Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.10.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTOBER 1990 MORGUNBLADIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990 B 3 r Eg er hættur! Farinn!“ er ekki mjög hefðbundin sýning, þótt hún fjalli um þig og mig í hvunndagsvafstri okkar; — okkur andspænis tilfinningum okkar, öðru fólki, hefðum og gildum samfélags- ins, freistingum, vanamunstri og hlutverkum sem við eigum engan þátt í að skapa, en leikum samt. Verkið byggir á pörum, sem ýmist eru að nálgast eða fjarlægjast. Pörin varpa ljósi hvert á annað, tengjast innbyrðis í vináttu eða skyldleika — virðast þó ekkert eiga sameiginlegt annað en að langa til að ákveða sitt hlutverk. Hver hefur sinn stað í til- veru leiksins og höfundurinn hefur lagt það í hendur leikstjóra og hans liði að tengja þessar ólíku persónur og ólíkan heim þeirra. Þeir Guðjón, Hafliði og Grétar hafa fengið ftjálsar hendur hvað útfærsluna varðar og þar sem hún er æði forvitnileg, lá beinast við að spytja þá út frá hvaða hugmyndum þeir vinna. „Ótal hugmyndum sem vöknuðu við lestur handritsins," svarar Guð- jón. „Við bytjuðum á því að vinna með það í um þtjá mánuði, eins og gott leikhúsfólk á að gera. Sá tími fór í að ræða og skrá niður hugmynd- ir.“ „En það er nú svo,“ bætir Grétar við, „að þegar maður kemur með þessar hugmyndir í leikhúsið, við upphaf æfingatímabils, þá virka þær ekkert endilega allar. Kannski tíu hugmyndir af hvetjum hundrað. Sumt er jámöguiegt og virkar alls ekki — en við útilokum þær ekki fyrr en að þessu stigi í vinnslu kemur. Hins vegar koma þá margar góðar hugmyndir í viðbót. Ekkert endilega frá okkur — heldur frá öðrum sem taka þátt í sýningunni og við skoðum þær allar. Útilokum ekkert og tökum það sem virkar.“ „í þessari vinnu má segja að við höfum reynt að nálgast verkið um leið og við reynum að Ijarlægjast það,“ segir Guðjón. „Við undirbún- ingsvinnuna reyndum við að fjarlægj- ast það, reyndum að ftnna andstæðar hugmyndir sem væru góðar fyrir verkið, til dæmis að stilla því upp sem verki um karla og konur, en ekki um skilnaðinn sem verkið snýst um, þannig að allar persónurnar séu jafn mikilvægar. Þetta gerir það að verk- um að sýningin kemur áhorfandanum kannski fyrir sjónir sem bleik og blá.“ „Það sem við höfum auðvitað að leiðarljósi við uppsetninguna," segja þeir félagarnir, „er trúin á leikhúsið og möguleika þess. Það er næstum aiveg sama hvað er gert í leikhúsi. Það gengur upp. Þar er allt hægt og þar má allt. Út af fyrir sig má setja þetta leikrit upp inni í stofu hjá Berg- þóru og Ásláki, sem skilja, og láta hlutina gerast þar. Hins vegar útilok- ar það ýmsa möguleika og leikhús er einfaldlega ekki svona einfalt. Við getum ekki borðað pylsur í hvert mál! Leikhúsið hefur miklu fleiri möguleika en fóik þekkir. En þú verð- ur að þekkja leikhúsið, ef þú ætlar að nýta þér þessa möguleika." — Þegar þið talið um að allt sé hægt að gera í leikhúsi og allt megi gera, eruð þið þá að segja að leiksýn- íng takmarkist ekkert af sjálfri sér og að engin lögmál séu til í leikhúsi? „Nei. Það eru vissulega ýmis lög- mál, en þau eru hvergi skráð og kannski ekki fastmótuð. Þau fara heldur