Morgunblaðið - 07.07.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.07.1990, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1990 B 3 INissa sjálfri eru ótal áhuga- verð listaverk og söfn, en enginn listunnandi ætti að láta fram hjá sér fara Cha- gall-safnið. Né heldur Mat- isse-safnið, sem reyndisl að vísu vera lokað vegna viðgerðar þegar undir- rituð kom þar í janúar í vetur. Chag- all-safnið var reist 1973 á fallegri hæð í miðri borginni og byggt utan um listaverkagjöf meistarans sjálfs og Valentínu konu hans. Fyrst gaf hann 1966 17 stór olíumálverk um efni úr Mósebók, brottför Israels- manna frá Egyptalandi, og Ljóðaljóð- unum og bætti síðan við skissum, olíumálverkum, gvassteikningum frá 1931,105 ætingum og 75 steinprent- um, auk 5 höggmynda, lágmynda, leikmuna og gríðarstórs veggteppis. André Malraux, sem þá var mennta- málaráðherra Frakka, lét reisa sérs- takt safn utan um þessa gjöf í sam- ráði við listamanninn og var André Harmant arkitekt falið verkið. Þarna er því einstök bygging, sem Chagall sjálfur lagði til listaverk, svo sem stóra mosaikmynd sem speglast í vatni utan dyra og steinda glugga í sérstakan tónleika- og fyrirlestrar- sal. Sjálfur skrifaði Marc Chagall: „Fólki með allar trúarskoðanir er fijálst að koma hér og baða sig í þessum draumi mínum, langt í burtu frá allri illsku og æðibunugangi nú- tímans.“ Og það er einmitt það sem undirrituðum gesti fannst, hann vera að baða sig í draumi þarna í safn- inu, hvort sem staðið var fyrir fram- an þessi geysilega stóru litríku mál- verk úr Biblíunni eða setið í hljóðum hljómleikasalnum í bláu og gulu bir- tunni frá steindu gluggunum og með myndskreytta sembalinn eftir meist- arann á sviðinu. Eða virti fyrir sér í anddyrinu stóra gobelinteppið, sem í efni samtengir með bláma Miðjarð- arhafsins bæi Chagalls, Jerúsalem og Vence. Eftir seinni heimsstyijöldina sett- ist Chagall einmitt að í Vence, fjalia- bænum skammt vestan við Nissa, þar sem er Chapelle-du-Rosaire, kap- ella helguð Matisse með listaverkum meistarans. í næstum fjögur ár vann Matisse að þessari kapellu og nefndi hana „meistaraverkið mitt“. Ferða- fólk skyldi vara sig á því að þessi litli gimsteinn er lokaður á sunnudög- um og hátíðisdögum og kanna yfir- leitt áður en lagt er upp í skoðunar- ferð opnunartíma hinna ýmsu staða. í þorpskirkjunni skammt frá aðal- torginu í Vence, þar sem áætlun- arbíllinn stansar, er á hliðarvegg draumkennd mosaikmynd eftir Cha- gall. En tvíburabærinn-í þriggja kíló- metra fjarlægð, St. Paul, er samt í rauninni enn frægari listaverkabær. Þessir tveir litlu bæir gjarnan nefnd- ir í sama orðinu, Saint-Paul-de-Vence. I Saint-Pau! er þessi heimskunni veitingastaður Colombe d’Or, samkomustaður mál- ara og bókmenntafólks í 30 ár. Upp úr 1950 tók ferðafólkið að streyma að til að skoða það sem þeir skildu þar eftir sig. Þarna hafa nú 2-3 kyn- slóðir merkt sér staðinn með lista- verkum. Þar bjuggu bæði Picasso og leikarinn Yves Montagne, sem nú á hús við litla torgið framan við veit- ingahúsið og má gjarnan sjá leikar- ann í kúluspili á torginu með körlun- um í þorpinu, áður en þeir skreppa inn í krána til að fá sér einn. Colombe d’Or-veitingahúsið hefur staðið þarna í hálfa öld, en fyrir 30 árum varð það samkomustaður