Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 6

Morgunblaðið - 23.10.1990, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRHXJUDAGUR 23. OKTÓBER 1990 ÚRSLIT KORFU- KNATTLEIKUR UMFN - Snæfell 88:87 fþróttahúsið í Njarðvík, Úrvalsdeildin í körfuknattleik sunnudaginn 21. október 1990. Gangur leiksins: 2:0, 10:10, 16:16, 24:24, 28:28, 32:36, 40:44, 44:53, 53:59, 63:67, 70:63, 70:70, 80: 80, 84:85, 88:87. Stig UMFN: Rodney Robinson 31, Hreiðar Hreiðarsson 14, Ástþór Ingason 10, Gunnar ■ Orlygsson 9, Friðrik Ragnarsson 8, ísak Tómasson 6, Kristinn Einarsson 6, Rúnar Jónsson 4. Stig Snæfells: Ríkharður Hrafnkelsson 24, Brynjar Harðarson 20, Bárður Eyþórsson 19, Hreinn Þorkelsson 9, Gennadij Pereqeud 8, Eggert Halldórsson 5, Sæþór Þorbergsson 2. Dómarardón Otti Ólafsson og Helgi Bragason. Áhorfendur:Um 150. Bikarmeistaramir sluppu vel Bikarmeistarar Njarðvíkinga máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi gegn nýliðunum Snæfells frá Stykkishólmi í Ljónagryfjunni í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Njarðvíkingar sem léku án Teits Örlygssonar áttu lengstum í vök að veijast, en tókst með herkjum að tryggja sér sigur á síðust mínútunum með minnsta mun 88:87. Hólmarar Björn komu Njarðvíkingum greinilega á óvart með getu sinni og Blöndal- sýndu að sigurinn gegn ÍR á dögunum var engin tilviljun. skntarfrá „Leikurinn gat farið á hvorn veginn sem var, að vera svona . nálægt að sigra Njarðvíkinga á sínum heimavelli er nokkuð sem ég átti ekki von á. Liðið er á réttri leið og við ætlum að gera enn betur á næstunni," sagði Hreinn Þorkelsson þjálfari Snæfells. Njarðvíkingar geta öðrum fremur þakkað Bandaríkjamanninum Rodney Robinsson sigurinn í leiknum og Hreiðar Hreiðarsson lék vel. Brynjar Harð- arson, Bárður Eyþórsson og Ríkharður Hrafnkelsson voru atkvæðamestir í liði Snæfells sem hefur svo sannarlega komið á óvart með getu sinni. UMFT - Þór 93:89 íþróttahúsið á Sauðárkróki, úrvalsdeildin í körfuknattleik, sunnudaginn 21. október 1990. Gangur leiksins: 7:7, 9:16, 13:21, 21:23, 28:28, 28:38, 39:39, 47:47, 51:49, 56:49, 63:54, 69:59, 76:69, 84:75, 86:85, 89:87, 93:89. Stig Tindastóls: Pétur Guðmundsson 26, Valur Ingimundarson 26, Ivan Jonas 24, Karl Jónsson 9, Sverrir Sverrisson 5, Einar Einarsson 3. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 24, Cedric Evans 23,"Sturla Örlygsson 18, Jón Örn Guð- mundsson 12, Bjöm Sveinsson 6, Guðmundur Björnsson 4_, Jóhann Sigurðsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Kristinn Óskarsson. Ahorfcndur: Um 600. Troðið í norðanslag Bjöm Bjömsson skrifarfrá Sauðárkróki Tindastóll sigraði Þór 93:89 í hörkuleik norðanliðanna í deildinni. Leik- urinn var spennandi allan tímann, húsið fullt og Pétur Guðmundsson og Cedric Evans