Morgunblaðið - 24.03.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990
B 3
ingar á vetrum, t.d. voru 7 eða 8
íslenskir myndlistarmenn staddir hér
á sama tíma sl. sumar.“
Yfírtóku þeir þá allar vinnustof-
umar í Sveaborg sl. sumar?
„Já, þessu er deilt skipulega niður
og íslendingar hafa verið mjög dug-
legir að sækja um þessar vinnustof-
ur, sem ef til vill stafar af því, að
að er kannski erfiðara að finna
vinnustofur heima. Jafnframt hafa
þeir ríka þörf fyrir því að fara til
annara landa og vinna þar, þannig
að það hefur veirð mikið um Islend-
inga hér á Sveaborg, og má eigin-
lega segja að þeir séu hlutfallslega
langfjölmennastir af þeim sem koma
hingað. Fyrri hluta vetrar vom hér
reyndar tvær íslenskar listakonur,
þær Valgerður Bergsdóttir teiknari
og Anna Þóra Karlsdóttir veflista-
kona.“
Er listamiðstöðin einnig með
vinnustofur annars staðar?
„Við erum með vinnustofur á öll-
um Norðurlöndunum, þ.e.a.s. í
„Hásselby slott“ í Stokkhólmi, þar
eru yinnustofur í tengslum við okk-
ur. í Danmörku i „Hollufdárd" á
Fjóni og „Hald Hovedgaard“ á Jót-
landi, og í Bergen í Noregi, „Harda-
land“, og síðan á íslandi í Hafnar-
firði, þar er Hafnarborg með vinnu-
stofur í tengslum við okkur og síðan
á Grænlandi í „Juliancháb" (Qaq-
ortoq).“ Viltu bæta við einhvetju
varðandi starfsemina í Norrænu
listamiðstöðinni í Sveaborg?
„Ekki nema það að þetta er marg-
þætt starf, og þá fyrst og fremst
sýningarhald sem er skipulagt hér á
staðnum, þá eru gestavinnustofurn-
ar, síðan gefið út tímarit, og jafn-
framt er hér almenn upplýsinga-
starfsemi. Einnig er mjög gott bóka-
safn hér þar sem er leitast við að
safna eins miklu af efni um norræna
myndlist og mögulegt er.“
Að lokum, hvernig líkar þér svo
hér í Sveaborg?
„Ég kann ákaflega vel við mig,
og ég bý hérna með ijölskyldu
minni. Annað barnið mitt gengur í
skóla og hitt er á dagheimili, og við-
tökurnar hafa verið alveg prýðileg-
ar, og ég get ekki annað sagt en
að ég kunni madtavel við mig. Mér
fínnst alltaf hálft í hvoru ótrúlegt,
að Finnar, sem tala mál svona gjör-
ólíkt máli okkar, skuli ekki vera
skyldari okkur, því mér finnst svona
andlega vera mikill skyldleiki á milli
Finnlands og íslands, það verð ég
að segja,“ sagði Halldór Björn Run-
ólfsson sýningarstjóri Norrænu lista-
miðstöðvarinnar í Sveaborg að lok-
í flutningi á Messíasi 1974. Frá því
dr. Róbert féll frá hafa ýmsir verið
stjórnendur sveitarinnar, flestir að-
eins eitt ár, nema Marteinn H. Frið-
riksson sem var í fjögur ár, Guð-
mundur Emilsson í fjögur ár og
Smári Ólafsson í þijú ár. Ulrik Ottó-
son hefur síðan verið stjórnandi
Söngsveitarinnar síðustu tvö árin.
Margir kórfélaganna hafa aftur
á móti verið í Söngsveitinni árum
saman. „Félagamir eru bæði fólk
sem lagt hefur stund á almennt tón-
listarnám og áhugafólk, en þeir fá
líka sína menntun í kómum því í
tengslum við hann er rekinn söng-
skóli þar sem stunduð er raddþjálf-
un. Einu sinn á vetri fömm við svo
í æfíngabúðir út á land,“ segir Guð-
mundur Öm.
