Morgunblaðið - 22.05.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAI 1990
C 15
HÚSAVÍK
FRAMBOÐSLISTAR
KJÓSENDUR á kjörskrárstofni á Húsavík eru
1.723. 9 fúlltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru
fjórir listar í framboði, en voru fimm 1986.
í sveitarstjórnarkosningunum 1986 var 1.681 kjós-
andi á kjörskrá. 1.476 greiddu atkvæði og var kjörsókn
87,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 27, en úrslit urðu
þessi:
Kosningu hlutu: Af A-lista: Jón Ásberg Salómonsson
og Guðrún Kristín Jóhannsdóttir. Af B-lista: Tryggvi
Finnsson og Hjördís Áruadóttir. Af D-lista: Katrín Ey-
mundsdóttir. Af G-lista: Kristján Ásgeirsson, Valgerður
Gunnarsdóttir og Örn Jóhannsson. Af Þ-lista: Pálmi
Pálmason. Meirihlutasamstarf mynda A-, B- og D-listi.
Bæjarstjóri er Bjarni Þór Einarsson.
A-listi, listi Jafnaðar-
maiuia:
1. Jón Ásberg Salomonsson
bæjarfulltrúi.
2. Guðrún Kristinsdóttir
íþróttakennari.
3. Bjöm Olgeirsson málara-
meistari.
4. Haraldur Haraldsson
iðnrekstrarfr.
5. Þorgrímur Sigutjónsson
B-listi, Frainsóknarflokk-
ur:
1. Bjarni Aðalgeirsson út-
gerðarmaður.
2. Lilja Skarphéðinsdóttir
ljósmóðir.
3. Sveinbjörn Lund vél-
stjóri.
4. Stefán Haraldsson tann-
læknir.
D-listi, Sjálfstæðisflokk-
ur:
1. Þorvaldur V. Magnússon
tæknifræðingur.
2. Þórður Haraldsson skip-
asmiður.
3. Frímann Sveinsson mat-
reiðslumeistari.
4. Margrét Hannesdóttir
hjúkrunarfr.
5. Árni G. Gunnarsson
G-listi, Alþýðubandalag
og óháðir:
1. Kristján Ásgeirsson út-
gerðarforstjóri.
2. Valgerður Gunnarsdóttir
kennari.
3. Hörður Arnórsson for-
stjóri.
4. Aðalsteinn Baldursson
verkamaður.
5. Regína Sigurðardóttir
Listi Atkvæði % fulltrúar bifreiðastjóri. -húsmóðir. framkvæmdastjóri. fulltrúi.
A - Alþýðuflokkur 272 18,8 2 6. Helga Gunnarsdóttir 6. Hafliði Jósteinsson versl- 6. Dóra Vilhelmsdóttir 6. Kristján Eiðsson vél-
B - Framsóknarflokkur 375 25,9 2 verkamaður. unarmaður. kennari. stjóri.
D - Sjálfstæðisflokkur 238 16,4 1 7. Ámi Grétar Árnason raf- 7. Þórveig Árnadóttir kerf- 7. Stefán Gunnarsson skip- 7. Haukur Hauksson verka-
G - Álþýðubahdalag og 378 26,1 3 virki. isfræðingur. stjóri. maður.
óháðir 8. Pálmi Björn Jakobsson 8. Egill Olgeirsson raf- 8. Helga Kristjánsdóttir 8. Helgi Helgason verk-
Þ - Víkveiji 186 12,8 1 kennari. magnstæknifr. húsmóðir. stjóri.
9. Dóra Fjóla Guðmunds-
dóttir fóstra.
9. Hjördís Árnadóttir bæj-
arfulltrúi.
9. Ása Kr. Jónsdóttir
skrifst.m.
9. Aðalbjörg Sigurðardóttir
læknaritari.
A-listinn
Jón Asberg
Salomonsson
B-listinn
Bjarni
Aðalgeirsson
„Við munum reyna að
efla atvinnulífið. Við viljum
ljúka byggingu framhalds-
skóla, efla og auka útivistar-
svæðið við Botnsvatn og
beijast fyrir íþróttamálum.
Við munum betjast áfram
fyrir þv'að halda í við rekst-
ur bæjarins og reyna að ná
enn lengra en á yfirstand-
andi kjörtímabili. Við viljum
bjóða ríkinu land fyijr
Áburðarverksmiðjuna og mælum með for-
könnun vegna varaflugvallar. Við horfum til
sjávarútvegsins og viljum auka hlutdeild okk-
ar í honum. Við höfum stutt iðnþróunarfélag
Þingeyinga. Miðað við minnkandi fiskafla og
minnkandi kvóta og minnkandi landbúnað
ætti að vera úrvinnsla úr þeim greinum sem
kannski yrði vaxtarbroddur í í náinni framtíð.“
„Við leggjum fyrst og
fremst áherslu á atvinnu-
málin og uppbyggingu iðn-
aðar. Við viljum auka hlut-
deild okkar í sjávaraflanum
og leggjum mikla áherslu á
uppbyggingu Húsavíkur-
flugvallar. Okkur finnst að
bæjarstjórn Húsavíkur eigi
að beita stjórnvöld þrýstingi
um að forkönnun um vara-
flugvöll fari fram. Þá viljum
við hlúa að því atvinnulífi
sem hér er fyrir. Það þarf að koma á bundnu
slitlagi á eldri götur. Hér er þörf mikilla fram-
kvæmda í hafnarmannvirkjum, sem þegar er
byijað á. Við viljum efla framhaldsskólann
og auka sem mest menntun á staðnum."
