Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1990, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 1990 V. VARÐVEITA TÓNLISTINA Viðtal við Bergljótu Jónsdóttur, fram- kvæmda- stjóra ís- lensku tón- verkamið- stöðvar- innar VIÐTAL: ELIN PÁLMADÓTTIR NORRÆNU tónverkamiðstöðvarnar munu um næstu helgi halda fund sinn hér á íslandi. Á þessum samstarfsfundi verða til um- ræðu mikilvæg mál fyrir norræna tónlist. M.a. verður fjallað um sameiginleg kynningarverkefni Norðurlandanna út fyrir heima löndin, en í hinni hörðu samkeppni tónlistar i heiminum getur verið erfitt að koma óþekktri tónlist á framfæri, hvort heldur hún er ný eða gömul. í ljósi breytinga, sem fyrirsjáanlegar eru í Evr- ópu árið 1992, verður fjallað um hvernig tónverkamiðstöðvarnar norrænu geti enn betur gegnt hlutverki sínu og aðlagað starf sitt þessum breytingum. En í Evrópulöndum, bæði innan Efnahags- bandalagsins og utan, eru hafnar miklar umræður um það hvaða áhrif bandalagið muni hafa á menningu einstakra þjóða og flæði menningar milli landa. M.a. hvemig smáþjóðirnar standi að vígi gagnvart hinum stærri, og um það hvernig farsælast verði að standa að menningarmálum. Fundur Norrænu tónverkamiðstöðv- anna hefst í Stykkishólmi föstudaginn 17. ágúst og verður fram haldið í Reykjavík 20. ágúst. Ekki er víst að allir átti sig á hvað tónverka- miðstöðvar eru og hvert er þeirra hlut- verk. Því var leitað til Bergljótar Jóns dóttur, framkvæmdastjóra ís- lensku tónverkamiðstöðvarinnar, í þeim tilgangi að kynna starf þeirra í tilefni norræna fundarins. Sam- starfsfundirnir eru haldnir með hálfs annars árs millibili á Norður- íöndum á víxl,nú í fyrsta sinn á íslandi. Islenska tónverkamiðstöð- in er þó ekki ný af nálinni, stofnuð 1968. Sú finnska er elst, stofnuð 1963, þá sænska tónverkamiðstöð- in 1965 og hinar tvær era yngri en sú íslenska. Bergljót segir að aðalverkefni íslensku tónverkamiðstöðvarinnar sé að varðveita íslenska tónlist, skrá hana, gefa út og koma henni á framfæri. Tónverkamiðstöðin á orðið mikið safn. Þar er stærsta safn íslenskrar tónlistar í nótum í landinu.„Við söfnum og tölvuskrá- um tónverkin. Mest eru það afrit af handritum, en í einstaka tilfelli frumritin, sem við viljum síður,“ útskýrir Bergljót. „Við erum komin með tölvuskrár og getum því leitað að verkum eftir höfundanöfnum, árinu þegar þau voru samin, hljóð- færaskipan, textahöfundum o.s.frv. Ef einhver vill vinna með þessi verk þá leitar hann til okkar. Flestir flytjendur íslenskrar tón- listar fá hana hjá okkur eða hjá höfundinum. Mjög mikið er beðið um slíka fyrirgreiðslu erlendis frá. Tónverkamiðstöðin sér líka um að skrifa hljómsveitaraddir fyrir sinfóníuhljómsveitir, en í því felst að skrifa úr raddskrám, rödd (þ.e. nótum) hvers hljóðfæris. Þetta er mikið verk og vandasamt og auk þess mjög kostnaðarsamt,“ segir Bergljót. „Við fáum fólk til að vinna verkið, oftast Andrés Kol- beinsson, sem hefur fengist við það lengi. En fleiri koma þar líka til.