ekki eftir leikhúsinu sem slíku. Ekki einu sinni verkinu sem verið er að setja upp, heldur kannski eftir því fólki sem vinnur að hverri sýningu. En þetta á ekkert síður við um áhorf- endur og að þeir fari í leikhúsið opn- um huga — í stað þess að koma með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvað leikhús er, hvernig það eigi að vera og hvað sé við hæfi. Svo virkar þetta öfugt, það er að segja, að leik- húsfólk geri sér grein fyrir og taki mið af því að áhorfendur vilji taka við svona leikhúsi.“ — Þessi leið sem þið notið; dálítið í andstöðu við textann um leið og þið hnýtið hann saman með tákn- rænni leikmynd og hegðun persón- anna, hvers vegna völduð þið hana? „Kannski vegna þess að verkið er á vissan hátt skrifað inni í stofu. Sú leið er hinsvegar of nálægt verkinu og varpar ekki eins skýru ljósi á það sem verið er að fjalla um,“ svarar Grétar, og Hafliði heldur áfram: „Ekki svo að skilja að verkið sé skrif- að í natúralískum stíl — heldur var þannig frá því gengið að það var ögrandi og gaman að reyna á mögu- leika leikhússins.“ „Við vorum með barnslegan og einlægan texta í höndunum,“ segir Guðjón, „sem er ekki verra, því mögu- leikarnir á svona sýningu væru ekki fyrir hendi, ef textinn væri ekki eins og hann .er.“ „Já,“ segir Grétar, „og í framhaldi af því má segja, að okkur hafi verið falið að koma þessari sýningu upp, kannski með því fororði að það væri í okkar höndum að búa hana til. Þá á ég ekki bara við okkur þrjá, heldur allan hópinn; leikarana, ljósafólk, tón- listarmann og allir aðstoðarmenn sem nálægt sýningunni koma. Þessi upp- setning er árangur af samvinnu, þótt við höfum upphaflega komið með línurnar. Það er mjög gaman að vinna svona náið saman, því ef vel tekst til, geta allir glaðst, ef illa, þarf ekki hver og einn að hugsa í sínu horni, að hann haft gert eitthvað vitlaust." — Gengur svona lýðræði í leik- húsi. Ber ekki einhver ábyrgðina að lokum? „Þetta er kannski ekki spurning um ábyrgð, heldur samsafn hug- mynda. Það er alveg sama hvaðan góð hugmynd kemur. Við verðum bara að treysta hvort öðru og því að það besta verði alltaf ofan á.“ Þetta er fremur óvenjuleg sýning og mjög spennandi að sjá hvernig þið vinnið hana ... „... Óvenjuleg? Kannski miðað við þa_ð sem við þekkjum, til dæmis hér á íslandi,“ segir Guðjón. „Fyrir mitt leyti, finnst mér þetta ekkert óvenju- leg sýning. Þetta er venjulegt fólk, sem talar venjulegt mál,“ og Grétar bætir við: „Hún er ekkert nýrri en aðrar sýningar. Hver sýning í leik- húsi er ný, út af fyrir sig. Og maður spyr hvort til sé venjuleg leiksýning. í rauninni er ekkert venjulegt að vera að reka leikhús, ef út í það er farið.“ — Hvað finnst ykkur svona venju- legt við persónurnar? „Þær fremja ekki nein stór glæpa- verk. Þetta eru ekki nauðgarar, morðingjar eða þjófar og það deyr enginn í lokin. Kannski er það óvenju- legt, að enginn skuli vera drepinn ...,“ segir Grétar. „Það er dansað og það er sungið og það er leikið sér, eins og í líftnu. Það eru nokkrir hvers- dagstrúðar í verkinu; hversdagstrúð- ar í sínum hversdagsfarsa." — Lítið þið á þetta sem farsa? „Nei, en ef fólk getur hlegið, er það gott. Og ef það getur grátið, er það