Morgunblaðið - 22.05.1990, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990
GAROABJBl
KJÓSENDUR á kjörskrárstofni í Garðabæ eru 4.869 og hefur (jölg-
að um 15% frá kosningunum 1986. 7 fulltrúar eru kjörnir í borgar-
stjórn og eru 4 listar í framboði, hefur fækkað um einn frá 1986.
í sveitarstjómarkosningunum 1986 voru 4.137 kjósendur á kjörskrá.
3.349 greiddu atkvæði og var kjörsókn 81,0%. Auðir og ógildir seðlar
vom 91, en úrslit urðu þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 564 17,3 1
B - Framsóknarflokkur 352 10,8 1
D - Sjálfstæðisflokkur 1.725 52,9 4
G - Alþýðubandalag 562 17,2 1
M - Flokkur mannsins 55 1,7 0
Kosningu hlutu: Af A-Iista: Helga Kristín Möller. Af B-lista: Einar G.
Þorsteinsson. Af D-lista: Lilja Hallgrímsdóttir, Agnar Friðriksson, Dröfn
Farestveit og Benedikt Sveinsson. Af G-lista: Hilmar Ingólfsson. Sjálfstæð-
isflokkur skipar meirihluta bæjarstjórnar. Bæjarstjóri er Ingimundur Sig-
urpálsson.
FRAMBOÐSLISTAR
A-listi, Alþýðuflokkur:
1. Helga Kristín Möller kennari.
2. Gizur Gottskálksson læknir.
3. Gestur Geireson st. Bandal. ísl.
skáta.
4. Ema Aradóttir fóstra.
5. Stefán Hrafn Hagalín nemi.
6. Sjöfn Þórarinsdóttir sjúkraliði.
7. Svend-Aage Malmberg haffræð-
ingur.
D-listi, SjálfstæðLsflokkur:
1. Benedikt Sveinsson hæstarétt-
arlögm.
2. Laufey Jóhannsdóttir skrifstofu-
maður.
3. Erling Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri.
4. Sigrún Gísladóttir skólastjóri.
5. Andrés B. Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri.
6. Bjarki Már Karlsson kerfisfræð-
ingur.
7. Sigurveig Sæmundsdóttir kenn-
ari.
E-listi, Alþýðubandalag, Fram-
sóknarflokkur, Kvennalistí og
aðrir:
1. Valgerður Jónsdóttir
hjúkrunarfr.
2. Hilmar Ingólfsson skólastjóri.
3. Ella Kristín Karlsdóttir húsmóðir.
4. Hilmar Bjartmarz sölustjóri.
5. Sigurður Björgvinsson kennari.
6. Hafdís Bára Kristmundsdóttir
kennari.
7. Eyjólfur V. Valtýsson vélfræð-
ingur.
A-listinn
D-listinn
E-listinn
Helga Kristín Möller
„Við leggjum áherslu á bætt umhverfi, betra mannlíf. Við
teljum að á næsta kjörtímabili þurfí að gera áætlun um fleiri
valkosti í húsnæðismálum. Það er að segja um uppbyggingu
félagslegra íbúða og kaupleiguíbúðir til að fullnægja vaxandi
þörf í bænum. Það vantar fleiri leiguíbúðir til að leysa vanda
fólks, sem er í tímabundnu húsnæðishraki eða hefur ekki tök á
að eignast eigin íbúðir. Það er misskilningur að hér búi eingöngu
íbúar við mikla velmegun. Við erum farin að
fínna fyrir vaxandi þörf á félagslegri hjálp.
Umhverfísmál og umhverfísvemd eru ofar-
lega á lista. Við látum allt, sem lýtur að ásýnd
bæjarins og því umhverfí sem fólk lifir og
hrærist í, okkur varða. Þá skiptir öryggi í
umferðarmálum miklu máli.
Við látum málefni flölskyldunnar okkur
miklu varða, en velmegun og öryggi byggist
á að allir hafí atvinnu. Því teljum við að hér
þurfi að fara að huga betur að atvinnumálum,
skapa fleiri atvinnutækifæri í bænum með því
að laða að ný fyrirtæki og búa vel að þeim sem fyrir eru.
í skólamálum viljum við færa grunnskólann til nútíðar. Að
búið verði að húsnæði hans þannig að allir geti haft þar samfelld-
an vinnudag. Jafnframt verði nemendum búin aðstaða til að
geta matast í skólanum. Við leggjum einnig áherslu á skóladag-
heimili, sem ekki hefur verið til hér, að hafín verði bygging nýs
húsnæðis fyrir Hofstaðaskóla og að Fjölbrautaskólanum verði
sköpuð betri aðstaða í eigin húsnæði.
