Morgunblaðið - 31.03.1990, Page 3

Morgunblaðið - 31.03.1990, Page 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARZ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARZ 1990 B 3 Tónskáld, stj ómandi og sellóleikari „Áleitinn draumur um lítið hús á æskuslóðunum," segir Hafliði Hallgrímsson tónlistarmaður sem nú er staddur hér á landi. þessari upptöku en einnig koma þar fram Phillipa Davies, Virgina Black og Pétur Jónasson. Hafliði segist ekki hafa tölu á tónsmíðum sínum en tekur þannig til orða að trúlega séu verkin sem hann viðurkenni 20-30 talsins. „Ég hef dregið til baka ansi mörg verk þannig að heildartalan er mun stærri. Það er ekkert óeðlilegt við Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Eg er löngu búinn að 'akveða hvað a£ þessu þreniru er mikilvægast, segirHafliði Hallgrímsson // Hafliði Hallgrímsson sellóleikari og tónskáld er staddur hér á landi í því skyni að stjórna Kammersveit Akureyrar á tón- leikum nú um helgina og að þeim loknum heldur Hafliði ásamt Pétri Jónassyni gítarleikara í tónleikaferð um Vestfirði. Hafliði hefur um árabil verið búsettur í Skotlandi og skipað sér þar í fremstu röð tónlistarmanna, en ávallt hefúr hugurinn leitað til heimahaganna eða einsog Hafliði segir sjálfur: „Mér finnst ég ein- ungis hafa verið á löngu ferða- lagi, alltaf á leiðinni heim.“ Allan sinn starfsferil í tón- listinni hefur Hafliði búið og starfað á Bretlandi, allt frá því hann hélt utan til fram- haldsnáms í sellóleik í London árið 1962. Ferill Hafliða sem einleikara hefur verið glæstur en hann segir að á seinni árum hafi hugurinn hneigst æ meira til tónsmíða og nú síðast hefur hann getið sér gott orð sem stjórnandi, bæði á sínum eigin verkum og annarra. Hann kemur einmitt hingað til lands í öllum þremur hlutverkum; sem einleikari á tónleikum með Pétri Jónassyni gítarleikara, sem stjórn- andi Kammersveitar Akureyrar á eigin verki, Fjöldi dagdrauma, ásamt því að stjórna hljómsveitinni í hinum þekkta gítarkonsert Rodr- igues, Cocerto Aranjues, og einnig verður á efnisskránni sinfónía eftir Haydn og rúmensku dansarnir eftir Bela Bartók. „Þetta verk, Fjöldi dagdrauma, eru sjö lítil verk samin og útsett fyrir Kammersveit Akur- eyrar,“ segir Hafliði. Hafliði kemur hingað beint frá því að stjórna skosku Meadows kammerhljómsveitinni þar sem leik- ið var verk hans Poemi er hann hlaut tónlistarverðlaun Norður- landaráðs fyrir árið 1986. Einnig stjórnaði Hafliði verkum eftir Haydn, Brahms og Sibelius á þess- um tónleikum. Umsagnir tónlistar- gagnrýnenda voru allar á einn veg, að hljómsveitarstjórn hans hefði verið örugg og verk hans Poemi með athyglisverðari tónverkum síðustu ára. Það er augljóst að Skotum finnst mikill fengur í Haf- liða í sínum röðum og meta hann mikils og nú síðast var hann skipað- ur í Listaráð Skotlands sem er mikill heiður þó Hafliði tali um það af lítillæti. „Það er vonandi að ég geti orðið þar til nokkurs gagns en ég mun sitja í ráðinu næstu þrjú árin.