gott. Ef áhorfendur finna til gleði og sorgar með persónunum, höfum við náð árangri. — Guðjón, þú talar um að þið hafið, í undirbúningsvinnunni, reynt að íjarlægjast verkið. Er það allt sem til þarf? „Nei, það er aðeins sú vinna sem fram fer á undirbúningsstiginu. En þegar fleiri, til dæmis leikararnir, bætast í umræðuna, breytist svo margt. Sumar hugmyndir okkar styrkjast, aðrar detta út þegar leikar- arnir fara að skapa þessar persónur." „Við getum ekki ríghaldið í hug- myndir okkar, því við gerum ekkert á sviðinu án leikarans," segir Grét- ar,„og ef leikarinn kemur með betri hugmynd, er hún samstundis keypt." — Þegar þið talið um að allt sé mögulegt og allt leyfilegt í leikhúsi, gangið þið út frá þeirri hugmynd að leikhúsið hafi engan ramma. Hvað með áhorfendur? „Leiksýning hlýtur alltaf að miðast við þær forsendur sem leikhúsið gef- ur sér. Við getum aldrei vitað hvers vegna áhorfandinn hlær eða grætur. Við vitum ekkert um einkalíf hans. Við þekkjum aðeins þessa „viður- Eðli málverksins er alltaf það sama - segir Sigurbjörn Jónsson sem opnar sína fyrstu málverkasýningu í dag „Hljómsveit", olía á striga. kenndu, þekktu hegðun“, sem er fremur leiðinleg og erfitt fyrir fólk að þurfa að framfylgja henni. Við rennum auðvitað blint í sjóinn. Þegar allt kemur til alls, hugsar maður;„ef mér finnst gaman, hlýtur einhvetjum öðrum að þykja það líka.“ Þar sem maður hefur aldrei niðurstöðuna fyr- irfram, getur þetta verið erfitt. En það er alltaf gaman að vinna við erf- iða hluti. Það reynir á.“ — í verkinu er mikið grín og jafn- mikil alvara. Er þetta, fyrir ykkur, einhver sérstök tegund af leikhúsi? „Ne-ei,“ svarar Grétar, „því þótt við tölum alltaf um tegundir leikhúss og eigum farsa, gamanleiki, harm- leiki og söngleiki, svo eitthvað sé nefnt, þá eru miklu fleiri tegundir til og ráðast oft af því fólki sem að sýningu vinnur. Þetta er þriðja sýn- ingin sem við þrír setjum upp saman. Verkin hafa verið ólík, en kannski er fólk farið að greina handbragð okkar. Þá má segja að þetta sé okk- ar tegund af leikhúsi." „Það hefur verið mjög gaman að takast á við þetta verk,“ segir Guð- -jón,„og mér finnst Leikfélag Reykjavíkur, sem ekki hefur yfir of miklum peningum að ráða, sýna tölu- verðan kjark í því að setja upp sýn- ingu af þessu tagi. Ég er viss um að margir telja þessa vinnuaðferð helst eiga heima í litlu hópunum. Þá er ég að tala um þá aðferð að búa til sýningu. En mín skoðun er sú, að þessi vinnuaðferð eigi einmitLað eiga sér stað í stóru leikhúsunum." — Þú talar um kjark. Er þetta áhættuverk? „Nei, ég er aðeins að tala um þá vinnuaðferð að taka verk til sýninga, sem ekki er að fullu skrifað og ekki fullmótað.Jtegar lagt er af stað.“ Svo er það afar jákvætt, bætir Hafliði við, að hér innan leikhússins skuli lítill hópur vera að vinna að sýningu eingöngu út frá eigin hugmyndum og þreifi sig áfram og leiti að nýjum lpiðum leiklistarinnar. Reyndar er þetta ekki aðeins jakvætt heldur beinlínis nauðsyn, því þannig halda listamennirnir áfram leiklistarlegri leit, sem er lifandi leikhúsi nauðsyn og koma um leið í veg fyrir að starf- semi í jafn stóru leikhúsi sem Borgar- leikhúsið er verði að einhvers konar framleiðslu eða þjónustu. „En þótt vinnuaðferðin við þetta verk sé óvenjuleg,“ segir Guðjón,„þá skulum við ekki gleyma því að þetta verk fékk 1. verðlaun í leikrita- samkeppninni, vegna þess að. það var ljóst að það gat orðið að sýningu. Hvers konar sýningu, vissi enginn. Það er ekki mjög örugg leið í leik- húsi og þess vegna tala ég um kjark.