„Annars er starf kórsins frekar
látlaust. Við höldum yfirleitt eina
stóra tónleika á ári og undanfarin
ár höfum við einnig verið með jóla-
tónleika í Langholtskirkju, sem við
vonumst til að verði fastur liður í
starfi kórsins í framtíðinni. Við höf-
um ekkert gert af því að ferðast til
útlanda, en nokkrum sinnum haldið
tónleika úti á landi, þó ekki oft. Það
sem er mest gefandi í þessu starfi
er að kynnast verkunum jafn náið
og maður hlýtur að gera á æfingum.
Þýska sálumessan, sem flutt verður
á afmælistónleikunum, var eftirlæt-
isverk dr. Róberts, og er uppáhalds-
verk kórsins, en hann hefur flutt
hana nokkmm sinnum, síðast fyrir
tíu ámm. Okkur þótti því orðið tíma-
bært að endurtaka það,“ segir Guð-
mundur Öm Ragnarsson formaður
stjórnar kórsins og félagi í fimmtán
ár.
MEO
„Ég ætla að skjóta þig,“ segir Helgi sem leikinn er af Halldóri
Björnssyni.
„Ma bjoða þér meira popp.“ Halldór Björnsson (Helgi),
María Bjarnadóttir (Lára) og Þórdís Arnyótsdóttir (Dódó).
Guðlaug
Það sem gerist
þegar við hættum
að vera ung
Hjartatrompet er nýtt íslenskt
leikrit eftir unga skáldkonu,
Kristínu Ómarsdóttur, sem ís-
lenska leikhúsið ætlar að frum-
sýna í Ieikhúsi Frú Emilíu við
Skeifúna næsta fímmtudag.
Kristín hefúr áður skrifað einþátt-
unginn Draumar á hvolfi sem
hlaut fyrstu verðlaun í leikrita-
samkeppni Þjóðleikhússins og var
sýndur á Litla sviðinu árið 1987.
Fyrir síðustu jól sendi Kristín
síðan frá sér smásagnasafnið I
ferðlagi hjá þér.
Hjartatrompet er fyrsta verk-
efhi íslenska leikhússins, sem var
stoliiað! haust. Að leikhúsinu
standa leiksljórinn Pétur Einars-
son, leikaramir Þórdís Arnljóts-
dóttir, Halldór Bjömsson, Guð-
laug María Bjarnadóttir og Þór-
arinn Eyfiörð, Halla Helgadóttir
búningahönnuður og hönnuður
leikmyndar og Ingileif Thorlac-
ius. Ein úr hópnum, Þórdfs Arn-
ljótsdóttir, hafði reyndar haft
samband við Kristínu tæpum
tveimur árum áður og beðið hana
um að starfa með sér og annarri
leikkonu, Öldu Amardóttur.
Eg byijaði á að vinna með þeim
í spuna,“ segir Kristín. „Og þar
sem þær eru konur urðu fyrst til
tvær kvenpersónur. Ég skrifaði
síðan texta handa þessum persónum
sem þær unnu með. En það er erfitt
að skrifa eftir pöntun. Textarnir sem
við byijuðum með voru dimmir text-
ar úr hafdjúpunum, en þegar ég fór
að draga þá á land heimtuðu þeir
fleiri persónur og þannig bættust
við tvær persónur í viðbót.“ Þannig
varð leikritið Hjartatrompet til, en
leiðir höfundar og leikkvenna skildu
með vorinu svo ekkert varð úr sviðs-
setningu. En Þórdís hafði ennþá
áhuga á að setja verkið upp. „Ég
hafði því samband aftur við Kristínu
í haust og innti hana eftir verkinu,"
segir Þórdís. „Pétur frétti síðan af
þessu, fékk að lesa verkið og sá strax
að það myndi vera hægt að gera
úr því sýningu. Hópurinn sem stend-
ur að Islenska leikhúsinu var því
myndaður utan um þetta verk. Við
höfum mikinn áhuga á að setja upp
íslensk leikrit og vildum gjarnan
skapa vettvang fýrir ný íslensk verk
utan stofnanaleikhúsanna og þá
helst eftir nýja höfunda. Það er mik-
ið af ungum rithöfundum hér, sem
eru að skrifa, en þeir virðast ekki
hafa áhuga á að skrifa fyrir leik-
hús. Kannski af því þeir þekkja það
ekki og hafa ekki haft tækifæri til
að kynnast þvi af því þeir hafa ekki