list- málara, myndhöggvara og rithöf- unda, sem síðan hafa orðið heims- frægir og veitingastaðurinn er bæði inni og úti eitt listaverk. Húsið sjálft er að grunni til frá því um 1700. Staðurinn er stórkostlegur, en matur að sjálfsögðu nokkuð dýr, þar sem fólk kemur úr ölium heimshornum beinlínis til að njóta lista og seðja matarlyst sína í þessu rómantíska andrúmslofti. Nafnalistinn yfir þá sem þarna eiga verk í öllum hornum, á veggjum, á barnum, á göngum og úti í húsagörðum er langur: Henri Matisse, Miro, Hartung, August Renoir, Picasso, Fernand Leger, Derrain, Brach, Tingerlei, svo nokkr- ir séu nefndir, sem undirrituð man eftir að hafa séð í kring um sig meðan setið var yfir ljúffengum rétt- um og skoðað í fylgd með eigandan- um á eftir. Heilt herbergi er þarna með verkum Alexanders Calders, sem hann hafði gefið, svo og tvö stór mobíl úti í húsagarðinum. En í tijágarðinum hefur César gert gríðarstóra styttu. Ekki má gleyma því að þarna í Vence er Foundation Maeght, heimsþekkt forum lista, listasafn og skammtímasýningar og þarna er „völundarhús" Joans Miros með gríðarlegum skúlptúrum, mosa- ik og vatnsmyndum, en hvorugt gat ég skoðað þar sem orðið var of álið- ið dags. Verður að geymast til betri tíma. Út með ströndinni bjuggu á sínum tíma um sig Joan Miro, Femard Leger, Auguste. Renoir, Henri Mat- isse og August Renoir, hver í sínum bæ. Renoir-safnið er í Canges-sur Mer og fjölbreytt verk Jeans Coc- teaus í Menton, en Leger- safnið í Biat, 6 km frá Juan-les-Pins. Safn Auguste Renoirs er í húsi lista- mannsins í Canges og íbúð hans og vinnustofur til sýnis, en ýmsu hefur verið breytt síðan málarinn lést 1919. Við gluggann stendur hjólastóllinn sem meistarinn eyddi síðustu árum ævi sinnar í og maður þekkir ólífut- rén í garðinum af málverkum hans og þar er hægt að setjast niður í veitingahús og fá t.d. Bouillabaise, fiskisúpuna frægu sem ættuð er þarna af ströndinni. í Biot málaði Paradís. Hluti úr mynd Chagalls, sem sýnir Adam og Evu. Fernand Léger nokkrar af sínum frægustu myndum, svo sem Mu- síkantana þijá, sem sitja þarna í Leger-safninu í Biot með túbu, selló og harmoniku. Það er ekki nema 6 km frá Juan-les-Pins, sem varð fyrsti áningarstaður Picassos þarna við Miðjarðarhafið um 1920. Litlu seinna tók Picasso að venja komur sínar á sumrin til Antibes og þar í kastala með virkisgarði út yfir hafið, þar sem hann bjó og hafði vinnustofur eftir 1946, er einmitt gríðarmikið og víðfrægt safn með myndum hans frá þeim tíma. Safnið með listaverkagjöf málarans var opn- að 1949. Auðvelt er að komast þang- að með lestinni frá Nissa, tekur ekki nema 20 mínútur og borgar sig, því bæði er leiðin með Miðjarðarhafinu falleg, útsýnið af hallarveggnum út yfir hafið í þessum litla bæ yndislegt og myndir meistarans stórkostlegar. Þær bera þess merki að þarna hefur hann unnið og elskað, því fyrirmynd- irnar eru tíðum ástkonur hans og túlkunin breytist æði mikið. Doru Mar hittir hann þarna á ströndinni 1936, en 1940 fer hin 18 ára gamla Marie Therese Walter að verða fylgi- kona hans og er þarna á myndum með dóttur þeirra Mayu, en Marie Therese dó 1977 í Antibes 68 ára að aldri. Má þekkja höfuðlag Maríu Theresu af frægum skúlptúrum meistarans. En 1944 kemur fram á sjónarsviðið og í myndir Picassos Francoise Cilot. 