Morgunblaðið - 16.03.1990, Síða 7
almenns skilnings. Það er skylda
þeirra, sem vinna að þessum mál-
um, að vekja athygli á þeim og
kynna þau.
Ofrjósemi karla má greina í
tvennt, eftir því hvort um er að
ræða algjöra vöntun á sæðis-
frumum í sæðisvökva eða hvort
fjölda þeirra, sundhæfni eða útliti
er ábótavant.
í báðum tilvikum má oft með
árangri beita hefðbundinni lækn-
ingu, það er hormónalyfjum og
skurðaðgerðum, t.d. ef opna skal
stíflaðan sæðisleiðara.
Slík meðferð dugir þó stundum
skammt og kemur þá til álita önn-
ur tækni. Sæðisfrumur má efla í
tilraunaglasi, áður en þær eru
færðar, með tæknisæðingu, inn í
líkama konunnar, oft mun nær
egginu en gerist með náttúruleg-
um hætti. Hér er átt við sæði eigin-
manns eða maka, en sé það alveg
vonlaust, kemur til greina að nota
sæði frá öðrum ókunnum sæðis-
gjafa. Þessari meðferð hefur verið
beitt hér á landi frá árinu 1980.
Tvær orsakir fyrir ófrjósemi eru
helstar hjá konum. Önnur er svo-
nefnt eggleysi, en þá losnar ekki
fullþroskað egg úr eggjastokkum
eins og vera ber á mánaðarfresti.
Frá því um miðja þessa öld hefur
verið nokkuð jöfn og stöðug fram-
för í lyfjameðferð, einkum horm-
óna, við þessari tegund ófrjósemi.
Hin meginástæða ófrjósemi
kvenna eru skemmdir í eggjaleið-
urum með þrengslum eða algerri
lokun. Um þessa leiðara færast
eggin yfir í legið og þau frjóvgast
þar á leiðinni. Um áratuga skeið
hefur verið reynt að lagfæra
skemmda eggjaleiðara með skurð-
aðgerð. Mikil framför varð, þegar
farið var að beita smásjártækni,
en hún var tekin upp á Kvenna-
deild Landspítalans árið 1985.
Glasafrjóvgun er í því fólgin, að
fullþroskuð egg eru dregin úr
eggjastokkum um hola nál og
síðan látin frjóvgast í sérstökum
ætisvökva. Takist það, hefst
Vandi ófrjósemi í
samfélaginu
miklastafþví
hversu algeng hún
er, svo algeng að
nálgast faraldur
frumudeiling og eftir tvo sólar-
hringa eru frumurnar orðnar 4-8 í
einum litlum klumpi sem kallaður
er fósturvísir. Hann er þá færður
upp í legholið um grannan plast-
legg eða slöngu.
Hér leggja kynfrumurnar, egg
og sæðisfrumur, lykkju á leið sína
fram hjá þeirri hindrun sem ónýtir
eggjaleiðarar eru. Segja má að
glasafrjóvgun hafi komið til vegna
þess, að árangur af skurðaðgerð-
um er ekki nógu góður í öllum til-
vikum. Hér er um hliðstæðu að
ræða við tæknisæðingu, sem tekur
við, þegar hefðbundin lyf- og
skurðlækning ber ekki árangur við
karl-ófrjósemi.
Nú er fyrsta glasabarnið komið
á fermingaraldur. Á þessum tíma
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1990
B 7
hefur aðferðin tekið nokkrum
breytingum og jafnframt hafa nýjar
aðferðir þróast út frá hinni upphaf-
legu glasafrjóvgun. Þeim verður
ekki lýst nánar hér, en látið nægja
að stáðhæfa að hér er um geysi-
mikla framför að ræða í læknis-
meðferð vegna ófrjósemi, jafn-
framt því sem þekking manna á
æxluninni hefur aukist stórum. Þá
má einnig slá því föstu að tækni-
getnaðir séu komnir til að vera og
að í framtíðinni verði börn getin
Ætlamáaóum
tíunda hvert par sé
ófrjésamt um
lengri eóa skemmri
tíma
méð ýmsum hætti öðrum en hin-
um klassíska.
íslendingar hafa átt kost á þess-
ari meðferð um tveggja ára skeið,
en það hefur gerst erlendis. Nú
er ráðgert að flytja meðferðina
heim og er unnið að því á Kvenna-
deild Landspítalans, Þetta er verð-
ugt verkefni fyrir íslenska heil-
brigðisþjónustu og takist vel til
erum við í engu eftirbátar annarra
við meðferð á ófrjósemi. Þá leiðir
þetta til sparnaðar á ferðum og
uppihaldi erlendis, gjaldeyri og
samkvæmt kostnaðaráætlun einn-
ig í krónum talið.
Læknisfræðin hefur á síðari
hluta þessarar aldar mjög beinst
að sjúkdómum elli og hrörnunar.
