Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 B 5 Sjónmenntavettvangur Myndlist BragiÁsgeirsson Áfram skal haldið, þar sem frá var horfið í síðasta sjónmenntavett- vangi, en enginn skyldi halda, að myndlistin sé sokkin ofan í það kviksyndi að vera einungis verðbréf í ramma uppi á vegg eða í eld- traustum geymslum. Ei heldur, að hún sé alfarið leiksoppur kaupa- héðna og þeirrá, er vilja miðstýra markaðnum sér í hag og telja sig geta ákvarðað, hvað teljist til nú- lista og átt hafa þátt í að gera núlistir að kerfisbundnum og aka- demískum vettvangi. Myndlistin heldur áfram að vera í senn forvitniiegur og ferskur þátt- ur mannlífsins og er ekkert nema flest gott um það að segja, að and- leg verðmæti og hugvit séu metin rétt til peninga. Gildi hugvits verður í mörgum tilfellum margfalt á við steinsteypu og yfirhöfuð allt, sem eyðist í tímans rás. Svo við lítum okkur nær, þá eru byggingar forfeðra okkar löngu horfnar og hér höfum við einungis í mörgum tilvikum óljósar hug- myndir við að styðjast, en hins veg- ar lifa sögumar og skáldskapurinn, sem við njótum enn í dag og ungir sækja til fijótt mál og eru í raun lífgjafi okkar og kjölfesta þjóðar- innar. Mönnum hættir til í nútíma efnis- hyggju að leggja rangt mat á verð- mæti, og á það við um fjölmargt, sem við höfum tekið í arf frá upp- sprettu menningarinnar, en sem hefur verið afbakað í aldanna rás. Að vísu eru öfgarnar miklar og verð á listaverkum í sumum tilvik- um fráleitt og þróunina hefur á sér afar vondar og hættulegar hliðar. En jafnframt halda ævintýrin áfram að gerast og hér er ekki allt- af um hrátt og miskunnarlaust pen- ingaplott að ræða, svo sem bronz- styttan hans Adrian de Vries (f. í Den Haag 1544/45 d. 1626, Prag), hirðmyndhöggvara í Prag, er til vitnis um. Verk hans teljast til síðmanerisma og í síðustu myndum hans sér í kímið af frumbarrokk. Listamaðurinn gerði styttuna á árunum 1610-1615, og hún hafði síðustu 30 árin prýtt bakgarð hjóna nokkurra í Sussex í Englandi. Hjón- in keyptu styttuna fyrir 100 pund, eða rúmar 10.000 krónur í upphafi sjötta áratugarins og settu hana á uppboð hjá Sotheby’s í London seint á síðasta ári. Þar var hún slegin á 10 milljónir dollara eða um 600 milljónir íslenzkra króna, sem er hæsta verð, sem gefið hefur verið fyrir myndastyttu á uppboði. Fyrra metið átti „Dansandi kona“ eftir Edgar Degas og var það ekki árs- gamalt. Er ljóst að hjónin hafa hagnast allmikið á styttunni og er vafa- samt, að þau hefðu þorað að hafa þennan gullklump á stalli úti í bak- garðinum, ef þau hefðu gert sér grein fyrir verðgildi gripsins. Hefðu aðrir og vandalausir uppgötvað það á undan þeim, þá hefði styttan vafa- lítið horfið samdægurs úr garðinum! Dökka hliðin Það sem framar öllu mætti nefna dökku hliðina á þessum málum, er að þessi dæmalausa verðsprenging á listaverkum margra meistara ger- ir það að verkum, að í framtíðinni verður næsta útilokað setja upp viðamiklar sýningar á verkum þeirra. Einmitt slíkar stórsýningar hafa dregið að sér gífurlegt margmenni, sem á sér enga hliðstæðu í sögu myndlistarinnar. En nú verður vg- tryggingarféð svo ofboðslegt, að fá eða jafnvel engin söfn hafa efni á að reiða það af hendi, og sýningar, sem voru settar upp