Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1990 7 Vetrarharðindi í Húnaþingi: Fuglar leita til byggða Blönduósi. I HINNI villtu náttúru eru vetr- arharðindin farin að segja til sín. Eftir tveggja mánaða harðindi, jaftivel þau mestu að elstu manna minni, og jarðbönn hafa fuglar óbyggðanna leitað niður til mannabyggða. Síðustu daga hef- ur hópur rjúpna leitað lífsviður- væris í görðum Blönduósinga og nærst á víði- og birkibrumi. er að efa að allar skepnur hvar sem þær greinast í dýraríkinu bíða vors- ins með með mikilli eftirvæntingu. Jón Sig Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Smáfluglarnir eru í hópum á Blönduósi. Mönnum ber einnig saman um að óvenjumikið sé um snjótittlinga í vetur. Þegar þessir fuglar leita til byggða í vetrarhörkunum fylgja á eftir bæði fálki og smyrill og hefur verið töluvert um þá fugla á Blöndu- ósi seinni hluta vetrar. Það er þó ekki eingöngu fálki og smyrill sem leita sér villibráðar í húsagörðum Blönduósinga þessa síðustu daga, því menn hafa séð slóðir eftir minka í kringum hús sín. Það er ljóst að lífsbaráttan er í harðara lagi í ríki náttúrunnar á þessum vetri og ekki Vopnaíjorður: Grindvík- ingar kaupa loðnuverk- smiðjuna ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna hlutafélag í meirihlutaeigu manna í Grindavík um rekstur loðnuverksmiðju Tanga hf. á Vopnafirði. Samningur um þetta hefiir verið undirritaður. Nýja hlutafélagið yfirtekur loðnuverksmiðjuna 1. júní næst- komandi. Tangi hf. á 26% í félaginu og Pétur Antonsson, framkvæmda- stjóri loðnuverksmiðjunnar Fiski- mjöls og lýsis í Grindavík, á 74% ásamt fleiri aðilum. Friðrik Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Tanga hf., sagði að fyrirtækið hefði átt í erfiðleikum með rekstur loðnuverksmiðjunnar, m.a. vegna þess að hún hefði aldrei verið fullgerð. Nú væri ætlunin að laga þá flöskuhálsa sem valdið hefðu erfiðleikum. Þá kæmu nýju eigendurnir með þekkingu inn í fyrirtækið og hráefni því þeir ættu loðnubáta. IBM geislaprentari! Skyndilega kemur ekkert annað til greina Hafir þú einhvern tíma velt fyrir þér að kaupa geislaprentara, eða ef þú átt þegar geislaprentara sem aldrei hefur uppfyllt kröfur þínar eða sem uppfyllir þær ekki lengur þá eru hér upplýsingar sem geta komið þér að verulegu gagni. Frá IBM er nú kominn nýr geislaprentari í tveimur útgáfum, IBM LaserPrinter og IBM LaserPrinter E, sem skarar langt fram úr öllum þeim geislaprenturum sem fyrir eru á markaðnum. Hvað er það sew gerir þessa prenlara svo sórslaka? Það eru meöal annars aukin leturgæði; fleiri leturgeröir en nokkur einn notandi getur hugsanlega haft þörf fyrir; prenthraði, sem er allt að 10 siðum á mínútu; og svo má nefna aukabúnað eins og viðbótarbakka fyrir 500 síöur og annan til fyrir 75 umslög, þannig að hafa má bréfsefni með haus í einum bakka, auðar siður í öðrum og umslög í hinum þriðja og láta síðan prentarann raða öllu upp eftir kúnstarinnar reglum. Þetta getur enginn annar. En það er flelra: Minni prentarans er 512 K og stækkanlegt í 1 Mb, 2 Mb og 3,5 Mb fyrir enn fleiri leturgerðir, heilsíðugrafík og PostScript fyrir þá sem fást við útgáfustarfsemi i stórum eða smáum stíl. Prentarinn gengur við IBM PS/2 og flestar IBM samhæfðar tölvur (og jafnvel sumar ósamhæfðar), IBM AS/400 og svo við hinar nýju IBM RISC System/6000. Og enn tteíra: Þessi prentari er nýsmíði frá grunni, og með útsjónasemi hefur tekist að fækka hreyfanlegum hlutum um hvorki meira né minna en 60% svo það leiðir af sjálfu sér að bilanatíðni er minni og minni tími fer til spillis. Svo er prentarinn sjálfur minni þannig að minna pláss fer til spillis. Og biddu * lð: Þegar hönnun þessara prentara hófst var sú ákvörðun tekin snemma að hafa engin takmörk á stækkunarmöguleikum. Þannig getur þú byrjað með minni og ódýrari gerðina, IBM LaserPrinter E, og bætt síðan við eftir þörfum þar til öllum kostum hins dýrari og öflugri IBM LaserPrinter er náð: engin þörf á að festa fé í of viðamiklum búnaði og heldur engin þörf á að takmarka sig við þann prentara sem fyrst er valinn. Að lokuni: VERDID. Hafi þér fundist geislaprentarar of dýr lausn fyrir þig, þá er ekki víst að þér muni þykja það lengur þegar þú hefur kynnt þér verð og kosti LaserPrinter prentaranna frá IBM. Hafðu samband við næsta söluaðila IBM. Fyrstu verðlaun og ritstjórnarverðlaun tímaritsins PC Magazine fyrir tæknilega yfirburði. Sjálfetæðisflokkurimi: Fundur um breytingam- ar í A-Evrópu Utanríkismálanefiidir Sjálf- stæðisflokksins og Sambands ungra sjálfstæðismanna gangast fyrir fundi undir yfirskriftinni „Ný Evrópa - breytt Evrópa“ á Holiday Inn kl. 16.30 á morgun, miðvikudag. Fundarefnið verður breytingarn- ar í Austur-Evrópu og áhrif þeirra á öryggismál, stjórnmál og efna- hagsmál í ríkjum Evrópu með sér- stöku tilliti til íslands. Málsheíjendur verða Björn Bjamason aðstoðarritstjóri, Ólafur ísleifsson hagfræðingur, Ragnhild- ur Helgadóttir alþingismaður, Guð- mundur H. Garðarsson alþingis- maður og Arnór Hannibalsson próf- essor. Matthías Á. Mathiesen, fyrr- verandi utanríkisráðherra, setur fundinn. Fundarstjóri verður Hreinn Loftsson, formaður utanrík- ismálanefndar Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn er öllum opinn. iin winftniiitm unnmniu iinnniiunnjiimn'inMupii1 • -! 1 4.% ;• r i ARGUS.Sií
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.