í dagvistarmálum leggjum við áherslu á að uppbygging leik-
skóla með sveigjanlegum dvalartíma verði hraðað og aldurstak-
mark bama verði tveggja til sex ára. Jafnframt verði athugaðir
möguleikar á að taka yngri böm foreldra úr forgangshópum t.
d. böm námsmanna og einstæðra foreldra.
Við höfum líka litið á það sem okkar hlutverk að vera forystu-
afl í því að veita sjálfstæðismönnum aðhald við stjóm bæjarins."
Benedikt Sveinsson
„Við fylgjum svipaðri stefnu og við höfum gert á undanf-
örnum árum. Við leggjum áherslu á traustan ijárhag bæjar-
ins, hóflegar álögur. Helstu málin sem við verður að fást á
næsta kjörtímabili eru skólamálin og æskulýðs- og íþrótta-
mál. Við höfum lagt þeim mikið lið á undanförnum árum
og munum gera það áfram. Framundan er stórátak í um-
hverfismálum þar sem við ætlum að hreinsa fjömr og sjó í
Arnarnesvogi.
Við höfum verið að úthluta lóðum í vor
— nýtt hverfi er að byggjast upp. Verið er
að hefja framkvæmdir við leikskóla, sem
verður tekinn í notkun á næsta ári. Einnig
er verið að heíja byggingaframkvæmdir við
viðbyggingu Flataskóla. Verið er að fara
af stað með 10 kaupleiguíbúðir í hlutaféiags-
formi, en bærinn er aðalstuðningsaðili þess
máls.
í félagsmálum þurfum við að sinna þeim
sem minna mega sín. Þetta er bæjarfélag
sem hefur vaxið mikið á undanförnum ámm
og við ætlum að reyna að láta það dafna og blómstra áfram
en ekki með neinum hraðvexti — gerum ráð fyrir að úthluta
lóðum fyrir 60 hús eða íbúðir á ári og mörkum okkur þar
með vaxtarmörk.
Síðast en ekki síst stefnum við að því að halda hér meiri-
hluta, sem við höfum alltaf haft.“
Valgerður Jónsdóttir
„Baráttumálið er að koma holræsagerðinni í gang, að
gengið verði frá holræsinu. Eins að þegar verði hafíst handa
við að byggja nýjan gmnnskóla, ljúka við Garðaskóla, byggja
nýjan fjölbrautaskóla. Að gengið verði frá skipulagi í iðnaðar-
hverfínu svo hægt verði að úthluta þar lóðum til fyrirtækja.
Við leggjum mikla áherslu á að svo verði gengið frá gangstíg-
um að fólk komist hindmnarlaust á milli hverfa og að gangstíg-
ar verði upplýstir. Þá em göng undir Hafnar-
fjarðameg mikilvæg. Gróðursett verði töluvert
mikið af ttjám og útbúin útivistarsvæði svo
fólk geti dvalið þar sér til skemmtunar og
hressingar.
Við viljum efla mjög atvinnulíf í bænum
og breyta viðhorfí til fyrirtækja. Við leggjum
áherslu á aukna félagslega þjónustu, bæði
við aldraða og fatlaða, en það vantar mikið
á hér í bænum að þessu sé sinnt. Við viljum
líka að eftirspum eftir húsnæði verði full-
nægt, allir geti fengið húsnæði við hæfí og
framboð af lóðum verði stöðugt.
Það þarf að hlúa vel að öllum greinum íþrótta- og æskulýðs-
mála. Eftir á að ganga frá nýja íþróttahúsinu og umhveifí
þess. Við viljum að það verði ekki eins og með Garðaskóla sem
hefur staðið ókláraður í 18 ár. Við viljum að gengið verði frá
því sem er byijað á.
Við viljum fá lifandi miðbæ. Ljúka við uppbyggingu hans
og tengingu hans við önnur hverfi — fá líf í bæinn."
FRAMBOÐSLISTAR
MOSFELLSBÆR
KJÓSENDUR á kjörskrárstofni í Mosfellsbæ eru 2.744 og hefur fjölg-
að um 20% firá kosningunum 1986. 7 fulltrúar eru kjörnir í bæjar-
sfjórn og eru tveir Iistar í framboði, en voru fimm 1986.
í sveitarstjórnarkosningunum 1986 voru 2.225 kjósendur á kjörskrá í
Mosfellshreppi. 1.877 greiddu atkvæði og var kjörsókn 83,4%. Áuðir og
ógildir seðlar voru 85, en úrslit urðu þessi:
Listi Atkvæði % fulltrúar
A - Alþýðuflokkur 240 13,4 1
B - Framsóknarflokkur 194 10,8 0
D - Sjálfstæðisflokkur 979 54,6 5
G - Alþýðubandalag 357 19,9 1
L - Flokkur mannsins 22 1,2 0
Kosningu hlutu: Af A-lista: Oddur Gústafsson. Af D-lista: Magnús Sig-
steinsson, Helga Richter, Óskar Kjartansson, Þórdís Sigurðardóttir og
Þengill Oddsson. Af G-lista: Aðalheiður Magnúsdóttir. D-listi er einn í
'meirihluta. Bæjarstjóri er Páll Guðjónsson.
