Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.03.1990, Qupperneq 4
4 B m$mbm Mvmmma- mmjml „gœdastimipill aö syngja vió Wiener Staatsoper a VIÐTflL VIÐ RANNVEIGU BRAGADÖTTUR lÖPERU-1 SÖNG- Rannveig Bragadóttir og Jónas Ingimundarson. Gunnar Jónasson Viss HAUSTIÐ 1988 hélt Rann- veig Bragadóttir sína fyrstu ljóðatónleika í Reykjavík og söng sitt fyrsta óperuhlut- verk á íslandi, í Ævintýrum Hoffinans í Þjóðleikhúsinu. Rannveig, sem í vor ætlar að ljúka síðasta prófi sínu frá Hochschiile fur musik und darstellende kunst in Wien (Tónlistarháskólanum í Vín) þar sem hún hefúr stundað nám síðastliðin átta ár, er þegar komin á samn- ing þjá Wiener Staatsoper og í tenglsum við hana hafa henni verið boðin ýmis tækifæri til að syngja utan hússins. En eins og hún segir sjálf, þá er það ákveðin viðurkenning að hafa sungið við Wiener Staatsoper og opnar ýmsa möguleika. Þessa dagana er Rann- veig stödd hér á landi þar sem hún verður með þrenna tónleika. Fyrst eru tónleikar í Borgameskirkju í dag ásamt Jónasi Ingimundar- syni og síðan ljóðatónleikar í íslensku óperunni á mánu- daginn á vegum Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík. Rann- veig mun einnig syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands á afmælistónleikum hennar í Háskólabíói næstkomandi föstudag. að er ekki fyrr en á síðasta ári sem tími og tækifæri hafa gefist til að koma heim og syngja,“ segir Rannveig í upphafi sam- tals okkar, en leiðréttir svo sjálfa sig. „Ég ætti heldur að segja það sé nú fyrst sem mér finnist ég tilbúin. Það þurfti líka einhvern eins og Jónas til að ýta við mér, annars væri ég áreiðan- lega ekki enn búin að halda hér mína fyrstu tónleika." Rannveig hóf söngnám hér heima hjá Má Magnússyni, en fór til Vínar strax eftir menntaskól- ann. „Ég kynntist kennaranum mínum, frú prófessor Helene Karusso, á námskeiði hér heima, en hún er kennari við háskólann og það var hún sem hvatti mig til að fara til Vínar og sækja um skólavist. Ég byijaði námið svo að segja frá grunni því þetta er allt annar heimur þama úti, kenn- arinn kröfuharður og svo skipti ég um fag, fór úr sópran yfír í mezzósópran. Fyrstu árin í skólanum fóm í gmnnvinnu áður en ég byijaði að taka þátt í ýmsum verkefnum, eins og í óperuuppfærslum með Junge Oper Wien. En það er hóp- ur sem samanstendur af lengra komnum nemendum skólans og með þeim fór ég í ferð um Evrópu með Brúðkaup Fígarós ’86 og Aviadue auf Nexos ’87.“ Árið 1987 komst Rannveig að við ópemstúdíóið við Wiener Staatsoper , en þangað inn em teknir nokkrir ungir söngvarar á hveiju ári. „Við emm þarna sem nemendur við leikhúsið, en flestir era að ljúka námi eða hafa nýlok- ið því og þetta er góður viðkomu- staður áður én haldið er út í atvinnulífið." Rannveig fékk samning hjá Wiener Staatsoper þegar árin tvö í ópemstúdíóinu vom liðin. „Það er oft einn úr stúdíóinu ráðinn, en það er engin kvöð af stjómarinnar hálfu. Þeir taka aðeins þá sem þeir hafa áhuga á og ef staða er fyrir hendi í húsinu. Það er gerður við mann samningur til eins árs í senn, sem síðan er framlengdur. Ég verð því áfram þarna næsta ár að minnsta kosti, þó ég hafí alveg áhuga á að fara annað. En mig langar ekki hvert sem er. Mér finnst engin ástæða til að taka því fyrsta sem bíðst og ég hef hugsað mér að sýna þolinmæði og bíða eftir rétta tækifærinu á rétta tímanum. Maður getur leyft sér það á meðan maður er ungur. Hingað til hefur allt rúllað af sjálfu sér hjá mér, en ef það gerir það ekki áfram ætla að ég nota mér alla möguleika. Það er viss „gæðastimpill" að hafa sung- ið hjá Staatsoper og sjálfsagt að nota sér það.