Morgunblaðið - 18.04.1990, Page 4
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Guðni Bergsson hefur leikið með Tottenham síðustu
fimm leiki og liðið hefur ekki tapað stigi.
„Markið kemur
fyrir aldamót“
- sagði Guðni Bergsson, sem var í sigurliði
Tottenham fimmta leikinn í röð
TOTTENHAM hélt áfram á sigurbraut
um páskahelgina, lagði Coventry að
velli á laugardag og fór með sigur af
hólmi gegn fallliði Millwall á mánudag.
„Það hefur gengið vel hjá okkur að
undanfömu," sagði Guðni Bergsson.
„En þetta er eins og í fyrra — við tök-
um okkur saman í andlitinu, þegar of
seint er að vinna titil, en stefnan er á
þriðja sætið, sem gæti þýtt farseðil í
Evrópukeppni."
Spurs hefur gengið upp og ofan í vetur,
en fyrir skömmu gerði Terry Venables
breytingar á liðinu; Guðni kom aftur inn,
en írski landsliðsmaðurinn Chris Houghton
var settur út í kuldann, og Paul Walsh varð
að víkja fyrir Paul Stewart. Síðan hefur lið-
ið leikið fímm leiki, ekki tapað stigi og er
í fjórða sæti.
„Það er allt annað og betra að sjá til liðs-
ins nú en fyrr í vetur,“ sagði Guðni. „Hins
vegar höfum við oft fallið í þá gryfju að
vera ánægðir og bjartsýnir eftir gott gengi,
slakað á og allt farið í baklás á ný. En það
er ailtaf gaman þegar vel gengur og maður
reynir að halda sínu. Fyrst er að reyna að
festa sig í sessi í vörninni og vonandi gefst
síðar tækifæri til að taka þátt í sókninni.
Ég hef ekki beinlínis verið á skotskónum
undanfarin ár, en markið kemur fyrir alda-
mót!“
Þorvaldur ekki með
Liverpool mátti sætta sig við að fá aðeins
eitt stig á heimavelli gegn Nottingham For-
est á laugardag eftir að hafa náð tveggja
marka foiystu.
Forest hafði tapað sex af síðustu sjö leikj-
um, en jafnteflið gaf liðinu byr undir báða
vængi og sigur gegn Luton fylgdi í kjölfar-
ið. Þorvaldur Örlygsson lék ekki með frekar
en í síðustu leikjum.
Aston Villa fylgir Liverpool eftir sem
skugginn, sigraði Chelsea á laugardag, en
gaf eftir í Manchester í gærkvöldi og tap-
aði 2:0 fyrir Manchester United.
Arsenal missti af lestinni í London á laug-
ardag, gerði jafntefli við Crystal Palace, en
getur bætt stöðuna í kvöld, þegar Liverpool
kemur í heimsókn.
KNATTSPYRNA / SPANN
„Reynum að endur-
taka þetta að ári“
- sagði John Toshack eftir að fimmti meistara-
titill Real Madrid á fimm árum var í höfn
Real Madrid gerði markalaust
jafntefli við Real Valladolid á
sunnudag og tryggði sér þar með
spænska meistaratitilinn fimmta
árið í röð, en fjórar umferðir eru
eftir.
Þetta var 25. meistaratitill Real
Madrid. „Að sigra í keppninni skipt-
ir öllu,“ sagði Ramon Mendoza,
forseti félagsins. „Það þýðir að við
erum bestir. Evrópubikarinn kemur
næst á eftir og ég segi þetta ekki
vegna þess að við misstum af hon-
um. Stefnan er hins veg^r áfram á
Evrópubikarinn."
John Toshack, sem tók við liðinu
fyrir tímabilið, sagði að sigurinn
hefði legið lengi í loftinu og því
ekki komið á óvart. „Við höfum
lagt mikið á okkur og reynum að
endurtaka þetta að ári. Ég er þegar
farinn að hugsa um undirbúninginn
fyrir næsta tímabil og ég vona að
það verði eins gott og þetta. Draum-
urinn var að sigra í Evrópukeppn-
inni, en með þessum sigri eigum
við enn möguleika næsta ár.“
Real Madrid hefur tvisvar áður
orðið Spánarmeistari fimm ár í röð;
1960-1965 og 1975-1980. Liðiðein-
okaði Evrópumeistaratitilinn fýrstu
fimm árin, en hefur ekki lyft þeim
„stóra" síðan 1966. Toshack gerði
tveggja ára samning við félagið.
