Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 16.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1990 ÖLL stöndum við einhvern tímann á lífsieiðinni frammi fyrir dauðanum. En eins og við erum mörg erum við misjafnlega vel undir það búin að takast á við dauðann og sorgina sem hann hefur í för með sér. Umræðan um þessi mál hefur verið að aukast töluvert síðustu ár og fyrir skömmu var haldin hér námsstefna þar sem fjallað var um dauðann og stöðu þeirra er frammi fyrir honum standa — sjúklinga, aðstandenda og fagfólks. Á námsstefnunni voru flutt ýmis erindi svo sem um aðhlynningu íheimahúsum, stuðning við aðstandendur og fagfólk, óttann við dauðann og stöðu aðstandenda. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Sigurður Árnason krabbameinslæknirog Rúnar Matthíasson sálfræðingur. Morgunblaðið ræddi við þá og birtast viðtölin hér á opnunni. z\ JL JL ð námsstefnunni stóðu Krabbameinsfélag ís- lands, Félag háskóla menntaðra hjúkrunarfræðinga, Hjúkrunar- félag íslands, Félag áhuga- manna um heimspeki, Þjóðkirkj- an og Læknafélag (slands. Ás- geir Helgason upplýsingafulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu sagði í samtali við Morgunblaðið að fé- lagið hefði gengist fyrir náms- stefnu árið 1986 um sorg og vinnu með dauðvona sjúklinga. Hefði áhuginn verið svo mikill að námsstefnan hefði verið end- urtekin tveim mánuðum síðar. Þá hefði þótt Ijóst að þessi mál þörfnuðust umfjöllunar enda hefðu þau legið í þagnargildi allt of lengi. í kjölfarið mætti segja að hjól- in hefðu farið að snúast. Heima- hlynningu krabbameinsfélagsins var komið á fót, Samtök um sorg og sorgarviðbrögð voru sett á laggirnar, samstarfshópar um líkn voru myndaðir og Heima- stoð krabbameinsdeildar Lands- pítalans hóf starfsemi. Að sögn Ásgeirs var nú álitið tímabært að taka málið upp að nýju og setja ný leiðarljós sem sigla mætti éftir næstu árin. Markmiðið væri nú að koma á stuðningi við starfsfólk, auka stuðning við aðstandendur og efla heimahlynningu. TEXTI: Bergljót Friðriksdóttir Morgunblaðið/Bjarni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B Daglegt líf (16.03.1990)
https://timarit.is/issue/123129

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B Daglegt líf (16.03.1990)

Aðgerðir: