Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 2

Morgunblaðið - 14.07.1990, Side 2
2 B íslensk tröll. sýna honum drengina. Hún verður að ná á áfangastað áður en fyrstu sólargeislar ná að skína. En drengirnir eru seinir í förum og þegar þau eiga skamma leið óf- arna, rís sólin upp fyrir sjónbaug og þau verða öll að steinum. Sagan á rætur í íslenskum þjóð- sögum og varla nokkuð í henni sem virkar framandi á okkur. Því er skemmtilegt hversu mikla at- hygli hún hefur vakið erlendis á þeim sjö árum sem Leikbrúðuland hefur ferðast með hana til út- landa. Þegar ég hitti þau Bryndísi, Ernu, Hallveigu, Helgu og Þór- hall á dögunum bað ég þau að segja mér frá ferðunum út í maí og hver þeirra skýring er á því að aðrar þjóðir skilja þessa sögu. „Til Spánar fórum við eftir að hafa fengið boð um að taka þar þátt í Alþjóðlegri brúðuleikhús- hátíð, sem haldin er á tveggja ára fresti í Barcelona af „Institut del Teatre“. Þama koma saman gríðarlega mörg leikhús, aðallega frá Suður- og Austur-Evrópu, og við vorum eina Norðurlandaþjóð- in. Síðan fórum við til Andorra og sýndum þar, vegna þess að í Andorra er eins konar útibú frá þessari hátíð og þangað er sent úrvalið sem kemur fram í Bareel- ona. Svo er það þetta með að skilja verkið; við leikum alltaf á tungu- máli þess lands sem við sýnum í. Þetta var önnur heimsókn okkar til Spánar með þessa sýningu. Sú fyrri var fyrir þremur árum og þá þýddi Baltasar verkið fyrir okkur. Á svona hátíðum eru alltaf útsendarar frá brúðuleikhússam- tökum alls staðar að úr heiminum. Þessi sýning okkar vakti mikla athygli þegar við sýndum hana fyrst og síðan höfum við fengið boð um að koma með hana til íjölda Ianda. En við höfum ein- ungis farið á þær hátíðir, þar sem okkur finnst eitthvað spennandi vera að gerast, því þetta hefur verið þannig, að við höfum getað valið úr. Auðvitað vildum við gjarnan fara á fleiri staði, en þar sem þetta er aukastarf hjá okkur — við erum öll í fullu starfí annars staðar — höfum við ekki þegið fleiri boð. Nú, svo spila peninga- málin inn í. Þessar ferðir eru mjög dýrar og tímafrekar og ef við mundum þiggja öll boð sem okkur berast værum við á stöðugum ferðalögum allan ársins hring. Ferðin til Spánar var mjög skemmtileg fyrir okkur. Við sýnd- um þrisvar í Barcelona, en komum þangað nokkru áður en við áttum að sýna. Okkur tókst því að sjá margar sýningar á hátíðinni. Margar þeirra voru mjög áhuga- verðar og skemmtilegar. Þó voru það aðallega þijár; skuggamynda- sýning frá Ítalíu, leikur með fíngr- um frá Ítalíu og Marionettusýning frá Búlgaríu. Þama voru margir ítalskir hópar. Það er löng brúðu- leikhúshefð á Ítalíu og þar er mikið að gerast. Þess vegna koma líka margar spennandi sýningar þaðan, sem oft ná langt út fyrir hið hefðbundna brúðuleikhús — eru eiginlega eins og hreyfanleg myndlist. Þeir leika mikið með klæði og hluti og hafa jafnvel engar brúður. Það má segja, að þessi hátíð hafi einkennst af fígúru og hluta leikhúsi. Árið 1984 var haldin stór brúðuleikhúshátíð í Róm og eftir þá hátíð spurðu margir: „Hvar eru brúðurnar.“ Þessi þróun fer mjög í taugamar á mörgu brúðuleik- húsíölki. Það að við emm nær einungis með brúður í sýningum okkar hefur átt þátt í því að við höfum fengið mjög jákvæða dóma, jafnvel þótt við séum með ýmsar tæknitilraunir." En snúum okkur aftur til ferð- arinnar til Stokkhólms í vor. Sem fyrr segir fjallaði ASSITE.J að þessu sinni um það hvort bama- og unglingaleikhús geti orðið til MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚLÍ 1990 b a Flumbra aö elda. (Ijósmyndir/Kristján Ingi Einarsson) Úr Tröllaleikjum: Draumlyndi risinn og draumadísin hans. að þroska sjálfsímynd barna og unglinga með því að stefna hærra hvað varðar þjóðlega og menning- arlega meðvitund. Gagnarýnandi Dagens nyheter skrifar um ráð- stefnuna og þær sýningar, sem voru á fjölunum af því tilefni, mánudaginn 28. maí. Hún fínnur að því að börn hafí verið ijarri góðu gamni, þar sem þátttakend- ur á ráðstefnunni hafí haft for- gang að miðum á sýningarnar. En ekki er hún alls kostar ánægð með sýningarnar heldur. Hún gagnrýnir félagslega raunsæið, sem einkennir sýningar allra Norðurlandanna; sálfræðiraunsæi Dana og Svía og dapurlega sögu um drauma og bemskuminningar á hanabjálka frá Finnum. Hún hrósar hinsvegar sýningu hol- lenska hópsins „Wederzijds" og segir síðan: Það vom fáir á hátíðinni sem deildu gleðinni með Hollendingun- um. En kringum tröllkonuna Flumbru hjá íslenska brúðuleik- húsinu Leikbrúðulandi breiddist út dásamleg tilfinning fyrir að vera heima. Kannski er svarið við spumingunni sem barnaleikhús- samtökin ASS-ITEJ lögðu fyrir sig á Stokkhólmsþinginu að finna hér... Öllum fannst þeir sitja á hné Flumbru tröllkonu, þessa mjúka fjalls, sem er saumað úr taui. Okkur fannst sagan um hvernig jörðin skalf og fjöllin klofuðu, þegar Flumbra elskaði tröllkarlinn sinn skemmtileg á öllum málum. íslendingarnir sýndu af mikilli listrænni fæmi menningarleg sér- kenni sín, betur en öll hin Norðurl- öndin. Og í sérkennunum var skyldleikinn fólginn, kunnugleik- inn þekkir engin landamæri. Ég spurði fímmmenningana hvort þau væm sammála öllu því sem kom fram í greininni sem bar yfírskriftina: „Fagurfræðin í há- sæti — frásagnargleðin heyrir til undantekninga hjá svartri uppeld- isfræði." „Þar sem við vorum þjóðnýtt, í orðsins fyllstu merkingu, sýnd- um fjórar sýningar á fimm dögum, tókst okkur ekki að taka þátt í ráðstefnunni sjálfri eða að sjá neitt annað. Við vissum því ekki hvort við stæðumst samanburð. En þar sem við vorúm eina sýn- ingin frá íslandi (vomrti við að vonum ánægð bæði j með þær dúndrandi viðtökur sem við feng- um og með alla gagnrýnina, sem var afar jákvæð. Við vorum ekki heldur viss áður en við lögðum af stað, hvort við ættum heima þarna vegna þess að þetta var ekki brúðuleikhúshátíð, heldur ráðstefna og hátíð fyrir leikhús, sem vinna eingöngu fyrir börn og unglinga. Það tóku 45 þjóðir þátt í ráðstefnunni og hver hópur var að gera sitt. En þetta sýndi okkur að það er mjög mikilvægt að reka leikhús fyrir börn og unglinga. En skilyrðin fyrir því að þjóð fái inngöngu í ASSITEJ eru þau að, að minnsta kosti fimm barnaleik- hús verða að starfa á „prófessjó- nal“ grundvelli. Síðan mega