fyrir aðeins rúmum þremur árum, væru illfram- kvæmanlegar í dag eins og t.d. sýningin „Van Gogh í Arles", á Metropolitan-safninu, sem ég skoð- aði, en fjögurra daga bið var á að komast inn á þá sýningu. En það er nú einnig þessi nýtil- komni og ótakmarkaði áhugi fólks, sem m.a. hefur hækkað verð mynd- ■ •„. OrðabókarJdskóhns_ berja . ut: , -nfft er baxinn. tnl9 var kann a beria í þ,6ðh ,ðr>sV,bak»kok“'°8° vM jó&a {ornkjot, var kj“‘ "vo ' & (krSftuíkS*) 8 v,ml9*«Whalfet' , . , 103); ,tl„ ^ Jj„. (1.1. 2. „ .Þungl " "ln+ b«,j» ; 1, 6); f» ''ro>" ' 1907, ld,JI."''»8'""““6“““<llrJ ,Wvr«h E' .Ve,tom«m>“'*a^n JoEVVim„»» (SkuW. 188» »»• > f . ,i*„i„„m ISSXXZ-*"o-* Hl . bUV*U ■ 602)- > /r“m’ , fram> ■ 1 • k“ ,. ui„ yfu kóW ^tÍUcV TT w .(Alþ. 1849. E„ þeU» “ ', . „ðiai þj55'1- „ða, v'ð ön"„' ^nu, að b«,ja 129); 170 «s « 'l (Ma.„si«ro,«., i„.bó,vaðavit «y.i"UM“8kai(ia lt 'j* “+•!„» tó’vtenOW*8 E* b«f». v«.'5 <'*“ >vi m«8*' (Alþ. 1885,101)', . i móti "'t"d*'.U+a J í,am blik Jt, k»mgam«""''»''be'Ji858, 65); ■»>»» *>' +''ba,ð' ba"" 'yg'"* WikaU ,111 fy,„ i>a" b . at altynsami, (Þús. I, blákaldai , b«,ja ham &9 (i846))i-'»*ð ð„litið.(bK,V«stl.llþ 8 < (is,. j, „^asinsv.tlay-W^þ.bblákalt »1« Herra «ld þehri, "• *8 Ll^)^"hi'I',i81“d' . ,oo7 2V, »19 sem n“ „cma 25.000 k,- (Sk"'^ * »pp,a>tt,. berjaþað^^*■ * ’ paU þ. vísindin] berj» (Sknlð. 1878, 01), tviavat ivci, sé„ fi6"' U (Sunnf- II, 5); tlk "a5 bv«migs«mv,ð'*‘"ro ( btókatt fram ... dugat «kk«,t cða aðta, *tl„> «*" „J „ppástungn' 1*£*„ t„á)» «-< í'«*" ,Mga. ('>*?'“+,! U vstri «m W V'W“ ■>» bv*6 6r픑 m (S„P. 1,74); -» V*“ b«-,j» 1'«" '"^ lögum. (No,ð„rf. b„ja l>»ð "^“^„pt vcrið, »ð m«»" v'l>‘ ll.nli-'OV'Wg'1" " um m »m..Æ„, og bleypa breyting*' (Tiðþjf„ 73). • *• b«,j» Þa„ ‘ , Eg sstla mmt «kk' •* fram rrxtð horku uppáslúngu otftax, (W. 1888,210). tórfc„ til .1 b«rj. «-ð a™U*''b0'í',Tlð lM,d»I,-ði mm"1 (“ro ^ þvi t*ð d„g„ i í»''»'k": '"°L°,iatað i»» i )>*)• (ð'"‘ - ■ ekki annað c" be'J oe það va, mik'ð, ,M b^i S«m b»"" (5kiI». 1923, 72). ' ba,ðil,a»"l""'okk. j« aag„„ f «-ð .«rð« "' b«i» «-* ‘ .'^B.eta, bö.ðu he'st »»«„» • tlarsýnt í t-> „ ( 10i). V,ð«„dingN»P6''0"! U a c-« -M “m ' berja *-« 1 8*8“/ Zm tima loW W 'pwraið-^ð'8'8"4^1 ' t61kV454U „iður, k"ð* :Vim«m o, to'rto <-» •* f (BThld. 11. '93>' baiðm »ið„' ■'ík>'“líkt' “ 1 „„þóUft L w ii, 275); >>*•>* *"* bó.ðu þ»ð mð„'- (lk« ^ he„„a, „m Þ-ð Wka,.b'óWtmð„'i("«/e_ð<voadýað berja «-« ““'^sé.t.ypa"“T/ ljapp«»,*,ro“"mSl-a ■ þess að skaddast. get», .'''"“""^‘“„"ega. f" *» "''kk" (Bún. 1003, 29 ’' ' ^ bCja k>6''» “7°. [ tunnunni, er g n2 tiníða t _ ___ÍJSmMaU*' ’ __!«v,oi»rinur anna svo óskaplega, því að hliðar- tekjurnar verða svo miklar. Vísað skal til þess, að sumar myndir, sem hafa verið keyptar dýrum dómum, hafa skilað sér aftur í beinhörðum peningum í formi sölu eftirprentana og póstkorta svo og hvers konar birtingarréttar, en allt kostar peninga úti í hinum stóra heimi, þótt við hér á hjara veraldar höldum annað og tökum hlutina yfirleitt traustataki og komumst upp með það fyrir þá sök, hve markaðurinn er lítill, íjarlægur og um leið harla léttvægur í áugum heimsins. Þessi verðsprenging gerir og það að verkum, að söfn eiga mun erfið- ara með að