D-listí, Sjálfstæðisflokkur:
1. Magnús Sigsteinsson bútækniráðunautur.
2. Helga A. Richter kennari.
3. Hilmar Sigurðsson viðskiptafræðingur.
4. Þengill Oddsson heilsugæslulæknir.
5. Guðbjörg Pétursdóttir markaðsráðgjafí.
6. Guðmundur Davíðsson vélsmiður.
7. Valgerður Sigurðardóttir auglýsinga- og mark-
aðsráðgjafí.
E-listi, Eining:
1. Halla Jörundardóttir fóstra.
2. Oddur Gústafsson deildarstjóri.
3. Gylfí Guðjónsson ökukennari.
4. Kristín Sigurðardóttir skrifstofukona.
5. Jónas Sigurðsson húsasmiður.
6. ólafur H. Einarsson húsasmíðameistari.
7. Sveingerður Hjartardóttir bókari.
D-listinn
E-listinn
Magnús Sigsteinsson
„Við leggjum áherslu á
trausta fíármálastjóm og hag-
kvæmni í rekstri bæjarfélags-
ins. Við munum stilla opinber-
um gjöldum í hóf. Helstu verk-
efni sem við viljum vinna að
er að ljúka byggingu íbúðar-
húss fyrir aldraða og taka
íbúðimar og þjónusturýmið í
notkun 1992.
Við ætlum að leggja göngu-
stíga á milli íbúðarhverfa og miðbæjarsvæðis.
Ganga frá götum í iðnaðarhverfi. Halda áfram
átaki í tijárækt og frágangi opinna svæða —
leggjum mikla áherslu á umhverfismálin. Halda
áfram uppbyggingu á miðbæjarsvæði. Þar kem-
ur m.a. húsnæði fyrir bókasafn, menningarmið-
stöð og bæjarskrifstofur. Við erum að fara í
gang með úthlutun lóða á nýju íbúðarsvæði. Við
viljum halda áfram uppbyggingu leiksvæða. Við
viljum efla atvinnustarfsemi og auka atvinnu-
möguleika skólafólks á vegum bæjarfélagsins.
Við viljum halda áfram með uppbyggingu íþrótt-
amannvirkja og styðja við bakið á öflugu
íþrótta- og æskulýðsstarfi. Við viljum öflugt
skólastarf í grunnskóla og tónlistarskóla og blóm-
legt menningarlíf í bæjarfélaginu.
Varðandi félagslegar íbúðir þá leggjum við
áherslu á íbúðabyggingar á vegum bæjarfélags-
ins, að bæjarfélagið eignist leiguíbúðir einungis
til að mæta brýnni, tímabundinni þörf fólks.“
Halla Jörundardóttir
„Stefnumálin hjá okkur eru
húsnæðismálin. Áð bæta úr
þeim. Hér er mjög lítið til af
hentugu húsnæði fyrir ungt
fólk, gamalt fólk, efnalítið
fólk. Hér er lítið af félagsleg-
um íbúðum miðað við lands-
meðaltalið og við stefnum á
að auka það og styðja við fé-
lagasamtök eins og Búseta.
Við leggjum mikla áherslu
á atvinnumálin, að auka fjölbreytni. Mörg fyrir-
tæki hér hafa farið á hausinn og atvinnuástand-
ið versnað, en við erum í alfaraleið og auðvelt
ætti að vera að auka og efla atvinnulífíð.
Við erum mjög mikið á móti urðun í
Álfsnesi og vinnum af öllum mætti gegn
henni. Við leggjum áherslu á þarfir bama, sem
er stórt atriði, að aukin verði þjónusta við böm.
Markmiðið með framboðinu er að skapa hér
samfélag félagslegrar velferðar í manneskjulegu
umhverfi með virkri lýðræðislegri þátttöku íbú-
anna í málefnum bæjarfélagsins.
Við viljum opna stjómkerfið frekar — gera
bæjarbúum kleift að fylgjast með málefnum
bæjarins með til dæmis útgáfu fréttabréfa og
opnum bæjarmálafundum.
Það þarf að breyta í öllum málaflokkum og
við emm alls staðar með áherslubreytingar. Við
leggjum mikla áherslu á að fá skóladagheimili,
sem ekki er til í bænum, og auka
dagvistarrými. Það er ekkert dagvistariými fyr-
ir böm yngri en tveggja ára.“