Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.1990, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRIL 1990 4 Bragi Ásgeirsson: sjóhmemji vEmmim 4 í síðustu tveim sjónmenntavett- vöngum mínum hef ég tekið til méðferðar hina miklu uppsveiflu, sem orðið hefur í listheiminum á sl. áratug og nú er röðin komin að Norðurlöndum. Þótt undarlegt megi virðast þá hef ég minjii upplýsingar um ástandið á Norðurlöndum almennt en í ýmsum fjarlægum löndum, og stafar það af því, að upplýsing- ar liggja ekki á lausu og því verð- ur þessu vettvangur nokkuð öðruvísi en hinir. Þessi þáttur er t.d. ekki ræktur í listtímariti Svíavirkis (Norrænu listamiðstöðvarinnar), „Siksi“, heldur einkennist stefna ritsins á mjög þurru einhæfu og leiðigjörnu upplýsingastreymi, en að því verð- ur vikið síðar. Það er aðeins þegar ég rekst á sérgreinar um málin í dönskum blöðum, sem ég sé stundum, að ég fæ haklgóðar upplýsingar, en hvers konar greinaskrif um listir hafa stóraukist-í þeim á fáum árum og þar er ekki um neina miðstýrða einstefnu að ræða. Þá er þáttur mála, er varðar listmarkaðinn, sjaldan áhugasvið okkar myndlistarmanna af minni kynslóð, og ég leita ekki eftir slíkum upplýsingum, en þær breytingar, sem hafa orðið á síðustu árum, varða okkur alla og afkomu okkar og því fékk ég áhuga á að rannsaka þessi mál. Og eins og ég sagði í fyrsta sjón- menntavettvangi ársins, þá líkist það spennandi reyfara að fylgjast með þróuninni. Veit ég, að margur mun slá á lær sér og hneykslast, er hann les hinar ótrúlegu upphæðir, sem reiddar eru af hendi fyrir málverk nafnkunnra meistara, en hvað er það á móts við það, er verð á fá- fengilegum hlutum hefur einnig þotið upp úr öllu valdi í heiminum á síðustu árum, hvort heldur það sé frumútgáfa sendibréfs frægrar persónu úr afþreyingariðnaðinum eða 30 ára gamall bíll, eins og t.d. rauður Ferrari, sem núverið fór á 250 milljónir ísl. króna á uppboði! En það merkilega gerist, að þá hneykslast menn miklu síður. * * Bíllinn eldist þó mun fyrr en málverkið og er ekki jafn tryggt verðbréf fram í tímann. Menn skulu athuga það vel, að viðkomandi eru ekki að borga fyr- ir liti, léreft og vinnu listamanns- ins, heldur skapandi hugvit hans og hvað bifreiðina áhrærir, eru þeir minnst að borga fyrir blikkið og tilfallandi tæki í bílnum eða framleiðslukostnaðinn, heldur ein- stæða hönnun og frábært hugvit. En þetta er þó ekki fullkomlega kjarni málsins, heldur að gildismat hlutanna hefur, tekið gagngerum breytingum og andleg verðmæti eru um leið hærra metin en áður, enda þarf heimurinn meir á hug- viti og lifandi kenndum að halda en nokkru sinni fyrr á tímum staðl- aðrar hátækni vitundariðnaðarins. Svo einfalt er það og jafnvel má fullyrða, að hin miklu skáld, er lifðu við sult og seyru á árum áður, hafa verið uppi á röngum Ekki þekki ég mikið til uppboðsmálara á Norðurlöndum en þó nóg til þess að það kom mér mjög á óvart, er ég af tilviljun rakst á þær upplýsingar í dönsku blaði, einmitt er ég var að Ijúka þessari grein, að málverk eftir sænska málarann Niels von Dardel (1888-1943) „Dauði spjátrungsins" máluð árið 1918, hafi á miðju síðasta ári náð hæsta verði til þessa á uppboði innan Norðurlanda, er það var slegið á 15 milljónir danskra króna, sem gerir með kostnaði yfir 150 milljónir ísl. króna. Þess má og til gamans geta að Dardel kom til Parísar árið 1910 og var um skeið samtíða Jóni Stefánssyni í skóla Henri Matisse. í ljósi vægi listar þeirra beggja þykir mér nokkuð mikið bil á milli verðlags mynda þeirra, en á því kann að verða breyting, enda hef- ur verðsprengja síðustu ára með sanni ekki náð til íslands. (Það hefur svo skeð eftir að þessi grein fór frá höfúndi í setningu, að þetta met hefiir tvívegis verið slegið á þessu ári svo sem fram kom í forsíðufrétt blaðsins sl. miðvikudag, þar sem sagt er frá því að málverk eftir Ágúst Strindberg, sem nefndi sig jaíhan fyrst og fremst málara og sjónlistamann (!), þótt liðtækur væri sem leikskáld, hafi verið slegið á 240 milljónir á