festa sér verk á upp- boðum, því að fyrir þau flest er vonlaust að keppa við fjármagns- furstana. Enginn skyldi svo halda, að þetta séu endilega bestu og verðmætustu myndir í heimi, sem fulltrúar fjár- málaheimsins keppa um, því að hér er um harðan og miskunnarlausan markað að ræða, þar sem leikregl- urnar geta verið tvíbentar ekki síður en á almennum fjármálamarkaði. Kannski lýsir danski málarinn Ejler Bille þessu einna best í mjög eftirminnilegu viðtali í Politiken fyrir skömmu í tilefni áttræðisaf- mælis hans. Bille segir, að það sé fáránlegt, að ekki sé sterkar að orði kveðið, þegar slök mynd eftir Asger Jorn er slegin á hærra verði en úrvalsmynd eftir Edvard Weie, því að þá eru peningasjónarmið komin langt fram fyrir listrænt gildi. Edvard Weie var einn af frum- kvöðlum nútímalistar í Danmörku og meðal þeirra, sem urðu fyrir áhrifum af honum, má nefna Svav- ar Guðnason, en Weie mun hafa verið lærimeistari hans um skeið, og Nínu Tryggvadóttur. En hér er ekki tilgangurinn að kryfja þessa hluti, heldur einungis að skýra hlutlægt frá þeim, svo að menn megi fræðast og sjálfir draga ályktanir. Af hinu lakara má og einnig telja, að þeir sem ráða yfir fjár- magninu, muni kaupa upp helstu verk, sem koma á uppboð, og þau því lenda í höndum örfárra ijár- sterkra aðila, er hugsa fyrst og fremst um hagnaðargildið. Jafnan er það svo um söfn, sem rekin eru af einkaaðilum, að menn stokki upp og endurnýi söfnin í samræmi við markaða stefnuskrá um endurnýjun. Þá er einhverri góðri mynd, sem er í háu verði á markaðnum, fórnað fyrir nokkrar eftir yngri listamenn eða til að fylla upp í eyður og gera ásjónu safn- anna heildstæðari og áhugaverðari. Mörg söfn og safnstjórnir vakna nú upp við það, að verðmæti verka þeirra hafa margfaldast á örfáum árum og það gefur þeim raunar einnig aukin tækifæri til endurnýj- unar. Höfuðverkur margra ágætra safna og þá einkum opinberra, er einmitt féleysi nú þegar myndlistar- verk eru orðin svo dýr og einnig er geymsla og viðhald listaverka ekki svo lítill kostnaðarliður. Bjarta hliðin Góða hliðin á þróuninni er ótví- rætt, hve áhugi almennings hefur aukist gífurlega á undanförnum áratug og verð málverka hækkað almennt um leið. Það hefur einmitt gefið mörgum málurum tækifæri til að gera hluti, sem þá fyrrum dreymdi ekki um, t.d. útfæra stór og kostr.aðarmikil verk, sem áður var einungis unnt í formi verkefna frá hinu opinbera eða fjársterkum einstaklingum. Myndlistarmennirnir hafa og margir notfært sér þetta og flutt í vinnuhúsnæði, sem þá sömuleiðis dreymdi ekki um fyrir nokkrum árum og margir fengið sér einkarit- ara og aðstoðarmenn. Ég vissi áður um nýbylgjumál- ara, t.d. Marchus Lúpertz, með allt að sjö aðstoðarmenn, en nú frétti ég af einum þeim stórtækasta og um leið nafnkenndasta í augnablik- inu, Anselm Kiefer, sem er með þá sautján. Það eru ekki heldur nein smáræðis verk, sem hann útfærir og þannig var sagt frá því í listtíma- riti nýlega, að norskur safnari nú- lista, skipamiðlarinn Astrup, hafí keypt rýmislistaverk eftir hann sem vó 25 tonn! Þá eru umsvif listaverkakaup- enda mikil, og vil ég því til árétting- ar vísa til hinna frægu listkaup- manna bræðranna Saatchi í London (Saatchi & Saatchi), sem eiga