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir + INNARLEGA í Mosfellsdal er hús fullt af litlum hljómsveit- um. Hljóðfæraleikurum án andlits og þeir sitja stilltir og bíða, þeir eru í litlum hópum en ntörgum. Þarna inni er líka skrúðganga komin alla leið frá New York. Og sitthvað fleira. Allt þetta fólk í björt- um og þykkum litunum, og öll sellóin, allir flyglarnir, all- ar samstillingarnar og þessar myndir; þær eru verk málara, manns sem vinnur í þessu húsi í sveitinni skammt frá borginni. Þessi málari er ung- ur og kappsamur, hann nam hér heima og erlendis og hef- ur í nokkur ár málað og mál- að: hljómsveitir, skrúðgöng- ur, abstraksjónir, landslag; allt er það skylt og í sam- ræmi. Þetta eru vonandi mál- verk, segir hann, og sér eitt- hvað, er aldrei alveg ánægð- ur, málar ofan í einu sinni enn. Hann Sigurbjörn Jóns- son, sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Gallerí Nýhöfn ídag. Sigurbjöm útskrifaðist úr grafíkdeild Myndlistar- og handíðaskóla Islands 1982. Hann hélt þá til New York og tók mastersgráðu á tveimur árum við málunardeild Parsons School of Design, var þá eitt ár að mála við New York Studio School, og deildi að lokum vinnustofu við annan mann í einn vetur. Kom svo heim og hefur málað af kappi síðastliðin tvö ár; og ætlar nú að sýna við hvað hann hefur fengist þennan tíma. „Það voru mikil viðbrigði að koma héðan úr Myndlista- og hand- íðaskólanum og bytja í Parsons,“ segir Sigurbjörn. „Hér er rokið úr einni aðferð í aðra, nemendur eiga að kynnast öllu en læra ekkert til fullnustu, en þegar út kom þá fór ég að mála módel og annað var ekki gert þessi tvö ár. Reynt var að þurrka út alla listræna stæla og nemendur áttu að finna rýmið og hrynjandina í myndverkinu. Ég var nokkurn tíma að venjast þessu, þótti skrýtið að vetja öllum þessum tíma í að mála ekkert nema módel; því er ekki að neita að maður hafði vissa fordóma gagnvart því. En Leland Bell, eiginmaður Louisu Matthíasdóttur, var kennari minn, hann fór með okkur á listasöfn og hélt fyrirlestra um ákveðnar mynd- ir. Hann opnaði augu mín og ég fór að gera mér ljóst að eðli málverks- ins er alltaf það sama, málarinn reynir að ná fram einhverri hrynj- andi sem gengur upp á striganum. Upp frá því fór ég að finna sjálfan mig og finna mér leið í myndlist- inni, núna get ég get alltaf unnið þegar ég vil og hef eitthvað að stefna að; þó ég nái því vonandi aldrei.