Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 3

Morgunblaðið - 29.09.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990 B 3 að það sé afrakstur tíu ára rann- sókna, hvemig kviknaði þessi áhugi á módernisma? „Sá áhugi á í rauninni rætur í MA-ritgerðinni minni um Bertholt Brecht, en hana skrifaði ég við Warwick-háskóla á Englandi árið 1980. Þar fjallaði ég um það hvem- ig Brecht snýr sósíalrealismanum við. Meðan ég var í MA-náminu las ég auk þess mikið af íslenskum skáldsögum og smám saman mót- aðist sú hugmynd að skrifa doktors- ritgerð um módernisma í íslenskri sagnagerð. Ég hófst reyndar handa meðan ég var við doktorsnám í Þýskalandi og ætlaði að halda áfram þegar ég fluttist til Banda- ríkjanna. Síðan hvarf ég frá því þegar ég sá að ég hafði ekki það aðhald sem ég þurfti, það var eng- inn þar ytra sem hafði forsendur til að gagnrýna mig. Ég ákvað þá að skrifa um módernisma í alþjóð- legu samhengi og þannig þokaðist ég smám saman að því að takast á við sjálft hugtakið módemisma. Mér varð æ ljósara eftir því sem ég vann lengur í þessu hversu mik- ið vandamál sjálft hugtakið var og að það var í rauninni ekki sjálfgef- ið. Þannig endaði ég með fagur- fræðilegt og bókmenntafræðilegt verk um gildi hugtaksins og notaði skáldverk fyrst og fremst sem dæmi, því ég vildi ekki skrifa enn eina bókina um einhvem ákveðinn módernista eða einhvern tiltekinn hóp módernískra höfunda. Það má því segja að bókin brúi bilið milli fræðanna og umfjöllunar um ein- stök verk. Ég legg mikla áherslu á bókmenntasöguna og fyrir vikið er þetta ekki harðsnúin teoríubók.“ Átakasvið og umræðuvettvangur „Ég segi í bókinni að módernismi sé sennilega mikilvægasta almenna hugtakið sem notað er um bók- menntir á 20. öld. Samt eru gífur- leg átök um merkingu þess og þau átök snúast í rauninni um allan skilning á þeirri byltingu skáldskap- armálsins sem tekur að geijast á 19. öld og brýst svo fram á þeirri tuttugustu. Þá er ég að tala um það andóf sem verður gegn þeim hefðum sem festust í sessi á nítjándu öld, einkum með raunsæis- skáldsögunni, en raunsæið er í rauninni baksvið módernismans. Mjög áberandi í þeirri umræðu hafa verið höfundar eins og Joyce, Eliot og Pound, einnig Kafka, Virgina Woolf og Gertrude Stein, auk þekktra fulltrúa hinna ýmsu fram- úrstefnuhópa. Ég kryf þessi átök, athuga hvaða öfl eru þarna að verki. í ljós kemur að hugtakið er ekki merkimiði heldur öðru fremur átakasvið og umræðuvettvangur." — Um hvað snúast þessi átök í grófum dráttum? „Módemisminn gerir að mínu mati uppreisn gegn, meðal annars, hinum hefðbundnu tengslum skáld- skapar og veruleika, uppreisn sem er samfélagsleg um leið. Það verður röskun á grundvallarviðmiðum um hlutverk skáldskaparins, það er að segja á milli skáldskapar og þess söguskilning sem við höfum tekið í arf og er enn mjög ráðandi. Þessi truflun eða röskun er oft skynjuð sem afskræming. Fólk skynjar bæði afskræmingu tungumáls og veru- leika í verkunum. Það eru mjög eðlileg viðbrögð meðan menn eru að kynnast þessum verkum. Ég held að þessi afskræming geti verið mjög holl truflun á vanabundnum skilningi okkar. Þá er veruleikinn gerður framandi til þess að skoða hann og það getur leitt