mikl- ar eignir og sýningarhallir í útjaðri Lundúna og eru með 14.000 manns í vinnu! Fyrirtæki þeirra lenti í erfiðleik- um fyrir skömmu, og það voru ein- mitt þeir sem seldu þá eitt lykil- verka Anselms Kiefers „Meistara- söngvarana" á 8 milljónir þýskra marka eða nær 288 milljónir, og um leið 80 önnur verk úr safni sínu. I Bretlandi og víðar er til nokk- urs konar listmiðlun, er miðlar lista- verkum til fyrirtækja og jafnvel safna og nam velta hennar á liðnu ári 40 milljónum punda! Þeir sem hafa komið á hinar miklu sýningar, t.d. á Metropolit- an-safninu og MoMA, í New York, eða t.d. Grand Palais í París, hljóta að hafa tekið eftir því, hve þetta aðstreymi fólks skapar mikla vinnu innan safnanna. Gífurlega sölu á póstkortum, eftirprentunum, bók- um og jafnvel afsteypum af högg- myndum. Auk þess sem risastórir matsölustaðir og barir á söfnunum eru þéttsetnir allan daginn. Það sjónarmið hefur orðið ofan á að gera söfn að vinalegum og eftirsóknarverðum stofnunum til heimsókna, með góðri þjónustu í mat og drykk, því að menn upp- götvuðu loks, og ekki vonum fyrr, að menn svengir og þyrstir þar svo sem annars staðar þar sem fólk kemur saman! Ýmsir málarar, sem lengi hefur lítið borið á, þótt viðurkenndir væru og vel netnir af öllum myndlistar- mönnum, sem á annað borð fylgj- ast með framvindu lista, eru nú komnir aftur í sviðsljósið og sumir svo um munar. Einkum eru það abstrakt-málarar Parísarskólans, sjötta og sjöunda áratugarins, sem skotist hafa á stjörnuhimininn og mætti nefna hér marga, en heimild- ir mínar geta einkum Serge Poliak- offs (1906-1969) og Jean Miehael Atlan (1913-1960), en myndir eftir þá koma oft fram á uppboðum og seljast meðalstærðir olíumálverka þeirra á því, sem nemur 30-50 millj- ónum ísl. króna. Pop-listamenn sjöunda áratugar- ins eru og mjög hátt metnir, svo sem ég hef fyrr vakið athygli á, og þeir, sem spruttu upp á þeim árum undir áhrifum þeirra, eru einnig á uppleið. Hér vil ég geta tveggja, sem ég fylgdist vel með á sl. sumri og eru þeir Erró og Hervé Tél- emaque. Nefni þá vegna þess hve gjörólíkir listamenn þetta eru, þótt þeir hafi báðir gengið út frá Pop- listinni í upphafi ferils síns, og svo kemur Erró okkur við. Þeir eru einnig báðir aðfluttir meðlimir Parísarskólans og koma langt að frá fjarlægum eylöndum, og þannig er Télemaque fæddur í Port au Prince á Haiti 1936. Ég sá fyrst myndir eftir listamanninn á borgar- listasafninu í París á sl. sumri og vöktu þau óskipta athygli mína, en vissi áður ekki haus né sporð á honum, og svo sá ég nokkrum vik- um seinna stóra einkasýningu í virtu listhúsi á Rue Vieille du Temple. Þróun hans er mjög sér- kennileg og eftirtektarverð, eða úr eins konar lágmyndum, þar sem fram koma ýmsir tilfallandi að- skotahlutir, og í mjög lithreina og mjúka flatarmálslist, sem hann tengir ríkri efniskennd sinni. Myndir þeirra koma oft fram á uppboðum og þá sérstaklega Errós, enda er list hans þess eðlis, að hann mun vera öllu afkastameiri. Myndir þeirra voru slegnar á frá 400.000 til 1700.000 ísl.kr. á sl. ári og eru þá frá undir meðalstærð til rétt yfir meðalstærð, en aldurinn hefur svo sitt að segja. Á líku verði og í einstaka tilfelli enn hærri, eru og margir nafn- kenndir