“ — Hvað með grafíkina sem þú lærðir hér heima? „Ég hef nú aldrei gert neitt með hana, þótt það væri gaman að hafa hana með. Mér finnst oft að ég hafi bytjað á vitlausum enda því grafík er bara tækni. Þegar að er gáð eru nú flestir bestu grafíklista- mennirnir málarar líka. Það eru menn eins og Braque, Munch og Roault; þeir kunnu myndmálið svo vel að ekki skipti máli hvaða tækni þeir notuðu. Þó er stundum nauð- synlegt að skilgreina hlutina. Ef maður ætlar að mála málverk með hefðbundinni aðferð þá er maður málari, og svo eru til annarskonar myndlistarmenn. Það þýðir til dæm- . — Þú ert ekki hræddur við liti, notar þá sem til falla. „Ég á mér enga sérstaka uppá- haídsliti, stundum er það blár og stundum gulur. Oft byija ég á mynd og þá kemur einhver blær í hana, hún stefnir kannski út í grænt og þá er bara að stilla litina sam- an. Það eina sem gerir liti fallega eða ljóta er það hvernig þeir virka saman. Það er enginn litur fallegur einn sér.“ — Þú hugsar mikið um mynd- bygginguna og samstillingu lita. „Já, ég geri það. Ég fór að horfa allt öðruvísi við að mála öll þessi módel. Ég keyri til dæmis upp Mosfellsdalinn og sé fimm gráa hesta, þeir virðast eins, en hver og einn hefur sinn lit. Þetta er glíma málarans: að finna út hver er hvítastur og hvernig má vinna út frá því.“ Sigurbjörn Jónsson — Hvenær gengur mynd upp? „Hvenær?" Sigurbjörn blæs og það lítur út fyrir að honum finnist mynd aldrei full kláruð: „Kannski kemur það tímabil að maður veit ekkert hvað á að gera við myndina, og þá er að láta hana í friði; en það þarf alls ekki að merkja að hún sé nógu góð.“ — Þú komst heim fyrir tveimur árum en sýnir fyrst núna. „Já, og ég hef unnið ansi mikið á þessum tíma. Hef ætlað að sýna, en ekkert hefur legið á, sýning bætir myndirnar ekkert; þó það geti verið gott að geta horft á þær sem áhorfandi, að geta ekki málað ofan í þær!“ — Finnst þér þú vera „íslenskur" málari, með einhvern íslenskan stíl? „Ég bara veit ekki hvað það er að vera “íslenskur“ málari. Var Gunnlaugur Scheving íslenskur málari eða franskur? Líktist Nína de Staél Hofmann eða var hún íslensk? Það er ekki til neitt sem heitir íslenskur málari, bara íslenskt myndefni. Ég reyni að búa til mál- verk, og til þess þarf akveðið sam- spil að ganga upp. Ég geri bæði stórar og litlar myndir; það er erf- itt að gera litlar myndir stórar, og það er á sama hátt auðvelt að gera stórar myndir litlar. Góð mynd er góð vegna þess að rýmið og hreyf- ingin í henni ganga upp, og fólk skynjar það. Ég er alls ekki expressjónisti; reyni ekki að lýsa tilfinnigum fíg- úranna sem ég mála, mála ekki sálina í augum þeirra. En það er ekki þar með sagt að ég máli ekki is ekki að bera Anselm Kiefer sam- an við mann sem málar.“ — Breyttust myndir þínar þegar þú yfirgafst New York og fórst að mála hér hejma? „Nei, það held ég ekki. Ameríka er miklu evrópskari en Evrópulönd- in! Þar er borin meiri virðing fyrir evrópskri list, körlum eins og Roault og Matisse er mikið hampað. En það sem ég er að fást við er í raun mjög hefðbundið, ég gh'mi við hrynj- andi og rými, það er mitt málverk. Stundum mála ég abstrakt og stundum mála ég fígúrur, er oft að mála hvorutveggja á sama tíma, sitt á hvað. Maður lærir af hvoru tveggja, annað hjálpar hinu. Ég er yfirleitt með allar myndir sem ég á í gangi í einu, ég klára myndir yfir- leitt ekki, heldur á ég það til að grípa í þær aftur og aftur. Ég vinn mjög hratt og reyni að byggja upp einhverskonar ryþma, ef það geng- ur ekki sný ég bara myndinni við og byija aftur á hvolfi! Svona hef ég alltaf unnið. Meira að segja í skólanum þegar verið var að mála eftir módelum var ég alltaf með annan striga og gerði eitthvað allt annað á hann. Ég átti alltaf striga sem ég endaði daginn á.