Morgunblaðið - 09.03.1990, Síða 1
00(>f SHAM .0 }(UOA(rjTg(yí CílGAJaVÍUOHOM 8
VIKUNA 10. - - 16. MARZ
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 BLAÐ
í herþjónustu
Gamanmyndin í herþjónustu (Biloxi Blues) er kvikmynd
vikunnar á Stöð 2 og er á dagskrá á morgun, laugardag.
Sögusvið myndarinnar eru herbúðirnar í Biloxi árið 1943.
Uppeldi söguhetjunnar Eugene og félaga hans er í höndum
harðsvíraðra þjálfara sem ætla sér að gera þá að „öguðum"
hermönnum í orðsins fyllstu merkingu, hvað sem það kost-
ar. Handritahöfundurinn gamansami, Neil Simon, er hér á
ferð með sjálfstætt framhald myndarinnar Æskuminningar
(Brighton Beach Memoirs) sem Stöð 2 sýndi sl. haust.
Bæði verkin gengu lengi á Broadway áður en Simon hófst
handa við að færa þau í kvikmyndabúning.
Með aðalhlutverk fara Matthew Broderick, Christopher
Walken og Matt Mulhem. Leikstjóri er Mike Nichols.
Maltin:^ ★ ★
Gamlar konur
f dýragarði
Leikrit vikunnar á Rás 1, Gamiar konur í Dýragarði, eftir
David Ashton, er á dagskrá nk. þriðjudagskvöld. Þýðandi
er Sverrir Hólmarsson. Með hlutverk kvennanna fara þær
Þóra Friðriksdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Leikstjóri
er Kristbjörg Kjeld.
Leikritið gerist í dýragarði á heiðum haustmorgni. Tvær
gamlar vinkonur sem hafa haft þann sið um árabil að
hittast þar einu sinni í viku, reika um garðinn og tala um
það sem fyrir augu og eyru ber. Smám saman beinist
samtal þeirra að persónulegum högum og þar kemur að
önnur þeirra Ijóstarar upp leyndarmáli sem slær vinkonu
hennar út af laginu um stund.
Hann þoldi
ekki at-
vinnuleysið
Einar Kristjánsson frá Hermund-
arfelli er verðugur fulltrúi fræði-
manna og skálda úr alþýðustétt,
sem jafnan hafa orðið að sinna
andans efnum samhliða óvægu
brauðstriti. Einar er bóndasonur
úr Þistilfirði og hefur einatt kennt
sig við fæðingarbæ sinn, Her-
mundarfell, en þar var hann jafn-
framt sjálfur ábúandi um nokkurt
skeið. Menntun sína sótti Einar
að mestu til Bændaskólans á
Hvanneyri en það átti þó ekki fyrir
honum að liggja að sinna bústörf-
um nema
að tak-
mörkuðu
leyti. Hann
hefur verið
búsettur á
Akureyri
allt frá ár-
inu 1946
og hefur
lengstum
gengt þar
starfi hú-
svarðar við Barnaskólann. Þekkt-
astur er Einar fyrir hin fjölbreyttu
ritstörf sín en á bókmenntasviðinu
hefur hann verið bæði afkastamik-
ill og fjölhæfur.
í þættinum Fólkið í landinu sem
er á dagskrá Sjónvarps annað
kvöld mun Örn Ingi, myndlista-
maður á Akureyri, spjalla við Einar
Kristjánsson og fá hann til að
segja frá ævi sinni og störfum.
Leikfélag Verkmennaskólans á
Akureyri mun leika brot úr verki
eftir Einar og sjálfur mun hann
grípa til nikkunnar í þættinum.
Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8
Útvarpsdagskrá bls. 2-8
Hvað br að gerast? bls. 3/4
Myndbönd bls. 6
Bíóin í borginni bls. 7
Vinsælustu myndböndin bls. 8