Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1990, Blaðsíða 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1990 B 3 Listahátíðir í FRANS Víðs vegar um Frakkland eru listahátíðir á þessu sumri. Ef til vill gætu íslenskir ferðamenn á bílaleigubílum í sumarleyfinu miðað við viðkomu á réttum stað og réttum tíma. Er hér drepið á nokkrar, sem enn eru í gangi. I" Royaumont á Ile de France verður tónlistar- hátíð fram til 29. september, þar sem á dagskrá haustsins er m.a.tónlist eftir Schoen- berg, Berg, Webem, kantötur Handels o.fl. í hinni frægu miðaldadómkirkju í Chartres verð- ur mikil orgelhátíð til septemberloka. 25. Sum- arhátíðin í París með fjölbeyttum tónleikum í frægum kirkjum og tónleikasölum stendur til 6. september. Alþjóðlega óperuhátíðin í Aix- en-Provence verður fram í ágústbyijun og Pablo Casals hátíðin í Prades í héraðinu Langu- edoc Roussillon til 13. ágúst. 43. Alþjóðlega tónlistarhátíðin í Besancon er frá 30.ágúst til 15. semptember. í klaustrinu í Ambronay í Rhone-Alpes verður hátíð með tónleikum allar helgar frá 22. september til 14. október. Leiklistarhátíðunum er um það bil að ljúka á þessu sumri, hinni þekktu Avignon hátíð lýkur 1. ágúst. En listsýningar eru enn víða í gangi, fyrir utan fastar sýningar. Má nefna sýninguna Ferð til Parísar, verk 3000 amer- ískra nemenda úr listakólunum í París 1868- 1918 í Chauny í Picardiehéraði til 15. október. í Haguenau í Elsass er Evrópsk keramiksýning til 26. ágúst með 350 verkum listamanna frá 25 Evrópulöndum. List sem endist nefnist sýn- ing í Royan í Poitou-Charente og stendur út ágúst. í dómkirkjunni í Rúðuborg verður fram til 1. september mikil ljósa- og tónasýning um krýnihgarathafnirnar sem þar voru gegn um aldirnar. Þannig mætti lengi telja. Margir íslendingar kaupa flug og bíl og hefja ferðina í Luxemburg. Síðsumars eru þar tónlistarhátíðir. Píanótónleikar í Bourlingster 22. og 30 september með klassískri tónlist. Og í Bourglinster er listsýning á dýramyndum eftir Weidinger 28. septembertil 14. október. Fra Baskabnd til tstands Þau komu úr 40 stiga hita sunnan úr landi Baska til að haida tón- leika á æskuheimili hans úti við sjóinn í Laugarnesi, flautuleikarinn Freyr Sigurjónsson og kona hans píanóleikarinn Margarita Lorenzo de Reizbal, en þau eru bæði einleikarar í Sinfóníuhljómsveitinni í Bilbao, þar sem æskuheimili hennar er. Þau höfðu orðið að hætta við tónleika hér íyrr á árinu vegna anna. En svo vel vildi til að í þann mund sem forfoll urðu hjá móður hans, Birgittu Spur, á þriðju- dagstónleikunum í þessari viku í Listasafhi Sigurjóns, þá brást eitt- hvað á tónleikum sem Freyr átti að leika á að afloknu sumarnám- skeiði í Burgos á Spáni, þar sem hann kennir alltaf flautuleikurum. Þau hjónin tóku því flugvél, léku hér verk fyrir flautu og píanó fyrir fullu húsi í safninu og voru á forum aftur þegar blaðamaður Mbl. náði stuttu tali af þeim. Attu bæði að vera mætt 1. ágúst í Sin- fóníuhljómsveitinni í Bilbao. Freyr á innan skamms að leika með hljómsveitinni konsert Mozarts fyrir flautu og hörpu með frægum hörpuleikara, Rosu Mariu Cafvo Manzano, en Margarita þarf að hraða sér á annað sumarnámskeið, þar sem hún á að leika 30. júlí. reyr hefur ekki búið heima Fá íslandi