“ — Þú málar aftur og aftur mynd af hljómlistarmönnum, af hljóm- sveit. „Ég byijaði á hljómsveitinni í skólanum úti, og reyndar var ég byijaður á henni áður. Þá var það ekki sveit heldur stakir hljóðfæra- leikarar. Fór svo að stilla þeim sam- an. Svo var ég líka mikið með mann á hesti en það var eiginlega undir áhrifum frá Roault, en ég held mikið upp á hann. Og franska málverkið yfirleitt.“ — Þú málar þykkt eins og hann og umritar litfletina með sterkum línum. „Já, en samt er ég alltaf að reyna að mála þunnt,“ segir Sigurbjörn og hlær. „Ég er bara svo lengi að ná því fram sem á að vera í mynd- inni að liturinn hleðst upp. En ég vinn mjög einfalt, afmarka litflet- ina, en reyni um leið að leika mér svolítið með línuna. Það má segja að ég sé natúralisti, vinn með eitt rými, og kannski má skoða abstrak- sjónirnar sem landslag. En myndir af ákveðnum þemum geri ég aftur og aftur, stundum takast þær og stundum ekki, kannski er þetta hundleiðinlegt hjá mér en ég hef þó alltaf gaman af þessu sjálfur. Ég reyni bara að búa til málverk.“ af tilfinningu, ég geri það; mála hratt með stórum penslum, ræðst á verkefnin. Leland Bell lýsti þessu eitt sinn þannig fyrir mér að málar- inn ræðst á málverkið aftur og aft- ur, en það slær hann alltaf aftur til baka. Þetta er nokkuð góð lýsing á þessari endalausu baráttu sem gefur starfi málarans gildi. Sem málari finnur maður ekkert nýtt,“ segir Sigurbjörn, „ég er allt- af að fara í fótspor annarra, verð bara að sætta mig við það og gera mitt besta.“ Viðtal: Einar Falur Ingólfsson Villikettir í Búdapest er nútíma—mansöngur um nýja skáldsögu sína - segirEinarHeimisson Vaka-Helgafell gefur út aðra skáldsögu Einars Heimissonar, Villikettir í Búdapest, sem fjallar um unga, íslenska konu og ungan mann frá Búdapest en leiðir þeirra liggja saman á miklum umbrotatímum í Ungverjalandi haustið 1988. Þessi umbrot Ieiða til þess að múrarnir á milli austurs og vesturs hrynja. Fyrsta skáldsaga Einars, Götuvísa gyðingsins, kom út í fyrra en hún er um örlög gyðinga, sem hröktust hingað undan ofsóknum nasista í Þýskalandi skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina. Einar Heimisson hefur verið við nám í sögu og bókmenntum í Freiburg í Þýskalandi undan farin ár og tekur magisterspróf í þessum greinum í vor. Hann var hér heima í sumar og gerði tvo þætti fyrir Sjónvarpið. Ann- ar þeirra fjallar um innflytjendur á íslandi og hvernig það var fyrir þá að koma hingað. í þættinum, sem verður sýndur nú í nóvember, er tal- að við innflytjendur, íslenska maka innflytjenda og fuíltrúa opinberra aðila. Einnig er farið í saumana á löggjöfinni um útlendinga á íslandi. Hinn þátturinn fjallar um Ólaf Jó- hann Sigurðsson rithöfund og verður að öllum líkindum sýndur um pá- skana, um leið og Litbrigði jarðarinn- ar. Skáldsagan Villikettir í Búdapest fjallar um unga, íslenska konu, sem ætlar sér að læra söng í mið-evr- ópskri borg og ungverskan mál- vísindamann frá Búdapest. Konan er mjög metnaðarfull en heimur söng- listarinnar er harður og hún verður áþreifanlega vör við það. „Leiðir þessara tveggja manneskja frá ólíkum stöðum liggja saman í þessari mið-evrósku borg haustið 1988 og það hefur í för með sér uppgjör hjá þeim,“ segir Einar Hei- misson. „Leikurinn berst síðan til Búdapest en mér finnst sú borg vera fullkominn staður fyrir sögu, sem tengir þessar tvær ólíku persónur saman. Þetta er ástarsaga, hugleið- ing um ást.