D-listinn mm
Þorvaldur
Vestmann
„Undirstaða velmegunar-
innar er að atvinnulífið
standi traustum fótum.
Helstu verkefnin sem snúa
að atvinnumálunum fyrir
utan að treysta það sem
fyrir er er að skapa grund-
völl fyrir aukna fjölbreytni
í atvinnulífinu. Við viljum
halda aðhalds- og sparnaða-
raðgerðum áfram og setja
nokkuð þröngar skorður við
lántökum bæjarsjóðs. Við leggjum ríka
áherslu á að byggja upp þá aðstöðu sem fram-
haldsskólanum er nauðsynleg. í sumar verður
hafist handa við fyrsta áfanga þess verkefnis
að leiða allt frárennsli sem nú fellur í höfnina
út fyrir hana og ganga frá þeim hlutum í
samræmi við þær reglur sem gilda. Áætlanir
eru um að halda uppgræðslumálum og skóg-
rækt áfram. 13 til 16 ára unglingar verða
að fá úrlausn sinna mála varðandi tómstunda-
aðstöðu.
G-listinn ■
Kristján
Asgeirsson
„Atvinnumálin eru númer
eitt. Hér er ekki næg at-
vinna, en grundvöllur þess
að fólk vilji búa hér er að
hér sé vinna. Þegar til fram-
tíðar er litið verðum við að
bæta okkar hlut með öflugu
skipi og auka um leið hlut-
deild okkar í þeirri auðlind
sem baráttan stendur um.
Stórátak þarf að gera í
hafnarmálum. Síðan er það
bygging framhaldsskóla, sem við þurfum að
byggja helst á tveimur, þremur næstu árum.
Við erum með byggingu heilsugæslustöðvar
og ég vona að það mál verði komið í höfn á
næsta ári og fræðslumálin munu standa nokk-
uð vel, þegar framhaldsskólinn hefur verið
byggður. Við þurfum að halda áfram upp-
byggingu á heimili fyrir aldraða.“
FRAMBOÐSLISTAR
EGILSSTAÐUt
KJÓSENDUR á kjörskrárstofni á Egilsstöðum eru
938 og hefúr ijölgað um 6% frá kosningunum 1986.
7 fulltrúar eru kjörnir í bæjarstjórn og eru fjórir
listar í framboði eins og 1986.
I sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 865 kjósend-
ur á kjörskrá. 746 greiddu atkvæði og var kjörsókn
86,2%. Auðir og ógildir seðlar voru 28, en úrslit urðu
þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
B - Framsóknarflokkur 270 37,6 3
D - Sjálfstæðisflokkur 163 22,7 2
G - Alþýðubandalag 153 21,3 1
H - Óháðir 132 18,4 1
Kosningu hlutu: Af B-lista: Sveinn Þórarinsson, Þór-
hallur Eyjólfsson og Broddi Bjarnason. Af D-lista:
Helgi Halldórsson og Guðbjört Einarsdóttir. Af G-lista:
Siguijón Bjarnason. Af H-lista: Þorkell Sigurbjörnsson.
Meirihlutasamstarf mynda Alþýðuflokkur og Sjálf-
stæðisflokkur. D-, G- og H-listi mynda meirihluta.
Bæjarstjóri er Sigurður R. Símonarson.
B-listi, Framsóknar-
flokkur:
1. Sveinn Þórarinsson
verkfræðingur.
2. Þórhallur Eyjólfsson
verkstjóri.
3. Broddi B. Bjarnason píp-
ulagningam.
4. Friðrik Ingvarsson
bóndi.
5. Vigdís Sveinbjörnsdóttir
húsmóðir.
6. Bjami G. Björgvinsson
lögfr.
7. Sigrún Kristjánsdóttir
húsmóðir.
D-listi, Sjálfstæðisflokk-
ur:
1. Einar Rafn Haraldsson
framkv.stj.
2. Guðmundur Steingríms-
son kennari.
3. Jónas Þór Jóhannsson
verkstjóri.
4. Ingunn Jónasdóttir
skrifstofum.
5. Björn Ingvarsson tækni-
fræðingur.
6. Anna María Einarsdóttir
starfsm.
7. Magnús Snædal heild-
sali.
G-listi, Alþýðubandalag:
1. Siguijón Bjamason bók-
ari.
2. Þuríður Backman hjúk-
runarfr.
3. Guðlaug Ólafsdóttir
skrifstofum.
4. Friðjón. Jóhannsson
mjólkurfr.