1946 er Picasso far- inn að vinna reglulega í kastalanum, þar sem hann svo skildi eftir 25 málverk og 44 teikningar frá árunum á undan. Og 1948 gaf hann til viðbót- ar í safnið 149 leirmyndir og síðar skúlptúra. Eftir að Picasso hætti að vinna í Antibes hélt hann áfram að búa á þessum slóðum. En þarna er geymt og til sýnis ákveðið tímabil úr hinni löngu starfsævi meistarans. Með því að koma sér fyrir mið- svæðis í Nissa í sumarleyfi er auð- velt að taka síðdegi eða morgun í að heimsækja eitt og eitt af þessum söfnum, sem eru hreinustu gimstein- ar eða jafnvel vera daginn í viðkom- andi bæ, fara á ströndina og líta inn í safnið einhvern hluta dagsins. En leita þarf upplýsinga, því vikulegur lokunardagur þeirra er ekki alls stað- ar sá sami. Og sums staðar lokað á hátíðum og um helgar. GUDMUNDUR ÓLI ÓLAFSSON: ALTARIÐ OG HLJÓÐFÆRIN sumartónleikar í fimmtán ár Skálholtskirkja var svo sem ekki mikið meira en smáhjallur til að sjá fyrir hálfum fjórða áratug. Gisin, köld og gömul var hún og þótti ekki meira en svo fýsi- leg til helgihalds. Þó var hún enn rík að erfðum, „andleg móðir allra annarra vígðra húsa á íslandi". Ungum presti þótti kynleg og óvænt tign að standa við altari hennar, þótt fátæklegt væri og klunnalegt, og ekki síður að stíga í stól henn- ar. Þar hlaut Guðs kennimanni að vera hvað mestur vandi á höndum, í sporum meistaranna, Brynjólfs og Jóns. Ekki þótti honum þó minna vert um fólkið í helgidóminum. Héraðs- læknirinn í Laugarási var organist- inn og lék af gleði á rómantískt harmóníum. Knútur Kristinsson hét hann og kona hans, Hulda Þórhalls- dóttir, var forsöngvarinn. Þau höfðu meira að segja haldið uppi kirkjukór í fámennri Skálholtssókn, enda afreksmenn bæði og gull að manni. Enn fara sögur af svaðilför- um Knúts um hérað, fífldirfskunni og karlmennskunni í hógværð og gamansemi. Margir vissu þó, að honum var ekki ætíð hlátur í huga, þegar hann hló. Sæti organistans var honum helgur sess. Fjallháir helgidómar — og sögur En sem hann stóð nú þar, prest- urinn, nýkominn til kalls og rýndi í bækurnar á altarinu hlaut hann að hugsa til þess, að hann var að koma sunnan úr álfu. Þar var urm- ull ijallhárra og tiginna helgidóma. Sumir voru allt frá dögum Karla- magnúsar eða eldri. Sumir gnæfðu upp úr rústum vígvallanna, en allir v.oru þeir fullir Guðs dýrð. Þar var slíkur fjársjóður og slík mergð dýr- ustu snilldarverka, sem manns- hendur hafa um fjallað, að íslend- ingi þótti nóg um. Þar mátti heyra kunnustu kennimenn álfunnar predika af stóli á hveijum drottins- degi. Og söngurinn var svo rismik- ill og fagur, að mikið mátti vera, ef betur tækist á himnum. Þar hlaut raunar hugurinn að nema staðar um stund. Allir þessir miklu helgi- dómar ómuðu af himneskri tónlist, ekki einungis við messugerðir á helgum dögum, heldur margan dag og margt kvöld, einkum þó á að- ventu, föstu og á stórhátíðum. Einhver- staðar milli blaða í fræðum Luters átti að vera snepill, sem táknaði ásetning: Fengi ungur guðfræðingur einhveiju til leiðar komið heima, þá skyldi hann reyna að styðja hvort tveggja til vegs í snauðum og smáum kirkjum, fagn- aðarerindið og þessa dýru tónlist og lofsöngva. Listamaður í Skálholtskirkju Altarið var fámálugt og skrúð- laust, engin ónytjumælgi — bar það eitt með sér, að það var borð Drott- ins og mildi hans. Þegar gamla kirkjan var rifin var það flutt inn í stofu í ófullgerðu húsi, komst þar í kynni við danskt'pípuorgel, sem þó var enn í umbúðum. Og þar var raunar messað við það um skeið. Þó var það ekki fyrr en nýja kirkj- an var næstum komin að vígslu, að málarinn, Herbert, fór að for- vitnast um, hvað byggi undir svar- brúnni málningu. Þá birtust þar furður skærir litir, að vísu nokkuð máðir. Og fróðir menn minntust þess, að ungur listamaður, einhver hinn fyrsti lærði málari, íslenzkur, hafði málað alla dómkirkjuna í Skálholti, hátt og lágt. Þó hafði hann sjáanlega farið penslum sínum af mestu lotningu um borð Guðs. Þar mátti glöggt sjá, hvar altaris- steinninn forni hafði staðið, einhver hinn helgasti kirkjugripur landsins, er borið hafði heilög ker kirkjunn- ar, sennilega um aldir. Farið og steinninn áttu saman og eiga saman enn, að sjálfsögðu. Hitt varð ekki séð af gömlu borði Guðs, að síra Hjalti Þorsteinsson hefði leikið fleiri listir í Skálholts- kirkju en þá að munda pensla. En það er sannast sagna, þótt fallið væri um of í gleymsku, að Brynj- ólfsaltari hafði verið samtíða fleiri hljóðfærum í kirkjunni en harmóníi og dönsku pípuorgeli. Dr. Jakob Benediktsson hélt býsna fróðlega ræðu við upphaf sumartónleika í Skálholtskirkju fyrir fimm árum. í fremur fáum orðum brá hann ljósi á mikil þáttaskil í menningarsögu íslenzkrar þjóðar. Enginn veit að sönnu, hvenær fyrst var leikið á . hljóðfæri í Skálholtskirkju. En dr. Jakob benti á, að þijú hljóðfæri hefðu verið í Skálholti um þær mundir, sem mestu snillingar bar- okktónlistarinnar voru bornir í þennan heim. Hándel, Bach og Scarlatti fæddust allir árið 1685. Þá var Þórður Þorláksson biskup í Skálholti, hinn mesti lærdómsmað- ur og heimsborgari og mikill áhuga- maður um bókagerð og tónlist. Hann átti clavichordium, symfón og regal, og árið 1685 flutti hann Hólaprentverkið suður í Skálholt og hóf fyrstur manna prentun fornra, íslenzkra bóka á íslandi. Sama ár kom Hjalti Þorsteinsson suður til náms í Skálholtsskóla, en hann hafði áður numið á Hólum. Ári síðar lauk hann prófum, gerðist síðan þjónustumaður biskups _ein tvö ár og málaði þá kirkjuna. Árið 1688 hélt hann utan til náms í Höfn, ekki einungis í guðfræði, heldur einnig í málaralist og hljóð- færaslætti. Er þess einkum getið, að biskup hafi hvatt hann til tónlist- arnámsins. Virðist svo sem biskup hafi haft í hyggju að gera hann að organista sínum um sinn. Hjalti kom heim árið 1690. Er næsta trú- legt, að hann hafi iðkað list sína við hljóðfæri Þórðar Þorlákssonar sumarið og haustið 1690. I desem- ber sama ár var hann hins vegar vígður kirkjuprestur í Skálholti, fékk ári síðar veitjng fyrir Vatns- firði og fór vestur vorið 1692. Eftir það fara ekki sögur af hljóðfæra- slætti í Skálholti, fyrr en á þessari öld. Hljóðfærin góðu liafa orðið íslenzkum fúa að bráð, en Grallara sínum og söngfræði auðnaðist bisk- upi að koma á prent árið 1691, og þau hafa varðveizt. Bach og Páll koma til sögu Trauðla hafa verk Jóhanns Sebastíans Bachs verið leikin í Skál- holtskirkju fyrr en þar kom, að Skálholtshátíðir hófust um miðja þessa öld. Þá kom Páll ísólfsson til sögu og fór fimum og lærðum hönd- um um harmóníið smáa. Hvergi