félagar Errós á svipuðum aldri og má fastlega gera ráð fyrir, að leiðin liggi upp á við á næstu árum, því að það segir nafnarunan og félagsskapurinn, sem þeir eru í varðandi auglýsingar frá uppboðs- húsum. Hér skal og minnt á, að uppboð fara fram næstum vikulega ein- hvers staðar í Frakklandi, svo að þetta er nokkuð áreiðanlegt verð til viðmiðunar, en engar undantekn- ingar. Ég varð og var við það á almennum sölulisthúsum í París, er ég til gamans grennslaðist fyrir um verð. Nýjustu fréttir, sem ég fékk ein- mitt, er hér var komið skrifum mínum (28.2.) eru að mynd Errós „A travers l’Atlantique" (Ferða- langar á Atlantshafi) 195x150 sm, hafi selst á 350.000 franka á upp- boði 18. febrúar, sem ér hæsta verð, sem ég veit til að gefið hafi verið fyrir mynd eftir hann. Við upphæð- ina bætast svo væntanlega 10%, svo að hún verður samanlagt rúmar 4 milljónir og þetta er stórt stökk, en myndin er líka í tvöfaldri meðal- stærð að segja má. Ágiskan mín var því fljót að ganga eftir! En hér þurfti nú ekki mikla ófreskigáfu, því að heimildarrit mitt sagði strax í byrjun janúar frá nýj- um sölumetum, og þetta nýjast hefti, sem ég fékk í dag, er sneisa- fullt af slíkum fréttum. Má til gam- ans geta þess að sama dag var Málverkið „Meistarasöngvarnir" eftir Anselm Kiefer, sem seldist á 8 milljónir þýskra marka, eða nær 288 milljónir íslenskra króna nýlega. málverk eftir Belgíumanninn Pierre Alechinsky (f. 1927) „La Reponsa- bilité", (1959-1960) 205x200, sleg- ið á rúmar 20 milljónir. Sá er einn af þekktustu Cobra-málurunum og eru nokkur verka hans til sýnis að Kjarvalsstöðum þessa dagana ásamt fleirum „formleysismálur- um“. Annar frægur og mjög sérstæður málari og vinur Errós, Valerio Ad- ami (f. í Boiogna 1935), er líka á uppleið á tindana, en málverk eftir hann var slegið á því sem nemur rúmum 10 milljónum ísl. króna, og hinn nafnkenndi Antoni Tapies (f. í Barcelona 1923) komst í hóp hinna útvöldu, er málverk eftir hann var slegið á um 45 milljónir ísl. króna. I ljósi þess hve myndir Errós eru oft á uppboðum verður, er svo er komið að telja verk hans dýrseld- ustu myndir íslenzks málara fyrr og síðar. Kaupstefiiur og sýningar Það er frá mörgu fleiru að segja, sem sjaldan fréttist til íslands, eins og t.d. af listakaupstefnum ýmis konar, og á ég þá við umstangið og bríaríið í kringum þær, sem er kostulegt. Þar leiða saman hesta sína listakaupmenn frá öllum heimshomum og auglýsa skjólstæð- inga sína stíft, með lúðrablæstri og hallelújasöng að segja má. Eða að herma frá hinum miklu sýningum á gagngerðan hátt. En af og til fáum við ýmsar dýrmætar fréttir að utan frá Einari Guðmundssyni í Menningarblaðinu og eru þær meira en vel þegnar. Hin ýmsu listtímarit koma með smáfréttir hvers konar og lífgar það ritin mjög upp og gerir þau læsi- legri. Enginn endist til að lesa ein- tóna fræðiþrugl til eilífðar frekar en skýrslur Norræna ráðsins, sem nú þingar hér. Hér skal þess getið, að Gaugin- sýningin á Grand Palais í París sló allar aðrar sýningar út hvað aðsókn snerti, en hana sáu 700.000 manns eða 7692 að meðaltali á dag. Dýr- gripir úr Kreml á Úbersee safninu í Bremen var í öðru sæti með 306.000 sýningargesti eða 3326 manns á dag að meðaltali, og í þriðja sæti