Morgunblaðið - 24.03.1990, Qupperneq 6
6 p
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARZ 1990
Svnir úr fjarlægð
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
I^slenzkir málarar eru víða
starfandi erlendis og hafa
getið sér þar gott orð, og á
meðal þeirra er Karólína Lárus-
dóttir, sem búsett er í nágrenni
Cambridge í Englandi.
Þótt Karólína hafí í meira en
tvo tugi ára dvalið erlendis,
hefur hún þá sérstöðu meðal
þeirra myndlistarmanna sem
hleypt hafa heimdraganum, að
sækja myndefni sitt að megin-
hluta til ættlandsins. Þetta er
nokkuð athyglisvert í Ijósi þess,
að sitt listræna uppeldi hefur hún
alfarið úr enskum listaskólum,
sem þykja margir allnokkuð
íhaldssamir og styðjast mjög við
innlenda hefð. Listakonan sækir
og gamla landið reglulega heim,
og þá ferðast hún iðulega víðs
vegar til að sanka að sér áhrif-
um, þótt myndefnin tengist
mestmegnis æskustöðvunum,
því sem var í næsta sjónmáli,
er hún óx úr grasi. Hitt gleymist
þó engan veginn, að rannsóknum
á íslenzkri myndlist og íslenzkri
listasögu hefur ekki verið sérlega
stíft haldið að nemendum
íslenzkra listaskóla fram til
þessa, ,svo að nemendur eru
iðulega útlenzkari en allt út-
lenzkt, er þaðan kemur. Kannski
er það einmitt þess vegna sem
íslendingum, sem hljóta listræna
menntun sína ytra, verður meira
hugsað til ættlandsins í fjarlægð
í myndefnaleit sinni. Það er svo
borðleggjandi, að islenzkum list-
amönnum er gjarnt að leita til
íjarlægðarinnar í myndefnavali,
svo að hér má ætla að hlutimir
hafi haft endaskipti en eru þó í
fyllsta samræmi við íslenzkt
manneðli.
Karólína hefur að auki oftar
haldið einkasýningar hér heima
en ytra, þótt á því kunni senn
að verða breyting, en draumur
velflestra íslenzkra málara virð-
ist hins vegar vera að sýna í
útlandinu!
Það hefur verið heilmikið af
fólki í myndum Karólínu fram
að þessu, jarðbundnu fólki, sv-
ífandi fólki og fólki, sem hefur
verið eins og áveðurs á mynd-
fletinum. Hér hefur maður kennt
ýmislegt af andblæ liðinna ára
og þóst greina í senn hrepp-
stjora, bændur og búalið, heima-
sætur, kaupakonur og ósköp
venjulegt fólk í hinum ýmsu út-
gáftim.
Hugnist íslenzkum listamönn-
um að seilast dálítið í gullastokk
eigin minninga svo og fortíðar-
innar, þá ætti þá svo sannarlega
ekki að skorta myndefni, sem
eru jafn háleit og myndræn öllu
því, sem hefur á sér útlend vöru-
merki og hafíð er til vegs af
steinríkum listpáfum. Á síðustu
tímum algjörs frelsis í mynd-
hugsun hafa listrýnendur annað
tveggja beint sjónum sínum að
sjálfri útfærslu myndanna eða
hugmyndafræðilegu inntaki og
þá iðulega með goðsögurnar í
bakhendinni.
Mannlífíð sjálft er goðsögnin
i myndheimi Karólínu og þá
helzt í agaðri og skynrænni út-
færslu. Ljósbrigðin eru styrkur
Karólínu og þannig séð liggja
vatnslitirnir mun nær persónu
hennar en olíulitirnir.
Þessi sýning, sem byggist að
meginhluta á vantslitum, er og
tvímælalaust sterkasta framlag
Karólínu á íslenzkum vettvangi
fram til þessa.
