Morgunblaðið - 09.09.1990, Side 20

Morgunblaðið - 09.09.1990, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDA'GUR' 9. SEPTEMBER 1990 | V/piU I —O j| VALHÚS FASTEIGNASALA Reykjavíkurvegi 62 6:651122 Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir eigna á skrá. Þó sér- staklega 3ja og 4ra herb. íbúðir. I byggingu SUÐURGATA - BYGG. 5 herb. íb. á 1. og 2. hæð ásamt rúmg. bílsk. Afhendist fljótl tilb. u. trév. EYRARHOLT 159 fm neðri hæð í tvíbýli. Innb. bílsk. íb. verður afh. tilb. u. trév. HVALEYRARHOLT 3ja og 4ra herb. íb. verða afh. tilb. u. tréverk. LÆKJARGATA 3ja, 4ra og 5 herb. íb. verða afh. tilb. u. tréverk eða fullfrág. Teikn. á skrifst. LÆKJARBERG - EIN- B./TVÍB. Afh. á fokhstigi eða lengra komið Teikn. á skrifst. BAUGHÚSrPARHÚS TIL AFH. STRAX Frág. að utan, fokh. að innan. BYGGIIMGARLÓÐ Stór bygglóð nú bygghæf. Uppl. á skrifst. Einbýli — raðhús FAGRAKINN - EINBÝLI Mjög vel staðsett 6-7 herb. 140 fm einb. 4 svefnherb., góðar stofur. Bílskúrsrétt- ur. SMYRLAHRAUN - RAÐH. 6 herb. 150 fm raðhús á 2 hæðum ásamt bílsk. Suðurgarður. EINB. VIÐ LÆKINN í HAFNARF. Vinal. og hlýlegt steinh. v/eina fegurstu götu Hafnarfj. 2 saml. stofur á jarðh. ásamt eldhúsi og sólstofu. Á efri hæð eru 3 svefn- herb. og bað alls 135 fm. Húsið er nær allt nýstandsett m/nýju parketi og flísum, nýju gleri og lögnum. Fráb. hús í eftirsóttu, fögru umhverfi. SÆBÓLSBRAUT Mjög skemmtil. 197 fm enda- raðh. á tveimur hæðum. Eignin er fal- lega innr. Marmari og park- et. Innb. bílsk. Verð 14 millj. ÖLDUSLÓÐ - RAÐH. Nýl. éndaraðh. sem sk. í for- stofu, gestasnyrt., þvottah. eldh., sjónvarpsstofu, borðst. og stofu. Á efri hæð eru 4 svefn- herb. og baðherb. Á jarðhæð er einstakl.íb. og bílsk. Frábærl. góð staðsetn. HLÍÐARBYGGÐ - RAÐH. 6 herb. 143 fm raðhús. 4 svefnherb. Á neðri hæð er einstaklíb. og bílsk. HAGAFLÖT - EINB. Vel staðsett 6 herb. 183 fm einb. ásamt tvöf. bílsk. Góð lóð. NORÐURV. - RAÐH. Vorum að fá í einkasölu eitt af þessum vinsælu 6 herb. 143 fm raðhúsum á einni hæð ásamt sól- stofu og innb. bílsk. Falleg gróin suðurlóð. Heitur pottur í garði. BREKKUHV. - EINB. 6-7 herb. 176 fm einb. sem gefur mögul. á lítilli séríb. á jarðhæð. Bílsk. SELVOGSG. - EINB. Eldra einb., allt mjög mikið endurn. ásamt nýl. bílsk. Áhv. nýl. húsnlán. MIÐVANGUR - RAÐH Gott 6-7 herb. 160 fm endaraðhús ásamt 40 fm bílsk. HRAUNKAMBUR - EINB. 6-7 herb. 127 fm einb. kj., hæð og ris. Nýr 40 fm bílsk. ERLUHRAUN Vel staðsett 5 herb. 128 fm einb. á einni hæð ásamt innb. bílsk. Verð 11,8 millj. MÓABARÐ - EINB. 6 herb. 167 fm pallbyggö einb., þar af 52 fm sem getur verið séríb. Bilsk. NJÁLSGATA - RVÍK Eldra einb. á tveimur hæðum auk kj. Verð 4,2 millj. MELÁS - GBÆ Mjög vönduð 4ra herb. neðri sérhæð í tvíb. ásamt innb. bílsk. Góð staðsetn. HÓLABRAUT - SÉRH. 4ra-5 herb. 115 fm hæð ásamt 20 fm herb. í risi. Bílsk. Góður útsýnisst. Verð 7,7 millj. HRAUNHÓLAR Vorum að fá glæsil. 