kom svo Andy Warhol sýningin á MoMA í New York með 296.879 gesti eða 4067 á dag. En vegna þess að sýningar eru opnar mislengi, telst þó Guggen- heim-sýningin í Þjóðlistasafninu í Berlín vera í öðru sæti með 4215 gesti á dag en samtals 215.000 í allt. Og ef litið er á aðsóknina frá því sjónarmiði, reynist Salvador Dali sýningin í Ríkislistasafninu í Stuttgart vera í fjórða sæti með 4032 sýningargesti á dag en 250.0ÖÓ í allt og sýning verka Giulio Romano í Palazzo Té í Mantua í fimmta sæti, með 3663 á dag eða 219.833 samtals, en það eru ekki fullnaðartölur, og Gullið úr Kreml er þá í því sjötta. Hins vegar féllu sýningar sem miklar væntingar voru gerðar við og óspart auglýstar eins og Bylting- arsýningin á Grand og Petit Palais í París, sem ég sagði lítillega frá í ferðapistlum mínum og spáði litlu gengi, en hún var í 18. sæti með 884 gesti á dag eða samtals 77.804. Mesta fallið var þó ótvírætt „Bilderstreit" (Myndasenna) í Kaupstefnuhöllinni, Köln Deutsch, en þessi mikið auglýsta sýning var fyrst í 20. sæti með 823 gesti á dag eða 72.500 samtals. Sagt er að hún hafí boðað enda hinna svonefndu þemasýninga, sem hafa verið svo ríkjandi undanfarin ár og algjör sjúkdómur meðal list- sagnfræðinga. En fleira kemur til og þá hvernig staðið var að sýningunni, en tvö gallerí Michales Werners í Köln og Mary Boone í New York höfðu veg og vanda af henni og fengu á milli handanna annað hvort 10 eða 100 milljónir marka þýska ríkinu til út- færslu hugmyndar sinnar. Vinnubrögðum þeirra var mót- mælt af ekki minni bógum en Ans- elm Kiefer og Donald Judd, er báð- ir gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum í víðlesnum listtímaritum. Þeir tveir ásamt röð heimsþekktra myndlistarmanna frábáðu sér þátt- töku á sýningunni. Eins og vænta mátti röðuðu þau skjólstæðingum sínum á bestu veggina, og ekki bætti það úr skák, enda munu þau hafa neyðst til að loka sýningunni fyrir tímann. Hér þótti víst einum of langt gengið um hagsmunapotið í með réttu mjög hlutdrægum listheimi og sýningin lognaðist víst hreinlega útaf. Það kórónar svo allt saman, að þau Michel Werner og Mary Boone eru hjón! Viljum breyta ímynd orðabóka gagnyart notendum JON HILMAR JONSSON SEGIR FRÁ VÆNTANLEGRI SAGNORÐABÓK K\ (Hun. ^ betja , ■x tunnunni, er g 64\ ■ 'J. *m(ða t ro«ð s'«gá„- (>S'8“/'a; ci„l,v», smí<"sS"P“' m19 6 _____------------------------------- Sagnorðabók næsta stóra verkefni, sagði í fyrirsögn á viðtali við dr. Jörgep Pind, forstöðumann Orða- bókar Háskólans, sem birtist í Menningu og Iistum fyrir mánuði. Að sögn Jóns Hilmars Jónssonar deildarstjóra ritstjórnardeildar Orðabókarinnar var ákveðið að ráðast í útgáfu sagnorðabókar í fyrstu lotu í stað þess að stefna á orðabók um allan orðaforðann strax í upphafi, því eins og hann segir sjálfur, „þá tekur slíkt verkefhi áratugi og jafnvel aldir, en við vildum stefna að einhverju sem við gætum lokið í okkar tíð.