Og þótt undarlegt megi virð-
ast þá vekja þær myndir einna
mesta athygli, sem telja má í
yfírstærðum í þessari tækni og
er það vegna margslunginnar
beitingar vatnslitatækninnar. Að
vísu má greina verur innan í
sumum myndanna og er það
ekki til skaða, en hinar standa
einnig alveg fýrir sínu og ljóst
má vera, að Karólína er mjög
að sækja í sig veðrið og vísa'ég
hér einungis til mynda eins og
„Sjór“ (1), „Verur“ (6) og „Gulir
steinar" (8).
Allar þessar myndir sýna að
Karólína þarf ekki endilega að
leita til frásagnargáfunnar á
myndfletinum til að ná mark-
verðum árangri. Þær hinna
minni mynda, sem einfaldleikinn
og tærleikinn prýða, bera af að
mínu mati svo sem „Straukona“
(17), „Ljón við borð“ (23),
„Kvöldrómans" (31) svo og fleira
í slíkum dúr.
Það er helzt í tréristunum að
segja má, að frásögnin virðist
skipta meira máli en útfærslan,
en sem grafík-listamaður er
Karólína meira en vel gjaldgeng
og þá einkum er hún nær að
þróa beztu eðliskosti sína í ein-
faldri, skýrri og blæbrigðaríkri
útfærslu.
Myndhyörf
Inúlistum eru myndverkin
ósjaldan allt í senn, málverk,
lágmynd sem höggmynd, að við-
bættri efnislegri dýpt.
Kannski er svo ekki fráleitt
að nota skilgreininguna mynd-
hvörf á slíka tegund myndlistar,
sem svo mjög hefur fjarlægst
upphaflega skilgreiningu inn-
byrðis hugtaka. Svona líkt og
menn gefa orðum aðra merkingu
en þau höfðu upphaflega.
Myndverk hins unga og stór-
huga Guðjóns Bjarnasonar
flokkast ótvírætt undir þessa
nýju tilhneigingu myndlistar-
manna. Hann kemur mjög á
óvart með flekum í yfirstærð,
sem hann sýnir í austursal Kjar-
valsstaða, svo og hliðarsal, fram
til 25. mars. Að kalla þessi mynd-
verk fleka er réttnefni, því að
þetta eru öllu frekar smíðaðir
flekar en dúkar, og í sumum
verkanna hefur smíðayerkið
veigamiklu hlutverki að gegna.
Þá teljast og sum verkanna til
hreinnar rúmtakslistar.
Á einum stað skiptir það verki
eftir endilöngu lóðrétt og ofar-
lega lárétt, svo að minnir á kross
og fær trúarlegt yfirbragð. Þá
er eins og Guðjón vilji stundum
opna málverkið með eins konar
raufum eða gluggum eins og til
að skírskota til háleitari vídda.
Það er og heilmikið, sem
minnir á trúarbrögð og helgilist
í þessum verkum og er skírskot-
unin í mörgum tilvikum hrein
og bein, svo vísað sé til nafngift-
anna, en í öðrum óbein eins og
t.d. í myndinni, sem ber rétt og
slétt nafnið „Samstilling“ (11)
og hefur dularfullt grænt og nær
gagnsætt yfírborð svo að minnir
á eitthvað ofurfíngert og yfirskil-
vitlegt. Áferðin virkar þá eins
og fyrirheit um eitthvað dular-
fullt, upphafíð og mikilfenglegt
að handan og vil ég strax segja
það álit mitt, að þetta sé ein
Guðjón Bjarnason
athýglisverðasta og best málaða
mynd sýningarinnar.
Guðjón hefur undanfarinn
áratug stundað nám í New York
og hefur meistaragráðu í mál-
aralist og húsagerðarlist. Það
kemur og fram í sumum mynd-
verkanna, að byggingarmeistar-
inn er ekki langt undan í mynd-
hugsun hans.
Guðjón kann sitt handverk og
gengur hreint og óhikað til verks
og stundum sést honum jafnvel
ekki fyrir í ákefð sinni, þannig
að liturinn er eins og utan á flet-
inum og tengist ekki innri lífæð-
um hans. Hann virðist hafa mik-
inn áhuga á skrautlegu yfirborði
og þannig notar hann silfur og
gullbrons í sumar myndirnar og
jafnvel ekta blaðagull í aðrar.