aðild- arþjóðirnar bjóða hópum frá öðr- um löndum, og þannig kom það til að við sýndum þama og lékum, að sjálfsögðu á sænsku." Það er dálítið erfítt að átta sig á því, hvað þið emð þekkt erlend- is, venga þess að það fer afskap- lega lítið fyrir ykkur hér heima. „Já, þess vegna er líka svo skemmtilegt að sýna erlendis. Þar er Leikbrúðuland tekið sem fullg- ilt atvinnuleikhús fyrir börn og unglinga. Það styrkir ímynd okkar og gefur okkur aukinn kraft til að gera betur. Annars höfum við alltaf átt þakkláta áhorfendur hér heima, en markaðurinn er bara svo lítill að sýningar okkar ganga aldrei lengi. Hvað er svo á döfínni hjá ykk- ur? „Við erum með fullt af tilboðum um að sýna, meðal annars á hát- íðum í Zaire, Finnlandi og Frakkl- andi. Svo fengum við boð frá Marionette leikhúsinu í Stokk- hólmi, sem er langmerkilegast sinnar tegundar á Norðurlöndum, um að koma og sýna í eina viku — vera á verkefnaskránni hjá þeim næsta vetur. Stjórnandi þessa leikhúss er Michael Mesch- ke. Hann kenndi á norrænu brúðuleikhúsnámskeiði sem hald- ið var í Reykholti fyrir 25 árum og gaf þá launin sín fyrir þá vinnu til að stofna hér UNIMA-deild, það er deild í Alþjóðlegu brúðu- leikhússamtökunum. — Hann er því dálítið tengdur okkur.“ Ætlið þið að þiggja þessi boð? „Það er alveg óvíst. Við þurfum að beina kröftum okkar að nýrri sýningu fyrir íslensku börnin. Við erum hérna fyrst og fremst fyrir þau.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir eftir Dagnýju Kristjánsdóttur Þórunn Elfa og dætur Reykjavíkur í dag ir. Þar að auki er ungu stúlkunum gert það ljóst að ef þær velja frama- braut geta þær ekki vænst þess að giftast. Giftist þær lýkur framanum umsvifalaust og við tekur húsmóður- hlutverkið. Þannig fær Alma í / biðsal hjóna- bandsins að heyra frá prófasts- frúnni: „Æ, blessuð hættu þessu fræðaglundri, Alma litla“ sagði frú Þorgerður. „Þú hefur illt af að verða svona sprenglærð. Eg hef nú þá skoðun að þessi mikla lesning, fræðagrúsk og hugarórar æri heil- Þórunn Elfa Magnúsdóttir var fyrsti rithöfúndurinn sem skrifaði frá sjónarhóli íslenskr- ar nútímakonu, borgarkonu, dóttur Reykjavíkur. Hún skrif- aði um tímamótakonur og sjálf stendur hún frammi fyrir tíma- mótum í lífi sínu nú um þessar mundir. I Reykjavík Ung kona gengur upp Laugar- veginn. Henni er þungt í skapi. Hún og maðurinn hennar áttu sér draum um eigið húsnæði. Fyrsta húsið misstu þau á byggingarstigi. Svo byggðu þau draumahúsið sem hefur breyst í martröð. Skuldirnar virðast óyfirstíganlegar. Hvers vegna? Þau hafa vissulega barist eins og hetjur, þau hafa gengið svo fram af sér að maðurinn er kominn á sjúkrahús. Þau eiga tvö börn, tvíbura, hver á að passa þá þegar faðirinn er veikur og móðirin verður að vinna myrkr- anna á milli? Þessi lýsing gæti sem hægast verið úr nýrri Reykjavíkursögu, en hún er það ekki. Bóklin er Snorra- braut 7 eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur — sögusviðið er Reykjavík fyrir fimmtíu árum. Reykjavík er sögusvið margra skáldsagna Þó- runnar Elfu, svo sem fyrstu bókanna þriggja með undirtitilinn Dætur Reykjavíkur (1933-1938), Snorra- brautar 7 (1947), Sambýlisfólks (1954), Dísu Mjallar (1953), Eldlilj- unnar (1957), Önnu Rósar (1963) og Kóngur vill sigla (1968) — svo að nokkrar séu nefndar. Að byggja í skáldsögunni Snorrabraut 7 og Sambýlisfólk er dregin upp mynd af Reykjavík stríðsáranna. A fyrstu tveimur árum stríðsins kollsteypist samfélagið, allir eiga harma að hefna eftir kreppu og hokur, allir þurfa að bæta sér eitthvað upp, all- ir mikla fyrir sér það sem „hinir“ kunna að fá. Fólk lýgur, svíkur, berst og lemst um til að ná í sinn hluta af stríðsgróðakökunni. Þeir sem hafa aðstöðu til að troða á næsta manni gera það, þeir sem enga slíka aðstöðu hafa verða undir. A þessum tíma reisa Dagrún og Baldur hús sitt. Hvert einasta stig húsbyggingarinnar hefur í för með sér nýjar áhyggjur og nýja ofreynslu fyrir ungu hjónin, en jafnframt gef- ur hvert stig þeim nýja innsýn í sam- félag sem er í siðferðilegri upplausn. Húsbyggingin er þannig notuð eins og spegill eða myndlíking sem dreg- ur inn í sig samfélagið allt. Baldur og Dagrún, ungu hjónin, reyna að vera heiðarleg sjálf, en það er ekki auðvelt. Það er heldur ekki auðvelt að elska hvort annað í áhyggjunum og baslinu. Og þó að Dagrún sé hart keyrð er það eiginmaðurinn sem telur sig bera alla ábyrgðina á fyrir- tækinu. Hún er „bara“ húsmóðir. Húsmæður Dagrún er mjög fær saumakona og hefur boðist framhaldsmenntun á því sviði. Hún velur hins vegar að gifta sig og eignast börn og þó að hún neyðist til að taka vinnu heim er hún fyrst og fremst móðir og húsmóðir, bæði að mati samfélagsins og sjálfrar sín. Húsmóðurhlutverkið skiptir ákaf- lega miklu máli í sögum Þórunnar Elfu. Og húsmóðurhlutverkið á ára- .tugnum 1930-1960 var ekkert smá- hlutverk. Öll barnafötin eru hand- unnin og búðarföt alls ekki sjálfsögð fyrir fullorðna heldur. Öll föt eru þvegin í höndum eða' frumstæðum þvottavélum, hengd út, staujuð, pressuð. Hvergi má sjást rykkorn á heimilinu sem helst á að vera skreytt með hannyrðum húsfreyju. Það á að vera heitur matur tvisvar á dag, ísskápar eru ekki til og allt keypt í smáskömmtum' frá degi til dags, stundum farnar margar ferðir í búð- ina daglega. Það er heimabakað meðlæti með kaffinu. Allt þetta, auk bamagæslunnar, er verksvið húsmóðurinnar og eng- um dettur í hug annað en að þetta sé fullt starf sé það glæsilega unnið og með því síðastnefnda stendur eða fellur sjálfsmynd eiginkonunnar. Hún getur ekki og á ekki að vinna úti eins og fram kemur í Sambýlis- fólki: „Æ, hver skrambinn, ertu í vinnu? spurði hann og virti hana nú nákvæmlega fyrir sér . .. „í vinnu? endurtók hann. „Ég hélt að þú vær- ir gift og búsett kona“. „Já, svaraði hún aðeins, en þegar hún sá, að hann hélt áfram að hugsa um, hvern- ig högum hennar var háttað, bætti hún við: „Maðurinn minn er veikur, hann er í sjúkrahúsi núna.