5. Erlendur Steinþórsson
skrifstofum.
6. Hjalti Þorkelsson nemi.
7. Sesselja Sigurðardóttir
fóstra.
H-listi, Óháðir:
1. Ásta Sigfúsdóttir hár-
greiðslumeistari.
2. Pétur Elísson rafmagn-
seftirlitsm.
3. Helga Ilreinsdóttir
kennari.
4. Heimir Sveinsson tækni-
fræðingur.
5. Oddrún Sigurðardóttir
umsjónarm.
6. Gísli Pétursson bifreiða-
smiður.
7. Guðjón Sveinsson
framkv.stj.
B-listinn ^mmmmm^m
Sveinn Þórarinsson
„Efst á óskalistanum er
að nýir og betri menn komi
í sveitarstjórnina. Þetta hef-
ur verið höfuðlaus her og
inn í meirihlutann hafa
sífellt verið að koma nýir
og nýir menn. Við verðum
að reyna að auka og efla
atvinnulífið hér. í fram-
kvæmdamálum stendur yfir
sundlaugarbygging, fyrir
dyrum stendur að stækka íþróttahús, farið
er að þrengja að grunnskólanum með hús-
næði og tónskóli er á hrakhólum. Á þessu
öllu verður næsta sveitarstjórn að taka. Einn-
ig verður að einbeita sér að ferðamálum. Nýr
áfangi flugvallarins verður tekinn í notkun
og við þurfum að stuðla að því eftir mætti
að hann megi nýtast okkur sem best. í bygg-
ingarmálum þarf að deiliskipuleggja ný
hverfi. Byggingarsvæði eru að ganga til
þurrðar. Þá þarf að leysa mál ýmissa útivistar-
hópa, ekki síst hestamanna."
D-listinn mamm^mM
Einar R. Haraldsson
„Við stefnum að því að
halda meirihluta í bæjar-
stjórn, teljum að það sé rétt
stjórnarform. Við leggjum
áherslu á samgöngumál, að
Egilsstaðaflugvöllur verði
lengdur og viðurkenndur
sem alþjóðaflugvöllur. Alla
viðleitni til atvinnusköpunar
á að styðja mjög vel. Við
viljum kanna þörf fyrir
skóladagheimili, endurbætur á grunnskóla-
og tónskóla staðarins. Við stöndum að 10 ára
áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja
og á næsta ári verða settar um 23 milljónir
í verkið. Við viljum vinna að því að flytja
fleiri menntastofnanir austur í fjórðunginn
og staðsetja hér. Við viljum halda áfram upp-
byggingu á þjónustu tengdri heilsugæslu og
sjúkrahúsi. í sorpmálum á hiklaust að stefna
að varanlegri lausn, sopreyðingarstöð. Við
erum orðin landlaus. Það vantar byggingar-
lóðir og þetta þarf að leysa strax."
G-listinn
Sigurjón Bjarnason
„Við munum beijast fyrir
félagslegri aðstöðu á svæð-
inu. Við teljum að atvinnulíf
á Egilsstöðum byggist á
sem nánustu samstarfi við
nágrannasveitarfélög vegna
legu okkar. Sundlaugar-
bygging verður forgangs-
verkefnj á komandi
kjörtímabili, en erfitt er að
setja eitt á undan öðru, allt
fylgist þetta að. Fjárhagsstaðan er þokkaleg
og við stefnum að því að halda henni þannig.
I umhverfismálum er að mörgu að hyggja.
Við höfum tekið þá stefnu að hafa hér garð-
yrkjumann í starfi. Geysilegt verk er óunnið
í að skipuleggja opin svæði í sveitarfélaginu.
Hér er allt á kafi í tijám, en það þarf að
koma jieim í rækt, svo að þau vaxi ekki yfir
allt. I atvinnumálum leggjum við mesta
áherslu á þjónustugreinar, efla þá þjónustu
sem staðurinn veitir."
H-listinn
Ásta Sigfusdóttir
„Við leggjum mesta
áherslu á að efla ferðaþjón-
ustuna. Við þurfum að ljúka
byggingu sundlaugarinnar
innan þriggja ára. Veitt
verði fjármagn til viðhalds
grunnskólans og strax verði
hafist handa um áframhald-
andi uppbyggingu hans með
aðstöðu fyrir félagsmiðstöð
og tónskóla. Sorpmál bæjar-
ins verði leyst á árinu og unnið verði mark-
visst að frágangi og skipulagi opinna svæða
og göngustíga. Gengið verði frá aðkeyrslu-
plani og umhverfi kirkjugarðs. Efla þarf at-
vinnumálin með það fyrir augum að lítil at-
vinna er hér fyrir konur, eldra fólk og ungl-
inga. Gerð verði varanleg áætlun um upp-
byggingu íþróttamannvirkja. Mikilvægt er að
ávallt sé nægt framboð af lóðum. Við þurfum
að ganga endanlega frá lóð í kringum leik-
skóla og barnaheimili og gera fleiri opna lei-
kveíli í bænum."