Er það vel enda þörfin vaxandi. Á
fyrri hluta þessarar aldar voru
megináherslur þó aðrar, en þá
geysuðu farsóttir meðal barna og
fullorðinna svo sem barnaveiki,
taugaveiki, mænusótt að berklum
ógleymdum. Einmitt á þessum
sviðum náðist mikill árangur eða
nánast útrýming þessara súk-
dóma, en einnig hefur náðst mikill
árangur á'síðustu áratugum í við-
ureign við skæðustu sjúkdóma
nútímans.
Læknisfræði morgundagsins
mun í auknum mæli beinast að
frumstigum mannlífs. „Fóstrið
verður sjúklingur okkar í framtíð-
inni“, var sagt fyrir nokkrum árum
og það gerist nú í auknum mæli,
að sjúkdómar eru greindir á fóstur-
skeiði og læknismeðferð hafin.
Þá hefur orðið framför í erfða-
tækni við greiningu arfgengra sjúk-
dóma, einnig á fósturskeiði. Með
nýtingu þessarar tækni, og tækni-
getnuðum, mætti hindra, og jafn-
vel uppræta úr ættum, vissa arf-
genga og mjög alvarlega sjúk-
dóma.
í lokin vil ég ítreka, að við stönd-
um við upphaf nýs þáttar í læknis-
þjónustu. Það virðist alltaf ára illa
og fjár vera vant við slík tímamót.
Oft hafa einstaklingar og samtök
er sinna velferðarmálum stutt við
og flýtt fyrir frámförum. Okkur er
þörf á slíkum stuðningi nú og
væntum hans, einkum frá þeim
sem kynnst hafa ófrjósemi að eig-
in raun eða annarra, en jafnframt
er vonast til að kynning auki al-
mennan skilning á þessum málum.
Jón Hilmar Alfreðsson, læknir
á Kvennadeild Landspítalans.
TÍSKAN
í klæðaskápnum
- nokkur heilræði til þeirra sem kannast við þó
leiðindatilfinningu að „eiga ekkert til að vera í.“
Vel skipulagður fataskópur getur sparað heilmikla peninga til fatakaupa.
Hvaða kona hefur ekki orðið
fyrir því að standa fyrir framan
fataskápinn sinn, stynja hátt og
segja við sjálfa sig að hún eigi
„bara ekkert til að vera í.“ Samt
er fataskápurinn fullur af alls
kyns klæðnaði. En nei, hún á
ekkert til að vera í og freistast
kannski íframhaidi af þvítil að
skreppa í búðir og eyða pening-
um í fatnað. En hvernig í ósköp-
unum getur staðið á því að full-
ur fataskápur þýðir að konan á
ekkerttil að vera í? Hér eru
nokkur ráð til að sannreyna
það.
Farið vandlega í gegnum inni-
hald klæðaskápsins svona
tvisvar á ári. Til dæmis á
vorin og haustin. Takið flíkurnar
út, skoðið þær vandlega og velt-
ið fyrir ykkur hvaða fatnað þið
raunverulega notið. Staðreyndin
er nefnilega sú að þrátt fyrir að
vera vel birgar af fatnaði, þá er
algengt að konur eigi sér nokkrar
uppáhaldsflíkur og klæðist þeim,
en leyfi öðrum fatnaði að safna
ryki inni í skáp.
Mátið allar flíkurnar og leggið
síðan á fjóra staði. Á einn staðinn
fer fatnaður sem þið mynduð
kannski nota, en þyrftuð að láta
hreinsa eða pressa. Á annan
stað setjið þið flíkur sem þið
hafið hvort eð er aldrei verið al-
mennilega ánægðar með og því
ekki notað. Það er ástæðulaust
að nýta rýmið undir slíkan fatnað
og mikið betra að gefa hann og
leyfa öðrum að njóta. Á þriðja
staðinn fer svo fatnaður sem þið
mynduð nota ef ... pilsið væri
styttra, blússan öðruvísi á litinn,
tölurnar á jakkanum minni, axl-
arpúðar í peysunni og þar fram
eftir götunum. Þessum fatnaði
látið þið svo breyta sem fyrst,
annað hvort sjálfar eða á ein-
hverri saumastofunni og það er
ástæðulaust að sjá á eftir krón-
unum sem fara í breytingar á
fatnaði sem annars verður ekki
notaður. Þetta er í samræmi við
annað atriði varðandi verð á fatn-
aði, sem er dálítið afstætt, t.d.
má velta því fyrir sér hvort þús-
undkróna kjóllinn sem þú notaðir
einu sinni, hafi í raun verið ódýr-
ari en sá sem kostaði tíuþúsund
og þú hefur notað fimmtán sinn-
um og átt eftir að klæðast aftur
og oft.
Nú, á fjórða staðinn setjið þið
svo fatnaðinn sem er allt í lagi
eins og hann er.