“ (Sambýl- isfólk, 284.) Allar aðalpersónurnar í bókum Þórunnar Elfu vilja eiga fyrirmynd- arheimili en í raun vill engin þeirra helga slíku heimili alla sína krafta. Dagrúnu finnst gaman að sauma, Dísa Mjöll hatar húsverk og hefur vinnukonu fyrst, síðan ráðskonu, Anna Rós hefur vinnukonu, íris í Eldliljunni lætur dóttur sína vinna húsverkin. En hvort sem konurnar vinna húsverkin sjálfar eða láta aðr- ar konur gera þau, eru þær dæmdar eftir ástandi heimilisins, bæði af mönnum sínum og ekki minna af öðrum konum, dómhörðum, stund- um refsiglöðum. Frami eða ást Sumar af ungu stúlkunum í skáld- sögum Þórunnar Eflu eru hvattar til að ganga menntaveginn eða velja framabrautina á sínu sérsviði. Én engin þeirra velur frægðina nema Dísa Mjöll sem geldur nánast fyrir það með lífi sínu. Og hvers vegna ættu ungu stúlk- urnar á fjórða og fimmta áratugnum að velja langskólanám eða baráttu í viðskiptaheiminum? Það eru örfáar konur í valdastöðum, ekki kenna þær við Háskólann eða eru áberandi í stjórnmálum eða atvinnulífi. Það vantar með öðrum orðum fyrirmynd- brigða skynsemi úr kvenfólki. Ef þú værir hrikaleg og fráhrindandi skyldi ég samt ekkert segja ...“ (í biðsal hjónabandsins, 87-88.) En það eru ekki aðeins ytri og félagslegar aðstæður sem hindra ungu stúlkurnar í að beijast fyrir sjálfstæði og þroska, hindranirnar felast líka og ekki minna í viðhorfum þeirra til sjálfra sín og kyns síns. Texti Ölmu í / biðsal hjónabandsins verður ákaflega flöktandi og tvíræð- ur þegar hún er að gera það upp við sig hvort hún eigi að halda áfram í gagnfræðaskóla eða hætta. Hún getur ekki valið af því að valið stend- ur ekki um nám eða ekki nám, held- ur um ást eða ekki ást. Og ástin er alfarið á forsendum karlmannsins. Listin Sagan af Dísu Mjöll er ákaflega metnaðarfull og hugrökk bók. Eigin- lega lýsir bókin sálgreiningu, eða sjálfsgreiningu listakonunnar Dísu Mjallar. Hún er kona sem „hefur allt“, er þekktur listamaður, gift yndislegum, vellauðugum manni og enginn skilur hvers vegna í ósköpun- um þessi vel heppnaða kona reynir allt í einu að fremja sjálfsmorð. Geðlæknirinn sem er með hana í meðferð fær að heyra sögu hennar smám saman og í ljós kemur lag eftif lag af sjálfsfyrirlitningu sem Dísa telur sjálf að eigi rót sína að rekja til sambandsins við móður sína. Móðir Dísu er fordæða. Hún kúgar dótturina og neyðir haná til að vinna öll verstu verkin og þræla myrk- ranna á milli. Dísa hatar hana og óttast hana jafn mikið og hún dýrk- ar föður sinn sem er dáinn. En Dísa afneitar ekki bara móður sinni held- ur líka vinkonum hennar og raunar kvenkyninu öllu og þar með sjálfri sér. Það eru ekki föðurbindingar hennar sem skiþta mestu máli, eins og sálgreinandinn álítur, heldur hatrið á móðurinni sem verður' að sjálfshatri sem er að sprengja Dísu innan frá. Hún segir: Hvað hún hat- aði þessar konur og hræddist þær, og hvað hún þráði konur, sem voru þeim eiginleikum gæddar, er konur eiga bezta, þráði góða móður, syst- ur, þráði það, sem hún hafði aldrei eignazt." (Dísa Mjöll, 114). Dísa Mjöll vill vera „heil“ í list sinni, henni líður aðeins vel ef hún getur sökkt sér niður i málverkið sem hún vinnur að hveiju sinni. Um leið er hún alltaf viss um að það sé ekki nógu gott, að hún geti betur, að hún eigi að gera betur. Hún er leitandi í list sinni en öryggisleysið sem hijáir hana ristir dýpra en hún getur gert sér grein fyrir. Hún er háð blessun „hins mikla hvíta föður“ sem