“ Þegar talið snýst að störfum Hafliða blasir við að þau eru þrískipt. Hann er tónskáld, hann er sellóleikari og hann er hlj ómsveitarstj óri. „Ég er löngu búinn að ákveða hvað er númer eitt af þessu þrennu og það eru tónsmíðarnar. Ég vinn að tónsmíðunum á morgnana og fram eftir degi þegar ég á frí og síðan æfi ég mig ef ég hef tæki- færi til. Mér gengur ágætlega að sameina þetta þrennt, því kosturinn við hljómsveitarstjórnina er sá að tónskrár er hægt að lesa alls stað- ar, í flugvélum, upp í rúmi, í rútum en það er ekki nokkur leið að semja eða æfa sig undir slíkum kringumstæðum. Undirbúningur- inn fyrir hljómsveitartónleika getur þannig farið fram hvar sem er og þarf ekki að taka svo mikinn tíma frá hinu. Reyndar hef ég dregið úr spilamennskunni síðustu árin og tónsmíðarnar og hljómsveitar- stjórnin orðið veigameiri." íslensk tónverkamiðstöð hefur einmitt nýverið gefið út geisladisk með einu af verkum Hafliða og einnig er nýkominn út geisladiskur á vegum Merlin hljómplötuútgáf- unnar í London á verkum Hafliða. Á fyrri disknum er að finna verð- launaverk Hafliða sem áður var nefnt og einleikari á fiðlu er þar Sigrún Eðvaldsdóttir. Á seinni disknum eru verkin Jakobsstiginn fyrir einleiksgítar, Tristía sem Hafliði segir að sé eins konar súrre- alísk skissubók fyrir gítar og selló, Strönd sem er verk fyrir sembal og flautu, eitt verk fyrir selló og einnig er þar að finna Fjölda dag- drauma, sex lítil verk fyrir unga tónlistarmenn, „ og hentar því vel fyrir tónlistarfólkið unga á Akur- eyri“, segir Hafliði. „Svona plötuút- gáfa er auðvitað mjög kostnaðar- söm og útgáfan var styrkt af Akureyrarbæ og Menningarsjóði SIS, en meginhluti kostnaðar var greiddur af skoska listaráðinu sem brást mjög vel við málaleitan okkar því útgáfan reyndist dýrari þegar farið var af stað en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi." Flytjend- ur á þessum diski eru m.a. Skoska kammersveitin sem Hafliði var meðlimur í árin 1977-1983. Hafliði stjórnar sjálfur hljómsveitinni á það að draga verk til baka sem maður er ekki ánægður með. Ég veit kannski ekki fyrr en eftir nokkurn tíma hvort ég hef hitt í mark eða ekki og það þarf enginn á slæmum tónverkum að halda.“ Þegar ég spyr hvort þetta sé ekki merki um fullkomnunaráráttu segir Hafliði stutt og laggott að í þessu tilliti sé tónskáldinu líkt farið og trésmiðnum sem veit hvenær hús- gagn hefur heppnast og hvenær ekki. „Það tekur langan tíma að öðlast nægilega tæknilega leikni. Stór tónverk þekkir maður ekki nægilega vel í öllum smáatriðum, en þau heyrast flutt. Áður en þau eru leikin þekkir maður þau kannski á svipaðan hátt og blindur maður íbúðina sína.“ — Áttu þér uppháhaldshljóðfæri að semja fyrir eða fellur þér betur að semja fyrir einhveija ákveðna hljóðfæraskipan? „Nei, en það þarf að vera fyrir hendi viss ástríða og sé þessi ástríða fyrir hendi nálgast ég verk- efnið af tvöföldum áhuga og fer jafnvel að dreyma um að láta hljóð- færið gera eitthvað sem það hefur aldrei gert áður. Það kemur reynd- ar afar sjaldan fyrir að manni takist það.