síðan hann hélt utan 1978 að afloknu einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík, til fram haldsnáms í London, en hér hafði hann hafið flautunámið 7 ára gamall. Um það leyti sem hann var að ljúka fjög- urra ára einleikaranámi í London var verið að prufuleika fyrir Sin- fóníuhljómsveitina í Bilbao. „Hljómsveitin var að stækka, er núna með 94 hljóðfæraleikara,“ útskýrir hann. „Þar eru fjórar flautur og sami íjöldi annarra blásturshljóðfæra. Ég er þar só- listi, síðan er aðstoðarsólisti og svo 2. og 3. flauta. Mig langaði til að sjá mig um í heiminum fyrst þetta bauðst. Og hefi verið í Bilbao síðan 1982.“ Og þarna suðurfrá var Margarita Lorenzo de Reizabal, sem lék með sinfóníuhljómsveitinni á píanó, sembal, „celesta" og orgel. Þegar Freyr þurfti aðstoðarmann- eskju við undirbúning fyrir konsert eftir Carl Nilsen, kom hún til skjal- anna. „Eftir tónleikana giftum við okkur. Og hún hélt áfram að und- irbúa með mér allt sem við ger- um,“ segir Freyr. Þau hjónin eru bæði mjög önnum kafin. Auk starfsins í sinfóníu- hljómsveitinni kennir Freyr á vetr- um á flautu í tónlistarháskólanum í Bilbao. Þau taka líka bæði mikinn þátt í flutningi kammertónlistar. Vinna þar mikið saman og með öðrum félögum úr sinfóníuhljóm- sveitinni. Þau segja að í Bilbao, sem með útborgum er tveggja milljón manna borg, sé fjörugt tónlistarlíf. „Alls staðar á Spáni er að verða gífurleg vakning í tónlistarlífinu, þótt það sé mest í stórborgunum Madrid, Barcelona og Bilbao,“ út- skýrir Margarita. Margarita er ekki við eina fjölina felld. Hún er læknir og tónskáld og kennir tónsmíði og hljómfræði við tónlistarskólann í Bilbao. „Ég Margarita Lorenzo de Reizabal og Freyr Sigurjónsson með hljóð- færi sín í Listasafni Sigurjóns. byrjaði fimm ára gömul að læra á píanó og lauk því námi 15 ára. Á þeim árum var ekki hægt að lifa á tónlistinni á Spáni, svo ég fór í háskóla og lauk þar prófi í læknis- fræði. Vann í eitt ár sem skurð- læknir á spítala. En hætti því svo vegna þess að ég elska músík,“ útskýrir Margarita. „Og nú er ég bara læknir fyrir fjölskylduna," bætir hún við. Á Frey er þó að heyra að hann sæki iítið til þessa læknis. Hvort hún ætlar sjálf að taka á móti þeirra fyrsta barni, sem hún gengur með, látum við liggja á milli hluta. Þau hjónin eru vel þekkt í Bilbao. Freyr er þar eini íslendingurinn. Skipaferðir eru milli íslands og Bilbao og þegar íslenskt skip er í höfn kvaðst hann fara um borð, sníkja sér íslensk blöð og skipveijar gefa honum gjarnan saltfisk, sem hann gæðir spönskum vinum og fjölskyldu á. Hann kveðst þó eiga hálfsystur á Spáni, Steingerði Sig- uijónsdóttur, sem býr í Salamanca og á tvær indælar dætur. Svo hann er ekki einn úr fjölskyidunni á Spáni. Raunar koma þau hjónin næstum árlega til íslands í frí og þegar Listasafn Siguijóns var vígt 1988 fluttu þau þar konsert Beet- hovens og Petruska eftir Stra- vinski. Freyr kveðst hafa kunnað vel við sig í Bilbao frá fyrstu stundu. Hélt þá að hann væri að fara á einhvern ferðamannastað. „En svo var ég kominn á stað sem líktist mest Noregi, í fagurgrænt land með tijám og fjölium. Þar eru að vísu fallegar baðstrendur, en nær engir ferðamenn. Og hægt að fara ótruflaður út í þorpin og njóta ein- stakrar