Morgunblaðið - 03.03.1990, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARZ 1990
Á laugardag opnar í Listasafni íslands norræn myndlistarsýning,
sem ber heitið Norræn list 1960-72, Uppþot og árekstrar. Þetta er
norræn farandsýning, sem unnin er að frumkvæði Norrænu listamið-
stöðvarinnar í Sveaborg. Hefst sýningin íReykjavík og hefur Lista-
safii Islands staðið að undirbúningi fyrir íslands hönd. En síðan fer
hún til annarra höfuðborga Norðurlanda. Hér verður sýningin til
5. aprfl.
Qessi sýning er í beinu framhaldi
■ af sýningunni Norræn kon-
kretlist, sem var í Listasafni ís-
lands sl. sumar. En þessi sýning,
sem er í öllu húsinu, tekur fyrir
7. áratug þessarar aldar. Til að
átta sig á hvaða tímabil þetta er,
má segja að það taki hér á landi
við af tíma abstrakt málverksins,
þegar málaramir voru mest að
glíma við ðhlutlæga málverkið.
Þetta voru umbrotatímar. Um 1960
tóku að berast að nýjar stefnur í
samræmi við nýja list- og lífsskoð-
un og nýja þjóðfélagshætti, enda
tekið að gæta ólgu og uppreisnar-
anda. Þau áhrif bárust frekar frá
New York en París, eins og áður.
Nýjar stefnur komu ört og hver
af annarri, nýdadaisminn, Fluxus,
konkretlistin, art povere og fleira
í stíl við nýja lífsskoðanir. Hér á
landi tók að bera á þessum breyt-
ingum hjá Erro, Jóhanni Eyfells,
Diter Rot og í framhaldi af því
SUM-urunum, sem báru þessa nýju
strauma uppi og náðu hápunkti
með sýningunni SUM 1972, sem
einmitt er Iokaár þessa tímabils
sem sýningin nær yfir.
Fjölmörg verk frá öllum Norður-
löndum em komin til íslands og
hefur Maretta Jaukkuri, fyrrver-
andi forstöðumaður í Sveaborg og
fmmkvöðull að sýningunum
Konkret list og þessari sýningu um
7. áratuginn, verið hér ásamt að-
stoðarmanni við að setja hana upp.
Laufey Helgadóttir listfræðingur
hefur annast val íslensku verkanna
og skrifar grein í sýningarskrána,
en þar em greinar um þróun mynd-
listar á þessu tímabili í hverju Norð-
urlandanna fyrir sig. Sagði Laufey
að þetta væri í fyrsta skipti sem
reynt væri að gera úttekt á mynd-
list 7. áratugarins á Norðurlöndum
og hefði það því kostað mikla vinnu
og framrannsóknir.
Meðal norrænna listamanna,
sem eiga verk á sýningunni og
menn kannast við hér, em Bjöm
Norgard og Per Kirkeby frá Dan-
mörku, Ovind Fahlström frá
Svíþjóð, Kain Tapper frá Finnlandi
og Sleppemark frá Noregi. Meðal
fulltrúa íslands á sýningunni eru
Magnus Pálsson, Diter Rot, Jóhann
Eyfells, Erró, Jón Gunnar Ámason,
Kristján Guðmundsson, Sigurður
Guðmundsson og Hreinn Friðfinns-
son og verður því hægt að bera
íslenska listköpun á þessum tíma
saman við það sem var að gerast
annars staðar á Norðurlöndum.
LISTASAFN ISLANDS
Myndin Matarlandslag eftir Erró fró 1964. Þetta er stórt olíumólverk, lónað ó norrænu sýninguna í lista-
safni Islands af Moderne Museet í Svíþjóð.