á okkar tímum, nútíma- mansöngur, sem um leið er saga uppgjörs stúlkunnar við lífið og tilver- una,“ segir Einar. Sönnustu vonirnar hjá unga fólkinu í Búdapest „ Hann telur sig hafa fundið sönn- ustu vonirnar hjá unga fólkinu í Búdapest. „Þar fannst mér að stjórn- mál skiptu raunverulega einhveiju máli. Það er kannski ekki skrítið að ungverskur andófsmaður sagði að stjórnmál í Vestur-Evrópu væru ein- ungis tómstundagaman miðað við stjórnmálabaráttuna í Austur-Evr- ópu,“ segir Einar. „Ég var í Búdapest í ársbyijun 1989 og þá varð ég var við þær miklu vonir, sem lágu þar í loftinu. Ungveij- ar eru miklir tilfinningamenn og þær hræringar í Austur-Evrópu, sem urðu til þess að múrarnir á milli austurs og vesturs voru felldir, hófust í Búda- pest 23. október 1988. Þá voru liðin 32 ár frá uppreisninni í Ungveijal- andi og þennan dag voru mestu mót- mæli þar eftir uppreisnina," segir Einar. Hann segir að slagkraftur andófs- ins í Ungveijalandi haustið 1988 hafi verið óvenju mikill og það hafi leitt til þess að ákveðið var að halda þingkosningar í Ungveijalandi og opna landamæri Ungveijalands og Austurríkis. „Búdapest er sömuleiðis mikil heimsborg og þar kemst fólk í meira návígi við hina klassísku Evr- ópu en víðast hvar annars staðar,“ fullyrðir Einar. „Ungveijar eru miklir lífsnautna- menn og einstaklingshyggjumenn og kommúnismanum var þröngvað upp á þá. í Ungveijalandi er einnig stund- að mikið brask á ýmsum sviðum og það hefur aukist að undanförnu, enda er Búdapest kölluð Rauða-París,“ segir Einar. Hann segir að aðalpersónan í Villi- köttum í Búdapest, unga stúlkan, hafi það á tilfinningunni að hún geti mætt rithöfundinum Thomasi Mann á næsta götuhorni en hann var í út- legð í Búdapest eftir valdatöku nas- ista í Þýskalandi. „Thomas Mann er nokkurs konar tákn fyrir hina klassísku Evrópu," segir Éinar. Bókmenntir eiga að forðast naflaskoðun „í Villiköttum í Búdapést kýs ég að virða fyrir mér sem hlutlaus áhorf- andi viðbrögð persónanna við ögrun en ég held að það lýsi þeim best. Ég hef alltaf verið hrifinn af ytri ögrun í bókmenntum og það má segja að þessi frásagnarstíll eigi sér rætur í klassískri Mið-Evrópu hjá rithöfund- um éins og Thomasi Mann, Margarct- he Böhme og Heinrich Böll. Ég held að bókmenntir eigi, eins og mann- eskjan sjálf, að forðast naflaskoðun." Einar segir að samskipti kynjanna séu annað lykilatriði í þessari skáld- sögu. „Ég hreifst mikið af því hvern- ig Lou Salome, sem var einn af merk- ustu rithöfundunum um síðustu alda- mót, lýsir samskiptum kynjanna. I bókum hennar myndast dramatísk spenna á milli kynjanna en hún getur einungis myndast þegar jafnræði er með þeim. Verk Lou Salome eru því mun nútímalegri en það, sem karlar, eins og til dæmis Hoffmannsthal, voru að skrifa um aldamótin.