Þessi árátta gerandans kemur
manni stundum í opna skjöldu
og hefur frekar fráhrindandi
áhrif við fyrstu kynni, því að hér
hefur einhvem veginn ekki átt
sér stað nægileg geijun til að
gera ferlið sannfærandi.
Vafalítið eru í þessum mynd-
um heilmikil áhrif frá ýmsum
þáttum listflóru New York-
borgar svo og Þjóðveijans Ans-
elms Kiefer, en sá leggur mikla
áherslu á dýpt og fyllingu í
myndum sínum ásamt beinni
skírskotun til nútímans, sögu
þjóðar sinnar og goðsagna fortíð-
arinnar.
Það var og einmitt mikil sýn-
ing á verkun Kiefers á MOMA
fyrir tveim árum, og hvað er
eðlilegra og skiljanlegra en að
ungur fullhugi í listinni láti
hrífast og verði fyrir áhrifum?
Að öllu samanlögðu var ég
sáttastur við myndir hnitmiðaðs
og samfellds ferils svo sem kem-
ur fram í áðurnefndu myndverki
svo og „Sjálfsmynd" (1), „Töfra-
hringurinn“ (81) og „Fílabeins-
tumar“ (88). Upphenging hinna
mörgu myndeininga á endavegg
er snjöll hugmynd og lyftir sýn-
ingunni, gefur henni auknar
víddir, en það er hins vegar allt
annar handleggur að geta sér
til, hvernig þessar einingar njóti
sín einar og sér.
Hér er hraustlega gengið til
verks og af mikilli sköpunargleði
og má meira en vera að sá grunn-
ur sem hér hefur verið lagður
eigi eftir að reynast höfundinum
giftudijúgur í framtíðinni.
Halldór Laxness í Þýskalandi
____Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Guðrún Hrefiia Guðmundsdóttir: Halldór
Laxness in Deutschland. (201 bls.)
Peter Lang, Frankfurt a.M., Bern, New
York, PariS 1989.
Útgáfuna annaðist prófessor Bernhard
Gilenke.
Hér er um að ræða bók sem að stofni til
er lokaritgerð höfundar til magistersgráðu
við háskólann í Kiel í V-Þýskalandi og er
áttunda bindið í ritröðinni Beitrage zur
Skandinavistik („Framlag til norrænna
fræða“).
Meginviðfangsefni höfundar er að gera
grein fyrir viðtökum á ritverkum Halldórs
Laxness í Þýskalandi, hvemig þau hafa
þar verið skilin og metin. Rannsóknir sínar
byggir Guðrún Hrefna á þýskum ritdómum
sem birst hafa um bækur Halldórs gegnum
árin. Það liggur í augum uppi að hér hefur
verið um ærinn starfa að ræða, sérstaklega
hlýtur að hafa verið erfítt að finna einstaka
ritdóma, dreifða í misþekktum blöðum. En
af bókfræðihluta ritgerðarinnar má vera
ljóst að alúðlega hefur verið unnið, hann
einn nær yfir tæpar 60 blaðsíður.
Viðfangsefnið lætur lítið yfir sér en býður
í raun upp á frjóar vangaveltur vegna þess
að á þessari öld hafa viðtökur á verkum
Halldórs verið á fáum stöðum fjölbreytilegri
en í Þýskalandi. Því ræður m.a. hugmynda-
legur kollhnís þjóðarinnar frá nasisma til
kommúnisrría og kapítalisma. Eins er hitt
merkilegt að bækur hans hafa verið þýddar
og gefnar út á þýsku á afar löngu tímabili,
allt frá 1936 til dagsins í dag.
Hér gefst hvorki rúm né tími til að gera
grein fyrir aðferðafræði höfundar né ná-
kvæmum niðurstöðum. Aðeins skal tiplað á
því sem mesta forvitni vekur hjá þessum
blekbera.
