Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 1
VIKUNA 20. — 26. OKTOBER PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 19. OKTOBER 1990 BLAÐ Zabou Sakamálamyndin Zabou er á dagskrá Stöðvar 2 á laugardagskvöld. Rannsóknarlögreglumaður- inn Schimanski er á hælum þýsku eiturlyfjamafíunnar og böndin berast að næturklúbbi sem stundaður er af þotuliðinu. Dóttir gamallar vinkonu hans er að vinna á staðnum en sér til skelfingar uppgötvar Schimanski að hún er flækt í málið. Hann reynir að koma henni undan en gengur í gildru og vaknar upp á-spítala sakaður um morð. Hann á engra annar kosta völ en flýja af spítalanum og hundeltur af mafíunni og lögreglunni reynir hann að fletta ofan af eiturlyfjabaróninum til að sanna sakleysi sitt. Leikstjóri er Hajo Gies. Með aðalhlutverk fara Götz George, Claudia Messner og Wolfram Berger. Myndin er bönnuð börnum. „Vinstri hönd íslands“ Engir eru slíkir ástmegir íslenkrar þjóðar sem íþróttahetjur hennar, einkum þó þær sem hasla sér völl úti í hinum stóra heimi. Er grannt fylgst með þessum sendiherrum okkar í hinum alþjóðlega íþróttaheimi og skýrt frá afrekum þeirra jafn harðan. í þættinum Fólkið í landinu, sem er á dagskrá Sjónvarps á laugardagskvöld, verður rætt við Kristján Arason handboltakappa og hann fenginn til að segja frá sjálfum sér, ferli sínum og framtíðarhorfum. Kristján, sem er viðskiptafræð- ingur að mennt, hefur löngum verið orðaður við FH, enda Hafnfirðingur í húð og hár. Þá hefur hann komið íslenska landsliðinu til góða þá er mikið hefur legið við, auk þess sem hann á að baki glæstan feril með vestur-þýska liðinu Gummersbach um árabil. Kristján er nú um stundir búsettur á Spáni þar sem hann leikur með þarlendu liði, Teka. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Utvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8 Sungið og dansað í 60 ár Nýlega hóf göngu sína á Rás 1 þáttaröðin Sungið og dansað í 60 ár þar sem Svavar Gests rekur í tali og tónum sögu íslenskrar dægurtónlistar í tilefni af 60 ára afmæli Ríkisútvarpsins. í þætti sínum nk. sunnudag mun hann fjalla um fyrstu danslagakeppnina sem haldin var hér á landi. Það var árið 1939. Öll tíu lögin sem þar komu við sögu verða flutt, sum í mjög gömlum hljóðritum. Auk þess verður grip- ið niður í Segulbandasafninu þar sem er að finna viðtöl við höfundana. Svavar Gests

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.