5 herb. hæð ásamt herb., sjónvarpsholi og hobbyherb. á jarðhæð. Tvöf. bílsk. Góð staðsetn. BREIÐVANGUR Falleg 5 herb. 134 fm íb. á 3. hæð auk herb. í kj. Bílskúr. HJALLABRAUT Vorum að fá góða 4-5 herb. íb. á 2. hæð í góðu og vel staðsettu fjölb. Þvottah. í íb. Stórar suðursvalir. HJALLABRAUT Vorum að fá í einkasölu mjög góða 6 herb. 156 fm endaíb. á 3. hæð í góðu fjölbhúsi. Tvennar suðursv. Góð staðsetn. ÁLFASKEIÐ Vorum að fá í einkasölu 5 herb. 122 fm endaíb. á 1. hæð ásamt bílsk. V. 7,8 m. SUÐURHVAMMUR 3ja og 4ra herb. íb. á 2. hæð, ásamt bílsk. Tvennar svalir. Til afh. strax í full- búnu fjölb.húsi. SUÐURGATA - SÉRH. Gullfalleg 160 fm efri hæð í tvíb. ásamt innb. bílsk. HRINGBRAUT — HF. 5 herb. 110 fm hæð á einu besta útsýn- isst. sem gerist. Laus nú þegar. 3ja herb. HRINGBRAUT - HF. 3ja herb. 91 fm neðri hæð í tvíb. Mjög góð staðsetn. Nýtt húsnæðismálalán. VITASTÍGUR - HF. 3ja herb. 64 fm íb. Allt mjög mik- ið endurn. Verð 4,5 millj. SUÐURGATA - HF. 3ja herb. 88 fm íb. á jarðh. Allt sér og nýstandsett. Verð 5,6 millj. HRAUNHVAMMUR Gullfalleg 3ja herb. 80 fm sérhæð. Að innan allt sem nýtt. Áhv. langtlán. Verð 5,6 millj. VESTURGATA — HF. Vorum að fá í einkasölu eldra einb. á tveimur hæðum, sem sk. í eldh., stofu og 2 herb. ásamt miklu geymslurými. Góð stað- setn. Verð 3,5 millj. BRATTAKINN - 3JA Góð 3ja herb. íb. á jarðhæö. Öll ný- standsett. Góð lóð. VESTURBRAUT 3ja herb. 64 fm íb. Verð 4,1 millj. HVERFISGATA - HF. 3ja herb. 55 fm íb. Öll nýstandsett. Verð 3,5 millj. Laus nú þegar. 2ja herb. SLÉTTAHRAUN Góð 2ja herb. 54 fm íb. á 1. hæð. Verð 4,6 millj. ÞANGBAKKI Falleg 2ja herb. 62 fm íb. á 2. hæð í lyftuh. Stutt í alla þjón. LÆKJARKINN Góð 2ja herb. 54 fm íb. á jarðhæð. Verð 4,5 millj. SKERSEYRARVEGUR Vel staðsett 2ja-3ja herb. íb. ásamt góðum geymslum. Verð 3,8 millj. KRUMMAHÓLAR - RVK. Gullfalleg 2ja herb. íb. á 4. hæð. Nýjar innr. Flísar á gólfum. Bílskýli. Verð 4,5 millj. ÁLFASKEIÐ Falleg 2ja herb. 55 fm íb. á 2. hæð. Sólarsv. Bílskréttur. Húsið er allt nýein: angrað og klætt að utan. Verð 4,8 millj. SLÉTTAHRAUN 2ja herb. rúmg. íb. á 3. hæð. Laus fljótl. GARÐAVEGUR 2ja her.b 45 fm nettó neðri hæð í tvíb. Allt sér. Verð 3,6 millj. Annað VERSLUNARHÚSNÆÐI 135 fm verslunar- og lagerhúsn. við Bæjarhraun. Laust fljótl. SÖLUTURN - RVK. Vorum að fá söluturn til sölu við mikla umferðargötu í Reykjavík. Uppl. á skrifst. 