matargerðar Baskanna. Baskar eru nokkuð ólíkir því sem maður átti von á. Þeir eru i útliti ljósir á hörund og bláeygir. Opið fólk með stórt hjarta og einstaklega elskulegt í viðkynningu. Þegar þeir vissu að ég væri íslendingur tóku þeir mér eins og einum úr fjölskyld- unni. Kalla mig gælunafninu Txomin. Mér leið strax eins og heima hjá mér. Ég talaði enga spönsku, en til þess að læra baska- málið fór ég að vinna í eldhúsi á veitingahúsi. Allir tala því við mig á því máli. Baskar eiga sína sér- stöku menningu. Tunga þeirra og menning var bönnuð svo lengi, svo þeir urðu að stunda hana í felum á Francotímanum. Goðafræði þeirra minnir mig á norræna goða- fræði og þjóðbúningarnir á kiæðn- að Norðurlandabúa. Þeim fylgja meira að segja sauðskinnsskór. Þeir eiga líka sinn rímnakveðskap og efna stundum til keppni í að botna vísur.“ Fyrr en varir erum við farin að tala um samskipti Baska og íslend- inga fyrr á öldum, þegar þeir á 17. öld stunduðu hvalveiðar hér norður frá. Freyr segir frá því að hann hafi fyrir nokkrum árum lent í því að aðstoða Elsu Huxley, dóttur- dóttur Aldous Huxleys, við þýðing- ar úr íslensku á heimildum varð- andi þessar hvalveiðar. Hún vann í mörg ár að rannsóknum á hval- veiðum frá Kanada, þar sem m.a. hafði fundist gamall hvalbátur. En nú hefur hún í 30 ár búið í Bilbao og hefur kynnt sér hvalveiðar það- an norður í höf. Segir Freyr að þetta hafi verið mjög áhugavert viðfangsefni. í lokin er farið að forvitnast um hvað sé á döfinni hjá þeim þegar til lengri tíma er litið,_ hvort þau muni leika hér heima á íslandi. Það kemur í ljós að Frey hefur verið boðið til Mississippi í Bandaríkjun- um á næsta ári til að leika „Nætur í Spánargarði" eftir de Falla. Einn- ig að leika verk eftir Carl Nilsen i Bandaríkjunum, en hann kvaðst vera orðinn dálítið leiður á því að vera alltaf beðinn um það verkefni þar sem hann er Norðurlandabúi. Þá hafa verið orðaðir einleikstón- leikar í Odessa í Rússlandi. Hann er tregur til að tala um framtíðina, bindur enda á spurningar um það með því að segja: „Við vonumst til þess að fá að leika aftur á íslandi. Það er svo ánægjulegt að leika hér í salnum í safninu. Það má heyra saumnál detta meðan spilað er.“ Texti: Elín Pálmadóttir \ i mA áMii \ \ i ’j SvvlifW: U/ r/MSvb - Brennandi þyrnirunni. Steindur gluggi eftir George Meistermann Svana- sðnp Meister- safninu „Musée Suisse du IVitrail" í bænum Romont í Sviss stendur nú yfir sýning á steindum glugg- um eftir tvo af elstu og þekktustu listamönnum Þjóðveija í þeirri grein, George Meisterman og Ludwig Schaffrath. Stendur sýn- ingin fram til 28. október. Skömmu eftir að sýningin var opnuð með viðhöfn í maí í vor, lést George Meisterman, 79 ára að aldri. Birtum við hérmeð mynd af einum af síðustu steindu gluggunum sem hann gerði. Allir steindu gluggarnir á sýn- ingunni í Sviss, 27 talsins, eftir báða listamennina, era fram- leiddar á Glei’verkstæði • Dr. Heinrichs Oidtmanns í Linnich í Þýskalandi, sem unnið hefur mikið af steindum gluggum á íslandi. En sá háttur er á að listamennirn- ir gera ekki upp við framleiðand- ann fyrr en um leið og þeir selja verkin, enda stóð verkstæði Oid- tmanns að sýningunni með safn- inu. Við lát Meistermanns var strax farið að bjóða tvöfalt