NORRÆN MYNDLIST
7. áratugurinn
Festir innri
sem heimild:
SAGA Þórunnar Valdimardóttur, sagnfræð-
ings, um Snorra á Húsafelli, sem kom út fyr-
ir jólin vakti athygli, ekki aðeins sem sagn-
fræðirit heldur líka fyrir það hve læsileg hún
er og aðgengileg hinum almenna lesanda.„Eg
reyndi að trúa því að saga gæfi lífi á skeri
aukið gildi. Reyndi að trúa því að sagan og
bókmenntirnar geymdu lykilinn að þeirri
fornu og erfiðu list að halda hér yndi“, skrif-
ar Þórunn í inngangi sem hún nefiiir Hugleið-
ing eða réttlæting. Og á næstu síðu skrifar
hún:„En til þess að ná víðari lesendahópi en
sagnfræðinga hef ég reynt að setja heimilda-
molana þannig saman að fleiri nenni að lesa.
Til að létta textann beiti ég á stöku stað inn-
lifún og sé fyrir mér myndir, spinn ekki at-
burði heldur reyni að festa innri augu eins
og myndavél á því sem heimildir gefa í skyn.
Þeir sem rýna í tilvísanir sjá auðveldlega í
gegnum þetta. Dæmi um svona sviðsetningu
er lýsing á skírn Snorra, sem byggir á heim-
ildum um Melakirkju og skírnarformúlu þess-
ara tíma. Annað dæmi um þessa aðferð er
það að klæða fólk samkvæmt heimildum
klæðasögunnar. “ Þessi aðferð sagnfræðings-
ins Þórunnar Valdimarsdóttur er all nýstár-
leg og Þórunn telur sig vinna undir áhrifúm
nýju frönsku sagnfræðinnar. Við fengum hana
því til að spjalla við okkur um bókina og
aðferð hennar.
sagnfræði, sem stundum er kennd við
tímaritið Annales og hóf göngu sína
árið 1929.„Sveinbjörn Rafnsson próf-
essor var duglegur við að láta okkur
lesa erlendar bækur á háskólaámnum.
Þar á meðal kynntum við okkur tvær
bækur, pm sögu bemskunnar og sögu
dauðans eftir Philippe Aries, sem komu
út árin 1960 og 1977, en hann er einn
þessara svokölluðu annalista. Einnig
lásum við annan slíkan höfund, Fern-
and Braudel. Þeir fóm að skoða meira
svið hversdagslífsins í stað þess að líta
einungis á pólitíska sögu eða yfirbygg-
inguna í þjóðfélaginu. Þeir fara að
kafa undir yfirborðið, lifa sig inn í
fortíðina. Allt í einu er sagnfræðin
farin að fást við hversdagsleikann.
Lýsa skynjun - sjón, heym og lykt. I
Reykjavíkursögunni notaði ég þennan
stíl t.d. í kaflanuum um salemisáburð-
inn, með þeim afleiðingum að gantast
hómnn Valdimarsdóttir cand.
mag. lauk námi við Háskóla
íslands haustið 1983 og
hefur síðán gefíð út tvö
sagnfræðirit. Sveitin við
Sundin kom út í tilefni af
afmæli Reykjavíkur. „Borg-
in er sveit frá 1875 og fram
að seinni heimsstyijöldinni. Eg lýsi
búskapnum þar, sem er annar en í
íslenskri sveit. Kýrnar em t.d. reknar
á beit gegn um Miðbæinn. Öll íslensk
húsdýr eiga þar heima, nema hvað ég
fann ekkert um ketti. Bara hunda“,
segir Þórunn kímin.„Þama notaði ég
þessa sömu aðferð sem ég beitti svo
á Snorra, að fara af stað með ein-
hveija hugmynd, .tína til allt finnanlegt
og sjóða úr því graut. En þá þorði ég
enn ekki að sviðsetja."