“ Þrátt fyrir nær þriggja áratuga búsetu erlendis hefur Hafliði alltaf haldið góðum tengslum við heima- landið og segist gjarnan vilja að þau væru meiri. „En nú er biðröðin sífellt að lengjast því það er sem betur fer komið svo mikið af góðu tónlistarfólki og allir vilja komast að og þess vegna kem ég kannski ekki eins oft og ég vildi. Það eru takmörk fyrir því hvað þessar stofn- anir hér heima sem veita okkur aðhald geta tekið oft við manni. Allt sem ég geri miðast þó við að vera innlegg í íslenskt tónlistarlíf. ^m Ég er íslenskur tónlistarmaður hvar sem ég fer og hugsa mér alltaf að koma hingað á endanum með allt mitt hafurtask og öll mín tónverk svo þau liggi á lausu fyrir þá sem fyrir þeim hafa áhuga. Það skiptir reyndar ekki öllu máli hvar maður er svo lengi sem maður gerir hlutina vel.“ Og ekki verður annað sagt en Hafliði hafi farið víða, hann hefur leikið á hljóðfæri sitt, sellóið, í löndum allra heimsálfa. Handtök hans við hljóðfærið eru enda þannig að augljóst er að sterk tengsl eru þar á milli. „Ég er búinn að eiga þetta hljóðfæri síðan 1969 og lagði mikið á mig til þess að eignast það. Mér hefur talist til að við höfum ferðast saman til 45 landa á þessum árum.“ Hann vill ekki fjölyi-ða um verðgildi þess en segir þó að sífellt erfiðara verði fyrir tón- listarfólk að eignast góð og vönduð hljóðfæri vegna ásóknar ríkra safn- ara í þau. Hann segist gjarna vilja sjá hljóðfærið sitt enda á íslandi í eigu einhverrar stofnunar enda séu íslendingar vel að slíku hljóðfæri komnir. Hann segist geta hugsað sér að hljóðfærið væri þá lánað einhverjum óvenju efnilegum selló- leikara meðan hann væri að koma undir sig fótunum á tónlistarferlin- um. „Það hefur komið fyrir að ég hef haldið að ég væri búinn að tapa því og þá heíur mér orðið ansi órótt,“ segir hann og þegar við fylgdumst að út að loknu viðtalinu var ljóst hvað hann átti við, því hljóðfærið skildi hann ekki við sig. Hann segir þó að síðustu árin geri hann sífellt minna af því að koma fiam sem einleikari. „Áætlun mín í upphafi var sú að vinna fyrir mér með hljóðfæraleik til þess að geta sinnt tónsmíðum. Nú er ég að vona að hljómsveitarstjórnin geti smám saman tekið við af sellóinu sem matvinnungur en því er ekki að leyna að ég hef afskaplega mikla ánægju af hvorutveggja." Mannlegi þátturinn virðist eiga sterk ítök í Hafliða og mál hans allt ber því vitni. Ég spurði hann að lokum hvort ekki væri ánægju- legt að koma á æskuslóðirnar á Akureyri að nýju. „Ég er búinn að spila oft á Akureyri í gegnum árin en þetta er í fyrsta sinni sem ég kem þangað sem stjórnandi. Ég dvaldi síðastliðið sumar í Davíðs- húsi ásamt fjölskyldu minni og leið afskaplega vel. Það er gamall draumur sem sífellt verður áleitnari að eignast lítið hús á þessum slóð- um. Ég hef fylgst vel með þróun Tónlistarskólans á Akureyri og það eru óendanlegir möguleikar þar þegar kominn er svona góður tón- listarskóli og nú síðast kammer- sveit. Ég er mjög spenntur að vinna með krökkunum því sum af þessum stykkjum eru byggð á gömlum minningum frá æsku minni á Akur- eyri, björtum sumarkvöldum og uppátektum á öskudaginn." Tónleikar Kammersveitarinnar verða á morgun, sunnudag, klukkan 17 en reyndar eru Akureyringar þegar búnir að fá forsmekkinn