Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.09.1990, Qupperneq 1
VIKUNA 22.-28. SEPTEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1990 BLAÐ B Arás Stöð 2 sýnir kvikmyndina Á rás (Finish Line) á sunnudaginn. Þetta er átakanleg mynd um hlauparann Glen sem ekki er nógu góður til að komast í hlaupalið skólans síns. Faðir hans er fyrrum íþrótta- stjarna og á enga ósk heitari en þá að sonur hans verði honum fremri á hlaupabrautinni. Allt snýst um það að strákurinn sigri, ann- að sæti kemur ekki til greina. Glen leggur sig allan fram fyrir föður sinn. Hann reynir allt til að komast í liðið og uppgötvar á steralyf. Fyrsta sæti skal það vera, hvað sem það kostar. Glen fer að ganga betur, hlaupa hraðar og sigra. Ekkert virðist geta stöðvað hann þart til ógæfan dynur yfir. Rjúpnaskytterí Leiktir vikunnar á Rás 1 er nýtt íslenskt leikrit, Rjúpnaskytterí eftir Þorstein Mare.ls- son, og er það á dagskrá nk. þriðjudagskvöld. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir og leikendur Sigurður Karlsson, Þórarinn Eyfjörð og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Rjúpnaskytterí segir frá fyrstu veiðiför ungs manns ásamt mági sínum. Ferðin sem hann í upphafi leggur á sig af eintómri kurteisi við aðra fjölskyldumeðlimi breytist von bráðar í martröð. „Völd eru vandræðahugtak" Stóriðjan er mál mála á íslandi í dag og sýnist sitt hverjum. í umræðunni undanfar- ið hefur þó lítt farið fyrir málefnum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, er rekin hefur verið með reisn og skörungsskap undanfarin ár. Sá maður er þar stend- ur við stjórnvölinn, Jón Sigurðsson forstjóri, lætur heldur ekki mikið á sér bera. Á laugardagskvöld bregður hann þó þeim vana sínum og spjallar við Sigrúnu Stefánsdóttur í þættinum Fólkið í landinu. Einnig svipast Sigrún um í ríki Jóns á Grundartanga, þar sem sitthvað fleira leynist í skjóli grárra veggja en hinn daglegi rekstur útheimt- ir. Rætt er við nokkra af starfsmönnum verksmiðjunnar og litið á félagslífið á Tanganum. Jón Sigurðsson, forstjóri. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Útvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 IWlyndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8 V

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.