verð í gluggana hans, en Oidtmanns- bræður höfðu brugðist skjótt við og stöðvað alla sölu á verkunum. Ætlunin að tryggja áformuðu glerlistasafni, Das Deutsche Glas- malereimusem T Linnich, úrval verka þessa aldna meistara. Þetta safn verður eina safnið í Þýskalandi, sem sérhæfir sig ein- göngu í steindum gluggum, allt frá miðöldum og fram á okkar daga. Hefur Oidtniansverkstæðið gefið kjarna verka, gömul og ný. Og þar sem þar hafa verið unnin verk eftir íslenska listamenn í íslenskum kirkjum, er reiknað með að þar eigi verk íslenskra lista- manna sinn sess. Búið er að kaupa gamla byggingu í miðjum bænum og teikna viðbyggingu, en unnið að því að fjármagna byggingar- framkvæmdirnar, m.a. með styrktarmannakei’fi. ÁHUGINN EYKST JAFNT OG ÞÉTT Ávextir jarðar. Þessa mynd hefur ítalskur listaverkasafhari hug á að fá. Annars hefur hann á undanf- örnum árum verið hjá föst um galleríum í Þýskalandi, Sviss og á Norðurlöndum. „Þetta hef- ur verið að aukast rólega í nokk- ur ár. Haft eðlilega framvindu. Ég hefi á seinni árum verið með 2-3 einkasýningar á ári og átt FRÁ FENEYJUM EINAR GUÐMUNDSSON La Biennale de Venezia Evgeny Mitta; USSR: „Fyrsta skrefið í listinni." A A alþjóðlega myndlistarsýning T"T" Bíenalisins í Feneyjum“ heit ir fyrirtækið fullu nafni á íslenzku, oftast nefnt Feneyjabíenailinn (og stundum er líka talað um tvíæring) til hægðarauka. í ár fór opnun fram mánuði fyrr en venja er til, vegna heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu; fótboltinn er nefnilega guð á Ítalíu, sem allt verður að víkja fyrir. — Á tveggja ára fresti leiða hátt í fjörutíu þjóðir saman gæðinga sína í myndlist og keppa til verðlauna; nýlið- ar að þessu sinni eru Afríkuiöndin Nígería og Zimbabwe, og Ástralía sýnir í eigin skála í fyrsta skipti. All- ir heiztu myndlistarblaðamenn heims- pressunnar mæta til forskoðunar; safnstjórar, gallerífólk og ýmsar stór- stjömur eru þama á vappi — það er farið úr einni veizlunni í aðra: þarna fæðast hugmyndir að sýningum, kom- ið er á samböndum og ráðið er ráð- um. Heyra mátti hvíslað að málverkið væri víkjandi. Hvísli þessu til staðfest- ingar kom svo verðlaunaafhendingin. Gullna ljónið fyrir málverk ientu óvænt hjá ítalanum Giovanni Ans- elmo. — Verðlaunaverkið hentaði því miður ekki til ljósmyndatöku; lista- maðurinn festi granítflögur á málara- striga þannig að minnti á lágmynd en til hliðar var móníkróm rétthym- ingsflötur á veggnum, liturinn últra- marín, djúpblár. Sýningar Bíenalsins fara fram á ýmsum stöðum, en aðalsjónarspilið er í Kastalagörðunum, Giardini di Castello, þar sem þjóðaskálarnir standa. Stærstur er ítalski skálinn; framhliðin grænmáluð í ár. Þarna var til húsa ítalska framlagið er til verð- iauna vann, auk sýningarinnar „Berl- in Ambiente.