Morgunblaðið - 14.07.1990, Blaðsíða 4
I B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JULI 1990
Nína Gauta í Paris.
íslenskar listagyöjur
íParís
Látum meðfylgjandi ljósmyndaröð tala, skrifar Sigurður Þorgeirs-
son, ljósmyndari í París, og sendir okkur myndir af „listagyðjunum
Eddu og Nínu“. Hann lýsir umhverfi og andrúmslofti þegar myndirnar
urðu til:
p
■ ™estir Opus-Café risu úr sætum.
I Lófatak og fagnaðarhróp þeirra
virtust engan endi ætla að taka.
Eftir þijú aukalög gátu píanóleikar-
inn, Edda Erlendsdóttir, og fiðluleik-
arinn, Jaques Prat, fengið ró í bún-
ingsherbergjum sínum baksviðs.
„Eg átti ekki von á slíkum móttök-
um“, sagði Edda við mig. í síðastliðn-
um maímánuði fylgdist ég með hljóm-
leikum Eddu Erlendsdóttur og Jaques
Prat í fjögur kvöld í Opus-Café. Meist-
araverk Sains, Sarasates og Kreislers
voru túlkuð af slíkri snilld að jafnvel
Frakkar — heimsins erfiðustu hlust-
endur — sátu agndofa.
Til upplýsingar fyrir íslendinga,
sem heimsækja París, þá er Opus
Café til húsa á 167 Que-de-Valny og
hægt að komast þangað með neðan-
jarðarbrautinni á Metro Joures.
Nína sýnir á íslandi
I níunda hverfi Parísar situr lista-
konan Nína Gauta í vinnustofu sinni
og málar myrkranna á milli.„Ég er
að undirbúa sýningu, sem opnar á
Kjarvalsstöðum 14. júlí næstkom-
andi“, segir hún. í París hafa málverk
listakonunnar Nínu Gauta ekki síður
vakið athygli en píanóleikárínn Edda
Erlendsdóttir.
„Rúnaletur á hug minn allan um
þessar mundir. íslenskar og egypskar
myndir sitja í öndvegi. Allar þær
myndir sem ég sýni á Kjarvalsstöðum
eru málaðar út frá táknmáli rúnalet-
urs,“ segir Nína. Nína er á heimleið
með ávöxt erfiðis síns. Innan skamms
stendur sýning einstakrar listakonu
íslendingum til boða. Listferill Nínu
í Evrópu er stráður viðurkenningum
og verðlaunum.
Jaques
í Odus
Edda
Erlendsdóttii
oo
Jaques
Piat.
Nína Gauta og eiginmaður hennar.
Edda og eiginmaður hennar ásamt eiganda Opus Gafé til vinslri.
Nína Gauta aðstoðar dóttur sína.
V