heitir Bjólfur og er óumdeildur meistari. í lok bókarinnar og í lok sálgreiningarinnar hefur Dísa Mjöll náð meira jafnvægi gagnvart föður- og móðurstaðgenglum sínum og um leið og hatrið á móðurinni hefur verið hreinsað út, getur hún byijað að byggja upp nýrri og jákvæðari sjálfsmynd. Dísa Mjöll er ákaflega hugrökk og metnaðarfull bók þar sem spurt er erfiðra spurninga um það hvort sé hægt að vera kona og listamaður og vera „heil“ í ást og list. Hins vera er Dísa Mjöll frásagnartækni- lega flókin bók í því að það er sál- greinandinn sem segir og túlkar sögu Dísú sem að sjálfsögðu er túlk- un hennar og úrvinnsla úr lífi sínu. Þannig myndast tvöfeldni í frásögn- ina, íronía, sem einnig er að finna í Eldliljunni. Meira um ástina íris í Eldliljunni og Anna Rós í samnefndri bók eiga það sameigin- legt að þeim leiðist heldur í hjóna- böndum sínum. Báðar eyða þær mestum sínum tíma fyrir framan spegilinn og viðfangsefni Eldlilj- unnar er raunar narsissismi eða sjálfsást sem birtist í persónu írisar. íris er fögur kona eins og segir í bókinni:......raunar hafði það verið síðasta verkið hennar heima að ganga fyrir spegilinn í svefnherberg- inu, svo að hún vissi vel, hve spengi- leg hún var og kanifix í dökkbláum síðbuxum .. .“ (Eldliljan, 57). Speg- illinn er nánasti vinur írisar — enn- þá, en hann segir henni líka stundum að hún er orðin hálffertug og það verður æ meiri vinna fyrir hana að líta út eins og tuttugu og fimm. Allir dást að írisi og því hve „kanif- ix“ hún er og hún speglar sig í að- dáun fólks. En útlitið er henni ekki allt, það er henni tæki til að fá það sem hún krefst og það sem hún þráir. Það sem íris krefst er lúxus og íburður, það sem hún þráir er ást sem gæti gefið lífi hennar merkingu og innihald. Draumurinn um að ná í gamla kærastann, Björn, er að breytast alla bókina uns meira að segja írisi verður ljóst að hann er það innantómasta og fáránlegasta í innantómu og fáránlegu lífi hennar. Hún elskar ástina, elskar ástar- draum sinn, persónur og leikendur í þeim draumi hafa aldrei verið til og munu aldrei verða að veruleika. Spegill Önnu Rósar segir henni að hún sé orðin hálffímmtug. Það eru stríðstímar en Önnu kemur það minna við en fíngerðar hrukkur í kringum augun, eitt og eitt hvítt hár og það hve mikið eða lítið hárið „gneistar". Hún hefur vinnukonu og sjálf hefur hún ekkert að gera nema snyrta sig, horfa á sig í spegli og láta sig dreyma um ástina. Hana finnur hún um tíma hjá tengdasyni sínum. Seinna uppgötvar Anna að hann lítur á hana sem hálfgamla kerlingu sem hann hefur spilað með. Hún getur hins vegar ekki sætt sig við höfnun hans. Höfnun hans þýðir að lífsmarkmið hennar, þ.e. að vera falleg og vera girnilegt viðfang karl- manna er búið spil — og þá hefur konan lokið sínu hlutverki. Ekki bara í augum.karlmannanna heldur1 sjálfrar sín. Karlmennirnir daðra við írisi og Önnu Rós, en fái þeir það sem þeir vilja eru þeir fullir af ógeði vegna þess að þegar til kastanna kemur vilja þeir annað hvort ungar og „ósp- illtar" stúlkur eða nýjar, flottar (og ungar) hjákonur — helst hvort tveggja eins og tengdasonur Önnu Rósar. Um