Morgunblaðið - 03.03.1990, Síða 1
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
BLAÐ
Mér hefur vonandi tekist
ad halda
mmu
Monika og Tomas Tranströmer.
Morgunblaðið/Sverrir
„ÉG FÓR í mína fyrstu utanlandsferð til íslands 1951, tvítugur að aldri. í þeirri ferð fór
ég líka í fyrsta skipti í flugvél svo að það bættist heilmikið við reynsluna. Eg var með
skólafélaga mínum sem þekkti mann sem þekkti mann sem var giftur sænskri konu.
Hann var blaðamaður en ég gat notið ferðarinnar án þess að hafa skuldbindingar.
Við sigldum frá Gautaborg til Siglufjarðar með skipi sem var að flytja síldartunnufarm
og heim með Dronning Alexandrine. Við fórum á Akureyri og Mývatn — ég hreifst
ákaflega af umhverfinu þar og seinna í ferðinni klifum við Snæfellsjökul ogþað hafði
á mig áhrif sem voru mjög sterk og ekki auðvelt að skilgreina." Þetta sagði Tomas
Tranströmer, skáld, í stuttu samtali við Morgunblaðið í gærmorgun. Hann kom hingað
nú til að veita viðtöku Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs á dögunum. Hann sagð-
ist hafa verið hér öðru sinni fyrir tíu árum. „ísland orkar sterkt á mig,“ sagði hann
og bætir við að veður og landslag séu stundum rík í ljóðum sínum. „Þessir dagar nú
hafa verið mjög góðir og í gær fórum við með vinahjónum okkar, Hönnu og Matt-
híasi Johannessen, austur fyrir Qall, landið í fegurstu vetrarklæðum, það var snjófjúk
og kalt og félagsskapurinn gat varla verið ánægjulegri."
RÆTT VIÐ
SÆNSKA SKÁLDIÐ TOMAS
TRANSTRÖMER
Eg spurði hvar hvatann að upphafi hans
sem ljóðskálds væri að finna.
„Ég held að þau megi rekja til frum-
bemsku. Það er ef til vill tilviljun að
ég skrifa, en fór ekki í tónlist eða list-
málun. Bam var ég síteiknandi frá
morgni til kvölds. Ég hafði afar gaman af
tónlist og lærði á píanó. Það mikilvægasta
er kannski ekki að ég skrifa heldur að ég
skapa. Móðir mín hafði óbilandi trú á mér
og veitti mér mikla örvun. í Svíþjóð er ekki
margt sem örvar mann til sköpunar. Þar er
ráðandi að maður á að komast áfram, verða
áhrifamaður, fá völd og peninga. Sænska
neysluþjóðfélagið lítur svo á að þú hljótir að
vera eitthvað öðmvísi ef þú víkur af hefð-
bundinni leið. Því er töluvert sjálfstraust for-
senda þess að þú leggir út á annan veg. Það
sjálfstraust örvaði móðir mín og aðrir sem
stóðu mér nærri þá. Af því álykta ég að þetta
komi djúpt úr bemskutíð. Ég vil ekki vera
of dómharður á mitt samfélag en þetta er
nú eins og það blasir við mér. Við eigum að
vera góð, hagsýn og dugleg og þá getum við
notið alls konar gæða. Það er tæpt að trúa
að listamaður græði mikla peninga; ergo það
er ekki praktískt. Nú er ég vitanlega að al-
hæfa en neysluþjóðfélagið byggir á þessum
lögmálum. Menn verða að fórna mörgu til
að geta leyft sér að vinna við listsköpun."
Hafa þínar fórnir verið þess virði.
„Sem persóna, sem listamaður hef ég feng-
ið margt út úr þessu. En samtímis gerir það
lífíð flóknara, innihaldsríkara, kannski sár-
ara.“
En þú laukst háskólaprófi og hefur unnið
við þína grein alla tíð.
„Já og það er prýðilegt. Ég las ýmsar aðr-
ar greinar með, sögu og heimspeki og fannst
ávinningur að því. En svo við víkjum aftur
að fómum. Ég hef varla fómað meiru en
aðrir listamenn. Það var happ að alast upp
eins og ég gerði og fá þessa hvatningu, frá
móður minni og skyldmennum. Móðir mín var
kennari, fráskilin og eiginmaður móðursystur
minnar var mér eins konar pabbi. Fyrstu
bemskuárin var gamall afi á heimilinu. Hugs-
aðu þér — hann var fæddur 1860! Á sumrin
vorum við á eyju í Eystrasalti og í næsta
nágrenni bjó málari sem sýndi mér mikla
ástúð. Hann kenndi mér hvað form var held
ég, hann skýrði það ekki út heldur gerði ég
mér grein fyrir því undir handarjaðri hans.
Svo var ég að fást við að semja eilítið og
hafði átt ljóð í skólablöðum. Þegar ég var í
menntaskóla tók ég þátt í ljóðasamskeppni
og ákvað að ynni ég ekki fyrstu verðlaun
myndi ég snúa mér að tónlist. Margir þekkt-
ir höfundar sendu ljóð. Ég var 17 ára og
fannst ekkert sjálfsagðara en ég ætti besta
ljóðið!“ Hann hlær við. „Auðvitað vann ég
ekki en áður en til þess kom að ég hefði
gert alvöru úr heitstrengingu minni kom verð-
launahöfundurinn til mín og hafði sent ljóð
mitt til bókmenntatímarits og þar var það
birt. Það fannst mér mikil hvatning. Og hélt
áfram við ljóðagerðina, tónlistina iðka ég
bara fyrir mig.“
Þau hjónin eiga tvær dætur. Ég spurði
Tomas Tranströmer hvort þær væru í lists-
sköpun eða á harðahlaupum í neyslusam-
félaginu.
