Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1990, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARZ 1990 ÓSKAR VISTDAL Þegar örlög og frásögn fléttast saman Norski rithöfundurinn TorÁge Brings- vœrd íNorrœna húsinu Imyndið '~ykkur veru sem getur drepið hvað sem er með því aðeins að horfa á það. Hallbjörn Slíkisteins- auga í Laxdælu var fær um slíkt. Sama má segja um basilískinn, kynjaeðluna með hanahöfuð og slöngulíkama, sem er tákn djöfulsins í evrópskum miðaldasögum. Það er reyndar bara hreysikötturinn sem þolir augnaráð hans. Annars getur basilískurinn einn orðið sér að bana með því að horfast í augu við sjálfan sig í spegli. Um basilíska og önnur skrímsli í heimi hins illa snýst sífellt hugur aðalpersónunnar í skáldsögunni Gobi — skinn og bein djöfulsins eftir Tor Áge Bringsværd, sem er gestur á norsku bókmenntakynningunni í Norræna húsinu í dag kl. 16.00. Skáldsagan er þriðja bókin í rit- röð um eðli illskunnar eins og hún birtist á miðöldum, og hún var tilnefnd af Noregs hálfu til Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs í ár. Fyrsta bókin í Gobi-flokknúm kom út árið 1985 og færði Bringsværd verðlaun Félags norskra bókmenntagagn- rýnenda. Önnur bókin var lögð fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir tveimur árum. Gobi-sögurnar munu eflaust verða taldar til höfuð- verka norskra bókmennta á síðasta fjórðungi 20. aldar. Tor Áge Bringsværd er einn afkastamesti rithöfundur Nor- egs. Hann hefur samið eða rit- stýrt hvorki meira né minna en 99 bókum á síðustu 25 árum. Hann er af grensku bergi brotinn og fæddist í Skien á Þelamörk árið 1939. Hann hefur fengist við margs konar skáldskap, eink- um skáldsögur, smásögur, leik- rit, barnabækur og ýmiss konar fræðibækur. Auk þess hefur hann gefið út ritröð um norræna goðafræði handa bömum. Ein þessara bóka, Þrumuguðinn Þór, kom út í íslenskri þýðingu Þor- steins frá Hamri á síðastliðnu ári. Sögumaðurinn í Gobi — skinn og bein djöfulsins er gagntekinn af djöflinum, sem er síbreytilegur og kemur fram sem allskonar ferlegar ófreskjur. Þetta er nefnilega bók sem fjallar um vald illmennskunnar og margvís- legt dulargervi hennar í heimi þmngnum svikum og sektar- kennd, undirferli og rag- mennsku. Sögusviðið er Gobi-eyðimörkin í Mongólaríki Djengis Khan um miðja 13. öld. Úlfaldalest er á leið til höfuðborgarinnar Kara- komm. í fararbroddi em ungi prinsinn Chu og kristni munkur- inn Evsebíus, sem er af dönsku bergi brotinn. Tvímenningarnir eru fomvinir, en þegar við hittum þá er munkurinn gísl prinsins eftir að vinátta þeirra hefur dofn- að. I samræmi við þekkt stef í heimsbókmenntum — t.a.m. í 1001 nótt — leysir hann höfuð sitt með því að segja prinsinum sögur. Evsebíus segir söguna af meistarasmiðnum Völundi, sem við þekkjum m.a. úr Völundar- kviðu og Þiðriks sögu. Með sund- urskomar hnésbætur verður Völ- undur að þræla fyrir hinn svik- ula Niðuð konung, en hefnir sín með því að drepa syni konungs- ins og smíða honum drykkjar- skálir úr hauskúpum þeirra og nauðga dóttur hans áður en hann flýgur af stað í fjaðurhami, sem hann sjálfur hefur gert. Sagan um Völund er rakin jafnhliða sjálfsævisögu Evsebíus- ar. Hann fæddist á Helsingjaeyri í Danmörku, þar sem faðir hans var böðull. Hann hatar föður sinn og viðbjóðslegt starf hans, sem sonurinn varð sjálfur að taka þátt í á yngri árum. Síðan yfir- gaf Evsebíus átthagá sína og hóf ævilangt flökkulíf sem böðull, krossfari og svartmunkur eða dóminíkani hjá rannsóknarréttin- Tor Áge Brings- værd um í leit að trúvillingum áður en hann var hnepptur í þrældóm í Kaíró. Að lokum slóst hann í för með úlfaldalestum austrænna kaupmanna austur á bóginn eftir Silkileiðinni til Mongólíu. Evsebíus lýsir samskiptum æðra og lægra settra: föður og sonar, sigurvegara og tapara, drottins og þræls, böðuls og fórn- arlambs. Tilveran er baráttá á milli góðs og ills þar sem guðir og púkar hafa undirtökin til skiptis, því að gott og illt er háð hvort öðru — kúgarar og undir- menn eru þannig gagnkvæmt háðir hver öðrum. Böðullinn t.d. er ekki aðeins böðull, hann er einnig