er skráð, hvað hann lék, en hann vildi veg Skálholts sem mestan og Bach stóð honum næstur tónskálda. Harla sennilegt er því, að hann hafi fyrstur manna leitt gamla manninn í Skálholtskirkju. Svo var mér sagt, að dr. Páll hefði lagt á ráð um raddskipan og stærð hins nýja kirkjuorgels í Skál- holti. Það er gjöf frá dönsku þjóð- kirkjunni og þykir gersemi, þótt ekki sé nema ellefu radda. Tónskáld og bragsmiðir voru í Skálholti forðum, er Þorlákstíðir voru sungnar. Engar sögur fóru síðan af tónsmíðum í Skálholti um margar aldir, unz að því kom að minnast skyldi þess, að níu aldir voru iiðnar frá stofnun biskupsstóls í Skálholti og leggja hornstein að nýrri kirkju. Þá ortu skáld og tón- skáld sömdu tónakviður. Páll Isólfs- son var þar fremstur í flokki og setti mjög svip á fagran júlídag 1956. Þar var Skálholtskantata hans við Hátíðarljóð síra Sigurðar í Holti flutt í hallanum eða túnfæt- inum, sunnan undir kirkjuklöppinni. Og enn bar fundum saman og kynni tókust. Þegar Skálholtskirkja var vígð sat höfðinginn, vinur og lærisveinn Bachs, á orgelbekknum. Og nú þarf ekki að fara í grafgötur um neitt. Allt er skráð á blöð og bönd: Organforleikur: Bach, Prelúd- íum í Es-dúr. Organleikur í messu- lok: Páll ísólfsson, Chaconne um stef úr Þorlákstíðum. Að lokinni messu flytur forseti Islands ávarp og kirkjumálaráðherra afhendir biskupi kirkjuna og Skálholtsstað. Þá er þjóðsöngurinn sunginn, en síðast rísa og hníga og drynja tónar Þrenningarfúgunnar, Fúgu Bachs í Es-dúr, um skipið allt, um ris og ijáfur. „Og svo haldið þið konserta," segir meistarinn að skilnaði, „og seljið aðganginn nógu dýrt. Þá koma broddarnir úr Reykjavík.“ — Hann hefur sjálfur boðið löndum sínum einna oftast til tónleika. Þeir komu, fáeinar hræður, sátu, eins og hungraðir og þyrstir förumenn á Dómkirkjuloftinu sem næst orgel- inu, stundum tíu eða tuttugu. Hann lék dýrustu og flóknustu völundar- verk tónbókmenntanna fyrir þá og það kostaði ekki neitt. — „Heyrðu, mér er sagt þú sért gamansamur, eins og hann afi þinn. Við vorum góðir kunningjar. Við þurfum að hittast og spjalla saman.“ Og dr. Róbert Um vorið það ár kom Róbert. Hann kom upp að Torfastöðum seint í apríl og spurði, hvort heima- menn treystu sér að syngja við kirkjuvígslu. Hann var þá orðinn söngmálastjóri þjóðkirkjunnar og skyldi annast undirbúning söngs og annarrar tónlistar við vígslu Skál- holtskirkju. Aldrei gleymist hann vinum sínum, röddin dökk og hlý, viðmótið tíðast eins og bezta vini væri að fagna, barnsleg gleðin, oft af smæsta tilefni, tungutakið hreint og fagurt og rammíslenzkt, keimur- inn þó örlítið framandi og heillandi um leið, — skaphitinn, vandlætið, kyngikraftur andans og harkan, sem stundum virtist umturnast í nístandi grimmd, varð svo, fyrr en varði, ástúðin ein og sáttfýsin, — og svo kunnáttan, lítillætið og mild- in. Hann smíðaði kór á fám vikum. Efniviðurinn var að mestu söng- glaðir Tungnamenn, tveir Skeiða- menn. Flestir voru þeir ólæsir á nótur, vöktu kvöldum og nóttum saman við sauðburð og síðan í hey- önnum, — veröld þeirra var furðu- heimur í augum Berlínarbúans, — og svo fáeinir guðfræðistúdentar, einn prestur, einn nemandi úr Tón- skóla þjóðkirkjunnar og tvær kon- ur, sem lengi höfðu sungið þar, sem hann stjórnaði. Önnur þeirra