Morgunblaðið - 14.10.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 14.10.1990, Qupperneq 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 HORFT UM ÖXL endum og fær enda hvar- vetna fyrirtaks dóma sem formúluplata, enda ekki mikil ástæða til að krefjast breytinga af jafn þéttri sveit. Kunnugir telja þó að nýi gítarleikarinn, Jannick Gers, sem talinn er með fremstu gítarleikurum Bret- lands, eigi eftir að breyta miklu með tímanum og þá helst á tónleikum. Vonandi gefst íslenskum þunga- rokkáhugamönnum kostur á að kynnast því. Á ÁTTUNDA áratugnum var breska þungarokkið end- urreist af sveitum eins og Saxon, Def Leppard og Iron Maiden. Sú sveit sem einna best hefur haldið á sínu er Iron Maiden og í síðustu viku kom frá sveitinni áttunda breiðskífa hennar, No Prayer for the Dying. Líkur eru svo á að sveitin komi hingað til lands til tónleikahalds í næsta mánuði. Iron Maiden hefur verið að síðan 1977 með litl- um mannabreytingum. Stofnandi og leiðtogi sveit- arinnar er Steve Harris bassaleikari, sem semur jafnan nánast öll lög og stýrir útsetningum. Aðrir fá útrás með því að senda frá sér sólóskífur og á síðasta ári komu frá Bruce Dickin- son söngvara og Adrian Smith gítarleikara plötur, MLÍF og fjör í Fagradal heitir fyrsta breiðskífa SJéttu- úlfanna sem út kemur í næstu viku. Sveitina skipa landskunnir tónlistarmenn, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Pálmi Gunnarsson og Gunnlaugur Bríem, en aukameðlimur er breski fetilgítarleikarinn B.J. Cole, sem leikið hefur með flestum helstu poppurum Bretlands og lék inn á plötur með Brimkló fyrir margt löngu. Sléttuúlfamir hyggst halda tónleika til að kynna plötuna og til stendur að fá BJ. Cole til landsins. ■ HOKKS VEITIN Deep Purple, sem heldur upp á 22 ára afmæli á árinu, er enn að og í lok mánaðarins kemur frá sveitinni ný breiðskífa, Slaves and Masters. Sveitin er nú skipuð Ritchie Black- more, Roger Glover, Jon Lord, ían Paice og söngv- aranumJoe Lynn Tumer. Forðum söngvari sveitarinn- ar, sem hefur gengið í hana og úr nokkrum sinnum, Ian Gillan, og rekinn var úr Purple fyrir skemmstu, er þegar kominn af stað með eigin sveit og sendi M sér plötu fyrir skemmstu. MPLATA Mezzoforte, Playing for time, hefur vakið mikla athygli á jas- markaði í Bandaríkjunum, og er hún nú á topp tuttugu á fjórum helstu jassvin- sældalistum Bandaríkjanna. Sveitin lauk fyrir nokki’u við nýja plötu sem á eru tvö ný lög og gömul endurgerð, • en allar líkur eru nú á að útgáfu þeirrar plötu verði frestað og sveitin taki upp fleiri ný lög. Einnig er verið að leggja drög að tónleika- för sveitarinnar til Banda- ríkjanna sem verður líklega farin snemma á næsta ári. en Adrian hætti síðan í Iron Maiden til að fylgja eftir sólóferli sínum. Nýr gítar- leikari, Jannick Gers, stígur sín fyrstu skref með sveit- inni á plötunni nýju. Tvö ár eru liðin síðan frá síðustu plötu, Seventh Son of a Seventh Son, og marg- ir orðnir langeygir. I sumar hélt sveitin upp á tíu ára samstarf sitt með EMI með því að senda frá sér tíu 12“ og geisladiska með smáskíf- um sem komið höfðu út á því tímabili. Þetta var vel til þess fallið að undirbúa aðdáendur fyrir breiðskífu og það sýnir vel vinsældir Iron Maiden hér á landi að nánast allar smáskífumar komust inn á sölulista þrátt fyrir að um væri að ræða gömul lög. Á nýju plötunni leitar Ir- on Maiden aftur og nýja platan er svipuð þeim sem áður em komnar. Hún er því vel til þess fallin að falla í geð traustum aðdá- DÆGURTÓNLIST /Hvad er adgerast í Kejlavík? Þungt popp ÞAÐ fer oft lítið fyrir hfjómsveitum sem starfa utan Reykjavíkur, enda helst að þær komist á framfæri starfi þær þar. Rokklíf er þó mikið utan höfuðborgarvæðisins og til að mynda hefur verið líflegt á þessu sviði á Akranesi, í Borgarnesi og í Keflavík, en þar sendi rokksveitin Pand- óra frá sér sína aðra breiðskífu í síðustu viku og sú þriðja kemur í næstu viku, cn Geim- steinn gefur allar plöt- urnar út. Pandóra sendi á síðasta ári frá sér plötuna Saga. Tónlistin á þeirri plötu var einskonar Zepp- elinrokk og textar á ensku, mmmmmmmmm en ís- lenskir plötu- kaupe ndur