“ Sýnishorn af því hvernig sagnorðabókin verður sett upp. Með því að gefa út sagnorðabók af- mörkum við okkur ákveðið verkefni, en söfnin, sem hafa að geyma dæmi um notkun orða úr rituðu og töluðu máli, eru svo.efnismikil að það væri feiki- lega umfangsmikið og tímaf- rekt verk að semja orðabók sem tæki til alls stafrófsins í einu lagi,“ segir Jón Hilmar. „Við vildum gjarnan losna undan þeirri stöðu að byija á bókstafn- um a, afgreiða öll orð sem hefjast á honum áður en við byijuðum á næsta staf og svo koll af kolli. Þó slík vinnubrögð hafi verið eðlileg á sínum tíma, þá hafa þau ýmsa annmarka." Orðabók Háskólans geymir orða- safn sitt í spjaldskrá eða seðla- safni, en nokkur hiuti þess hefur Hilmar Jónsson Morgunblaðið/Þorkell þegar verið færður inn á tölvu, eins og fram kom í viðtalinu við Jörgen Pind þann 10. febrúar. „Úrvinnsla á söfnunum hófst árið 1983, en fram að þeim tíma var öll áhersla iögð á efnisöflunina, það sem við köllum orðtöku. Menn fóru í gegnum prentuð rit og merktu við dæmi um orð og þannig söfnuð- ust dæmin í seðlasafnið. Þar sem tölvuvæðingin hófst hér um líkt leyti og úrvinnsla fannst okkur rétt að forðast þá stöðu að við færum að vinna verk sem við sæjum ekki út yfir í okkar tíð, heldur reyndum að afmarka okkur áfanga sem við gætum hugsanlega lokið bærilega vel og gæti stað- ið sem sjálfstæð heild. Fyrsta verkefnið var ritmálsskrá- in, sem við köllum svo, en það er yfirlitsskrá um aðaldæmasafnið, þar sem eru mjög knappar upplýs- ingar um hvert einstakt orð. Það er orðaforði langt umfram það sem kæmi endanlega í orðabók. Annað verkefnið, sem er að verða meginverkið, er söguleg orðabók um sagnorðin. Þetta hefur verið að mótast smátt og smátt og við reyn- um að beita tölvutækninni til hins ýtrasta. í stórum dráttum fer þetta fram þannig að dæmin sjálf eru skráð inn' á tölvu þar sem síðan fer fram nákvæm greining á öllum dæmum um hverja sögn. Síðan er hægt að flokka þetta á ýmsa vegu og raða þessu saman þannig að dæmin mynda efniviðinn í lýsingu orðsins. Við sjáum ekki endanlega hversu umfangsmikil lýsingin verð- ur á hveiju orði en líklega verður hún býsna löng á ýmsum stærri sögnum." Orðabókarmenn leggja mikið upp úr því að orðabókin verði vel aðgengileg fyrir þá sem nota hana. „Það er nú svo með orðabækur, að þær eru háðar sínum takmörkun- um. Oft finnum við ekki það sem við ætlum að finna, verðum fyrir vonbrigðum með þær og finnst þær takmarkaðri en við vildum að þær væru. Við hugsum talsvert mikið um þetta og viljum reyna að bijótast sem mest út úr þessu og gera orðabækur sem allra gagnleg- astar. Það þarf að greiða fyrir því að menn finni það sem þeir eiga von á og jafnvel koma inn efni og gera efni aðgengilegt sem menn átta sig ekki á að þeir geti fundið í orðabókum. Það er ansi skemmti- legt ef hægt er að ná árangri að þessu leyti, víkka svið orðabókanna og breyta ímynd þeirra gagnvart notendum." Reynt verður að koma til móts við lesendur með því að hafa staðl- að form á lýsingu allra sagnanna, segir Jón Hilmar, þannig að ef menn þekkja ákveðinn ramma um lýsinguna verði tiltölulega auðvelt að finna það sem þeir leita að. Sýn- ishorn af því hvernig þessi lýsing verður hugsanlega útfærð er að finna á meðfylgjandi mynd, sem fengin er úr tímaritinu Orð og tunga, sem gefið er út af Orðabók- ármönnum. „Lýsingin verður ekki svona löng, en í líkingu við þetta. En sannleikurinn er sá að efniviðurinn er svo fjölbreytilegur í söfnunum að það er ekki vetjandi annað en láta hann njóta sín að miklu leyti," segir Jón Hilmar. „Það