var að sjálfsögðu Guðríður, kona hans. Að henni var honum mestur styrk- ur. Hann kom í hverri viku, var oft nokkra daga í senn, varð fyrst aufúsugestur, síðan heimamaður, barðist, stundum vonlaus, sár og hnugginn, stundum himinglaður og sigri hrósandi. Að öðru leyti var hann mannlegur og einlægur, spurði margs, skokkaði meira að segja í frakka eftir prestinum, þeg- ar sá þóttist vera að þjálfa stóð- hesta fyrir Hrossaræktarsamband- ið. Þá var verið að rannsaka, hvort satt væri, að hestar kynnu að slá takt á ýmsa vegu. Þegar dagurinn rann og kórinn söng sögðu þeir, sem vit höfðu á: „Þetta er eins og atvinnumannakór, Þau syngja eins og þeir, sem ekk- ert þurfa að gera nema synjga. Slíkur söngur heyrist ekki nema í háborgum menningarinnar.“ Aðrir sögðu, að gamall sproti íslenzkrar og kristinnar menningar væri að rísa úr jörðu, vænn og grænn. Hér hefði verið brotið blað í kirkjusögu landsins. Et exulavit spiritus meus Um haustið efndi söngmálastjór- inn, dr. Róbert A. Ottósson, til nám- skeiðs í Skálholti. Þar spratt úr jörðu fyrsti vísir skóla á nýrri öld á staðnum forna. Árangur leið. Hann hélt tryggð við kórinn og Skálholt, kom í hvert sinn, sem eitthvað lá við, æfði, setti fyrir, skrifaði, hljómsetti, samdi meira að segja. Það gleður eyrað og hjartað að heyra, að nú er margt af þessu sungið í hátíðamessum um allt landið. Kvöldvaka var haldin fyrir kórinn, líklega fyrsta haustið. Þar var hann allra manna glaðastur og skemmtilegastur og með honum Margrét á Miðhúsum, einnig orðin íslendingur, þótt komin væri af Þýzkalandi. Þegar haft var orð á, að halda mætti tónleika, efndi hann til tónleika. Þegar hann varð þess var, að Hanna Bjarnadóttir var dáð í Skálholti var sjálfsagt að koma með hana í kirkjuna. Hann lék sjálf- ur undir á orgelið: „Hve fagrir eru fætur hans“, „Ég veit það eitt: minn Lausnari lifir“, „Jesú, mín morgunstjarna", „Et exsultavit spiritus meus“. Þegar áratugurinn var Iiðinn höfðu stórvirkin svo sem komið til orðs. Hann sá þau enn í fjarska. Skálholtskirkja Páll ísólfsson Vísindin leituðu á hann, rannsóknir og fræðistörf. Ef til vill grunaði hann einnig, að þrekið væri að þijóta. Vinir kvöddust með nokkr- um trega heima í hlaði eftir Skál- holtshátíð 1973. Hann stjórnaði ekki oftar söng né hljóðfærum í Skálholti. Gamla altarið hafði að sönnu komizt í kynni við trómet, fiðlur og knéfiðlur og heyrt meiri og fegurri söngva en forðum, en nú fékk allt annan róm um sinn. Þá ræðu hefði mátt klappa á stein Vorið 1975, 11. maí, efndi Hauk- ur Guðlaugsson, söngmálastjóri, til minningarhátíðar um dr. Róbert í Skálholtskirkju. Fólk dreif að úr öllum áttum. Frú Guðríður Magnús- dóttir bauð öllum, sem þar komu, til kaffidrykkju í Aratungu. Nokkur orð mælti hún til gesta sinna. Þá ræðu hefði mátt klappa í stein. Hún ræddi um þá hönd, sem forðum var heil og heit. Um síðir kólnar hún og stirðnar svo til fulls, að verkið fellur niður. Hún kvaðst þess full- viss, að önnur hönd, lifandi, heit og styrk mundi taka við, þar sem hin varð að sleppa. Fám dögum síðar kom Helga Ingólfsdóttir til sögu. Hún hafði komið í Skálholt 11. maí ásamt manni sínum, dr. Þorkeli Helga- Helga Ingólfsdóttir syni. Þeim varð ljóst, að hljómburð- ur kirkjunnar var mikill og fagur. Þorkell mun einna fyrstur