4ra—6 herb. DOFRABERG 5 herb. 138 fm íb. að mestu fullfrág. Áhv. nýtt húsnæðismálalán. Gjörið svo vel að líta inn! jm Sveinn Sigurjó'nsson söiustj. |p Valgeir Kristinsson hrl. I RtttgmiM 11» 5 Metsölublað á hverjum degi! co ViUandi fréttaflutning- ur af ffastei£namarkaói eftir Magnús Axelsson TVÆR fréttir í fréttatímum rás- ar I eru tilefni þessara skrifa. Skýrt var frá því að 1.700 aðilar sem fengið hefðu mat á greiðslu- getu sinni hjá Húsnæðisstofnun ríkisins hefðu ekki nýtt sér mat- ið og keypt ibúðir. Virtist sem þetta væri fréttamanninum undr- unarefni og gaf hann í skyn að von væri á holskeflu kaupenda inn á fasteignamarkaðinn. Svona fréttaflutningur er hættu- legur, engum til gagns né fróð- leiks og getur valdið stórvarasöm- um og ótímabærum sveiflum á fast- eignamarkaði. Fasteignamarkaður hefur verið í góðu jafnvægi undanfarið og verð stöðugt og í takt við þjóðarsáttina. En þegar ein virtasta fréttastofa landsins spáir stórviðburðum, er hætta á að fréttin verði spádómur í stað frásagnar. Spenna getur myndast og í kjölfar hennar verð- hækkun umfram það sem efnahags- ástand og kaupgeta gefa tilefni til. Einnig mátti skilja á fréttinni að fólk misnotaði Húsnæðisstofnun til að gefa sér greiðslugetumat sem það nýtti ekki og að mikið álag á starfsfólki stofnunarinnar væri þessu fólki að kenna. Áherslan í fréttinni var ákaflega röng og annað hvort er um að kenna vanþekkingu fréttamannsins eða óvönduðum vinnubrögðum. Gjafir hins opinbera Öllum ætti að vera það löngu Ijóst, að þegar hið opinbera tekur upp á að útdeila gjöfum í einhverri mynd, verður óeðlileg eftirspum. Þegar Húsnæðisstofnun býður upp á ókeypis mat á greiðslugetu manna til fasteignakaupa þá fara allir af stað til vita hvar þeir standa, hvort sem þeir hyggja á fasteignakaup eða ekki. Starfsfólk stofnunarinnar kiknar undan álaginu og þjónustan við þá sem raunverulega hyggja á fasteignakaup verður ómöguleg. Það er engin vissa fyrir því að allir sem sótt hafa um greiðslugetumat ætli að kaupa fasteign eða hafi ætlað það. Þess vegna er svona fréttaflutn- ingur hættulegur og veldur ótta um að spenna og verðhækkun sé í að- sigi. Afleiðingin er að fólk rýkur í fasteignakaup fyrr en það ætlaði og áður en það er tilbúið. Kaupin verða undir óeðlilegu álagi. Fljót- færni og óðagot kemur í stað rólegr- ar yfírvegunar sem er forsenda far- sæjla viðskipta. í upphafi var gert ráð fyrir að greiðslugetumat færi fram á af- greiðslustöðum banka, hjá fjár- málafyrirtækjum á borð við Kaup- þing og Fjárfestingafélagið og hjá fasteignasölum. Það var líka gert ráð fyrir að slík þjónusta kostaði um 10.000 krónur, en fyrirmyndin að þessum áformum og verðlagn- ingu var sótt til Danmerkur. I framkvæmdinni treystir Hús- næðisstofnun engum öðrum til að annast þessa þjónustu. Þó er auð- velt fyrir Stofnunina að líta eftir því að þessir aðilar fari rétt að, því öll kauptilboð er send stofnuninni vegna útgáfu fasteignaverðbréfa sem eru