“ Hugmyndin að Berlínarsýningu í ítalska skálanum varð til í veizlusamræðum síðasta Bíenals. Þá óraði engan fyrir því, að múrinn ætti eftir að falla. I ljósi stjórnmálaþróun- arinnar þykir því vel til fundið, að forráðamönnum, að Bíenalin skrái með sínum hætti gang heimsmálanna með því að sýna verk eftir listamenn frá báðum hlutum borgarinnar. En þessi sýning olli vonbrigðum, m.a. vegna þess að „villta málverkið" sem átti uppruna í Vestur-Berlín kom þama hvergi fram og myndin því ekki rétt, sem gefin var. Kannski olli fjármagnsleysi einhveiju þarna um. Það var alveg komið að seinustu stundu er tókst að fá þýzka aðila til að styrkja. Sjálfur er Bienalinn í Fe- neyjum nánast ávallt gjaldþroti næst og má hveiju sinni flokka tilveru hans undir kraftaverk. Stjórnmálamennirn- ir á Ítalíu eru svo erfiðir; það heyrast jafnan raddir meðal þingmanna, að leggja beri þetta þjóðarstolt niður. Þær þjóðir fyrir utan sjálfa gest- gjafana, sem hafa verið í topp- baráttunni á undanförnum þremur Feneyjabíenölum eru Bandaríkja- menn, Bretar, Frakkar og Vestur- Þjóðveijar. — Að þessu sinni tóku Frakkar ekki þátt í verðlaunabarátt- unni; þeir sendu hvorki myndhöggv- ara né inálara. í stáð myndlistar- manna sendu þeir þijá arkitekta. Það sem arkitektarnir sýndu voru líkön og tillögur að nýjum sýningarskála. Frakkarnir sögðu að núverandi sýn- ingarskáli þeirra hefði verið teikaður af ítölskum arkitekt; þeim hefði aldr- ei liðið vel þarna. Vilja þeir rífa gamla skálann og reisa nýjan á sama grunni; og fái þeir vilja sínum framgengt þá gæti vel hafizt stórveldabarátta á þessu sviði. Fulltrúi Bandaríkjanna vr Jenny Holzer. Óhætt er að segja, að hún hafi verið" stjarnan á þessum Feneyjabíenal. Framlag hennar flokk- ast þó hvorki undir skúlptúr eða mál- verk og hlaut hún verðlaunin óbeint með því að Bandaríkin hrepptu Gullna ljónið fyrir bezta skálann. Þar sem salarkynnin amerísku voru rökkvuð, var ekki hægt að ná birtingarhæfum ljósmyndum; verður því lýsing á verk- um listakonunnar að koma í staðinn. Jenny Holzer vinnur með orð, texta — skilaboð. Þessum textum kemur hún gjarnan fram á almannafæri, með plakötum, límmiðum, T-skyrtu- bolum og auglýsingatöflum. Hún not- ar sérstakar ljósstafabrautir, þar sem stafirnir renna áfram með hjálp raf- eindatækninnar. Á flugvellinum við Feneyjar, járnbrautarstöðinni; í Arthur Watson, SC: „Yfir hafíð.“ síkja-bátum var að finna skilaboð J. Holzer; skyrtuboli með áletrunum hennar var hægt að kaupa hér og þar. í verðlaunaskálanum voru staf- irnir, orðin og setningarnar ýmist á fleygiferð eftir ljósstafabrautum á veggjum eða fastgrafnir í dýrindis ítalskan marmara á gólfi. Ljósorðin voru í þremur Iitum, fimm tungumái- um og finna áhorfendur líkamlega fyrir verkunum því þeir verða hrein- lega dasaðir af flöktandi ljósinu. Sem handahófslega valin dæmi um texta listakonunnar lesin upp af marmara- gólfinu: Valdníðsla er engin ný bóla — Það er glæpsamlegt að borða of mikið — Orðum hættir til að vera ófullnægjandi. Isýningarhúsi Vestur-Þýzkalands voru listamennirnir Reinhard Muc ha og Hilla og Bernd Becher. Sameig- inlegt er þeim að koma frá Diisseld- orf og bakgrunnur verka þeirra er „þýzkt iðnaðarbandalag.11 Þýzkir blaðamenn voru fremur niðurdregnir út af framlagi ianda .sinna. — Frá sjónarmiði myndefnisins voru ann- markar, svipað og í amersíska skálan- um. Saga virðist vera sjón ríkari: Mucha lét byggja sérstakt rými inni í aðalsýningarsalnum. Utveggirnir voru hlaðnir úr samskonar marmara og er í gólfinu. Að innan voru á veggj- um gólfplankar úr vinnustofu lista- mannsins. Vinnustofa listamannsins er gamals iðnaðarhúsnæði við hliðina á járnbrautarstöðinni í Dússeldorf, þar sem forðum var gert við eim- vagna. Að