“ Einar segir að öll Evrópa sé í end- urnýjun, ekki einungis Áustur-Evr- ópa. „Þetta eru mjög spennandi tímar og ég skil vel vissa Evrópurómantík hjá ungu fólki í Þýskalandi núna. Þegar litið er á sögu Evrópu á þess- ari öld og þá bölvun, sem barátta þjóðríkjanna hefur leitt af sér, er ekkert skrítið að ungt fólk telji þjóð- erni afar slæma forsendu fyrir grein- armun á fólki. Við lifum á tímum miklu opnari Evrópu, þar sem lögð eru mun minni höft á framtak einstkl- ingsins en áður og ungt fólk hrífst af þessum nýju Evrópuhugmyndum. Unga fólkið í Þýskalandi trúir mun frekar á sameinaða Evrópu en nýtt Þýskaland." Einar segir að náttúruhyggja sé á mikilli uppleið hjá ungu, þýsku fólki. „Það kemur auðvitað til af því að náttúran er að deyja og dauði hennar er afar nálægur. Það þarf ekki annað en keyra í gegnum Svartaskóg í Þýskalandi til að sjá nakta trjáboli. Þessi náttúruhyggja gæti þýtt nýjan lífsstíl Evrópubúa. Það er hugsanlegt að þeir keyri til dæmis minna einka- bíla og hafni einhveiju af nýrri tækni og mögulegum hagvexti, þar sem náttúran verður að sjálfsögðu ekki metin til fjár,“ segir Éinar. Menn og þjóðir eii\angra sig vegna hræðslu við aðra Hann segist halda að möguleikar íslendinga liggi mikið frekar í sam- vinnunni en einangruninni og ein- angrunin sé vísasta leiðin til að dæma okkqr úr leik. Manneskjan einangri sig vegna hræðslu við aðra og það sama eigi við um þjóðir. „Ég treysti íslendingum til meiri djörfungar. Rödd okkar “verður að heyrast á mikilvægum stöðum og það er eðlilegast að líta til Evrópu hvað varðar samvinnu við aðrar þjóðir. Ég held að íslendingar geri sér almennt ekki grein fyrir því hversu íslensk menning er stór þáttur í Evrópu- menningunni. Þar á ég bæði við forn- X sögurnar og þetta tungumál, sem við tölum enn. Éf við hættum að tala íslensku myndi skilningur á íslenskri menningu dvína mjög mikið. Enginn vill að við hættum að tala íslensku og við eigum að varðveita hana bæði okkar vegna og annarra.“ Einar segist vilja að straumar opn- unarinnar í Evrópu nái hingað en hægt sé að taka sem dæmi um ein- ! angrun íslands að íslensk lög um \ innflytjendur hafi ekki breyst í 25 ár. „Enginn hefur haft áhuga á að breyta þessum lögum, sem eru gildur ■ þáttur í sambandi okkar við umheim- l inn. Þessi lög þyrftu hins vegar að vera í stöðugri endurskoðun, þar sem \ þau eru snertipunktur við umheiminn ’ og snerta einna mest breytta stöðu í heiminum," segir Einar. Hann segir að við trúum ef til vill meira á frelsið en áður, þar sem við ■ höfum séð frelsið sigra. Villikettir í Búdapest fjalli um frelsi einstaklings- ins en þjóðfélög, sem ekki geti tryggt það hljóti að vera misheppnuð. Állar pólitískar leiðir hljóti að byggjast á frelsi einstaklingsins. „Það hlýtur að vera markmið okkar að einstakling- urinn stjórni sínu eigin lífi og hann -J sé ekki fjötraður af tíðarandanum til 'j að hægt sé að tryggja sem fjölbreytt- | ust litbrigði í mannlífinu: aðeins lit- ; brigði mannlífsins, það að manneskj- \ urnar seu ólíkar, tryggir að við höfum * eitthvað að gefa hvert öðru og mann- • eskjan þarf að geta gefið öðrum eitt- ‘ hvað,“ segir Einar Heimisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.