tróðu til skiptis við mikinn fögnuðu áhorfenda. Heima- menn höfðu betur á spennandi lokamínútum og leikurinn var hinn skemmtilegasti. Þórsarar höfðu frumkvæðið og það var ekki fyrr en undir lok fyrri hálfleiks að Tindastóll náði yfirhöndinni. Heimamenn voru svo yfir nær allan síðari hálfleikinn en þegar þtjár minútur voru eftir munaði aðeins þremur stig- um. Eftir það léku þeir af skynsemi og náðu báðum stigunum eftir mikla vítakeppni í lokin. Valur Ingimundarson, sem hefur sjaldan verið betri, og Ivan Jonas voru bestir í liði Tindastóls auk Péturs Guðmundssonar. Þá lék Sverrir Sverrisson vel, einkum í fyrri hálfleik. Konráð Óskarsson var allt í öllu hjá Þór í fyrri hálfleik og Evans átti mjög góðan leik. ÍR - Haukar 71:79 íþróttahús Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfuknattleik, sunnudaginn 21. október 1990. Gangur leiksins: 0:2, 2:8, 6:12, 12:17, 20:24, 22:38, 31:45, 33:50, 41:55, 47:59, 55:61, 62:68, 65:77, 71:77, 71:79. Stig IR: Jóhannes Sveinsson 29, Douglas Shouse 21, Karl Guðlaugsson 10, Björn Uósson 9, Hilmar Gunnarsson 2. Stig Hauka: Jón Amar Ingvarsson 30, ívar Ásgn'msson 13, Pálmar Sigurðsson 12, Mike Noblet 8, Pétur Ingvarsson 8, Henning Henningsson 6, Skarphéðinn Eiríksson 2. Dómarar: Guðmundur Stefán Maríasson og Krístinn Albertsson. Áhorfendur: 56. IR-ingará batavegi Hörður Magnússon skrífar Haukar héldu sigurgöngu sinni í úrvalsdeildinni áfram er þeir sigruðu botnlið ÍR 79:71. Haukar höfðu forystu allan leikinn og sigurinn í raun aldrei í hættu. Greinileg batamerki má sjá á liði ÍR, sóknarleikurinn heldur líflegri og meiri barátta í liðinu. í leikhléi var staðan 50:33 en ÍR-ingar börðust vel í síðari hálfleik og stórleikur Jóhannesar Sveinssonar dreif liðið áfram. Þeir minnkuðu muninn í sex stig en náðu ekki lengra. Douglas Shouse voru afar mislagðar hendur í leiknum óg skotnýting hans hræðileg. Jón Arnar og Pálmar voru bestir í liði Hauka. Valur - ÍBK 84:114 íþróttahús Vals, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 21. október 1990. Gangur leiksins: 2:0, 17:13, 17:24, 21:42, 25:50, 37:61, 42:79, 54:87, 84:105, 84:114 Stig Vals: Ðavid Grissom 21, Magnús Matthíasson 16, Svali Björgvinsson 15, Matthías Matthíasson 12, Aðalsteinn Jóhannsson 6, Ragnar Jónsson 6, Helgi Gústafsson 4, Guðni Hafsteinsson 2, Gunnar Þorsteinsson 2. Stig ÍBK: Sigurður Ingimundarson 28, Falur Harðarson 20, Tom Lytle 19, Hjörtur Harðar- son 12, Albert Óskarsson 10, Egill Viðarsson 9, Hjörtur*Amarsson 5, Jón Kr. Gíslason 5, Júlíus Friðriksson 4, Matti Ó. Stefánsson 2. Dómarar: Leifur GarðarssonogKristján Möllerogdæmdu þeirvel. Áhorfendur: Um 130. Auðveit hjá Keflvíkingum KKeflvíkingar unnu auðveldan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda á sunnudagskvöldið. Valsmenn hófu