fómarlamb. Þó að sagan um Evsebíus ger- ist fyrir 750 árum, fjallar hún um sígild vandamál sem eiga eins mikið við um samtíma okkar. Bækur Tor Áge Bringsværd eru ekki sögulegar skáldsögur í þröngri merkingu. í þeim gætir mest sögunnar sem uppistöðu frásagnar. Má segja að þetta sé dæmigert einkenni í norskri skáldsagnalist á 9. áratugnum. Það kemur einnig fram í hugleið- ingum um það sem kemur okkur til að segja frá og að hlusta eða lesa, um samskipti á milli sögu- manns og áheyranda eða les- anda, aðila sem að mati Tors Áge Bringsværd eru háðir hvor öðrum eins og hestur og ekill. Með þessum hætti tengjast tján- ing og frásögn andstæðum til- vistarþemum í bókinni eins og böðlinum og fórnarlambinu. Hjá Bringsværd er hins vegar ljóst að frásagnarþráin er sprottin af löngun eftir að fylla tóm tilver- unnar, þrá eftir að ná ímynduð- um völdum yfir sjálfum sér og öðrum sem ytri raunveruleiki getur ekki veitt. Bæði sögumaðurinn Evsebíus og áheyrandinn Chu prins reyna að fínna sjálfa sig í þeim aragrúa samsamana sem frásögnin býður upp á. Um er að ræða að finna færar leiðir út úr siðferðilegum glundroða, en leiðirnar eru ógreinilegar og breytast sífellt. Allt blandast saman og frásögnin er eins og lífið sundruð og sund- urleit. Enginn hefur frásögn sína á valdi sínu frekar en eigin örlög. Þannig vefjast líf og saga sam- an í þessari ævintýralegu bók. »Fyrir mér eru ævintýri og þjóð- sögur eins konar fjaðradýna hug- mynda og tilfinninga,« sagði Bringsværd í viðtali í tilefni af 50 ára afmæli sínu fyrir skömmu. Hann skoðar eilíf tilvistarvanda- mál í ljósi sögunnar: tilgang lífsins, löngun eftir hinu ómögu- lega og ólýsanlega, leyndardóm ástarinnar, vandamál hins illa. Hann reynir að finna upphaf mannlegrar hvatar til að stofna trúarbrögð, til að leggja út í her- ferðir og til að valda mönnum ólýsanlegum þjáningum í nafni einhverrar hugmyndar eða trúar. Hugur Evsebíusar snýst alltaf um fómarlömbin, börn djöfuls- ins, eins og hann segir, og hann spyr þau um útlit djöfulsins. Hann fær allskonar svör, en eng- in endanleg. Andaher hins illa umkringir hann hvarvetna í ótelj- andi dulargervum. Frásögnin nær hámarki þegar basilískurinn er gerður óskaðlegur í táknrænni leiksýningu í Gobi-eyðimörkinni. Skrímslið bráðnar og deyr í krampateygjum, en um leið breytist höfuð þess og banamað- urinn, sem telur sig vera fulltrúa hins góða, ber dolfallinn kennsl á sinn eigin andlitssvip á ófreskj- unni. Enn einu sinni hafa orðið endaskipti á hlutverkum. Evse- bíus fyrir sitt leyti grípur til þess ráðs að lesa 91. sálm Davíðs gegn basilísknum. Þessi sýn minnir á Opinberun Jóhannesar, þar sem basilískurinn fær mann- legan svip og hið illa er hættuleg- ast í gervi lýsandi engils. Tor Áge Bringsværd hefur líkt skáldskapargerð við húsasmíði: Maður getur byggt eftir teikn- ingum arkitekta eða komið sér upp einingahúsi. »En mér finnst slík hús leiðinleg. Eg kýs fremur „krákuhreiður.« Mér þykir vænt um hús með mörgum herbergj- um, með skökkum hornum, snún- um tumum, gluggaútskotum og álmum. Eg kann vel við hús sem eru ekki alltof vel skipulögð en sem geta vaxið og breyst eftir þörfum.» Að smíðinni lokinni yfirgefur byggingameistarinn húsið til að hefja nýja smíði ann- ars staðar: »Sem rithöfundur kæri ég mig kollóttan um árang- urinn, aðeins um sjálft bygginga- ferlið.« Gobi-kastali Bringsværds er slíkt verk, sívaxandi bókmennta- legt mannvirki sem vonandi verð- ur byggt við. Gobi — skinn og bein djöfulsins er nefnilega »þriðja bókin í röð fleiri bóka«, eins og tilgreint er á titilblaðinu. Höíiindur er sendikennari í norsku við Háskóla íslands. Skinn og bein djöfulsins ÖRLÍTIL eitruð ský. Runnar og tré visna. Ávöxturinn rotnar. Fuglar falla dauðir til jarðar. Litla týrið — ekki stærra en vanskapaður köttur — opnar ginið og hvæsir. Hann heldur höndunum fyrir augun. En gægist varlega milli fin- granna. Dýrið snýr við honum baki. En hann þorir ekki að hreyfa sig. Hann veit að það er gætt afli til þess að mylja grjót, til að kljúfa klettinn sem hann fel- ur sig á bak við með einu voldugu augn- akasti. Hann veit að þegar