til bæði umróts og gagnrýni." — Tengist þetta rit eitthvað íslenskum bókmenntum? „Ég vonast til að bókin sé tiltölu- lega gagnleg til að átta sig á kenn- ingum um módernisma almennt, þótt ekki sé þar oft minnst á íslensk verk. Að sumu leyti saknaði ég þess að geta ekki rætt íslenskar bókmenntir í þessari bók, en það var bara ekki neinn hljómbotn fyrir slíka umræðu þar. Það eru yfirleitt þýskir, franskir, breskir og banda- rískir höfundar sem ég vísa til í bókinni og komst eiginlega ekki hjá því þar eð sú umræða sem ég var að koma inn í hefur aðallega snúist um þá. Ég varð til dæmis að snið- ganga þá umræðu sem átt hefur sér stað á Norðurlöndum. En ég held hins vegar að það sé mjög auðvelt að sjá tengsl bókarinnar við módernisma hvar sem er. Hún ætti til að mynda að geta nýst fólki við rannsóknir á íslenskum módern- isma. Hún er ekki bundin bók- menntum neinnar ákveðinar þjóðar, heldur hefur nokkuð almennar skírskotanir til þessa vestræna fyr- irbæris sem módernismi er.“ Ekki í tómarúmi — Hvað hefur þessi tíu ára glíma við módernismann gefið þér sem manneskju? Hvers vegna eru ungir menn að leggjast í fræði sem mörg- um finnast harla torkennileg? Er þetta ekki einmanalegt starf, eða finnst þér þú ekki vera á annarri bylgjulengd en til dæmis sá breiði áhugamannahópur um bókmenntir sem er hér á íslandi? Augljóst er að Ástráður hefur áður velt þessu fyrir sér. „Ég er ekki í neinu tómarúmi,“ segir hann. „Sem fræðimaður er ég líka kenn- ari og sinni ýmsum störfum sem tengjast bókmenntafræðinni á einn eða annan hátt, til dæmis sem rit- stjóri og þýðandi. Svona bók er skrifuð í ákveðnu samhengi, hún tengist umræðu sem mjög stór hóp- ur fræðimanna þekkir. Ekki aðeins þeir sem sinna bókmenntum, heldur einnig ýmsir sem fást við listir, heimspeki og hverskyns menning- ariými. Ég held raunar að margt áhugafólk geti haft af henni gagn. Á undanförnum árum hef ég skrifað nokkuð af fræðilegu efni á íslensku og það hefur verið góður skóli, því sá sem ætlar að skrifa metnaðar- fullar fræðigreinar á íslensku verð- ur að tala til tveggja hópa í senn. Hann tengir sig við akveðna fræði- lega umræðu og hann á um leið stefnumót við þá almennu lesendur sem vilja fræðast eða finna ný sjón- arhorn á efni sem þeir þekkja fyrir. Sem betur fer er stór hópur fólks hér á landi sem hefur mikinn áhuga á að fylgjast með fræðilegri um- ræðu, sem lítur á slíkan lestur sem skemmtilega menntun. Þá mætast menn á miðri leið.“ Rúnar Helgi Vignisson Morgunblaðið/Einar Falur „Ég vonast við að bókin sé tiltölulega gagnleg til að átta sig á kenningum um módernisma. Fræði- lega umræðan er orðin það flókin að það er mjög hættulegt þegar menn ná sér í einhveija eina kenningu um módernisma og kenna einungis hana, án þess að hafa gert sér grein fyrir öllum þeim átökum sem átt hafa sér stað í nafni hugtaksins," segir Ástráður Eysteinsson um bók sina, The Concept of Modernism. Það er svona eins og manni sé strokið um vangann. Þetta er Mozart eins og hann gerist best- ur. Þú getur alveg spurt söngkonu hvers vegna hana langi til að syngja hlutverk Næturdrottning- arinnar, eða leikara hvers vegna hann vill leika Hamlet. Eftir að maður fer að læra á hljóðfæri, heyrir maður þetta verk mjög fljót- lega. Síðan gengur maður með það, þar til manni finnst maður tilbúinn að leika það.