Morgunblaðið - 29.09.1990, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1990
ÞAÐ ER ALLTAF
GLÍMAN VIÐ RÝMIÐ
Hann var einn í sínum árgangi
í skúlptúrdeild, fékk því tæki-
færi til ad vinna með Jóni Gunn-
ari Árnasyni, og lærði margt
af honum. Hélt þá til Þýska-
lands, lærði að horfa á heiminn
og nýta sér það sem til fellur;
ekkert er heilagt, og svo kom
hann heim; fór að kenna við
Myndlista- og handíðaskólann,
varð formaður Myndhöggvara-
félagsins. Nú hefur hann
hreinsað sig af óviðkomandi
áhrifum og sýnir á Kjarvals-
stöðum verk með sterkan og
ákveðinn hugmyndafræðilegan
bakgrunn; bakvið stálhringi,
vatnsslöngur og Iínurit eru
hugmyndir sem heimspeking-
urinn Heidegger hjálpaði til við
að móta. Hvað er Kristinn E.
Hrafnsson að fara með skúlpt-
úrum sínum?
r
Eglít á mig sem hefðbundinn
myndhöggvara, því lögmál
skúlptúrsins breytast ekki;
það er alltaf glíman við
rýmið,“ segir Kristinn. „Auk þess
legg ég mikla áherslu á fagurfræði-
leg gildi, þau skipta ennþá mjög
miklu máli, því ef form og hug-
mynd mynda ekki eina heild þá
kemstverkið ekki til skila.“
Jón Gunnar tók þig undir sinn
vemdarvæng.
„Já, þegar ég vann lokaverkefni
mitt í Myndlista- og handíðaskólan-
um varMn Gunnar einkakennari
minn. Ég var aðstoðarmaður hans
í mörg ár, það var mjög gaman,
hann var hvetjandi og hjálplegur,
við Máruðum að vinna saman
tveimur dögum áður en hann dó.
Þegar ég var í Munchen var hann
mjög elskulegur: hann safnaði nú
aldrei peningum, en var samt að
gauka einhveiju að manni, hundrað
mörkum eða slíku. Hann mundi
sjáJfur hvemig það var að vera
fátækur námsmaður frá því hann
var í London.
Og hugmyndafræðilega hefur
Jón Gunnar haft mest áhrif á mig
af öllum kennurum. Hugmyndir
hans, eins og um orku og kraft,
falla vel að minni hugsun, sem og
vinnubrögðim, verk verður að
standast hugmyndafræðilega."
Svo þú hefur erft ýmsar hug-
myndir frá conceptistunum.
„Já, því þótt ég líti ekki á mig
sem slíkan, þá kenndi mestmegnis
conceptfólk í skólanum á tímabili,
og svo umgekkst égþað mikið. En
ég vinn ekki í þeim anda, hjá mér
er þetta miklu meiri hefðbundinn
skúlptúr.
í Munchen var ég'með prófessor
sem heitir Paolozzi, hann var einn
af upphafsmönnum poplistarinnar.
Við vorum skemmtilega ólíkir; í
hans verkum er mikil óreiða, mikið
að sjá, mikið af öllu, og það gekk
ekki saman við minn hugsunarhátt
þvíég er alltaf að tálga, sver mig
meira í ætt við minimal hugsun.
En hann opnaði fyrir mér þann
skilning að umhverfíð er eitt mynd-
listarverk og að maður eigi hik-
laust að stela þaðan hveiju sem er;
jafnvel úr listaverkum annarra!
Þetta er svo myndrænn heimur.
Ég er svo að afmarka mig núna,
— segir Kristinn E. Hrafnsson um lögmál skúlptúrsins
og sýningu sina á Kjarvalsstöúum
Kristinn E. Hrafnsson fyrir framan verk sitt Tímabil.
áður var ég alæta í efnistökum,
nú tek ég út það sem hentar mínum
hugmyndum og er að finna sjálfan
mig. Skóli er skóli og þar eiga
menn að taka allt inn í sig, svo á
að henda út óþarfa og geyma það
sem máli skiptirþegar náminu lýk-
ur.“
Komstu heim til að vinna á með-
an þú varst við nám í Þýskalandi?
„Já, því ég vann alltaf best
heima. Hér fylltist ég orku og
vinnugleði, allt gekk betur. Uti var
eins og ég væri bundinn niður.