að þeim tónlistarkræsingum sem í boði eru því síðastliðinn laugardag héldu þeir Pétur Jónasson tónleika en efniskrána þar munu þeir Hafliði og Pétur flytja á tónleikaferð sinni um Vestfirði sem hefst í næstu viku. Viðtal: Hávar Sigurjónsson Tímamót og nýir áfangar Fagnað með Stefáni Herði Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Islensku bókinenntaverðlaun- iu liefðu varla getað byrjað betur en lenda hjá Stefáni Herði Grímssyni fyrir Yfir heiðan morgun (1989). Yfir heiðan morgun er enn til vitnis , um nýja en ekki breytta tíma á ferli skáldsins. Við getum sagt með nokkurri ein- földun (eins og stundum er raunin í fræðum) að þessir tímar hefjist með Farvegum (1981) og þeir nái hámarki í Tengslum (1987). Yfir heiðan morguh er svo verðugt fram- hald og enn ávinningur. Hliðin á sléttunni (1970) má ekki heldur gleymast í þessu samhengi. Kynslóð Stefáns Harðar, svo- nefnd atómskáld, hefur löngum mætt andstöðu, en er nú viður- kennd. Vegur Stefáns Harðar hefur verið einna mestur. Mörg ár eru liðin síðan við Stefán Hörður hittumst fyrst og ræddum um ljóðlist og líka heimspeki sem er ekki óþekkt í skáldskap hans. Á þeim tímamótum sem sjötugsaf- mæli skálds hlýtur að vera er enn ánægjulegra að geta fagnað áföng- um í skáldskap. Það getum við nú sem fyrr með Stefáni Kerði Grímssyni. Myndir, litir, hljómur, dul. Hvað af þessu er mest einkennandi fyrir skáldskap Stefáns Harðar? Erfitt er að gera upp á milli. í Svartálfadansi (1951) er lítið ljóð, Á kvöldin: A kvöldin þegar sólinni blæðir á eggjar fjallanna og dimmgrænn skugginn leggst til hvíldar við fætur bergsins og víkin bláa .verður að rauðu víni kemur lítil stúlka út og segir: hver vill eiga mig? Hver hrífst ekki af þess- ari látlausu mynd. Ekki ætti að reynast torvelt að skijja hvað skáldið á við. I Yfir heiðan morgun er að finna ljóðið Þau sem vefst ekki fyrir þeim sem vel les, en opinberast líklega ekki strax. En það er um margt dæmigert fyrir bókina, yrkisefni hennar sem mörg eru um ástina: Það var heiðan morgun. Það var fyrir mörgum árum. Þau gengu tvö eftir gangstétt- inni og héldust í hendur móti rísandi sól. Á móti rísandi sól og þótti sinn veg hvoru. Nú ganga þau sinn veginn hvort og haldast í hendur. Stefán Hörður Grímsson Haldast í hendur yfir, heiðan morgun. Grimmd mannsins og græðgi eru líka yrkisefni í Yfir heiðan morgun og fleiri bókum Stefáns Iiarðar, ekki síst Tengslum þar sem lögð er mikil áhersla á vernd nátt- úru og mannlegra tilfinninga. Stefán Hörður hefur alltaf verið gagnrýninn og jafnvel óvæginn þegar það á við. Hinum ljóðræna tóni hafa stundum fylgt aðrir tón- ar. Þetta geta lesendur kynnt sér með lestri verka hans, til dæmis Eindaga í Hliðin á sléttunni og Verðmiða í Yfir heiðan morgun. Farvegir er ekki stór bók, en efnisrík. Hún boðar margt af því sem síðar átti eftir að koma frá Stefáni Herði. Þar er greint frá því fjalli sem við sofum ekki lengi vært á, ort um langar heiðríkjur og hana sem þekkir ein litinn á vatni. Stefán Hörður kallar ljóðin í Farvegum og Tengslum samtengd ljóð, enda er það veigamikill þáttur ljóðlistar hans