sorgina Frostnótt í maí (1958) er kannski hápunkturinn á rithöfundarferli Þó- runnar Elfu, ákaflega vel skrifuð bók og svo full af kvöl að undirrituð grét með ekka yfir henni. Frostnótt í maí kallast á við æfiminningar Þórunnar Elfu: Frá Skólavörðustíg að Skógum í Oxarfirði, sem kom út 1977. Á milli þessar bóka eru margar umhugsaðar hliðstæður. Frostnótt í maí segir frá Völvu, sem er sex ára gömul þegar móðir hennar sendir hana frá Kaupmanna- höfn til íslands, í fóstur til ömmu sinnar fyrir norðan. Móðirin á ekki annarra kosta völ en telpan skilur það ekki, tilfinningalega getur hún ekki tekið aðskilnaðinum og fyrsta hluta bókarinnar hverfast allar hennar hugsanir um spurninguna: Hvers vegna? Hvers vegna sendi mamma mig frá sér? Textinn er ljóðrænn og tilfinn- ingaríkur án þess að vera tilfinninga- samur: „Telpan hélt áfram að gráta, sorg henar var stríð og regindjúp eins og veraldarhafið, sem streymdi viðstöðulaust kringum jörðina og bylti skipinu á rísandi, sogandi öldu- bijóstum sínum.“ (Frostnótt í maí, 19). Hápunktur þessa hræðilega ferða- lags er koman norður. Enginn er til að taka á móti barninu og áhöfnin neyðist til að skilja hana eftir á hafnabakkanum, sitjandi á koffort- inu sínu í brunakulda, sex ára písl, dúðaða í svart sjal þernunnar. Afi hennar kemur svo, nokkru seinna að sækja gripinn. Þetta er upphafið að erfiðri vist Völvu í Árbæ og erfið- um samskiptum hennar við ömmu sína sem er hörð og tilfinningaköld kona. Sálfræðilega er telpan Valva firna vel gerð og það kemur vel fram að þó að góðar manneskjur geti linað þjáningar barnsins, getur í raun ekkert bætt henni upp það tjón sem hún hefur orðið fyrir, ástarþrá henn- ar er óseðjandi, sárið er opið. „Þú þarft alltaf að vera miðpunkturinn" segir amma hennar í reiði og það er hárrétt, telpan þarf þess. Amman ásakar telpuna fyrir að vera undir- förula, falska og það er líka hárrétt. Valva reynir að þóknast ömm- unni, en smám saman vex óvild hennar og reiði og undirgefni hennar er augnþjónusta. Hún reynir að víkja sér undan vinnu, reynir að svíkja sér út tíma til að liggja í leti, liggur á hleri, reynir eins og hún getur að grafa undan veldi ömmunnar á laun, verða sér úti um bandamenn og svo framvegis. Og hvernig á annað að vera? Amman er á móti persónu telp- unnar, er á móti geðslagi hennar og gerir atlt sem í hennar valdi stendur til að btjóta vilja hennar. Afleiðing- arnar af þessari uppeldisfræði eru að telpan verður „leikkona“. I Kóng- ur vill sigla, seinni bók Völvu sjáum við hvernig hún leikur stöðugt þau hlutverk sem hún heldur að falli í kramið þá og þá. Hennar eigið „hlut- verk“ er ekki til. Þórunn Elfa - áttræð Ég var bara stelpa þegar ég las bækur Þórunnar Elfu í fyrsta sinn. Ég var sannfærð um það þá, að hún væri mesti rithöfundur í heimi. Síðan hefur mér lærst hve hæpinn dilka- dráttur á rithöfundum getur verið og hve illa konur hafa oft orðið fyr- ir barðinu á „viðteknum gildum“ í bókmenntaumræðu og bókmennta- mati. Þórunn Eifa Magnúsdóttir fædd- ist 20. júlí árið 1910 og hún verður því áttræð á föstudaginn kemur. Ég votta henni virðingu mína og