Af þessu má ráða að hún hafi þá
haft kynni af þessari nýju stefnu í
DIDO 06
AENEAS
Purcell (1659-95)
Bretar hafa löngum farið sínar eigin götur jafnt í tónlistarsköp-
un sem öðru. Á17. öldinni héldu þeir sér til dæmis fast við
margraddaða tónlist, þar sem engri rödd er gert hærra undir
höfði en annarri, meðan ítalir, Frakkar og Þjóðveijar vom
farnir að hneigjast meira að einni ríkjandi laglínu en aðrar
raddir urðu stuðnings- eða undirraddir. Hið síðara var sérlega
áberandi í ópemnni, þar sem allt var sungið og einsöngsrödd-
inni gert hærra undir höfði en öðru, hvort sem um var að
ræða sungna
melódíska línu eða söngles. Óperan átti því ekki greiðan að-
gang að Bretum. Heldra fólkið hafði meira dálæti á öðm ver-
aldlegu alþreyingarformi, sem var þekkt undir nafninu „mas-
que“ í Bretlandi, sennilega vegna þess að þátttakendur höfðu
grímu fyrir andlitinu, sem þeir tóku niður í leikslok. Þetta
leikform var sprottið af öðm eldra, sem var þekkt á Ítalíu
undir nafninu „Trionfo" eða „Mascherate“ og í Frakklandi
undir nafninu „Ballet de cour“.
Erna Guðmundsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir og Elísa-
bet F. Eiríksdóttir.
Iþessu Ieikformi skiptust á
talað mál, dans og tónlist
í leikrænu umhverfí, þar sem
allir þessir þættir nutu nokk-
urn veginn sama vægis,
Söngur var oftast margradd-
aður og dansinn jafnt til að
skemmta leikurunum sjálf-
um og áheyrendum eða
áhorfendum. Persónurnar
voru oftast sóttar í alls konar
fornar goðsagnir og þegar
guðirnir felldu grímurnar,
reyndust leikendur oft vera
tignasta fólkið við hirðina.
Mannlegleikinn var alger-
lega hornreka og tókst
sjaldnast að smeygja sér
neins staðar inn í þetta leik-
form yfirstéttarinnar, sem
alla vega leit á forréttindi sín
sem guðlega tilhögun mála.
að er þeim mun furðu-
legra, að einmitt á þess
um tíma samdi Henry Purc-
ell óperuna Dido og Aeneas,
ópem, þar sem mannlegar
tilfinningar ráða ríkjum og
mannlegur harmleikur er
undirstaða merkasta verks í
óperuformi, sem samið hefur
verið á Bretlandseyjum frá
upphafi vega þar til Benjam-
in Britten tók sig til við að
semja ópemr á tuttugustu
öldinni. Og að margra dómi
er Dido og Aeneas merkasta
ópera, sem samin var frá því
að Monteverdi lét óperuna
„L’Incoronazione di Poppea“
frá sér fara og þar til Moz-
art tók að semja sínar óper-
ur. ~
að skýtur svolítið skökku
við, að þetta meistara
verk, sem sá dagsins ljós
árið 1689, varsamiðtil flutn-
ings af leikmönnum á vegum
skóla, sem Josias nokkur
Priest rak fyrir úngar hefð-
armeyjar í Chelseahverfi
Lundúnaborgar. Öll aðal-
hlutverk voru í höndum
námsmeyjanna, þegar verkið
var frumflutt, að undan-
skyldu hlutverki Aeneasar,
sem var sennilega í höndum
einhvers kennarans. Við
nánari athugun kemur þó í
ljós, að Josias Priest var ekki
einungis skólastjóri heldur
tengdur leikhúsinu seni ball-
etmeistari við Dorset Garden
leikhúsið í Lundúnum og sá
fjöldi dansa, sem óperan býð-
ur upp á, tengist vafalítið
því, að Josias Priest var fag-
maður á þessu sviði.
Textahöfundur var Nahun
Tate. Hann var frægt
skáld á 17. öld inni. Óperu-
textinn ber því samt ekki
vitni, en hann leyfði náms-
meyjunum þó að sýna, hvað
í þeim bjó og tónskáldinu að
breiða úr vængjunum og
náði að því leyti tilgangi
sínum.