auki voru á veggjum aðal- salarins 40 grá-svartir sýningarskáp- ar; undir gleri hvers og eins var fóts- kemill úr tré og bronzafsteypa sama skemils. „Deutschlandgerát" kallar listamaðurinn verk sitt. Hann kvað sér ekki hafa komið það á óvart að vera boðið að sýna á Bíenalnum, en hins vegar sagðist hann hafa orðið hissa er hann þáði boðið. Er hér á Mucha minnst, að honum voru veitt sérstök aukaverðlaun, sem voru þó ekki skilgreind nánar, og hann tók aldrei við. í hliðarsölum þýzka skálans sýndu hjónin Hilla og Bernd Becher svart- hvítar ljósmyndir. Þau hafa í þijátíu ár verið að taka ljósmyndir víðsvegar um heiminn af iðnaðarmannvirkjum, kæliturnum, bræðsluofnum, gastönk- um, kolasílóum, verksmiðjum og hús- um. Fyrir þetta ljósmyndainnlegg, sem er ekki hvað sízt fróðlegt vegna heimildagildis, féll þeim hjónum í skaut Gullna ljónið . .. fyrir skúlptúr. Þar sem skúlptúr aftur á móti var, í Brezka skálanum, töldu vettvangss- érfræðingar að þangað mundi Gullna ljónið fara á myndmótunarsviðinu. Én nei — myndhöggvarinn Anish Kapoor, 36 ára gamall fékk í staðinn ungdómsverðlaunin, „Premio 200,“ sem ætluð eru listafóiki undir 35 ára aldri. Anish Kapoor er Indveiji og starfar sem listamaður í Bretlandi. Meginverk hans í brezka skálanum, „Void Field,“ byggist á 16 einingum úr bleiklitum sandsteini; hver um sig um 100 x 100 x 120 cm að rúmmáli. Það má ganga á milli steinanna, sem eru grófir hið ytra, eins og nýteknir úr námu. Að innan hefur listamaður- inn holað steininn og þakið bláu litar- efni. Utan og ofan frá er hringlaga gat þar sem hægt er að horfa inn í holrúmið. Þar sem birta kemst ekki að litnum verður allt svart. Um Sovétríkin, Ungveijaland, Tékkóslóvakíu og Austur-Þýskaland er það að segja, að svonefndri austan- tjaldsmenningarþoku virðist tekið iétta. Greinilegt er að einangrun hefur verið rofin og opnaðir hafa verið möguleikar fyrir grósku. Sovézki skálinn hafði nú vaknað til nýs lífs og hlaut fyrir vikið eina af sérviðurkenningum Bíenalsins. Stjarna sovétmanna var bandaríski popplistamaðurinn Robert Rauschen- berg, sem mætti þarna í eigin persónu með kvikmyndagengi frá BBC á hæl- unum. Rauschenberg mun hafa verið fyrstur vesturlandalistamanna til að sýna í Moskvu eftir að komin var valdatíð Gorbasjovs, sem gerði það mögulegt. Hann kynntist þá ungum sovézkum myndlistarmönnum er ráku sitt eigið „óháða“ gallerí í Moskvu; sjö kornungir iistamenn og aðstand- endur First Gallery voru sem sagt valdir til bíenalþátttöku þessa árs. Kalla sovétmenn sýningu sína á ensku: Rauschenberg to Us, We to Rauschenberg. — Aldrei þessu vant iðaði sovézki skálinn af gestagangi og jforvitni blaðamanna, sem á und- anfórnum árum hafa vart ómakað sig á að stíga inn fyrir þröskuld þessara húsakynna. — „They’re just beginning to learn how much trouble freedom is,“ sagði Rauschenberg ... Aperto, sýningin á vegum Bíenals- ins, sem eingöngu er ætluð lista mönnum undir 35 ára aldrei, var sem fyrr haldin utan Kastalagarðanna, í Corderie dell’Arsenale. Sérstök nefnd, óháð þjóðskálastjórum valdi þátttak- endur, 86 listamenn frá 27 löndum. — Það er gremjuleg staðreynd fyrir JefT Koons, USA: „Made in heaven“ (aperto). íslendinga, að þarna hefur aldrei bo- rið neitt á íslenzkum