Morgunblaðið - 24.03.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 24.03.1990, Síða 2
CÍICLA í & 8 2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990 ■4 145 verk eftir 100 listamenn frá öllum Norðurlöndunum." Hvaða aðrar sýningar eru helst á döfinni hjá Norrænu listamiðstöðinni á næstunni? „Það eru ýmsar sýningar í gangi frá okkur, t.d. sýning sem nefnist „Nordland", og stendur nú yfir í Nútímalistasafninu í Oxford í Eng- landi. Þar eru um það bil tveir full- trúar frá hveiju Norðurlandanna, sem sýna saman. Þetta er sýning sem var gerð af okkur í samvinnu við Nútímalistasafnið í Oxford. Síðan fáum við fljótlega hingað á Sveaborg sýningu á verkum finnsks listamanns, það er sýning sem er búin að ganga um Finnland í hinum ýmsu borgum, en listamaðurinn heit- ir Kalervo Palsa. M.a. var sýningin í Rovaniemi, Koopio, Joensuu og fleiri stöðum í Finnlandi, þannig að þetta er farandsýning gerð í sam- vinnu við okkur. Sýningin kemur síðan hingað til Sveaborgar frá Listasafninu í Lappeenranta í lok febrúar.“ Til fróðleiks má bæta því við að Lappeenranta er 50 þúsund manna iðnaðarborg, staðsett við stærsta stöðuvatn Finnlands, Saimaa-vatnið, um 200 km austur frá Heisinki, en þaðan eru aðeins 30 km til sovésku landamæranna. Borgin er hin glæsilegasta og státar af gömlum bæjarhluta frá því um 1600, en þar er einmitt listasafn borgarinnar. Farandsýningin á mál- verkum Kalervo Palsa endar þar áður en hún kemur til Sveaborgar en í stuttu máli sagt um Kalervo Palsa (1947-87), þá var hann nokk- uð umdeildur málari. Hugmyndir sínar í málverkunum setti hann fram á fremur kaldan og harðan „ex- pressjónískan" hátt. Hann stundaði nám í „Listaakademíunni“ í Helsinki 1973-1977. „Eftir sýninguna á verkum Kal- ervo Palsa fáum við sýningu hingað til Sveaborgar sem hefur staðið yfir í Borás í Svíþjóð, það eru sænskir og danskir listamenn, myndhöggvar- ar og málarar. Þessi sýning kallast Neo-Scandia og er samsett af ungum sænskum og dönskum listamönnum. Eftir hana kemur sumarsýning sem stendur mjög lengi, eða næstum þrjá mánuði. Hún verður haldin í stærra galleríinu okkar, sem kallast „Strandkasernen" (Strandskálinn). Þar er einn maður frá hveiju Norður- landanna sem sýnir hér yfir sumar- tímann. Galleríin hér í Sveaborg eru tvö, annað um 400 m2, og hitt um 200 m2, og sýningarnar sem ég hef nefnt hingað til verða allar í stærra galleríinu. Síðan verða í sumar þijár Unnið að undirbúningi sýningar í galleríi „Agústu“ í Norrænu listamiðstöðinni í Sveaborg. Hall- dór Björn Runólfsson spjallar við starfsmann listamiðstöðvarinnar um komandi myndlistarsýningu í galleríinu. sýningar að auki í litia galleríinu, sem heitir „Ágústa“, og er til húsa hér í þessari byggingu. Sem sagt þegar komið er út úr skrifstofuhús- næði listamiðstöðvarinnar, þá eru dyr þar beint á móti inn í gallerí „Ágústu“. Þar verður ívar Valgarðs- son myndhöggvari með einkasýn- ingu fyrst, eða í júní, síðan tekur við sænskur listamaður sem heitir Úlf Rollof, og síðan tveir ungir finn- skir listamenn, Maija Ruosala og Jyrki Sukonen sem munu sýna í ágúst-september. Strax í haust verð- ur hjá okkur norræn teiknisýning, þar sem norrænir teiknarar verða á dagskrá. Þetta