aðgang að því.“
Hjartatrompet fjallar um sam-
skipti fjögurra persóna sem búa
saman. Þær eru Lára, sem er ekkja
og húsráðandinn á heimilinu, Helgi
fóstursonur hennar og Hákon mágur
hennar. Leikritið hefst þegar fjórða
persónan, Dódó, flyst inn á heimilið
fyrir tilstilli Láru og á hún eftir að
hafa mikil áhrif á heimilislífið auk
þess sem líf þeirra allra á eftir að
taka ýmsum breytingum. Kristín
segir að hún byggi verkið upp á
hugsuninni um það unga og það sem
ekki er lengur ungt. „Mér fínnst það
íslenska
leikhúsið
frumsýnir
nýtt íslensk
leikrit,
Hjartatrompet,
eftir Kristínu
Ómarsdóttur
merkilegur hlutur þegar fólk hættir
að vera ungt og hvernig það gerist
að það fer inn í fullorðinn heim. En
þegar ég segi ungt er ég ekki beint
að tala um aldurinn heldur þetta
unga í okkur.“ Samkvæmt þessu
getum við sagt að Lára og Hákon
séu „fullorðin“ af því þau hafa aðlag-
Morgunblaðið/Einar Falur
Kristín Ómarsdóttir
Horfst í augu í spegli: „Mig hefúr
svo lengi langað til að snerta
þig . . .“ Guðlaug María Bjarna-
dóttir (Lára) og Þórdís Arnljóts-
dóttir (Dódó).
að ,sig leikreglum hinna fullorðnu
og kunna að nota þær, en Dódó og
Helgi sé\K„börn“, þó bæði séu þau
líklega komin yfir tvítugt, af því þau
vita ekki hvemig þau eiga að fara
að því að ná sínu fram og lifa eigin
lífi, án afskipta hinná. Þau gera.til-
raun til að komast í burtu, en tekst
ekki, því Lára kemst að því í tæka
tíð og veit hvernig á koma í veg
fyrir það. Hún notar sömu aðferðina
á Dódó og hún hefur notað á Helga
öll árin, telur henni trú um að hún
sé ekki fær um að taka eigin ákvarð-
anir.
„Dódó er ákaflega hjartahrein
manneskja og horfir á lífíð með
bamslegum hreinleika," segir Þórdís
sem leikur hana. „Það verður því
að leika hana út frá því og hvemig
aðrir sjá hana. Hún virðist kannski
heimsk af því hún svarar aldrei fyr-
ir sig, en er það ekki endilega, held-
ur vill hún bara þóknast öllum. Þess-
vegna notfæra sér hana líka allir
og leita til hennar því hún huggar
alla. En hún fær skammir fyrir frá
hinum því hvert og eitt þeirra vill
eiga hana út af fyrir sig.“ Og mis-
notkunin hlýtur á endanum að leiða
til uppreisnar, vopnin snúast í hönd-
um kúgarans og beinast að lokum
gegn honum.
Eins og áður segir fjallar verkið
um samskipti persónanna og við
fáum ekki að kynnast heiminum sem
þau lifa utan fjögurra veggja heimil-
isins. Höfundurinn lýsir þessu sem
raunsæislegasta verkinu sem hún
hefur skrifað fram að þessu, en þó
undirrituð gæti kannski tekið undir
það myndi hún ekki segja verkið
raunsæislegt í hefðbundum skiln-
ingi. „Mér finnst þetta jafnvel dá-
lítið farsakennt fjölskylduleikrit eða
stofuleikhús þar sem sófasettið vant-
ar,“ segir Kristín. Og víst er það
rétt að það er ekki í stofunni sem
atburðirnir gerist heldur í svefn-
herbergi Láru.
Hjartatrompet verður frumsýnt
fimmtudaginn 29. mars kl. 20.30 í
leikhúsi Frú Emilíu, Skeifunni 3c.
Önnur sýning verður svo laugardag-
inn 31. mars og þriðja sýning sunnu-
daginn 1. apríl.
MEO
Golleri 8
býður gestum og gangandi
að líta inn
og þiggja léttar veitingar
í tilefni af opnun
þessa nýstárlega gallerís
í hjarta borgarinnar
milli kl. 4 og 6 laugardaginn
24. mars
Austurstrœti 8, s. 18080
Oplð virka daga kl. 10-18
um helgar kl. 14-18
Harri „Rúmteppi" dúkrista