myndlistarmönn- um, og ætti landinn að spyija sig að því hveiju það eiginlega sætir. Ástæð- an kann að vera, að hingað til hafa svefnvélar unnið að málum? — Samkvæmt Aperto er hreint mál- verk alveg að hverfa út úr myndinni; það sem tízkan býður upp á eru skúlptúrverk, uppstillingar og ljós- myndir. „Listin á þröskuldi tuttugustu og fyrstu aldarinnar er megininntak þessarar sýningar," sagði prófessor Giovanni Carandente, stjórnandi myndlistarsviðs Bíenalisins í Feneyj- um í samtali. ítalska pornódrottning- in, Ilona Staller, öðru nafni Cicciolina, sem æsti á á þingi og vafalaust hefur verið sagt frá í slúðurdálkum Morgun- blaðsins, vappaði þarna um í fylgd með Jeff Koons, fyrrum verðbréfasala í Wallstreet, sem snerist yfir til mynd- listar. Þau skötuhjúin leiddust um sýningarsvæðið eins og kærustupar, eða a.m.k. alveg eins og geiwikær- ustupar. Jeff Koons hefur látið gera myndir af þeim saman í graðrænum stellingum; á Aperto stálu þau at- hygli fréttamanna — annað verður ekki sagt, verkin og fyrirmyndirnar. Sagðist Koons gera list sem miðlar ást. Það sem einkenndi þennan Fen- eyjabíenal var kannski það, að mati undirritaðs, að hlutirnir voru kallaðir allt öðrum nöfnum en sínum réttu. Vera má að markaðssetningarsjónar- mið hafi sums staðar verið fagur- fræðihugmyndum mikilvægari. — Talað var um að sýning Jenny Hoizer hafi kostað 8 milljónir dollara. Sagt var líka, að Galerie Max Hetzler í Köln hafi lagt 800 þúsund mörk í sinn mann, Mucha. Ékki er ólíklegt að ætlazt sé til að fjárfestingar þess- ar eigi að skila sér aftur. .. I”'lokin er rétt að gera þess, að ísland var með sinn eigin skála á meðal skálaþjóðanna. Helgi Þorgils Frið- jónsson var þar með málverkasýn- ingu; framlag hans var „afar íslenzkt". Ekki verður sama sagt um framlög annarra þjóða ... myndir á nokkrum samsýning- um. Ég vinn því nokkuð jafnt og þétt.“ Þó segist hann finna fyrir auknum áhuga. Ekki að- eins við að fleiri gallerí bætast við, sem hafa áhuga á að hafa myndir hans á boðstólum, heldur engu síður að honum bjóðist betri staðir úr að velja. „Þetta eru myndir sem krefjast mikillar vinnu og því skiptir miklu máli að vera ekki að rembast við allt- of margar sýningar“, segir hann. Helgi Þorgils er að undirbúa einkasýningu í Zurich í haust og aðrar tvær á sýningar- árinu, í Malmö og í Tretó, auk þess sem hann verður með verk á nokkrum samsýningum í Evr- ópulöndum, venjulega 1-3 myndir á hverri sýningu. Oft eru þetta sömu myndirnar sem eru fluttar á milli, koma frá stöðun- um sem hafa þær á boðstólum, en verk á allar einkasýningar sendir hann frá Islandi, sem er mikið umstang. „í það heila sel ég samt ekki mikið erlendis, og nánast ekkert hér heima, nema helst að söfnin hafa keypt af mér, Kjarvalsstaðir, Listasafnið og Háskólasafnið“, segir Helgi Þorgils þegar við erum að kveðja. Mjög vel hefur verið vandað til sýningarskrárinnar á þessari sýningu Helga Þorgils í íslands- skálanum á Bíenalnum í Feneyj- um í ár. í henni eru litmyndir af verkunum og grein eftir Helga Þorgils um verk hans. Islensku sýningarnefndina skip- uðu Gunnar B. Kvaran, formað- ur, Bera Nordal og Ragna Ró- bertsdóttir. Viðtal: Elín Pálmadóttir Helgi Þorgils

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.