“ Hlutverk tónverkamiðstöðvar- innar er semsagt að varðveita tón- listina og gefa hana út á nótum og í hljóðritun. Hljóðritanirnar gera þeim sem ekki lesa nótur sér til ánægju mögulegt að kynnast íslenskri tónlist. Einnig sjáum við útgáfur sem eina tegund af varð- veislu á menningu okkar. Þegar Bergljót er spurð hvernig útgáfan gangi, segir hún að vel gangi þeg- ar til sé peningur en illa þegar svo er ekki, og það sé oftast. Fé til útgáfu kemur úr ríkissjóði og úr sjóðum tónskáldanna sjálfra. Nú er t.d. verið að gefa út hljómdisk með verkum yngstu tónskáldanna, svo sem Kjartans Ólafssonar, Atla Ingólfssonar og fleiri. Flytjendur eru Guðni Franzson klarinettleik- ari og Anna Guðný Guðmundsdótt- ir píanóleikari. Þá er verið að gefa út á hljómdisk verk Jóns Leifs, sömu verkin sem flutt voru á af- mælistónleikum hans í fyrra og með sömu flytjendum, Sinfóníu- hljómsveit íslands undir stjóm Pauls Zukofskys.„Það er mikið átak og ekki séð fyrir endann á fjármögnuninni." Þá kemur út í haust bók um tónlistarlíf á íslandi, Tónlist á 20. öldinni. Hún er á ensku og er eft- ir Goran Bergendal, sem er sænsk- ur tónlistarmaður og starfar hjá Sænsku ríkiskonsertunum. Berg- ljót segir að hann hafí verið hér eins og grár köttur í mörg ár og sé mjög kunnugur íslensku tónlist- arlífi. I bókinni fjallar hann um tónlistarlífið á íslandi á 20. öldinni með svolitlum bakgrunni frá 19. öld. Bæði er sagt frá tónlistinni og tónlistarfólki. Verður þetta fyrsta útgáfa sinnar tegundar og mikilvæg í allri kynningu á íslensku tónlistarlífi. Islenska tónverkamiðstöðin er félagi í alþjóðasamtökunum MIC, International Association of Music Information Centers. Þáttakendur eru 26 þjóðir og væntanlega 28 eftir alþjóðafundinn í september nk., þegar Japanir og Mexikóbúar bætast í hópinn. Samtökin eru tengd tónlistardeild UNESCO. Hlutverk einstakra tónverkamið- stöðva er nokkuð breytilegt. Hug- myndin er þó að hver tónverkamið- stöð vinni fyrir og með tónlist síns lands. Sumar hveijar vinna jöfnum höndum með tónskáldum og hljóð- færaleikurum. Alþjóðasamtökin hafa í vaxandi mæli stuðlað að samstarfí miðstöðvanna, m.a. hafa verið gefín út sameiginleg kynn- ingarrit. Norrænu tónverkamiðstöðvarn- ar eru svo í sérstöku sambandi, sem er nokkurs konar undirhópur alþjóðasamtakanna og vinna náið saman. Segir Bergljót að hinar þjóðirnar hafi tekið Norðurlöndin sér til fyrirmyndar um samstarf og hafa myndast undirhópar sem vinna saman að smáum og stórum verkefnum. íslendingar eru líka farnir að færa út kvíarnar í sam- starfinu. Eru t.d. að hefja mikið samstarf við skosku tónverkamið- stöðina. Stjóm íslensku tónverka- miðstöðvarinnar skipa tónskáldin Þorkell Sigurbjömsson, sem er for- maður, og Finnur Torfi Stefáns- son, ásamt Herði Vilhjálmssyni, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Við víkjum talinu að fyrirhuguð- um samstarfsfundi á Islandi, sem er að hefjast. Þangað sækja fram- kvæmdastjórar og starfsfólk tón- verksmiðstöðvanna á Norðurlönd- um og nú í fyrsta sinn verða stjórn- Morgunbíaðið/KGA Starfsfólk norrænu tónverkamiðstöðvanna. Myndin er tekin í sænsku tónverkamiðstöðinni í Stokk- hólmi á fundinum fyrir tveimur árum. Bergljót Jónsdóttir, framkvæmdastjóri íslenskrar tón- verkamiðstöðvar. arformennirnir þar einnig. Eru það um 40 