ríðandi maður snýst gegn basilíski á hestbaki — og legg- ur lensu sinni til hans þá er eitur dýrsins svo sterkt... að það ekki bara stígur upp í gegnum lensuna og drepur riddar- ann ... hvort sem hann er brynjaður eða ekki... heldur einnig hestinn. Þess vegna stendur hann kyrr. Grafkyrr. Og þögulum vörumhefur hann yfir 91. sálm Davíðs. annig er að ferðast um Gobi. Á sumrin . .. jafnskjótt og sólin rennur upp fyrir sjóndeildarhring- inn fer sandurinn að glitra eins og vatn. Hann bylgjast eins og öldur og léttar bárur. Hvirfingar þyrnirunna verða að voldugum runnum eða kyrkingsleg- um tijám og virðast standa á bakka freist- andi vatns. Allan daginn varir þessi sjón- hverfing. Það er ekki fyrr en sólin.gengur undir að hún hverfur og landslagið sýnir sitt rétta andlit, grátt og leiðinlegt. Svo svikul er hún að enginn getur verið öruggur fyrir blekkingarleik hennar. Missýningin er dagleg áþján öllum eyðimerkurförum og enginn er svo þrautreyndur að hún geti ekki leikið á hann. Chu minnist þess þegar þeir sáu tjaldbúðir á grænni sléttu álengd- ar, menn að vinnu, suma á ferli eða þeir sátu og töluðu saman — og stórar hjarðir af skepnum á beit. Allt var þetta svo ná- lægt að honum fannst að eftir hundrað skref yrði hann kominn þangað. En mörg þúsund skrefum síðar var vinin ekki vitund nær. Hann minnist óþolinmæðinnar sem greip þá. Litla njósnaflokksins sem þeir sendu á undan. Hann minnist fjarlægra og óttalegra hrópa þeirra þegar myrkrið skall á: »Við höfum villst! Við finnum engar tjaldbúðir! Við verðum að vera hér til fyrramáls! Nema staðar! í öllum bænum, verið þið kyrrir þar sem þið eruð komnir, þið Iíka!« Hann man að þeir stigu þegar af baki úlföldunum, all- ir sem einn, og í síðrökkurbirtunni breyttist öll veröldin allt í einu. Tjöldin hurfu, fólkið, skepnumar, tærú uppsprettulindirnar. Það var ekki fyrr en seint kvöldið eftir að þeir komu að tjaldbúðum sem þessum — eða einhveiju sem líktist þeim. Af Gobi hefur hann lært að ekkert þarf að vera eins og það lítur út fyrir. Verst er það á vorin og sumrin. Hann horfir á munkinn. Án þess að þekkja hann. Þeir hafa farið í sex daga. Enn hefur ekkert orð farið á milli þeirra. Þeir ríða undir þungbúnum gráum himni. Þannig hugsar hinn yngri. Þannig hugsar Chu. En samferðamenn hans? Hvað hugsa þeir sem sjá þá? Þeir sjá ungan, mongólsk- an prins — yngsta son nánasta ráðgjafa Djengis Khan, hins óviðjafnanlega Ye Liu Chutsai, hans sem komst til æðstu metorða, en gráðugar hendur ruddu úr vegi. Nú tveimur árum eftir dauða sinn fær hann hægt og sígandi endurreisn og uppreisn æru. Þeir sjá Chu. Trúnaðarvin Kuyuks. Kuyuks... hans sem brátt sest í hásætið og stjórnar veröldinni úr höllinni-þar-sem- allar-leiðir-skerast. Hans sem brátt verður valinn nýr kha-khan. Vegna þess að ekkjan Toregene hefur ákveðið að þannig eigi það að vera, og vegna þess að allir sem álitu annað hafa fengið sama óskýranlega en snögga dauðdagann með miklum and- þrengslum og hræðilegum magakvölum. Þeir sjá Chu. Þeir vita að hann mun brátt verða einn af æðstu mönnum ríkisins — og að sá sem nýtur náðar Chus mun einnig njóta náðar kha-khansins. Þannig hugsa þeir. Og þeir sjá hinn. Þann sem ríður við hlið Chus. Þeir sjá gamlan, horaðan munk. Mann úr vestrinu. Háan en hokinn í baki. Eitt sinn var hann kærkominn gestur. En nú hefur hann fallið í ónáð. Þó að enginn viti hvers vegna. Chu hefur bara beðið þá að halda sig í fjarlægð. Frá því að lestin lagði af stað frá Jiayuguan hefur enginn fengið að eiga tal við gamla manninn. Munk- urinn hefur heldur ekki gert sig líklegan til að tala. Flestir þeirra? Flestir þeirra eiga nóg með heimþrána. Enn er ár slöngunnar. En brátt mun hún skríða úr hami sínum hinum góða við undirleik trommara og hásra beinpípna — og allir syngja og dansa, stappa með fótunum og klappa í takt — drekka geijaða kaplamjólk og færa himninum þakkargjörð — brátt mun slangan víkja fyrir hesti. Flest- ir þeirra? Flestir þeirra eiga nóg með að telja upphátt dagana sem færa þá nær Karakorum. (Þýðing: Trausti Ólafsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.