Morgunblaðið - 16.03.1990, Side 5
liH'HRUfnffftmi 4 B tmm??! r»j unpurn tmmisjftnh * rj nn'iu :ni: M0RGDNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 16 iffffft . MARZ ffí Y T X X T œ *r*f V-fWV .1990 WWfffW'
+
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ;16: MARZ 1990
B 0>5
FRUMLEG T
OG FRAMANDI
Fristæl-hárgreióslukeppni 1990:
Fyrir skemmstu fór fram frumleg hárgreiðslukeppni
á Hótel Islandi, - Frístæl hárgreióslukeppnin
1 990. Slagoró keppninnar, sem haldin var á
vegum tímaritsins Hár og feguró, var „Verndum
ásonlagió". Fjöldinn allur af hárgreióslufólki tók
þátt og var frarnlag þess til keppninnar sérdeilis
frumlegt. Keppt var í tveimur flokkum, frístæl- og
tískulínugreiðslu. Hlaut Lára Oskgrsdóttir frá
hárgreiðslustofunni Permu flest stig fyrir
hárgreióslu, í báðum flokkum samanlögóum og
flest stig fyrir hárskurð hlaut Jón H. Guómundsson
frá hársnyrtistofunni Effect. Þaó var margt
forvitnilegt sem fyrir augu bar á Hótel Islandi,
eins og sjá má á myndunum sem hér birtast og
segja þær meira en mörg oró.
BF
Morgunblaðið/Árni Sæberg og fleiri
Nýja línan frá
IffiMI!
mynduó á Islandi
•rv, j rJ
Svona verður línan frá Matin bleu næsta vetur.
Marion Muslin frá Frakklandi
virðist hafa fengið rétta hugmynd
á réttum tíma þegar henni datt í
hug, fyrir rúmum fimm árum, að
hefja framleiðslu á sportlegum
og þægilegum, en jafnframt
tískulegum fatnaði. Fötin, sem
seld eru undir merkinu Matin
blue, hafa að minnsta kosti fallið
íkramið hjá kaupendum og um-
svif fyrirtækis Marion Muslin
hafa aukist jafnt og þétt. íslend-
ingar voru reyndar einna fyrstir
til að falla fyrir Matin bleu
íþróttagöllunum enda umboðs-
fyrirtækið Sportþjónustan (
Reykjavík meðal fyrstu viðskipta-
vina Marion. Það átti síðan sinn
þátt í því að hún ákvað að koma
hingað til að láta taka myndir í
bækling þar sem linan frá Matin
blue fyrir veturinn 1991 verður
kynnt. Hún kom til landsins í
síðasta mánuði og dvaldi hér eina
dagstund ásamt fríðu föruneyti
við myndatökur á Suðurlandi,
meðal annars við Gullfoss og
Geysi. Undirrituð hitti Marion,
Ijósmyndarann Pierre Jean Rey
og leikkonuna og ritstjórann l\lic-
ole Jamet stutta stund á milli
stríða, en daginn eftir var förinni
heitið til Svíþjóðar þar sem taka
átti myndir íþennan sama bækl-
ing á Lapplandi.
Marion og Pierre Jean fengu fslenskar fyrirsætur í myndatökurnar.
Ljósmynd/Plerre Jean Rey
Micole og Pierre Jean reyndust
vera góðir vinir Marion og þau
hafa starfað mikið saman. Pi-
erre Jean sér um allar myndatökur,
en Nicole ritstýrir öllum bæklingum
og kynningarritum sem Matin bleu
sendir frá sér. Hann á 3.000 fer-
metra Ijósmyndastúdíó í París, sem
skipt er niður í stærri og minni
stúdíó sem hann leigir starfsbræð-
rum sínum í hinum ýmsu sérgrein-
um Ijósmyndunar, en sjálfur fæst
hann við tískuljósmyndun. Hún hef-
ur aftur á móti leikinn að aðal-
starfi, en finnst gott að geta gripið
í annað og þá vinnur hún fyrir Mari-
on. Kannski muna sumir eftir henni
úr ítölsku sjónvarpsþáttunum Kol-
krabbinn, sem sýndur var í sjón-
varpinu fyrir nokkrum árum, en þar
lék hún eiginkonu aðalpersónunn-
ar, lögreglumannsins. Og það er
hún sem svarar því hvers vegna
þau séu komin til íslands. „Við feng-
um þessa brjálæðislegu hugmynd
að taka myndirnar í þennan bækling
í nokkrum löndum. Við byrjuðum á
að fara til irlands, vorum þar í
gær, komum síðan hingað í morg-
un, en förum héðan til Svíþjóðar í
fyrramálið og endum í Moskvu.
Okkur langaði til að gera eitthvað
spennandi og þetta varð niðurstað-
an.“
Marion segir að þau hafi valið
ísland vegna þess að fötin hafa
selst vel hér og vegna þess að
AEG
ALVEG
EINSTÖK
GÆÐI
Q
FARÐU VEL MEÐ MATINN ÞINNf
AEG kœliskápar
ÆWÉ.....
Rétt meðferð og geymsla á matvælum skiptir miklu máli um
afkomu heimilisins. Þar verða allir heimilismenn að hjálpa til.
Það mæðir því mikið á kæliskápnum á bænum, en því miður
kikna þeir sumir fljótt undan miklu álagi og misblíðum handtökum.
AEG kæliskáparnir eru byggðir til að standa sig á „erfiðum
heimilum“, þar sem hagsýnin er höfð í hávegum.
Þeir fást í mörgum stærðum og eru á hagstæðu verði.
AEG og ORMSSON - hagsýni í heimilishaUW
BRÆÐURNIR
t©3 QRMSSON HF
Lágmúla 9. Sími 38820