Morgunblaðið - 14.10.1990, Side 22

Morgunblaðið - 14.10.1990, Side 22
22 G MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 1990 í löpunum mínum eftir Vernharð Linnet engin djassdeild til svo ég fór í klassískan gítarleik við Tónskóla Sigursveins. Klassíski gítarinn er frábært hljóðfæri og heillaði mig mjög en ég eyðilagði á mér einn putta því ég æfði svo mikið fyrir burtfararprófið svo ég hef eigin- lega ekkert getað spilað á hann síðan. Ég er nokkuð sáttur við þá leið sem ég hef farið. Oft koma menn í skóla ómótaðir og láta stofnunina móta sig, en Mezzóævintýrið varð til þess að ég varð að fara hina leiðina, en ég get alltaf skroppið til New York og farið í tíma hjá einhvetjum sem ég tel mig geta lært af. Tónlist okkar í Mezzoforte virð- ist ekki höfða eins til íslendinga og annarra Evrópubúa. Þegar við' lékum á Norðursjávardjasshátíð- inni í Haag vorum við í samfloti með Spyro Gyra. Við fengum mun betri viðtökur og allir virtust Fridrik Kctrlsson gítarleikari rœbir um nýja skífu og libinn feril þekkja lögin okkar. Ástæðan er sjálfsagt sú að þegar Garden Party komst inná vinsældalistana feng- um við meiri og betri kynningu en flestar bræðingshljómsveitir hafa fengið í Evrópu. I Noregi t.d. höf- um við verið í efstu sætum sölulist- anna ásamt Michael Jackson og Madonnu. Og aðeins um nýju skífuna? — Þegar ég var í fríi á nám- skeiðinu margumrædda brá ég mér til New York og hlustaði á hljóm: sveitina Elements á tónleikum. í þeirri sveit voru Danny og Mark og meiri kraftur í þeim en hjá Metheny. Þá datt mér í hug að það væri gaman að fá þá til að leika með mér á plötu — það var ekkert mál en það kostaði dálítið mikið af peningum. Skífan hefst á gömlu lagi, Road to Salsa, og er þar dálítið Mezzoleg enda félagar mínir með mér. Tón- listin með þeim er miklu þéttari en þegar Ameríkanamir koma til sögunnar. Ég tók efnið í New York upp á tveimur sólarhringum en föndraði dálítið við það á eftir — bætti inn hljóðgerflum og þvíum- líku. Annars eyddi ég ekki miklum tíma í að fága gítarleikinn. Með nútíma tækni geturðu hljómað miklu betur á plötu en í holdinu — en hugsunin verður aldrei fijórri. Þessi plata var mikil sjálfskoðun og þar ægir ýmsu saman en ég held líka að hún sé upphaf að ein- hverju nýju. Ég varð þrítugur á þessu ári og fínnst sem það séu tímamót í lífi mínu. Mér nægir ekki lengur að gera eitthvað rosa- lega flott eða rosalega hratt. Ég er dálítið rómantískur og verð helst að segja sögu í tónlist minni eða bregða upp mynd. Ég horfi . gjarnan útum gluggann þegar ég að semja og ætli það sé ekki kdálítið af Esjunni í lögunum mín- um. Nýja skífan hans Friðriks er þess virði að vandlega sé á hana hlustað og svo má heyra hann sjálfan í holdinu á næstunni, bæði á Tveimur vinum og í - með Esjuna í bak- FYRSTA hljómplata Friðriks Karlssonar er að koma út. Auðvit- að hefur hann leikið inná fjölda hljómplatna áður og hefur verið fjórðungur Mezzoforte alla tíð og samið mestan huta efnisskrár þeirrar hljómsveitar ásamt Eyþóri Gunnarssyni, en þessi nýja plata er sú fyrsta sem hann gefur út undir eigin nafni með tónlist sem er aðeins hans. Point Blank nefnist hún og er gefin út af Steinum á íslandi en kemur væntanleg víðar út. Það má segja að skífan sé tvískipt. Annars vegar það efni sem hann leikur með gömlu félögunum í Mezzoforte: Eyþóri, Gulla Briem og Joa Ásmunds ásamt hollenska ásláttarleikaran- um Jeromen DeRijk og Ellen syngur þar eitt Iag. Hinsvegar efni sem tekið var upp í New York í félagsskap Kjartans Valdimarssonar hljómborðsleikara og Ameríkananna Danny Gottlieb trommara, Mark Egan rafbassista og Manolo Batdr- ena ásláttarleikara. Ég hitti Friðrik að máli og spurði um til- drög skífunnar: Þetta er búið að vera í burðarliðnum í tíu ár þó ég hafi ekki kýlt á plötugerð fyrr en nú. Fyrir tveimur árum fór ég á gítarnámskeið í Conneeticut og studdi Ólafur Lauf- dal mig til þeirrar farar. Það voru fjölmargir gítarleikarar að kenna, jafnt