er samvinnuverkefni á milli okkar og tveggja safna, þ.e.a.s. „Konstforeningen" í Bergen og „Nord Jyllands Konstmuseum" í Álaborg. Við munum hanna þessa sýningu í sameiningu, en hún mun síðan fara til þeirra á næsta ári, eftir að hafa verið hér hjá okkur í Sveaborg. Síðan endum við árið með stórri vídeósýningu, sem er sýning á svokallaðri vídeólist. Það er verið að vinna að þeirri sýningu, og að- stoðarmaður minn, Ingebjörg Astrup frá Bergen, hefur fengið það verk- efni að smala saman öllu því besta sem til er af vídeólist innan Norður- landanna. Þetta er einnig í samvinnu við önnur söfn, m.a. í nánum tengsl- um við „Moderna Muset“ í Stokk- hólmi. Þetta er sem sagt prógram- mið eins og það hljómar þetta árið. Að öðru leyti gengur starfsemin sinn vanagang. Yfirmennirnir hér á stofnuninni koma frá hinum ýmsu Norðurlöndum. Framkvæmdastjór- Kalervo Palsa, „Sjálfsmynd", 1967. inn er um þessar mundir sænskur, Birgitta Lönnel. Hún lætur af störf- um í maí, þannig að það er þegar búið að ganga frá því að mjög fljót- lega munu koma hér nokkrir um- sækjendur, sem eru búnir að senda inn pappíra. Þrír umsækjendur hafa verið valdir úr, þar á meðál einn íslendingur. Nýr framkvæmdastjóri mun taka við í maímánuði. Hér í Sveaborg er ég sýningar- stjóri og mitt yfirráðasvæði eru allar sýningar á vegum okkar, og eins sýningar sem eru settar upp hér. Það er því býsna stór staða, og eigin- lega sú viðamesta hér á staðnum, sem lýtur að öllu er viðkemur sýn- ingarhaldi." Hvað kom til að þú réðst þig hing- að? „Þannig var að ég hafði hitt frá- farandi sýningarstjóra, sem er finnsk kona og heitir Maaretta Jaukkuri og er mjög vel kynnt hér í listalífinu Finnlandi, nokkrum sinn- um, m.a. heima á Islandi. Ég var þá ritstjóri fyrir listatímaritinu sem við gefum út, sem heitir „Siksi“, því hafði oft komið til minna kasta að skrifa um íslenska listamenn, og eins hafði ég skrifað í ýmsar sýningar- skrár sem gefnar voru út í listamið- stöðinni. Þegar hennar tími var lið- inn, jiá vildi svo til að hún átti leið um Island og hvatti hún mig til að sækja um, sem ég gerði upp á von og óvon. Síðan fékk ég boð um að Sýning á myndverkum finnska listamannsins Kalervo Palsa í listasafninu í Lappeenranta, skipulögð af listamiðstöðinni í Sveaborg. Um er að ræða far- andsýningu á verkum lista- mannsins, sem einnig kemur í listamiðstöðina í Sveaborg, og er sett upp í gallerí „Strand- kasernen". Kalervo Palsa, „Norðurstorm- ur“, 1985. koma hingað í yfirheyrslu, og tveim- ur dögum síðar var gengið frá því að ég fengi stöðuna. Eg byijaði hér fyrsta september á síðasta ári.“ Hvað með vinnustofurnar hér í Sveaborg? „Hér eru starfræktar gestavinnu- stofur fyrir listamenn frá öllum Norðurlöndunum, m.a. hafa fjöl- margir íslendingar verið starfandi hér. Tíminn er frá tveimur mánuðum upp í sex mánuði. Þessum vinnustof- um fylgir íbúð með öllum þægindum. Þær eru flestar af sömu stærð, utan ein sem er helst ætluð fyrir mynd- höggvara eða ef svo vill til að í sömu fjölskyldunni eru tveir listamenn sem sækja um, þá geta þeir skipt vinnu- stofunni á milli sín. í þessum vinnu- stofum eru listamenn allt árið. ís- lendingar sækja mest í sumartím- ann, þess vegna eru sjaldan