að birta hugsanir sínar í ýmsum tilbrigðum þótt hann verði ekki kallaður einnar bókar skáld fyrir bragðið. Eins og í öllum góðum skáldskap er samhengi áber- andi í verkum hans, jafnvel Glugg- inn snýr í norður (1946) stendur ekki alveg einn sér. Stefán Hörður Grímsson er staddur í miðri sköpun og ekkert að hugsa um að setja lokapunkt. Ljóð hans vaxa sífellt og dýpka. Hann er ungum skáldum gott for- dæmi, ekki síst fyrir þær ströngu kröfur sem hann hefur jafnan gert til sín fyrir hönd ljóðlistarinnar. Morgunblaðið/Bjarni Jónas Sen píanóleikari PÍANÓTÓNLEIKAR: Jónas Sen leikur í Bústaðakirkju Jónas Sen píanóleikari leik- ur á þriðju tónleikum á vegum EPTA, Evrópusam- bands píanókennara, í Bú- staðakirkju mánudaginn 2. apríl kl. 20.30. Á efii- isskránni eru verk eftir Skrjabíns, Brahms og Liszt. 3Tónas Sen lauk einleíkaraprófi | frá Tónlistarskólanum í _ eykjavík árið 1980, þar sem Árni Kristjánsson- ar aðalkennari hans. Á skólaárum sínum hér kom Jónas oft fram opinberlega, meðal annars sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands og einnig með hljómsveitum í Bandaríkjunum. Jónas fór til Parísar til framhaldsnáms, þar sem hann stundaði nám hjá Monique Deschaussées í þrjú ár. Á hennar vegum kom hann oft fram á tónleikum, þar á meðal á Spáni. Fyrir tæpum tveimur árum hélt Jónas tónleika hér í Reykjavík sem vöktu mikla at- bygli- Á tónleikunum á mánudags- kvöld ætlar Jónas að leika tvær rapsódíur eftir Brahms, þriðju sónötu Skijabíns, Vallée d’Ober- man, Paysage og Dante-sónöt- una eftir Liszt. Tónleikarnir verða síðan endurteknir í Kirkju- hvoli í Garðabæ 9. apríl á sama tíma, en þar hefur nýlega veri keyptur nýr konsertflygill af gerðinni Fazioli. Halldór Haraldsson 31. MARZ-6. APRIL Frönskkrik- myndaveiskí Regnboganum Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Regnboganum í dag, laugardaginn 31. mars, og stendur til 6. apríl. Sýndar verða átta myndir sem allar eru gerðar á síðustu tveimur árum. Von er á tveimur leikstjórum í heimsókn í tilefni hát- iðarinnar, þeim Alain Jessua og Jean-Pierre Rawson, og leikkonunni Annie Girardot. Alain Jessua verður viðstaddur sýningu myndar sinnar I mesta sakleysi á morgun og Jean- Pierre Rawson sýningu sinnar myndar, Ástar- gamanleikur, ásamt Annie Girardot, sem leik- ur aðalkvenhlutverk myndarinnar. Allar myndirnar eru með enskum texta. iranska kvikmyndahátíðin hefst með sýningu myndarinnar Kvennamál (Une affaire de .femmes; 1988) í leikstjórn Claude Chabrol. Myndin gerist í heimsstyij- öld inni síðari og fjallar um Marie, leikna af Isabelle Hubert, sem hjálp ar nágrannakonu sinni að losa sig við óvelkomna þungun í upphafi stríðsins. Hún heldur þessari „hjálpsemi" áfram við aðrar konur, en það á eftir að verða henni að falli. Frakkland Vichy- stjómarinnar metur gildi fjöl- skyldunnar mikils og því er hún dæmd til dauða í júní 1943 þeg- ar upp um hana kemst. 