manns. „Við munum endurmeta starf- semina, eins og hún hefur verið á undanfömum árum, horfa fram á veginn og skilgreina starfið á næstu árum. Við gerum tilraun til að læra hvert af öðru — miðla af reynslu og þekkingu," útskýrir Bergljót. „Talsverð áhersla er á samskiptum út á við, út fyrir Norð- uriöndin. Við gerum útrás, ýmist sameiginlega sem hópur og förum þá og kynnum norræna tónlist með sýningum og kynningum eða hver þjóð fyrir sig. Aðferðin er breytileg og fer eftir umfangi verkefnisins. Ef um fjölmennar samkomur er að ræða þá fara oft fulltrúar frá öllum þjóðunum, en stundum fer einn fyrir alla.“ Sem hópur hafa Norðurlandaþjóðirnar til dæmis farið í fyrirlestraferð til Tékkósló- vakíu, á hljómplötumessuna MI- DEM í Cannes, til New York á fund bandarískra sinfóníuhljóm- sveita o.s.frv. Nú er verið að vinna saman að kynningu á norrænni píanótónlist í Japan. „Ekki er gefið að Norðurlöndin hagnist alltaf á samstarfi. Því munum við á fundinum í Stykkis- hólmi ræða hvar sé hentugast að koma fram sem hópur og hvar við teljum okkur ekki græða á sam- starfi. Nauðsynlegt er að skil- greina þessa norrænu samvinnu vel. Hún hefur tilhneigingu til þess að hallast svolítið okkur í óhag þegar á hólminn er komið. Stafar það oft af því að hinar þjóðirnar leggja meira fjármagn í þetta starf en við. Einnig er algengt að sjá hinar þjóðirnar fylgja kynningunni betur eftir en við erum fær um. I þessu sambandi dáist ég oft að Finnum, sem kunna að fjárfesta í menningunni. Tónlistarheimurinn getur verið harður heimur fyrir íslenska tónlistarmenn sem eru að koma sér á framfæri og þá sérstak- lega vegna þess að enn hefur okk- ur Islendingum ekki lánast að hlúa nægilega vel að listamönnum okk- ar,“ segir Bergljót.„Þegar nýtt verk er flutt er ekki gaman að vita það rykfalla eftir þennan eina flutning uppi á hillu hjá okkur. Þá kemur til okkar kasta að að reyna að halda því lifandi, koma því á framfæri. Starf okkar snýst að miklum hluta um hvaða leiðir séu færar. Þar kemur að notum þetta samstarf, norrænt og alþjóðlegt." En hvaða breytingar sjá menn fyrir sér á þessu sviði í Evrópu eftir 1992, þegar samstarfí Ev- rópubandalagsins er að fullu kom- ið á? Bergljót segir cinfaldlega að hún viti ekki nægilega mikið um það. „í september verður í Hol- llandi fundur, sem er sérstaklega ætlaður þjóðum Efnahagsbanda- lagsins, en fleiri þjóðum er boðin þáttaka. Mér var boðið að koma, en við höfum ekki efni á því. Við munum fá skýrslu um fundinn frá Svíum. Síðan verður þetta rætt á fundi í Glasgow, sem við munum taka þátt í. Við leggjum áherslu á að fá góða fyrirlesara á fundinn til þess að geta betur áttað okkur á þessu og öðru sem skiptir miklu í starfi okkar." Við höfum orð á því að í tónlistinni séu ekki tungu- málaerfíðleikar, svo hún eigi að geta flætt milli landa. Og Bergljót játar því, en bætir við: „Síðan er spurningin hvað muni gerast í heimi flytjenda eða útgáfu og dreifíngar á tónlist. Það eru miklar hræringar í þessu hvoru tveggja. Og við erum nú að reyna að búa okkur sem best undir umræðurnar á norræna fundinum á íslandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.