Islend- Það er kannski til marks um það hve tónlistarlífið í landinu hefur dafnað á undanförnum árum og áratugum, að fyrir aðeins þrjátíu árum skuli ekki hafa verið til í landinu kór sem var nógu stór og öflugur til að geta flutt viðamikil kórverk. En það eru einmitt rétt um þrjátíu ár síðan að þeir hinir sömu og höfðu verið í forsvari fyr- ir stofnun Sinfóníuhljómsveitar íslands fengu áhuga á að koma á fót öflugum kór sem gæti flutt kórverk ásamt hljómsveitinni. Þetta voru þeir Ragnar Jónsson, Þorsteinn Hannesson og Jón Þórarinsson og fengu þeir í lið með sér stjórnandann, dr. Róbert Abraham Ottósson, sem hrinti hugmyndinni í framkvæmd og var aðal driffjöðurin í starfi kórsins næstu fimmtánárin, eða þar til hann lést árið 1974. við Sinfóníuhljómsveit íslands, eða þar til fyrir nokkrum árum. Núver- andi formaður stjómar sveitarinnar er Guðmundur Örn Ragnarsson, en hann er búinn að vera í kómum í fimmtán ár. Hann segir um aukið sjálfstæði Söngsveitarinnar frá Sin- fóníuhljómsveitinni: „Markmiðið með stofnun Söngsveitar Fílharm- óníu var í upphafi að flytja stærri kórverk með hljómsveit og auka þar með verkefnaval Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Á síðustu árum hafa aftur á móti komið til fleiri kórar, sem einnig hafa sungið með hljóm- sveitinni, þannig að forsendurnar hafa breyst. Og þótt við höfum ekk- ert nema gott eitt um samstarfið við Sinfóníuhljómsveitina að segja þá langaði okkur til að starfa meira sjálfstætt, á eigin vegum, en áður var verkefnaval Söngsveitarinnar alfarið í höndum stjórnar sinfóní- unnar.“ Það er heldur ekki þar með sagt að Söngsveitin hafi sagt skilið við Sinfóníuhljómsveitina, því flestir þeirra 45 hljóðfæraleikara sem leika með á tónleikum hennar í Lang- holtskirkju í apríl eru í Sinfóníu- hljómsveitinni, þó þeir komi ekki fram undir hennar nafni. Og það liggur reyndar fyrir samstarfsverk- efni með Sinfóníuhljómsveit íslands á næsta ári, en þá ætlar Söngsveit- in að flytja ásamt henni c-moll messu eftir Mozact Afmæli Söngsveitarinnar Fílharmóníu er miðað við fyrstu tónleika hennar, sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu 23. apríl 1960. Þá frumflutti kórinn verk Carls Orffs, Carmina Burana, á íslandi, sem nú er verið að syngja á sviði Islensku óperunnar. Á þijátíu ára afmælis- tónleikum sínu, sem haldnir verða 6. og 7. apríl í Langholtskirkju ætl- ar Söngsveitin hins vegar að flytja Þýska sálumessu eftir Brahms und- ir stjóm Ulriks Ottóssonar. Fílharmónía varð fljótlega sjálf- stætt starfandi félag, Söngsveitin Fílharmónía, með eigin stjórn, en starfaði lengi vel í nánu samstarfi Morgunblaðið/Ámi Sæberg Söngsveitin Fílharmónía á æfingu í Melaskóla í vikunni, en þar hefur kórinn haft aðstöðu til ælínga frá upphafi. Morgunblaðið/Þorkell Rætt við Guðmund Örn Ragnarsson formann í tilefni af 30 ára afmæli Söngsveitarinnar Fílharmónía Að sögn Guðmundar Arnar eru að jafnaði um 80-100 manns í kórn- um, en síðustu árin sem dr. Róbert A. Ottósson starfaði moð honum voru félagarnir 120. Flestir munu þátttakendurnir þó hafa verið þegar 9. sinfónía Beethovens var flutt árið 1970, en þá voru þeir 156 og 150 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.