31. júlí Isabelle Huppert féll á hana fallöxin, og var hún ein af þeim síðustu sem teknir voru af lífi í Frakklandi. Mynd Alain Jessua, / mesta sakleysi (En toute innocence), segir frá iðjuhöldinum Paul Duschene sem Nathalie Baye og Michel Serrault í „/ mesta sakleysi". lifir rólegu miðstéttarlífi með syni sínum Thomas og tengda- dótturinni Catherine. Gildi Ijöl- skyldunnar er honum mikilvægt og því verður það honum mikið áfall þegar hann kemst að því að tengdadóttirin á elskhuga. Hann lendir í glysi og lamast og þaðan í frá á hann í leynilegri baráttu við Catherine. í aðal- hlutverkum eru Michel Serrault, Nathalie Baye og Suzanne Flon. Alain Jessua Leiðarlýsing dekurbarns (Itinéraire d’un enfant gáaté) í leikstjórn Claude Lelouch verður einnig sýnd í dag. Þar er Jean- Paul Belmondo í aðalhlutverki tilfinningaríks 50 ára gamals manns, sem er forvitinn, opinn fyrir tækifærum og tilbúinn í hvaða ævintýri sem er. Dag einn fær hann fáránlega hugmynd, paul Belmondo sem hann verður að framkvæma. Sögusvið Maniku (Manika, une vie plus tard) er lítið strandþorp við Indlandshaf fyrir 20 árum. Tíu ára stúlka, Manika, sér undarlegar sýnir sem fátæk- ir foreldrar hennar hafa miklar áhyggjur af. Þau skilja ekki hvernig hún getur talað við þau um líf hinna ríku, líkt og hún hafi sjálf kynnst því. Þau ákveða því að halda orðum hennar leyndum. Leik- stjóri er Francois Villier og aðalhlutverk leika Julian Sands, Ayesha Dharker og Jean-Philippe Ecoffey. Skírn (Baptöeme) leikstjórans René Féret er saga ástar Aline og Pierre. Þau hittast fyrst árið 1935 þegar Aline er ung og falleg og dreymir um að hitta mann sem svarar til þarfa hennar og hugmynda um hamingjuna. Hún verður ást- fangin af Pierre, þau giftast og hann gerii' allt til að gleðja Al- ine. Þau missa fyrsta barnið sitt, en eignast síðan tvo stráka. Þeir komast á legg og allt virð- ist ganga þeim í haginn. En þá grípa örlögin inn í. Aðalhlutverk: Valérie Stroh og Jean-Yves Berteloot. René Feret Jean-Pierre Rawson og Annie Girardot verða við- stödd sýningu á Ástargamanleik (Comédie d’amo- uij á miðvikudaginn. Myndin fjallar um undarleg tengsl Léautauds við Marie Dormy, sem hefjast árið 1933 og haldast allt til dauða hans. Og einnig um samband hans við aðra konu, Anne Cayssac, sem hann kallaði „Pláguna". Sérherbergi (Chambre á part) leikstjórans Jacky Cukier segir frá hjónabandi Martin og Gert sem gekk áfallalaust fyrir sig; engin vandræði, engin ást. Hann var franskur, hún ensk. Þau bjuggu í London og lifðu einföldu og hversdagslegu lífi, allt fram til gamlárskvöldsins þegar hjónin Francis og Marie komu inn í líf þeirra. Martin varð yfir sig ástfangin af Marie og þau urðu fljótlega elskendur. Eftir því sem samband þeirra þróaðist urðu Gert og Francis nákomnari. Martin og Gert áttu í djúpstæðu sambandi við Francis og Marie og til þess að fram- lengja þetta „náðarástand" ákváðu þau fyrrnefndu að hitt parið skylda flytja inn á þau . . . Aðalhlutverk Lio, Michel Blanc, Jacques Dutronc og Frances Barb- er. Loks verður myndin Ungdómsvilla (Erreur de jeunesse) í leikstjórn Radovan Tadic sýnd á kvik- myndahátíðinni. Leikarar í henni eru Francis Frapp- at, Muni, Géraldine Danon, Patrick Bauchau og Isa- belle Weingarten. Þessi mynd er nú sýnd við miklar vinsældir í