Manni líður nú alltaf best í því
umhverfí sem maður elst upp í.
Úti var ýmislegt að geijast í mér
en svo var eins og mjöðurinn væri
tilbúinn þegar heim kom.“
Segðu mér frá þessari sýningu.
„Hér eru einungis tveir hlutir
sem ég gerði úti, því þar fékkst
ég við svo ósamstæð verk. Ég er
smám saman að binda mig við
meginþemu, hér eru það orkan,
tíminn og rýmið.
Þijú verkanna eru tileinkuð
heimspekingnum Heidegger.
„Heidegger á þetta skilið. Hann
sökkti sér niður í vandamál lista-
manna, og kver hans um listina
og rýmið var mér opinberun. Hann
kryfur rýmishugtakið; rýmið er
ekkert fyrr en við gefum því merk-
ingu, sýningarsalurinn hefði enga
merkingu ef ekki væri list í honum.
Verkin sem ég tileinka Heidegger
eru til að skapa rými, þau tákna
ekkert annað en að vera þarna,
þetta er næstum því mælanleg list;
það ertalað um ákveðið rúmtak
skúlptúrs, innra rýmið er efnis-
kennt en ytra rýmið er óskilgrein-
anlegt, það fer alveg eftir njótand-
anum. Allir hlutir hafa sína merk-
ingu og ég fór að leita að ákveðnum
hlutum með ákveðna merkingu fyr-
ir okkur, tökum garðslöngu til
dæmis. Hún hefur það hlutverk að
flytja vatn, og fyrir mér er hún
jafn mikill hlutgervingur vatns og
vatnið sjálft. Eins er með rör; þetta
eru bara leiðslur, framleiddar til
að flytja vatn.“
Svo notarðu mælistengur.
„Það er nokuð sem kom í fram-
haldi af pælingum mínum í Heid-
egger. Það eru til staðir sem við
erum búin að gefa ákveðna merk-
ingu, eins og Atlantshafshryggur-
inn sem er það sem hann er, og
eins er með Kröflu og Sogið til
dæmis.í rauninni er náttúran orðin
mælieining hjá okkur, við um-
göngumst hana bara út frá því
hvernig við getum nýtt okkur hana.
Við mælum hana upp og nýtum
hana á mjög ákveðinn hátt, því
miður oft neikvæðan. Sjálfur er ég
þó mjög hrifinn af vatnsorkunni,
og um hana fjallar „gosbrunnur-
inn“ sem kemur fyrir framan Borg-
arleikhúsið. En vatn er mjög erfítt
að forma; slöngur og rör fínnast
mér vera einu efnin sem geta tákn-
að það. Um leið er þögn og spegill
í vatni, og ég reyndi að nota sem
flestar birtingarmyndir efnisins, en
það er síbreytilegt. Það er ekki
hægt að gefa því aðra náttúru en
það hefur.“
Það er mikið af járni.
„Já, ég hef alltaf unnið í járn
og er hrifinn af því. Þyngdir hafa
Morgunblaðið/Emar Falur
mér alltaf þótt heillandi. Að skynja
þyngd í verki lætur mann fínna til
einhverskonar smæðar, og umfjöll-
unarefnið hér er líka þess eðlis:
orka og tími. Þetta eru hlutir sem
hafa mikla þyngd í okkar lífi. Eins
er með sannleikann. Listin er svo
alltaf að einhveiju leyti hlutgerving
af sannleikanum. En hvemig er
hægt að efnisgera sannleikann í
listaverkinu, og hver er hann þessi
sannleikur? Þetta eru áleitnar
spurningar."
Hvað tekur svo við þegar sýning-
unni á þessum hlutgerðu hugleið-
ingum lýkur?
„Það eru næg verkefni framund-
an. Við myndhöggvarar þurfum
senn að fara út á Korpúlfsstöðum,
og þurfum að finna nýtt húsnæði.
Svo þarf að fara að ganga frá verk-
inu við Borgarleikhúsið, og ég þarf
að gera tillögu að verki fyrir Olafs-
ijörð. Þá má ekki gleyma að ég tek
þátt í samsýningu á næsta ári og
held einnig einkasyningu í Stokk-
hólmi. Það er alltaf nóg að gera.“
Viðtal/Einar Falur Ingólfsson