst mér ekki. Nem- endurnir vilja bara sundurgreina texta að hætti Derrida. En ég get ekki fellt mig við það. Ég vil skoða skáldskap út frá mörgum hliðum, sögulegum, fagurfræðilegum og þjóðfélagslegum veruleika hans. Nú segir fólk að það sé ekkert fyrirbæri eins og skáld, texti sé skrifaður af einstaklingum ekki raunverulegum manneskjum. Þegar ég gagnrýni þessar til- hneigingar þá er ég kallaður aft- urhaldssinnaður fagurkeri, jafn- vel yfirstéttarmaður. Ég kvelst af þessum sökum. Ékki bætir úr skák að það eru svo margir menningarsnauðir og þröngsýnir menn á vinstri vængn- um í Bretlandi. Þeir eru gleðis- nauðir, fullir af hatri á listum, siðavandir og sjálfumglaðir i sið- ferðismálum. Hin hliðin er auðvit- að ekki betri, sem leggur einung- is áherslu á kónga og drottning- ar. Ég vil ekki vera settur í miðj- una. Ég kæri mig ekki um að vera hluti af þessu.“ Hann bætir svo við: „Það er svo ekki einungis sárt að kenna bókmenntafræði vegna þessa fræðilega andrúms- lofts, heldur einnig vegna stöð- ugra árása núverandi ríkisstjórnar á menntakerfíð. I háskólum er allt í rúst.“ Hann vill ekki enda spjallið með þessum hætti. Hann afsakar sig kurteislega fyrir að tala svona mikið um bókmenntafræði, en allt er þetta honum hjartansmál. Hann gerir sér grein fyrir að sum- ar skoðanir hans virðast gamal- dags, jafnvel rómantískar, en þó eiga þær, eins og ljóð hans, djúp- ar rætur í nútímanum. Hann gef- ur mér rauðvín í glasið og undir- strikar svo allt í einu meginkjarna málsins: „Ég fer örugglega aftur heim. Um leið og færi gefst. Belf- ast er og verður alltaf gullna borg- in!!“ Tom Paulin fæddur 1949 Ljóðabækur: A state of justice, Faber & Faber, 1977 The strange museum, í'aber & Faber, 1980 Liberty tree, Faber & Faber, 1983 Fivemiletown, Faber & Faber, 1987

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.