hafa haft orð á, hversu staðurinn væri vel fallinn til sumartónleika. Sennilega hefur Páll ísólfssonn ráðið nokkru um, að býsna oft heyrðist í sembal í útvarpi um eða eftir stríðslok. Semball var hljóð- færi Bachs, eins og orgelið. Því á hann einnig heima í kirkjum, klið- mjúkur og skrumlaus í hógværri tign sinni. En harðar kröfur gerir hann, bæði til semballeikarans og áheyrandans. Fyrstu sumartónleikar voru haldnir þegar sumarið 1975. Þeir hófust með sembaltónleikum þeirra Helgu Ingólfsdóttur og Elínar Guð- mundsdóttur 12. júlí. Þar með var hafin sú hátíð, sem staðið hefur í Skálholti í fimmtán ár. Og tindarnir rísa Fyrstu árin voru dýrðartíð. Að- sóknin var að vísu dræm, líkt og hjá Páli forðum. En list og atgervi þeirra beggja, Helgu og Manúelu Wiesler, sem þá báru hitann og þungann af starfinu, stóð með mikl- um blóma. Barokktónlistin var í öndvegi, en íslenzkum tónskáldum var og boðið til leiks. Segja má, að tónsmiðja hafi verið opin og eldur Róbert Abraham Ottósson í afli flest sumur. Hljóðfæraglam og söngur hafa glæðst með hverju ári kringum gamla altarið. Tindarnir rísa hver við annan, þegar horft er um öxl. Þeir eru að verða eins óteljandi og Vatnsdals- hólar. Tvær erlendar konur hafa komið við sögu með þeim hætti, að öi'ðugt verður að þegja um. Sænski fiðluleikarinn Ann Wallström, hlé- drægur snillingur, kemur hér á hverju ári, stundum einnig á vetr- um, til að taka þátt í helgileikjum í Skálholtskirkju. Og Hedwig Bil- gram, kennari Helgu og nánasti samstarfsmaður Karls Richters, þegar vegur hans var sem mestur, — seinni ár undirleikari með Maurice André, kom hér ekki alls fyrir löngu. Þótt ekki væri annað gæti sá préstur ekki gleymt henni, sem messað hefði með henni einu sinni. Hálfa stund eða svo sat hún í stofu, leit á messuna, sáimalögin, kunnug sem ókunnug. Síðan lék hún í kirkjunni messuna alla frá upphafi til loka af fingrum fram, viðstöðulaust af miklum þrótti og látlausri einlægni, eins og hún hefði hvergi setið á orgelbekk nema í Skálholti. Gamla altarið má vel við una Og hvernig á að lýsa þessari hátíð allri? Kirkjan er nú oft þéttset- in, helgi eftir helgi. Bach predikar í kantötum, fúgulist, tónafórn og H-moll messu, aðrir barokksnilling- ar taka undir. Islenzk list «r kynnt og smíðuð og frumflutt, námskeið eru haldin. Sumartónleikar hefjast nú um miðjan júlí, en þegar þetta er ritað standa tónlistar- og mynd- listarnámskeið fyrir börn í Skál- holtsbúðum sem hæst. Þegar tón- leikarnir hefjast stofna tónlistar- menn og fjölskyldur þeirra til eins konar stórfjölskyldu eða fjölskyldu- búða. Þar eru stundum um þijátíu manns í senn. Þegar tónleikum lýkur taka svo við námskeið söngmálastjóra með miklu fjölmenni og sleitulausu striti í kirkjunni daga og nætur. Og síðastur kemur svo Jónas Ingi- mundarson með söngdagaflokk sinn og einhver stór kórverk. Gamla altarið má vel við una. Allt þetta fólk virðir helgihaldið og tekur þátt í því af alúð og gleði. Nú er meira að segja svo komið, að tveir tónlistarmenn eru á launum við Skálholtskirkju, annar þó aðeins á sumrum. Og tvö smávaxin, en forkunnar góð og fögur hljóðfæri, bæði í ætt við hljóðfæri Þórðar biskups, kúra tíðum í horni hjá gamla hróinu og bíða vina. r

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.