djass- sem rokksnillingar og jafn ólíkir menn og John Williams og Chet Atkins. Þarna opnaðist mér nýr heimur því á Islandi þekkja allir alla. Mér kom mjög á óvart hve einhæfir margir voru þama. Spiluðu kannski bara einn stíl. Ég var aftur á móti jafn vígur á djass- og rokktónlist, enda vanur harkinu hér heima og þessvegna bauð stjórnandi skólans mér að koma sumarið eftir og kenna. Þá fékk ég kraftinn til að gera þessa skífu enda spilaði maður einsog óður þama og var kannski með gítarinn í hendi fimmtán tíma á sólarhring. Það voru margir frábærir kennarar á námskeiðinu þó þeir séu fæstir þekktir en stórstjörn- umar komu svo í heimsókn og héldu fyrirlestra og spiluðu. Meðal þeirra vom Tal Farlow, Joe Pass, John Abercrombie, Mike Stern og Mike Goodrick. Það var gaman að kynnast goðsögn einsog Tal Farlow, þó hann sé nú ekki mikill kennari og farinn að stirðna í puttunum. Hann sagði okk- ur marg- ar sögur af fmmkvöðlum bíbopps- ins sem hann hafði Ieikið með en spyrði maður hann útí hvaða tón- stiga hann spilaði við þennan hljóm vissi hann það ekki. Það sama var upp á teningnum hjá skalladjassar- anum Joe Pass. Hann lék stand- arda og bætti við þá þúsund hljóm- um og þúsund skölum en ef maður stoppaði hann og spurði hvað hann væri að gera svaraði hann: — Þetta er bara eitthvað svona. Svo náði það ekki lengra. Yngri menn ero mun meðvitaðri um hvað þeir em að gera og geta útskýrt allt fræðilega. Það gerir allt þetta skólanám, en þeir hlusta minna og það er galli. Ég hef reynt að fara einhvern milliveg og nú set ég bara einhveija góða plötu á fóninn. Það er allt þar. Mike Goodrick, sem hingað kom með Frelsis- sveit Charlie Hadens, var einn af þeim sem ég fór í tíma til. Það var mikil upp- lifun að kynnast honum. Hann hefur haft mikil áhrif á 1 menn á borð við Pat Metheny, John Scofield og Abercrombie en fæstir vita að kallinn er upp- sprettan og því er hann dálítið svekktur. Hann er fróðleiksbanki og veit alltaf meira um flest en aðrir. Þegar ég spilaði fyrir hann sagði hann að þetta væri nú ekki alslæmt, benti hann mér á ákveðin atriði til að athuga nánar og þá væri hann til í að tala við mig eftir svona tíu ár. Frábær kall. Ég kynntist Mike Stern ágæt- lega og lærði mikið af honum. Hann er mjög skemmtilegur ná- ungi og hefur náð áttum að nýju eftir langvarandi sukk með mönn- um einsog Jaco heitnum Pastorius. Þvílík breyting sem hefur orðið á ^pinum manni. Þegar ég heyrði hann fyrst þama úti varð ég fyrir slíkum áhrifum að ég varð að standa á fætur og öskra — slíkt gerist stund- um einsog þegar ég heyrði Philip Catarine fyrst með Niels-Henning- tríóinu í Háskólabíói 1978. Annars er kominn tími til að hætta að hlusta of mikið á aðra gítarleikara og finna hinn eina rétta tón, en meðal þeirra sem ég hlusta mikið á em jafn ólíkir menn og Jim Hall og Scott Henderson. En hvemig hófst tónlistarferill Friðriks Karlssonar? — Ég byijaði að spila á bad- míntonspaða þegar ég var sjö ára og var þá ákveðinn í að verða tón- listarmaður. Tólf ára fékk ég gítar og byijaði strax að spila á skóla- skemmtunum í Austurbæjarskóla og oftast eitthvað fmmsamið. Sextán ára gamall kynntist ég fé- lögum mínum í Mezzoforte og framhaldið þekkja menn. Ég var þá búinn að pæla til botns í rokkinu og vildi kynnast einhveiju flóknara. Menn bentu mér á að fróðleiksnáman væri í hefðbundna djassinum og ég keypti mér Joe Pass-plötur og fannst þær hundleiðinlegar. Þá spilaði kunningi minn fyrir mig plötu með Return to Forever sveit Chick Corea og þá gerðust undur og stórmerki og tónlistin hitti í hjartastað. Ég fór svo að lesa viðt- öl við þá félaga og fékk að vita hvaðan allir þessir skalar komu sem hvergi fyrirfundust í rokkinu og fór aftur að hlusta á hefð- bundna djassinn — auk þess var Jon Múli að eitra fýrir Eyþóri með djassinum. Ég var ólæs um þær mundir, en las í viðtali við A1 DiMeola hversu mikilvægt væri að geta lesið nótur. Þá var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.