Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING LISTIR LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990 BLAÐ í Gallerí Nýhöfn stendur yfir sýning á smámyndum á pappír, ef tir Kjartan Ólason. Kjartan vísar í myndum sínum mikiðtil forn-grískra goðsagna og við ræðum við hann um vinnu hans og hugmyndir, B-2/3 Matthías Viðar Sæmundsson hefur tekið saman greinaflokk um glæpi og ref singar í íslenskri menningarsögu. Greinarnar eru þrjárog birtistsú fyrsta í dag, B-4/5 í síöustu tveimur Sjónmenntavett- vöngum sínum hefur Bragi Ásgeirsson tekið til meðferðar hina miklu uppsveiflu, sem orðið hefur í listheiminum á síðastliðnum áratug. í dag skrifar Bragi um myndlist á Norðurlöndum og stöðu hennar, B 6/7 Hannes Lárusson, myndlistarmaður, er með sýningu á tréverkum í Gallerí 11 við Skóla- vörðustíg. Við spjöllumvið Hannes í blaðinu í dag, B-8 Borgarleikhús Sigrún ástiíís SJÁLFVIRK EI6INK0NA 06 MÓÐIR? Á LITLA sviði Borgarleikhússins, er nú verið að sýna einleik- inn „Sigrún Ástrós“ (Shirley Valentine), eftir enska leikrita- skáldið Willy Russell, en hann skrifaði einnig „Educating Rita“, sem fest var á filmu, fór sigurlor um heiminn og er ógleyman- leg þeim sem hana sáu. „Sigrún Ástrós“ var frumsýnd í fyrra- kvöld í Borgarleikhúsi og með eina hlutverk verksins fer Margrét Helga Jóhannsdóttir. Leikstjóri er Hanna María Karls- dóttir og Þrándur Thoroddsen þýddi verkið. "ÍSigrún Ástrós fjallar Willy ■ Russell á sinn einstæða og I hnittna hátt um æviferil konu, ■ sem^ er komin á fimmtugsald- ■ ur. í upphafi verksins, er hún að bjástra í eldhúsinu, tii að hafa matinn tilbúinn, þegar eiginmað- urinn kemur úr vinnu. Hann vill jú að Sigrún Ástrós setji diskinn hans á borðið um leið og hann gengur inn úr dyrunum. Ekki svo að skilja að Sigrúnu Ástrósu þyki neitt athugavert við það — ónei. Henni finnst það dál- ítið fyndið. Hún er eins og utan við sjálfa sig og á meðan hún er að bjástra þetta, lítur hún yfir farinn veg — lýsir lífi sínu, eigin- manni, börnum, vinkonum og ná- grönnum — á sinn hátt og J)ar er kímnigáfan ríkust. Sigrún Ást- rós er orðin æði einangruð og á aðeins einn vin sem hún segir allt; það er eldhúsveggurinn og þó hún sé ekki beisk, er Ijóst að hún er ekkert of ánægð með hvernig líf hennar hefur þróast. „Nei, „við gerum ekki það sem okkur langar. Við gerum það sem okkur ber — og látum eins og okkur langi til þess,“ eins og Sigr- ún Ástrós segir sjálf,“ segja þær Margrét Helga og Hanna María, þegar ég hitti þær eitt kvöldið, eftir langar og strangar æfing- ar.„En hún er ekki að kenna nein- um um, hvemig líf hennar hefur þróast. Hún þarf engan sökudólg og síst af öllu reynir hún að kenna manninum sínum um. Hann er í alveg sömu aðstöðu og hún. Það eru einfaldlega kaflaskipti í lífi hennar og hún vinnur bara rólega úr því sem á undan er gengið. Það má segja að þau hjónin séu orðin föst í viðjum vanans ... það er svo ótrúlega margt fólk sem lendir í þessu þó enginn ætli sér það. Einn daginn skellur þokan bara yfir. Sigrún og Jói, maðurinn henn- ar, geta ekki talað saman sem er mjög algengt á heimilum í dag og ekki bara meðal hjóna; foreldr- ar og börn geta ekki talað saman, systkini geta ekki talað saman og svona mætti lengi telja." Finnst ykkur leikritið fjalla um samskiptaleysi? „Nei, þetta leikrit fjallar um leiðina til frelsis — það er eins konar óður til frelsisins; þess að lifa lífinu í hvunndeginum. Sigrún Ástrós hefur lokið þeim hlutverk- um, sem hún tók að sér og er að reyna að finna sjálfa sig eins og hún var. Hún var einu sinni Sigr- ún Ástrós, ein einhvers staðar á leiðinni breyttist hún og fékk nýja ímynd og nú vill hún breyta henni. Fyrst þarf hún að sjá sjálfa sig frá öðru sjónarhorni og í stað þess að segja: „Jesús, ég er 42 Sjá næstu síðu Rœtt viö Hönnu Man'u Karlsdóttur leikstjóra og Margréti Helgu Margrét Helga Jóhannsdóttir.ter meó eina hlut- verkið í leikritinu Sigrún Ástrós -------—---. .......... .....— \\ ÉÉéí i?tð Ávúvr.u t .' J-v!' ...........................................................*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.