skiptanleg fyrir húsbréf. Því er auðvelt að vinna eftirlitið með handahófsúrtaki. Ég veit að allar betri fasteigna- sölur og fjármálafyrirtæki hafa veitt almenningi ágæta ráðgjöf í þessum efnum í fjölda ára. Það er því óþarfi fyrir ráðamenn Hús- næðisstofnunar að halda að „hjólið hafi verið fundið upp“ þar, í þessu efni. Spörum tíma fólksins Nú er biðtími eftir greiðslugetu- mati nálægt 8-10 vikur hjá stofnun- Magnús Axelsson inni, biðtími eftir yfirlestri á kaup- tilboði 4-6 vikur og biðtími eftir skiptum _á húsbréfum fyrir fast- eignaveðbréf heill sólarhringuri All- ur þessi biðtími er með öllu óþarfur og óþolandi. Dreifum greiðslugetumatinu á fleiri og tökum upp væga gjaldtöku fyrir. Þá koma ekki aðrir að láta meta sig en þeir sem ætla að kaupa fasteign. Þá verður hægt að fá mat á greiðslugetu á einum degi. Húsbréfadeild getur nýtt krafta sína til að yfirfara kauptilboð og afgreitt þau samdægurs. Það er hreinn ónytjungsháttur að Veðdeild Landsbanka íslands skuli ekki afgreiða húsbréf umsvifa- laust. Þetta er ekki flóknara en mörg önnur verkefni sem gjaldker- ar í bönkum vinna beint fyrir fram- an viðskiptavini alla jafna. Tíminn sem Húsnæðisstofnun er farin að stela af fólki er óhemju dýr. Fólk þarf að taka sér fri marg- sinnis í vinnu og fara margar ferðir í stað einnar af þessum sökum. Fasteignasalar reyna eftir bestu getu að spara viðskiptavinum sínum sporin, en það dugar ekki til. Kauptilboð þar sem gert er ráð fyrir að greiða hluta kaupverðs með húsbréfum eru samþykkt af selj- anda með fyrirvara um samþykki húsbréfadeildar. Fjögurra til sex vikna bið frá því að kaup ganga saman skv. samþykktu kauptilboði þangað til undirritun kaupsamnings á sér stað setur fólk í úlfakreppu. Algengur afhendingartími á fast- eign er 3 mánuðir. Því er ljóst að seljendur neyðast oft til að hafna glimrandi tilboðum vegna þess að biðtíminn gerir þeim ómögulegt að gera bindandi tilboð í aðra eign og ná því að afhendingartími eignar- innar sem viðkomandi selur og þeirrar sem hann kaupir falla sam- an. í þessu felst ómælt tjón. Það er því skýlaus krafa að þessi biðtími verði þurrkaður út. Ég vil taka fram að öll sam- skipti við starfsfólk húsbréfadeildar eru ágæt þegar samband næst við það. Það er stjómunin og skipulag verkefnisins sem er í molum. Á meðan gleðifréttir berast daglega af auknu frelsi og niðurfellingu hafta og skömmtunar frá löndunum „austan járntjaldsins" virðast vinnubrögð við framkvæmd á nýj- ustu löggjöf okkar í húsnæðismál- um vera að færa okkur í gagnstæða átt, þ.e. til biðraðamenningar sem var svo algeng sjón í fréttum frá Austur-Evrópu til skamms tíma. Dæmi eru um fólk sem fengið hafði frí úr vinnu til að hitta ráð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.