uppboði í Stokkhólmi nýlega og að jafnframt hafi mynd eftir Anders Zorn verið slegin á 160 milljónir fyrr á árinu. Þetta staðfestir að kúrvan veit einnig upp á við á Norðurlöndum ekki síður en annars staðar í heiminum)... tíma þ.e. ef menn vilja meta listir til peninga. Jafnvel hinir mörgu kynlegu kvistir, sem þjóðin hefur alið, svo sem Kristján Fjallaskáld, Vatnsenda Rósa og Gvendur dúll- ari, hefðu alla burði til að lifa góðu lífi á íslandi nútímans og hvað þá ástmögurinn Jónas Hallgrímsson. Við getum alveg slegið því föstu, að list sé í sjálfu sér ekki hægt að meta til peninga, en út úr því hefur verið gróflega snúið af fólki, sem helst vill ekki borga fyrir listir né andleg verðmæti — vill helst ekki heyra minnst á pen- inga, þegar listir ber á góma. Þetta mat varð mjög áberandi, eftir að iðnbyltingin og fjöldafram- leiðslan breytti þjóðfélagsháttum og almennri afstöðu manna til skapandi lista, og það er fyrst á síðustu áratugum, sem hátæknin hefur snúið hjólinu við. Þannig hefur hátæknin sjálf og flestum að óvörum tekið að sér hlutverk fursta endurreisnarinnar, en það tímabil má telja mesta blómaskeið skapandi lista á síðari öldum, en þá kepptust einmitt höfðingjarnir við að gera vel að vísindum, húmanískum fræðum, listum og listamönnum. Hið norræna svið Við íslenzkir myndlistarmenn, sem sitjum hér uppi á einangruðu útskerinu, höfum því miður ekki mörg tækifæri til að fylgjast með norrænni myndlist né almennum listavettvangi á hinum Norður- löndunum. Best þekki ég til hlutanna í Kaupmannahöfn og veit, að al- mennt hefur listáhugi aukist og er aðstreymi fólks á sýningar þekktra listhúsa yfirleitt góð. Þannig koma t.d. 500 manns dag- lega að meðaltali á hið þekkta list- hús „Gallerí Asbæk“, sem er á hliðargötu út frá Kóngsins Nýja- torgi í Kaupmannahöfn, og vafist getur fyrir ókunnuga að finna, og aðsóknin að Lousiana er alltaf góð, en hins vegar er aðsóknin yfirleitt dræm á skipulagðar og miðstýrðar sýningar svo sem á Charlottenborg á besta staðnum við Kóngsins Nýjatorg og í raun allri Kaupmannahafnarborg. í flestum landanna er um ein- hveija tímaritsútgáfu að ræða og í þeim blöðum flettir maður, er þau verða á vegi manns. En þau segja ekki allt, heldur fyrst og fremst skoðanir þeirra, er gefa þau út, sem eðlilegt má teljast. Svíavirki heldur út samnorrænu blaði, sem er því miður einsýnna og þrengra en flest staðbundin listtímarit. Þá einkennast samnor- rænar sýningar yfirleitt af furðu- legu dekri við svonefnt utangarðs- fólk í listum, og neðanjarðarlist hvers konar, og ekki skyldi mig undra, þótt einn góðan veðurdag verði stofnað til farandsýningar á klósettkroti svo og öðru veggkroti undir heitinu „Graffiti Borealis“ eða ámóta fínu nafni. Alls ekki svo að skilja, að sá, er hér ritar, sé á móti þessari teg- und listar, því að hann hefur þvert á móti iðulega gaman af, svo sem skrif hans ættu að vera til vitnis um. En það, sem ég er alfarið á móti, er öll miðstýring, forsjár- hyggja og einstefna, að ég tali nú ekki um, er annarlegar pólitískar kenndir blandast í málin. Þeirrar pólitíkur er beðið hefur algert skip- brot og leitt hefur meiri hörmung- ar yfir grónar menningarþjóðir en áður þekktust. Nú á ferskum tímum endurnýj- aðs gildismats og frelsis í pólitík og listum er þessi stefna líkast draug, er allir vilja kveða niður, enda veltur hreinlega h'f heimsins á því. Mismunurinn á neðanjarðarlist í austri og vestri er sá, að lista- menn í austrinu voru og eru að beijast fyrir tjáningarfrelsi sínu, samskonar frelsi og listamenn vestursins hafa, en neðanjarðar- listamenn vestursins hafa, og stundum. ómeðvitað, verið að beij- ast fyrir því margir hveijir að koma á andlegu haftakerfi og miðstýringu valdhafanna í austri. Og eins og Hitler var alltaf að prédika frið, þá var þetta gert í nafni frelsis og mannúðar! Því hefur iðja þeirra hlotið vel- þóknun þeirra er dreymir um sós- íalíska byltingu í vestri. En menn rugla þessu ekki sam-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.