era þjóð- emis- sinnaðir og platan seldist því ekki vel. í síðustu viku eftir Ámo Watlhíasson Pandóra sendi sveitin svo frá sér aðra breiðskífu sína, Á ís- lensku, þar sem textar era á íslensku. Tónlistin á plöt- unni nýju, sem reyndar er bara gefin út á geisladisk Tvær breiðskífuv kotnnar og og kassettu, tákn nýrra tíma, er öllu aðgengilegri en áður og yfirbragð upp- töku og útsetninga allt mýkra og heilsteyptara. Það má því eins búast við að Keflavík nái aftur sínum fyrri sess í poppsögunni. Pandóra er tveggja og hálfs árs sveit, sem skipuð er Júlíusi Guðmundssyni trommu- og flautuleikara, Magnúsi Einarssyni bassa- leikara, Sigurði Eyberg ara og munn- hörpu- og sax- ófónleikarar, og Þór Sig- urðssyni gít- arleikara. Sveitin er þriggja ára gömul og með ein- dæmum af- kastamikii, því ekki er nóg með að frá henni séu komnar tvær breið- skífur, sveitin er búin að ieika inn á þriðju skífuna, sem kem- súþriðjaáleiðmni. urútinn- skamms. Á þeirri plötu verður tónlist úr rokkleikn- um Er framtíð?, sem Júlíus samdi og settur verður upp á vegum Leikfélags Kefla- víkur innan skamms. Tón- listin í því verki er „ekki rokk, en ótrúlega fjöl- breytt“, að sögn sveitar- mannanna Júlíusar og Þór, en þéir segja það af hinu góða að glíma við eitthvað nýtt og segja það styrkja sveitina. Eins og áður kom fram era textamir á plötunni nýju á íslensku og ekki vilja þeir Júlíus og Þór segja að það sé vegna þrýstings utanfrá að þeir hafi horfið frá enskum textum, þrátt fyrir að þeim finnist þungarokk hljóma illa á íslensku, „við voram ekkert að velta þessu fyrir okkur sérstaklega, okkur langaði að semja á íslensku og gerðum það. Hitt er vitanlega ljóst að við hefð- um ekki fengið plötuna gefna út á ensku.“ Þeir Júlíus og Þór gera lltið úr þeim erfiðleikum að vera staðsettur í Kefla- vík. Þeir segjast hafa yfrið nóg að gera í rokkleiknum og svo mikið af lögum til að vinna úr að þeir hafi ekki haft tíma til að vera að spiia á böllum og viija ekki útiloka að sveitin eigi eftir að taka sér það fyrir hendur einhvern tímann í framtíðinni. Þeir segjast ekki fá mörg tækifæri til að spila eigin tónlist, en útgáfutón- leikar sveitarinnar verða í Edinborg í Keflavík næst- komandi fimmtudag. Ice Cube Mikki mús býr ekki í fátækrahverfunum. BYLTINGARRAPP BYLTTNGAR í dægurtónlist koma jafnan að neðan í Bandaríkjunum; jassinn, blúsinn, rytmablúsinn, fönkið, og nú rappið, allt komið frá undirokuðum. Rappið/hip- hopi leggur undir sig tónlistamenningu blökkumanna í Bandaríkjunum. í sjónvarpi rappa kartöflur í ham- borgaraauglýsingum og rappplötur seljast í milljóntali. Ameðal bandarískra blökkumanna eykst reiðin í garð hvítra og sú reiði brýst út að nokkru í rappinu hjá tónlistarmönn- um eins og Niggers With Attitude og Public Enemy. Leiðtogi NWA, Ice Cube, hefur hafíð sólóferil og á nýrri plötu hans, Amrekkk- as Most Wanted er að finna hörðustu texta rappsins í dag. Rapþtextar era oft við- stöðulaus spuni sem lýtur eigin þragfræðilögmálum og málið á þeim er einskon- ar enska, skotin slangur- yrðum sem erfitt er fyrir óinnvígða að skilja. Ice Cube gefur frat í hvíta, sem hann segir kúga og undi- roka blakka Bandaríkja- menn. Hann segir fleiri blakka vera í fangelsum en háskólum með orðbragði sem fer fyrir btjóstið á sið- prúðum og ýmis samtök beijast nú fyrir því að versl- anir hætti að seljá tónlist með 'textum á borð við hans, eða krefjast þess að á plöturnar sé settur merki- miði sem vari við innihald- inu og þær verði ekki seldar börnum. Ice Cube gefur lít- ið fyrir jóssið og segist bara vera að segja frá lífínu I blökumannahverfum stór- borga Bandaríkjanna, „þeg- ar þú ert kominn á götuna hittir þú ekki fyrir Mikka mús“. Ice Cube fetar í fótspor Malcoms X, Stoakleys Carmichaels og H. Raps Browns, sem blökk ung- menni þekkja ekki lengur, en hann lítur einnig upp til Lewis Farrakham, leiðtoga íslamskra Bandaríkja- manna, sem bíða efir tæki- færi til að taka við. Kannski er ekki svo langt í það, því 2056 munu nán- ast allir íbúar Bandaríkj- anna geta rakið ættir sínar til litra forfeðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.