Þá er að skoða dragtirnar og
leggja pils og jakka á sitt hvorn
staðinn. Er ekki hægt að nota
t.d. pilsið með öðrum jökkum eða
jakkan með buxum? Ef þið eigið
t.d. svarta dragt þá er öruggt að
með góðu móti má nota flíkurnar
í sitt hvoru lagi.
Svo er að taka allar blússur,
peysur, skyrtur og boli og máta
við mismunandi jakka, buxur og
pils. Tekur svolítinn tíma að vísu
en er þess virði.
Þá er áð safna saman öllum
fylgihlutunum og er ekki ólíklegt
að einhverjar konur fái vægan
verk í magann þegar þær gera
sér grein fyrir ósköpunum. Okkur
hættir nefnilega til að safna að
okkur ótrúlega mörgum háls-
festum, eyrnalokkum, slæðum,
klútum, sjölum, treflum, töskum,
beltum og svo mætti áfram telja.
En þessir hlutir koma ekki að
neinu gagni nema við göngum
að þeim vísum og getum borið
þá við fatnað með lítilli fyrirhöfn.
Gott ráð er að festa nokkra
snaga á vegg, inni í fataskápinn
eða á hurðina og hengja allar
festar þar. Eyrnalokka má auð-
veldlega skoða með því að festa
litla grind upp á vegg og smella
þeim þar. Lítill púði er kjörinn
fyrir nælurnar. Slæður og klúta
má hengja upp á snaga eða
leggja yfir herðatré og naglar eru
prýðilegir fyrir hatta og belti.
Þegar allt þetta er afstaðið,
er ágætt að setjast niður með
blað og penna og skrifa niður
hvað það er sem ykkur finnst
vanta í fataskápinn til að geta
sett saman mismpnandi al-
klæðnað. Margar komast sjálf-
sagt að því að það vantar í raun:
inni ekki einn kjólinn enn, heldur
kannski svartan rúllukragabol
eða tvö mismunandi sjöl svo
dæmið gangi upp. VE
Leiörétting
í umfjöllun Daglegs lífs um málefni
einstæðra foreldra, sl. föstudag
9. mars, var rangt heimilisfang
Félags einstæðra foreldra gefið
upp, en skrifstofa félagsins er að
Hringbraut 115, Reykjavík.
í grein um húsnæðismál í sama
blaði, voru birtar töflur með dæm-
um um mismunandi leiðir til hús-
næðiskaupa. í tveimurtöflum urðu
á mistök, svo sem þau að íbúð í
húsbrefakerfi var sögð ný en átti
að vera notuð og í annan stað birt-
ist sama tafla tvisvar með mismun-
andi formerkjum. Til leiðréttingar
birtum við hér hluta af töflunum á
nýjan leik, þannig að samanburð-
urinn sé réttur. Morgunblaðið
biðst velvirðingar á þessum mis-
tökum.
HUSBREF
Notuð íbúð kr.
Brúttó laun á mán. 75.000
Eigiðté 1.500.000
íbúðarvBrð 4.900.000
(notuð ibúð)
Greiðslugeta á mánuði 19.000
Greiðsiubyrði á mánuði 17.000
miðað er við höfuöstól lána:
Húsnæðislán (áhvílandi) 490.000
Húsbréf/ettirstððvar 2.695.000
Bankalán 215.000
Ufeyrissjóðslán 0
Afborganir (m. vöxtum og skattaafslætti)
1- ár 307.000
2- ár 170.000
3- ár 174.000
Brúttó laun t
Eigið fé
íbúðarverð
Greiðslugeta á mánuöi
Greiðslubyrði á mðnuði
kr.
75.000
0
1.800.000
18.000
19.000
miðað er við höfuðstól lána:
Húsnæðislán (áhvílandi) 180.000
Húsbréf/eftirstððvar
Bankalán
Lífeyrissjóðslán
990.000
630.000
0
Afborganir (m. vöxtum og skattaafslætti)
1. ár 264.000
2. ár 199.000
3. ár 200.000
GENGUR EKKI
ALMENNA LÁNAKERFIÐ
frá 1986
Fyrstu íbúðarkaup
Notuð íbúð kr
Brúttó laun á mán. 75.000
Eigið fé o
Hámarks fbúðarverð 2.800.000
(notuð íbúð)
Greiðslugeta á mánuði 19.000
Greiðslubyrði á mánuði 19.000
(fyrstu 3 árin)
ALMENNA LÁNAKERFIÐ
frá 1986
Seinni íbúðarkaup
Notuð íbúð
kr.
Brúttó laun á mán. 75.000
Eigiðfé 1.500.000
íbúðarverð 4.200.000
Greiðsiugeta á mánuði 19.000
Greiðslubyrði á mánuði 19.000
(fyrstu 3 árin)