Morgunblaðið - 23.10.1990, Page 1
í* n
1990 ■ ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER BLAD D
KNATTSPYRNUVELLIR
Færeyingar kynna sér
aðstædur í Laugardai
Sendinefnd__frá Færeyjum með Poul Michelsen,
bæjarstjóra í Þórshöfn, í fararbroddi, kynnti sér
aðstæður í Laugardai í gær, en fyrirhugað er að
byggja grasvöll í Færeyjum. Færeyingamir cæddu við
Ellert B. Schram á laugardag og fengu hjá honum
ráð varðandi öryggismál og önnur skilyrði Knatt-
spyrnusambands Evrópu. Færeyska landsliðið í knatt-
spymu hefur vakið mikla athygli að undanfömu, bæði
vegna árangurs og þess að það þarf að leika heimaleik-
ina í Svfþjóð þar sem grasvöllur er ekki til í Færeyj-
um. Þessu vilja frændur okkar breyta og fyrirhugað
er að byggja fyrsta grasvöllinn á næstunni. Færeying-
ar hafa í huga að reisa mannvirki, sem kostar ekki
mikið meira en 200 millj. ÍSK. Þeir vöidu að skoða
aðstæður á Íslandi, þar sem þær væm líkastar þeim,
sem þeir eiga að venjast, og hrifust mjög af grasinu
á Laugardalsvelii.
KNATTSPYRNA
Amórgerði
fjögurra ára
samning við
Bordeaux
„Ég er mjög ánægður með samn-
inginn,“ sagði Amór Guðjohnsen
ARNÓR Guðjohnsen skrifaði í gærkvöldi undir fjögurra ára
samning viðfranska 1. deildarfélagið Bordeaux. „Ég er mjög
ánægður með samninginn og nú er bara að hefjast handa
og vinna það upp sem ég hef misst úr. Öll aðstaða hér er
eins og best verður á kosið," sagði Arnór Guðjohnsen í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
Arnór fór til Frakklands á
fimmtudag í síðustu viku,
æfði með liðinu um helgina og
skrifaði undir samning í gær-
kvöldi, en Anderlecht og Borde-
aux höfðu áður náð samkomulagi
um félgaskiptin. Arnór verður
laus allra mála hjá félaginu 30.
júlí 1994 og getur þá samið sjálf-
ur við hvaða lið sem er.
„Ég reikna með að þurfa smá
tíma til að koma mér í form. En
þjálfarinn er mjög jákvæður í
minn garð og sagði að ef ég skrif-
aði undir fyrir þriðjudag [í dag]
þá kæmi ég hugsanlega inn í liðið
í næsta deildarleik."
Arnór sagði að aðstæður hjá
Bordeaúx væru frábærar. Liðið
hefur 11 æfingavelli til umráða
og vel er búið að leikmönnum.
Hann sagði að Albert Guðmunds-
son ætti sinn þátt í þessum samn-
ingi. Hann hefði fengið hjá honum
góð ráð við samningagerðina.
Arnór er fimmti Islendingurinn
sem leikur í Frakklandi. Albert
Guðmundsson lék á sínum tíma
með Nancy, Racing París og Nice,
Þórólfur Beck lék með Rouen,
Teitur Þórðarson með Lens og
Cannes og Karl Þórðarson með
Laval.
Arnór Guðjohnsen.
IÞROTTAÞINGISI:
__________ ■ Sjá nánar um Evrópuleikinn / B3,B8
STUDIMINGUR RÍKISVALDSINS MINNKAR STÖDUGT / B2
Morgunblaðiö/Sverrir
Tveirgóðiri
BARCELONALIÐIÐ, sem mætir íslandsmeisturum Fram í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvell-
inum í dag kl. 15.30, var á æfingu á vellinum í gær. Á myndinni sjást tveir af kunnustu leikmönn-
um liðsins. Danski landsliðsmaðurinn Michael Laudrup er kominn upp á bakið á hollenska lands-
iiðsmanninum Ronald Koeman. Laudrup hefur leikið áður á Laugardalsvellinum í Evrópukeppninni
- hann lék hér með Juventus gegn Val. Johann Cruyff, þjálfari Barcelona, sagði íviðtali við Morg-
unblaðið að sínir menn myndu hlaupa sértil hita.