sem meðal annars er ný- stárlegt í þessu er að úti á spássíun- um eru klausur lesendum til hægð- arauka. Millivísanir tengja saman skyld atriði. Ör sem vísar upp, tákn- ar að á undan er annað millivísunar- tákn sömu gerðar. Samstæðir há- stafir tengja saman hliðstæða merkingu. Með því að renna augun- um eftir spássíunum er auðvelt að tengja hliðstæðurnar saman. í annan stað tengja litlir bókstafir saman skyld afbrigði orðasam- banda. Vegna þess að ramminn um lýsinguna er fastur geta slík af- brigði dreifst, en með því að styðj- ast við þessi tákn eiga menn hægt með að finna þau og tengja saman án þess ’að þurfa að lesa allan textann. Svo eru hér líka klausur sem greiða fyrir því að menn geti fund- ið ýmiskonar atriði sem annars er erfitt að finna í svona löngu máli, eins og málshætti, sem mikið er af í söfnunum, upplýsingar tengdar þjóðháttum, menningarsögu, þjóð- trú, allskonar ummæli um verk- hætti og fleira af því tagi. Þetta þýðir að menn eiga að geta sótt margskonar upplýsingar tiltölulega auðveldlega inn í þennan texta þó hann sé langur og virðist kannski flókinn við fyrstu sýn.“ Jón Hilmar segir að spássíu- klausur sem þessar séu ekki notað- ar í orðabókum almennt, þó komið hafi fram orðabækur á síðustu árum þar sem þær hafa verið notað- ar í þeim tilgangi að auðvelda yfir- sýn eða upplýsingaleit óháð textan- um. „En við höfum útfært þetta svolítið á okkar eigin hátt, sérstak- lega þessar millivísanir sem ég held að séu mjög gagnlegar. Hinn möguleikinn, sem væri hefðbund- inn, væri að raða öllu eftir merking- unni, gera fyrst upphaflegu merk- ingunni skil og halda syo áfram á þann hátt, en það er að mörgu leyti miklu óhagstæðara fyrir le- sandann, því þá veit hann miklu síður hvar hann á að ganga að hveiju og einu atriði og margt sem ekki varðar merkinguna fer hæg- lega forgörðum í lýsingunni." Hver er ástæðan fyrir því að þið takið sagnirnar fyrir sérstaklega? „Við vildum í fyrsta lagi fá ein- hvern áfanga sem er afmarkaður og viðráðanlegur sem upphafs- áfangi og í annan stað kemur það til af því að sagnimar- eru tiltölu- lega fáar miðað við nafnorðin eða lýsingarorðin til dæmis. Svo eru þær líka nokkuð stöðugur orðflokk- ur. Þar er ekki mikið af fijálsum samsetningum eða nýyrðum miðað við það sem gerist í öðrum orðflokk- um. I ritmálssafninu okkar eru um það bil 16.000 sagnir miðað við um 500.000 nafnorð og eitthvað í kringum 40.000 lýsingarorð. Hins vegar verður þessi bók ekki aðeins nýtileg í sambandi við það að fletta upp á sögnum, heldur hugsum við okkur að orðskrá fylgi, þar sem tilgreind verða orð sem koma fram í lýsingunni. Til dæmis nafnorð sem eru í föstum orðasamböndum með sögnum, þannig að menn geti flett upp slíkum samböndum og þeim nafnorðum og lýsingarorðum sem þar er að finna.“ Á meðan starfsmenn Orðabókar- innar halda áfram starfi sínu af eljusemi, verðum við, væntanlegir lesendur hennar, að sýna þolin- mæði, því sagnorðabókin verður ekki tilbúin alveg á næstunni. „Við höfum svo sem hugsað um aldamót-. in sem ákjósanlegan útgáfutíma, en ætli það sé ekki vissara að orða það svo að orðabókin komi út í upphafi næstu aldar,“ segir Jón Hilmar að lokum. MEO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.