Liðið tapaði fyrir AC Mílanó í 2.
umferð Evrópukeppni meistaraliða
John Toshack
og náði ekki að verja spænska bik-
arinn — lá fyrir Barcelona í úrslit-
um. „Ég hef ekki gleymt þessu, en
við höfum allir lært af því,“ sagði
Toshack, sem gerði garðinn frægan
með Liverpool fyrir rúmum áratug
og stjórnaði Real Sociedad tii
glæstra sigra áður en hann tók við
stjórninni hjá meisturunum.
HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ
Drotl sænskur meistari
Drott varð í gærkvöldi sænsk-
ur meistari í handknattleik í
sjöunda sinn síðan 1968. Liðið
sigraði Þorberg Aðalsteinsson og
félaga hjá Saab með 23 mörkum
gegn 16 og vann þar með þrjá
leiki í röð, en Saab vann fyrsta
leikinn.
Þorbergur sagði að fyrri hálf-
leikur hefði verið jafn en í síðari
hálfleik var aldrei spuming um
sigur Drott. Staðan í leikhléi var
9:7 fyrir Drott, sem skoraði síðan
þijú fyrstu mörkin í síðari hálfleik.
Þorbergur, sem lék sinn síðasta
leik með Saab, gerði tvö mörk og
sagðist hafa spilað meiddur og
fengið sprautur fyrir leikinn og
ekki náð sér vel á strik. „Við vor-
um vængbrotnir í þessum leik þar
sem lykilmenn voru meiddir og
munar mestu að Pólveijinn
Dziuba gat ekki leikið. Ég er
svekktur að hafa tapað þessu en
að sama skapi er ég ánægður
með árangurinn á mínu síðasta
keppnistímabili. Við urðum bikar-
meistarar og náðum að komast
alla leið í úrslit í deildinni og það
er meira en flestir bjuggust við.“
ípRfam
FOLX
■ ÁSGEIR Sigurvinsson lék ekki
með Stuttgart er liðið gerði marka-
laust jafntefli við St. Pauli á
fimmtudag vegna meiðsla í öxl.
Eyjólfiir Sverrisson sem gengur
undir nafninu „Jolly“ á meðal
áhangenda félagsins var á vara-
mannabekknum í Hamborg.
■ ARNÓR Guðjohnsen lék með
Anderlecht sem bakvörður er liðið
vann Ekeren í belgísku knattspyrn-
unni, 2:0, á laugardaginn. And-
erlecht leikur gegn Steaua Búkar-
est í Evrópukeppninni í kvöld, en
Anderlecht vann fyrri leikinn í
Belgíu, 1:0.
■ GUNNAR Gunnarsson hætti í
gærkvöldi sem aðstoðarþjálfari
Luka Kostics hjá 1. deildar liði
Þórs í knattspymu vegna sam-
starfsörðugleika þjálfaranna.
Gunnar verður sennilega áfram
þjálfari 2. flokks.
■ GUÐMUNDUR Torfason var
kjörinn maður leiksins er St Mirren
sigraði Dundee 2:1 á útivelli í
skosku úrvalsdeildinni um helgina.
■ WAYNE Gretzky leikur ekki
með landsliði Kanada í heimsmeist-
arakeppninni í íshokkí, sem hófst í
Sviss á mánudag. Gretzky og sam-
heijar í Los Angeles Kings gerðu
sér lítið fyrir og slógu meistara
Calgary Flames út úr úrslita-
keppninni um Stanley bikarinn og
leika gegn Edmonton Oilers, liðinu
sem Gretzky lék áður með, í úrslit-
um Smythe deildarinnar.
ÚRSLIT
ENGLAND
1. deild (þriðjudagur):
Charlton — Wimbledon...............1:2
(Young 70. sjálfsm. - Wise 3., Fashanu 9.)
Manchester United — Aston Villa....2:0
(Robins 24., 45.)
1. deild (mánudagur):
Chelsea — Crystal Palace...........3:0
(Dixon 22., K. Wilson 60. og Stuart 73.)
Coventry — Queens Park Rangers.....1:1
(Smith 9.) - (Maddix 45.)
Everton — Derby....................2:1
(Atteveld 51. og Sheedy 69.) - (Wright 61.)
Millwall — Tottenham..............0:1
- (Lineker 49.)
Norwich — Manchester City..........0:1
- (Heath 4.)
Nottingham Forest — Luton..........3:0
(Carr 59., Parker 68. og Clough 83.)
1. deild (Iaugardagur):
Aston Villa — Chelsea..............1:0
Crystal Palace — Arsenal...........1:1
Derby — Millwall...................2:0
Liverpool — Nottingham Forest......2:2
Luton — Everton....................2:1
ManchesterCity — Sheff. Wednesday..2:1
QPR — Manchester U nited...........1:2
Southampton — Charlton.............3:2
Tottenham — Coventry...............3:2
Wimbledon — Norwich...