Það er ómaksins vert fyrir íslenska les-
endur að hugleiða hvort útlendingar „skilji“
eitt og annað í verkum Halldórs. Svo dæmi
séu tekin, hvert úr sinni áttinni: Er viðbúið
að þýskir iesendur kynnist Uglu, Jóni
Hreggviðssyni og Ólafi Kárasyni „eins og“
íslenskir lesendur? Spurningin svarar sjálfri
sér líklegast neitandi, þessar persónur hljóta
um margt að skírskota til annarra fyrir-
bæra hjá erlendum lesendum en hjá okkur.
Ekki þar með sagt að skilningur annarra
þjóða sé endilega þrengri eða beinlínis
skakkur, oft á tíðum einfaldlega annar.
Rannsókn Guðrúnar Hrefnu sýnir að þý-
skir útgefendur hafa gengið að því vísu að
verk Halldórs hefðu nógu víðtæka skírskot-
un til að vera gefín út í Vestur- og Austur-
Þýskalandi á þeim tíma þegar vestrið og
austrið voru hvergi ósættanlegri en einmitt
í þessum ríkjum tveim. Ekki er víst að þeir
hafi alltaf metið aðstæður rétt. Þótt bækur
Halldórs hafi fjölþætta skírskotun er við-
komandi menningarsamfélag — í þessu til-
viki klofið Þýskaland, bæði sögulega og
hugmyndalega — ekki ævinlega tilbúið að
veita sundurleitum blæbrigðum eins verks
viðtöku. Lítum á nokkur dæmi.
Árið 1951 birtist íslandsklukkan fyrst í
þýskri þýðingu. Á þessum tíma fer áhugi á
norrænum bókmenntum, sem og norrænni
menningu yfirleitt, minnkandi á þýsku mál-
svæði. Almennar hugleiðingar og varkámi
í túlkun einkenna vestur-þýsku ritdómana
um íslandsklukkuna, í einum þeirra er talað
almennum orðum um að sagan fjalli um
baráttuna gegn órétti, ómennsku og ofbeldi
á öllum tímum, alls staðar. í A-Þýskalandi
er skilningur bókmenntamanna á íslands-
klukkunni allt annar en í V-Þýskalandi.
Túlkun þeirra er hlutbundnari og trúrri
textanum, Jón Hreggviðsson er gjarnan
túlkaður sem samnefnari undirokaðra ís-
lendinga.
Um ekkert annað verk Halldórs hafa
þýskir ritdómarar verið eins ósammála og
Atómstöðina. Bókin kom út í þýskri þýðingu
1955, sama ár og skipting Þýskalands verð-
ur staðreynd, NATO og Varsjárbandalagið
orðin að veruleika. Austur-þýskir ritdómarar
greindu verkið nákvæmlega og áttu skiljan-
lega ekki erfitt með að túlka boðskap þess.
Vestur-þýsku ritdómararnir veigruðu sér
við að íjalla beint um efni verksins en drápu
umræðunni á dreif með því að meta hvort
sagan væri kommúnísk eða ekki. Einn bóka-
rýnirinn gekk svo langt að stimpla Atóm-
stöðina sem áróðursrit sem innihéldi veru-
lega hættu fyrir hinn vestræna heim.
1961 kom Brekkukotsannáll út í V-
Þýskalandi og ári síðar í A-Þýskalandi.
Hérna verða greinilegar breytingar í afstöðu
þýskra ritdómara á bókum Halldórs. V-
þýskir ritdómarar verða fegnir því að pólitik-
in er ekki eins nálæg og oft áður og eru
þess vegna ófeimnari við að túlka þetta
verk en mörg önnur. A-þýskir ritdómarar
eru hins vegar dálítið vonsviknir, halda því
samt fram að Halldór sé enn samfélags-
gagnrýninn þótt slíkt standi að vísu ekki í
forgrunninum. Með þessu verki hefur dreg-
ið úr andstæðum áherslum í ritdómum A-
og V-Þýskalands, örlögum aðalpersónanna
sem og frásagnarhætti verksins eru gerð
betri skil beggja vegna landamæranna en
oft áður.
Guðrún Hrefna fjallar í sérstökum kafla
um viðbrögð þýskra gagnrýnenda við því
þegar Halldór fékk nóbelsverðlaunin 1955.
Viðbrögðin austan og vestan megin eru