þakk- læti í tilefni dagsins. Þó var það ekki ætlun mín að skrifa hefðbundna afmælisgrein, heldur minna fólk á bækurnar hennar sem hafa ennþá ótrúlega mikið að segja um okkar tíma, okkar líf. Höfunclur er bókmennta- fræðingur, hefur verið sendikennari í íslensku við Háskólann í Osló i sjö ár. „Þorlákstíöir á sumartónleikam Sumartónleikar í Skálholts- kirkju hefjast nú í 15. sinn í dag, laugardag. Ákveðið hefur verið að byrja þetta aftnælisár með því að leiða hugannað upphafí söngmenntar á íslandi. Merkasta heimild, slitrótt að vísu, sem varðveist hefur frá þeim löngu liðna tíma, er ein- mitt frá Skálholti, frá því um 1300. Þetta er handritið, sem geymir „Þorlákstíðir“ (AM 241 A Folio), leifar af enn stærrí bók fyrir tíða- og messusöng. Eftii- þriggja alda þjónustu við altari dómkirkjunnar í Skálholti hefur eitthvað farið að ókyrrast um þessa ágætu Bok. Þá hefur verið skrifað, til að taka af öll tvímæli: „þessa bok a kyrckian j skalholltti en eingin Anar A 1597 Olafs Arna Son“. Þremur öldum síðar rýnir' sr. ’fadbýmr*' Bjarni Þorsteinsson í þessi fornu blöð, þá komin í Árnasafn í Kaup- mannahöfn. Hann birtir umskrift sína fremst í safni sínu „íslenzk þjóð- lög“ (1906-9). Rúmum þremur áratugum eftir þá birtingu, semur Páll ísólfsson „Chaconnu“ — þ.e.a.s. tilbrigði — fyrir orgel um upphafsstef „Þorláks- tíða“. Oðrum, tæpum þremur ára- tugum síðar ver dr. Robert A. Ottós- son doktorsritgerð sína um „Þor- lákstíðir". Síðan eru liðin 30 ár. Nú munu nokkrir þessara gömlu tóna hljóma aftur í Skálholti um næstu helgi. Þeir munu heyrast ein- ir sér eins og endur fyrir löngu og einnig í fylgd annarra tóna eins og nú tíðkast. D.agskráin hefst kl. 15 á laugar- dag. Þá mun prófessor Sveinbjörn Rafnsson flytja erindi um Þorlák helga og samtíma hans. Síðan munu prestar og félagar úr ísleifsreglunni syngja tíðir með þátttöku kirkju- gesta eins og vera ber. Aftansöngur (Vesper) var valinn til þessarar kynningar, vegna þeirrar fjölbreytni tónstefja, sem sú tíðagjörð kallar á. Um það bil þriðjungur hins forna handrits „Þorlákstíða" varðveitir andstef, responsoria (svarsöng) og hymna til aftansöngs. Kl. 17 verðaT svo tónleikar með verkum, sem byggð eru á stefjum úr „Þorlákstíðum.“. Þar munu koma fram Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur og söngkvartett undir stjórn Helga Bragasonar. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir syngur einsöng, Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á gömbu. Org- anisti Skálholtskirkju, Hilmar Örn Agnarsson, leikur áðurnefnda „Chaconnu" Páls ísólfssonar. Frumflutt verða m.a. tvö söngverk eftir Mist Þorkelsdóttur og önnur tvö eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verk Mistar eru „Dicamus Gracias" fyrir alt, kór, sembal og gömbu, og „Magnificat" fyrir blandaðan kór. Verk Þorkels eru „117. Davíðssálm- ur“ fyrii' mezzo-sópran og orgel og „Innocentem te seivavit" fyrir kór og orgel. Þessir tónleikar verða svo endur- teknir, eins og venja er á Sumartón- leikum í Skáiholtskirkju, á sunnu- daginn kl. 15. Hamrahlíðarkórinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.