„Það er nú svona hvort tveggja. Önnur er
hjúkrunarkona sem vill verða ljósmyndari og
hin er blaðamaður og ætlar að verða söngv-
ari. Mér finnst þetta ágætur samsetningur
og ég vona ég hafi veitt þeim örvun. Það er
mikilvægast og ekki aðeins þegar fengist er .
við að búa til list.“
Fyrsta bók Tranströmers kom út þegar
hann var tæplega 23ja ára. Hann segir að
hún hafí fengið betri viðtökur en hann grun-
aði og var prentuð upphaflega í 800 eintökum
en síðar bætt við. „Flestum bókum mínum
hefur verið vel tekið,“ segir hann aðspurður.
„Kannski átti ég undir högg að sækja á síðari
hluta sjöunda áratugarins. Mál mitt var ekki
marxískt, ég fylgdi ekki þeirri vinstrisveiflu
sem reið yfír og svo virtist sem allir tileink-
uðu sér... Góðir vinir gátu varla talað við
mig vegna þess þeim fannst ég aftan úr forn-
eskju, það sem ég gerði átti ekki upp á pall-
borðið. Ég var fulltrúi einhvers sem var bara
afskrifað á þessum tíma af því það _var ekki
fullt af marxískum hugmyndum. Ég hafði
sjálfur enga pólitíska trú, var með hugann
við að gei;a það sem mig langaði til, skapa
eftir mínu höfði en ekki eftir einhverjum
marxískum formúlum. Þetta var nokkuð erf-
iður tími, ég neita því ekki. En rithöfundar
verða líka að gæta sín á að ánetjast ekki
píslarvættiskompleksinum og finnast þeir
vera ofsóttir og
misskildir. Ég er
ósköp þreyttur á
öllu slíku. En ég
er nú dálítið
sjokkeraður yfir
því hvað menn
eru fljótir að
varpa hugmynda-
fræði sinni fyrir róða. Ég er ekki að tengja
þetta atburðum í Austur-Evrópu þó þeir séu
rannsóknarefni í sjálfu sér. Heldur er ég að
tala um þessa marxísku hugsun og hvað allir
gengu inn i þetta og nú er bara öllu hent...
Mín fílósófía er sú að það eigi að vera rúm
fyrir fullt af mismunandi hugmyndum og skoð-
unum samtímis. Ég veit ekki hvemig þessi
tími var á íslandi, en svona var þetta í Svíþjóð."
Hann héldur áfram: „Um leið og ég hef
sagt eitthvað þarf ég að leiðrétta það, vegna
þess að það er varla nokkuð sem er absolútt,
svo margt fléttast saman, svo margþætt áhrif
hellast yfir okkur. Eins og til dæmis úr fjöl-
miðlunum — kannski éinkum sjónvarpi þar
sem einföldunin, frasamir og ytra borðið verð-
ur allsráðandi. Sjá til dæmis hvað sjónvarpið
breytir stjórnmálamönnum og framkomu
þeirra. Það hefur mjög mikil áhrif á þá, breyt-
ir framkomu þeirra, ræður stundum yfir þeim.
Það fínnst mér afleitt.“
Hvað hefur áhrif á þig?
„Umhverfíð hefur alltaf haft áhrif á mig.
Veður, landslag, samspil og samskipti manns
og lands. Draumar og veruleiki sem stundum
verða ekki aðgreindir. Frelsið til að gera það
sem mér finnst ég þurfa að gera. Og mér
hefur tekist að halda því, vona ég. Eg hef
staðist þær freistingar að láta leiða mig á
bás og vera þar. Fólk hefur tilhneigingu til
að flokka allt, það hefur þörf fyrir að tengja
og helst festa listamenn við ákveðna stefnu,
setja þá í litla kassa og alla eins.“
Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
OPERUSYNING I LANGHOLTSKIRKJU
Islenska hljómsveitin hefur nú ráðist í það
verkefni að sviðsetja óperuna Dido og
Æneas eftir Henry Purcell og verur hún frum-
sýnd í Langholtskirkju þriðjudaginn 6. marz.
Sönghópurinn Hljómeyki og dansarar taka
þátt í þessari uppfærslu auk einsöngvara.
Einsöngvarar í þessari uppfærslu, sem Sig-
urður Pálsson leikstýrir, eru Elín Osk Óskars-
dóttir, Elísabet F. Eiríksdóttir, Erna Guð-
mundsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir,
Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Júlíus Vífill Ing-
varsson og Sigurður Bragason. Erna og Jó-
hanna stíga hér sín fyrstu spor á „óperu-
sviði“ hér á landi. Sönghópurinn Hljómeyki
sér um kórsöng og einnig koma fram dansarn-
ir Björgvin Friðriksson, Helena Jónsdóttir,
Ingólfur Bjöm Sigurðsson, Lilja ívarsdóttir,
Pálína Jónsdottir og Soffía Marteinsdóttir,
en allir dansar eru eftir Hlíf Svavarsdóttur.
Guðmundur Emilsson stjómar tónlistinni ög
strengjasveit íslensku hljómsveitarinnar
ásamt fylgiröddum sem leiknar eru á sembal
og selló af Önnu Magnúdóttur og Hauki
Hannessyni. Hönnuður leikmyndar og bún-
inga er Helga Stefánsdottir og lýsingu ann-
ast Sveinn Benediktsson og Björn Þorgeirs-
son.