“ Hvers vegna hefur þú ekki spil- að það fyrr? „Það eru til óteljandi stórkostleg verk í kammertónlistinni, en það getur tekið mann langan tíma að finna rétta hópinn til að spila með; hóp sem harmónerar með manni. I kammerverkum eru svo Morgunblaðið/Sverrir Óskar Ingólfsson, klarinettuleikari, Nora Kornblueh, sem leikur á knéfiðlu.Helga Þórarinsdóttir, lág- fiðluleikari, Katldeen Bearden, sem leikur á 2. fiðlu ogÞórhallur Birgisson, sem leikur á 1. fiðlu. fáar raddir, að það er ekkert hægt að fela. Það reynir á þetta um leið og fólk byijar að spila saman.“ Þau Þórhallur, Kathleen, Helga og Nora, sem mynda strengja- kvartettinn, og Oskar hafa spilað saman í um það bil tvö ár, en hafa aðeins haldið eina tónleika fram að þessu, sem voru á Kjarv- alsstöðum, í janúar síðastiðnum. Uppistaðan er strengjakvartettinn og á tónleikunum á morgun leika þau strengjakvartett í G-dúr, eftir Schubert. Verkið er skrifað árið 1826, tveimur árum áðuren Schu- bert lést, aðeins 31 árs að aldri — og þótt flokka megi hann meðal mestu strengjakvartetta sögunn- ar, hvað varðar lengd og umfang, er hann sjaldan spilaður. Hvers vegna? „Kannski vegna þess hversu erfiður hann er,“ svara ijórmenn- ingarnir og benda á að um hann hafi verið sagt að hann sé ekki ætlaður leikmönnum. „Kvartettinn tekur um 50 mínútur í flutningi, svo það þarf mikið úthald í að spila hann — sérstaklega þar sem síðasti kaflinn er mjög flókinn og hraður. Við höfum æft þennan strengja- kvartett mjög lengi, og ekki bára vegna þess að hann er erfiður, heldur líka vegna þess að þótt þessi hópur hafí starfað saman um nokkurt skeið, er þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman sem kvartett. Á síðustu tónleikunum okkar komum við fram sem píanó- kvintett og klarinettukvintett — auk þess sem við höfum leikið með enn stærri hópum. En núna vorum við að æfa okkur í að spila saman og þótt það hafi tekið langan tíma, hefur þessi tími verið sérstaklega skemmtilegur.“ Aðrir tónleikar Kammermúsík- klúbbsins á þessu starfsári verða 17. október, þegar Erling Blöndal Bengtsson leikur tvær af selló- sónötum Bachs og einleiksverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Það verk er tileinkað Erling og hann hefur flutt það í Danmörku og Noregi, en þetta verður frumflutn- ingur í heimalandi tónskáldsins. Eftir áramótin eru þrennir tón- leikar ráðgerðir. I janúar ætlar Ingvar Jónasson að sjá um tón- leika, en ekki er efnisval enn að fullu ákveðið. Þó má gera ráð fyr- ir að, meðal annars, verði á dag- skrá sónata fyrir flautu og víólu og hörpu, eftir Debussy. Fjórðu tónleikar starfsársins verða vænt- anlega í febrúar á vegum Einars J óhannessonar, klarinettuleikara og Tríós Reykjavíkur, en það skipa sem kunnugt er Guðný Guðmunds- dóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson. Eitt verkanna á þeim tónleikum verður fangabúðakvart- ettinn „Um endalok tímans", eftir Messiaen. Loks er von á ágætu píanótríói frá Danmörku undir vorið, en ekki hefur enn verið ákveðið hver viðfangsefni þess verða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.