París. Samantekt: M E O BÓKMENNTADAGSKRÁ í LISTASAFNISIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Ekki spurt hvort verk Jónasar Hallgrímssonar lifa LISTASAFN Sigurjóns heftir í vetur staðið fyrir bókmennta- dagskrám fyrsta sunnudag hvers mánaðar og hefúr hver dagskrá verið tileinkuð ákveðnu þema eða ákveðnuin listamanni. Síðasta bókmennta- dagskrá vetrarins verður í Listasafiiinu á morgun, sunnu- dag kl. 15, og verður hún helg- uð Jónasi Hallgrimssyni skáldi. Veg og vanda að undirbúningi dagskrárinnar hafa haft, þeir Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson. Við ákváðum, frekar en vera með fyrirlestra sjálfir, að fá valinkunna menn og konur til að velja uppá- haldskvæðin sín eftir Jónas og sýna okkur þannig fram á snilld hans,“ sögðu þeir Guðmundui' Andri og Páll í samtali við Menn- ingarblaðið. „En ekki segja okkur hversu stórkostlegt skáld hann er, það er búið að gera það svo oft. Ætlunin er að það spretti síðan upp vangaveltur um Jónas út frá kvæðunum, sem geti gefið allgóða mynd af honum.“ Þeir sem fengnir hafa verið til að velja kvæði eftir Jónas eru Bergljót Kristjánsdóttir kennari og bókmenntafræðingur, Kristján Árnason skáld og bókmennta- fræðingur, Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Rætt við Pál Valsson og Guð- mund Andra Thorsson — Hversvegna þetta fólk? „Þau hafa öll fengist við Jónas á einhvern hátt, hafa öll lesið mikið af honum og geta velt hon- um fyrir sér frá ólíkum sjónar- hornum. Jónas varð fyrir miklum áhrifum af bókmenntum 19. ald- arinnar og Kristján Árnason er sérfræðingur í 19. öldinni, einn menntaðasti íslendingurinn í klassísum skáldskap og fagur- fræði þessa tímabils. Hann er þess vegna fær um að bregða ljósi á Jónas sem aðrir geta ekki. Silja aftur á móti var beðin um að fjalla um ljóð Jónasar út frá nútímaljóðlist. Hún hefur skrifað mikið um bókmenntir, þar á meðal töluvert um nútímaljóðlist, auk þess sem hún var lengi rit- stjóri bókmenntatímarits og hefur sem slík séð meira magn af íslensk- um nútímaljóðum en margir aðrir. Við vissum síðan að Bergljót Kristjánsdóttir hefur verið hand- gengin Jónasi frá barnæsku, en hún hefur einnig skrifað um Jónas út frá öðrum sjónarmiðum en aðrir hafa gert. Við vildum einnig hafa eitt skáld í hópnum og þá lá beinast við að tala við Þórarin Eldjárn. Hann heldur mikið upp á Jónas og í ljóðum hans og sögum er krökt af vísunum í hann.“ — Nú hefur mikið verið ritað og rætt um Jónas Hallgrímsson um dagana og á síðasta ári kom út heildarútgáfa á verkum hans. Er endalaust hægt að tala um hann? „Já, það má endalaust velta honum fyrir Páll Valsson og Guðmundui' Andri Thorsson, bókinenntafræðingar. ser. Því eins og Halldór Laxness skrifaði þá er hann besta skáld sem ísiand hefur alið; í ljóðum hans kristallast íslensk vitund. Það er þess vegna ekki spurt að því hvort hann lifi sem skáld, heldur af hverju. Og þess vegna höfum við fengið þetta fólk til að skoða kvæð- in hans og draga ályktanir út ft'á þeim,“ sögðu Guðmundur Andri Thorsson og Páll Valsson. MEO Jónas Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.