“ Rannveig gerir reyndar nú þegar ýmsilegt fleira en syngja í ópemnni. Hún fer sem gesta- söngvari til Suður-Austurnkis að ári þar sem hún syngur aðalhlut- verk í ópem eftir Richard Strauss og á döfinni er plötuupptaka með toppfólki. „Mér stendur líka til boða að fara með Claudio Abbado til New York. Þetta fylgir því að vera meðlimur hjá Staatsoper því allt gengur þetta út á með- mæli. Þegar þekkta stjómendur vantar söngvara í ákveðin hlut- verk hafa þeir samband við tón- listarstjórann okkar og af því þetta er eitt virtasta óperahús í heiminum taka menn mark á þeim ábendingum sem þeir fá þar. En það er hætt við því að í svona stóm húsi sé ekki tími til að vaxa og verða „stór“. Það eru engar áhættur teknar og maður fær ekki tækifæri til að spreyta sig á stóru hlutverki nema aug- ljóst sé að maður valdi því full- komlega," segir Rannveig um ástæðuna fyrir því að hana langar ekki til að vera í rnörg ár enn hjá Staatsoper. „Áður fyrr var svona fastráðning sennilega besti möguleiki ungra söngvara. En tímamir hafa breyst." Wiener Staatsoper er með 50 verk á fastri efnisskrá, bæði óper- ur og balletta, og ekkert hús getur státað af fleiri sýningum á ári . Á hveiju kvöldi, frá 1. september til 30. júní, em sýning- ar, fyrir utan aðfangadagskvöld, kvöldið seip ballið fræga er haldið og á föstudaginn langa. Eitt stærsta viðfangsefni Rannveigar í þessu húsi, þar sem hún hefur sungið ótal smáhlutverk og verið til vara fyrir stærri hlutverk, var flutningur ellefu þjóðlaga í útsetn- ingu Luciano Berio með ballett sem gerður hefur verið lögin. Við tölum um framtíðina og Rannveig segir: „Söngurinn krefst mikillar orku og einbeitingar og það getur oft verið erfítt að lifa eðlilegu lífí utan þess þó eiginmað- ur minn, Arnold Postl, hafí mikinn skilning á því sem ég er að gera enda listamaður sjálfur. Það er því spuming hvernig hægt yrði að sameina starfíð fjölskyldulífi. Því það hefur aldrei hvarflað að mér sú hugsun að sleppa því að eignast börn, mér finnst það hljóti að vera einn af mikilvæg- ustu þáttunum í lífi hverrar konu. Og einnig að það opni fyrir manni nýjar víddir sem listamanni." Undanfarið hefur hún verið önnum kafín á æfingum með Jón- asi Ingimundarsyni, en daginn áður en við ræddum saman var hún með honum í útvarpsupptök- um hjá Ríkisútvarpinu. „Við tók- um upp Schubert, Schönberg og fyölda íslenskra sönglaga, áem ég hef lítið sungið áður. Það er yndislegt að vinna með Jónasi og eins og ég sagði áðan, ef ekki væri hann væri ég enn ekki búin að halda mína fyrstu einsöngstón- leika á íslandi. Síðan ég komst á það stig að vera frambærileg hafa allir tekið mér vel hér heima og ég hef á tilfinningunni að menn fylgist vel með sínu unga lista- fólki og séu tilbúnir til að veita manni tækifæri.“ Og það er ein- mitt til að nýta þessi tækifæri sem Rannveig er hingað komin að þessu sinni. Til að halda ljóða- tónleika og syngja með Sinfóníu- hljómsveitinni. „I Vín er erfiðara að halda heila ljóðatónleika, en svona tækifæri em mjög þro- skandi og á eftir kemst maður að því hvar maður stendur. Það sem skiptir mestu máli þegar setja á saman efnisskrá fyrir svona tónleika er að velja lög sem henta röddinni og sem höfða til manns. Ég ætla að byija á að syngja þijár litlar antik aríur og síðan þjóðlög í útsetningu Brahms. Þetta em einföld ljóð og lagt upp úr frásögn í textanum. Síðan koma fjögur stór lög eftir Schubert. Eftir hlé flytjum við fjögur ljóð eftir Amold Schönberg, opus 2, en það eru síðrómantísk ljóð og ekki mjög dæmigerð fyrir Schön- berg. Í textanum er verið að lýsa stemmningu skyldri því sem var að fínna í myndlist þessa tíma, málaða í jugend-stíl. Schönberg átti nána vini í hópi myndlistar- manna og þau tengsl er auðvelt að skynja í ljóðunum. Fimm grísk þjóðlög eftir Ravel er skemmtileg blanda, þau eru samin af frönsku tónskáldi á frönsku, en í þjóðleg- um grískum stíl. Það liggur vel fyrir mér að syngja þau, en þar er lagt upp úr náttúm raddarinn- ar og blæbrigðum hennar. Tón- leikamir enda á feneyskum vísum eftir Rossini. Þetta eru afburð- asnjöll ljóð sem segja frá ungri stúlku sem er að lýsa bátskeppni, þar sem einn keppandinn er vinur hennar og hún hvetur hann til sigurs. í fyrsta ljóðinu er hann ekki lagður af stað og hún lofar honum öllu fögm ef hann vinnur, í öðm ljóðinu er keppnin og þá er hún vonsvikin yfir að hann er bara annar, en síðan sigrar hann og í þriðja ljóðinu tekur hann fyrst við fyrstu verðlaununum og svo verðlaunum hennar." Viðtal: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. wáAMítiíuBfoi&

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.