Staðan i 1. deild:
......1:1
Liverpool ...33 19 9 5 64:33 66
AstonVilla ...35 20 5 10 50:30 65
Everton ...35 17 7 11 53:40 58
Tottenham ...35 17 6 12 55:44 57
Arsenal ...33 16 6 11 47:32 54
Chelsea ...35 14 12 9 52:44 54
Southampton ...34 13 10 11 64:59 49
Nott. Forest ...35 13 9 13 48:45 48
Norwich ...35 12 12 11 37:37 48
Coventry ...35 14 6 15 38:50 48
Wimbledon ...33 11 14 8 43:37 47
Q.P.R ..35 12 11 12 41:39 47
Man. United ...34 12 8 14 44:41 44
Man. City ...35 11 11 13 40:49 44
Derby ...34 12 7 15 40:34 43
Crystal Palace ... ...34 11 8 15 37:63 41
Sheff. Wed ...35 10 10 15 33:46 40
Luton ...35 7 13 15 37:55 34
Charlton ...35 7 9 19 30:52 30
Millwall ...35 5 11 19 38: 9 26
2. deild: (þriðjudagur):
Bournpmont.h — T/>iVpsLpr 2-3
Watford — Rarnslpv 2:2
West Ham — Ipswich 2:0
2. deild: (mánudagur):
Blackbum — Swindon 2:1
Hull — Wolverhampton 2:0
Leeds — Sheffield United.. 4:0
Middlesbrough — Bradford 2:0
Newcastle — Stoke 3:0
Oxford — Sunderland 0:1
Port Vale — Oldham 2:0
Portsmouth — Brighton.... 3:0
W.B.A. — Plymouth 0:3
2. deild (laugardagur):
Barnsely — West Ham 1:1
Bradford — Blackburn 0:1
Brighton — WBA 0:3
Ipswich — Port Vale 3:2
Leicester — Portsmouth..., 1:1
Plvmnnth — Rmirnpmniit.h 1:0
Seff. Wednesday Oxford 2:1
Stoke — Middlesbrough..... 0:0
Sunderland — Hull 0:1
Swindon — Watford 2:0
Wolves — Newcastl 0:1
Oldham — Leeds. 3:1
Staðan:
Leeds ...42 22 12 8 73:47 78
Newcastle ...42 21 12 9 76:49 75
Sheffield United. ..42 21 12 9 67:53 75
Blackburn ...42-18 15 - 9 71:55 69
Swindon ...42 19 11 12 75:56 68
Sunderland ...42 18 13 11 63:58 67
West Ham ...42 18 12 12 72:51 66
Wolverhampton . ...42 17 12 13 64:54 63
Oldham ...39 16 12 11 57:48 60
Ipswich ...41 16 12 13 56:58 60
PortVale ...42 15 14 13 59:52 59
Leicester ...42 14 14 14 61:68 56
Oxford ...42 15 8 19 56:59 53
Portsmouth ...42 13 14 15 55:60 53
Watford ...42 13 12 16 53:56 52
WestBromwich . ...43 12 14 17 63:64 50
Brighton ...42 14 7 21 51:65 49
Hull ...41 11 15 15 47:55 48
Barnsley ...41 11 14 16 43:65 47
Plymouth ...41 12 10 19 51:59 46
Middlesbrough... ...41 12 10 19 45:56 46
Bournemouth .... ...43 11 12 20 54:71 45
Bradford ...42 8 13 21 40:63 37
Stoke ...42 5 17 20 29:59 32
SPÁNN
Logrones — Celta 4:1
Atletico Madrid - - Tenerife 2:0
Sporting Gijon — Real Sociedad... 0:0
Valencia — Rayo Vallecano.... 4:1
Cadiz — Barcelona 0:4
Malaga — Real Mallorca... 0:2
Spvilla Castellon 3:2
Athletic Bilbao — Real Oviedo 0:0
Real Zaragoza — Osasuna 1:0
Rpsl Vpllndnlid — • Rpal Madrid 0:0
Staða efstu liða:
Real Madrid ...34 24 8 2 94:30 56
AtleticoMadrid.. ...34 19 9 6 48:27 47
Barcelona ...34 21 4 9 77:34 46
Valencia ...34 17 12 5 57:38 46
Sevilla ...34 18 5 11 61:41 41
Real Sociedad ...34 14 12 8 39:31 40
GETRAUNIR: 1X1 X X 1 211 X X 2
LOTTO: 8 9 26 32 38 + 25