leikinn af krafti og náðu foryst- unni í byijun. Þá fóru Keflvíkingar í gang. Spiluðu sterka vörn og á tíu mínútna kafla gerðu þeir 35 stig gegn aðeins 10 stigum Valsmanna sem áttu ekkert svar við stórleik Keflvíkinga. Undir lok fyrri hálfleiks sátu fjórir leikmenn ÍBK úr byijunarliðinu á bekkn- um og virtist það ekki hafa nein áhrif á leik liðsins. Það er ekki ónýtt að hafa svo mikla breidd í liðinu og á það eftir að koma liðinu til góða. í síðari hálfleik juku Keflvíkingar enn muninn og sáust oft á tíðum glæsileg tilþrif hjá leikmönnum liðsins. Valsmenn léku ekki illa en mættu ofjörlum sínum í þessum Ieik. Bestur Valsmanna var David Grissom ásamt Magnúsi Matthíassyni. Hjá ÍBK léku allir vel. Sigurður Ingimundarson skoraði grimmt og Falur Harðarson sýndi góða takta. PéturH. Sigurðsson skrifar URVALSDEILD A-RIÐILL Fj.leikja U J T Mörk Stig HAUKAR 3 3 0 0 237: 215 6 UMFN 3 2 0 1 261: 212 4 KR 2 2 0 0 175: 136 4 SNÆFELL 4 1 0 3 308: 343 2 ÍR 4 0 0 4 266: 341 0 B-RIÐIL L Fj. leikja U J T Mörk Stig TiNDASTÚLL 4 4 0 0 395: 357 8 ÍBK 4 3 0 1 410: 377 6 ÞÓR 4 1 0 3 396: 397 2 VALUR 4 1 0 3 358: 392 2 UMFG' 4 1 0 3 338: 374 2 1. DEILD KVENNA UMFG-ÍR 23:65 Grindavík, íslandsmótið í körfuknattleik, 1. deild kvenna, laugardaginn 20. október 1990. Stig UMFG: Anna Dís Svanbjömsdóttir 8, Stefanía Jónsdóttir 7, Guðrún Sigurðardótt- ir 2, Anna K. 2, Sigrún Jónsdóttir 2, Krist- björg Helgadóttir 2. Stigahæstar hjá ÍR: Linda Stefánsdóttir 20, Hildigunnur Hilmarsdóttir 10, Hrönn Harðardóttir 8, Ingibjörg Magnadóttir 5, María Geirsdóttir 5. ÍBK-ÍS 54:59 Keflavík, fslandsmótið 1 körfuknattleik, 1. deild kvenna, laugardaginn 20. október 1990. Stig ÍBK: Björk Hafsteinsdóttir 20, Svandís Gylfadóttir 12, Hilma Hólm 7, Guðlaug Sveinsdóttir 7, Þórdís Ingvarsdóttir 4, Ástrún Viðarsdóttir 2, Olga Færsæth 2. Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 20, Vigdís Þór- isdóttir 10, Vanda Sigurgeirsdóttir 10, Elín- borg Guðnadóttir 6, Kolbrún Leifsdóttir 6, Díanna Gunnarsdóttir 4, Kristín Sigurðar- dóttir 2, Þórdís Hrafnkelsdóttir 1. Góð hraðaupphlaup IS-stelpumar tóku snemma for- ystu og voru 15 stigum yfir í hálfleik. Munaði þar mest um hraðaupphlaupin, sem gáfu gestun- um mörg stig. í seinni hálfleik komu heimastúlkur ákveðnar til leiks og minnkuðu muninn í tvö stig. Þá tóku IS-stúlkur við sér á ný og unnu 59:54. Björg Hafsteinsdóttir var best hjá ÍBK, en fjarvera Önnu Maríu Sveinsdóttur, sem er farin utan, hafði greinileg áhrif, því þær stöllur leika jafnan mjög vel saman. Guð- laug Sveinsdóttir lék einnig mjög vel og er gaman að sjá hana aftur eftir nokkurra ára fjarveru. Margrét Sturlaugsdóttir lék ekki með vegna meiðsla. Hafdís Helgadóttir var best hjá ÍS, en hún skoraði grimmt úr hraða- upphlaupum. Kolbrún Leifsdóttir átti einni góðan leik og kom reynsla hennar sér vel. Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar A ITENNIS Erlend stórmót LYON Umianúrslit: Marc Rosset—David Pate....6:4 1:6 6:4 Mals Wilander—Alexander Mronz.6:2 7:6 Úrslit: Marc Rosset—Mats Wilander...6:3 6:2 EVRÓPUBANDALAGSMÓTIÐ IJddanúrslit: Henri Ijeconte—Stefan Edbcrg....7:5 3:6 6:0 G. Ivanisevic—Amos Mansdorf ....1:6 6:2 7:6 Úrslit: G. Ivanisevic—H. Leconte.6:2 7:6 4:6 4:6 6:1 FILDERSTADT Undanúrslit: Barbara Paulus—Gabriela Sabatini ...6:4 6:3 Mary Joe Femandez—Kat. Malecva ..7:5 6:0 Úrsíit: Mary Joe Femandez—Barb. Paulus...6:l 6:3 OPNA AUSTURRÍSKA MÓTIÐ Undanúrslit: Horst Skoff—Thomas Muster...6:2 7:6 Anders Jarryd—Alexander Volkov ....6:2 7:5 Úrslit: Anders Jarryd—Horst Skoff.6:36:36:1 A HAND- KNATTLEIKUR Logi Bergmann Eiösson skrifar Valur - Stjarnan 28:25 íþróttahús Vals, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild — VÍS-keppnin, laugardaginn 20. október 1990. Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 3:5, 7:5, 7:7, 10:8, 13:10, 14:11, 14:12, 18:12, 20:14, 22:16, 22:19, 24:20, 24:22, 26:22, 26:23, 28:24, 28:25. Mörk Vals: Brynjar Harðarson 8/2, Júlíus Gunnarsson 7, Jón Kristjánsson 6, Valdimar Grímsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Finnur Jóhannsson 2. Varin skot: Einar Þorvarðarson 14 (þar af 6 tii móthverja), Árni Sigurðsson 2/1 (þar af 1/1 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjarnason 11/3, Magnús Sigurðsson 6/1, Patrekur Jóhanns- son 3, Skúli Gunnsteinsson 3, Axel Björnsson 1 og Hafsteinn Bragason 1. Varin skot: Brynjar Kvaran 17/2 (þar af 5 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Guðmundur Stefánsson og Guðmundur Lárusson. Slakir. Áhorfendur: Um 450. Valsmenn gefa ekki effir Valsmenn halda fullu húsi í 1. deildinni eftir sigur á Stjörnunni 28:25. Þeir þurftu þó að hafa fyrir sigrinum og óvænt mótspyrna Stjörnunn- ar.undir lokin kom þeim í opna skjöldu og hafði nær kostað þá sigurinn. Valsmenn náðu sex marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks en mikil barátta Stjörnunnar breytti stöðunni í 24:22. Lokamínú- turnar voru spennandi en Valsmenn voru yfirleitt fyrri til að skora og héldu stigunum. Valsmenn voru heldur sterkari og munaði mestu um góðan leik Jóns Kristjánssonar. Hann gerði glæsileg mörk og átti snjallar sendingar. Einar varði einnig vel, einkum í fyrri hálfleik og Júlíus Gunnarsson átti líklega einn besta leik sinn með Val. Brynjar Harðarson átti góða kafla í síðari hálfleik en lítið bar á Jakob Sigurssyni og Valdimar Grímssyni. Brynjar Kvaran stóð sig mjög vel í marki Stjörnunnar og Magnús Sig- urðsson lék vel. Sigurður Bjarnason fór svo á kostum í síðari hálfleik og virtist skora að vild. Þrátt fýrir góðan hóp virðist eitthvað vanta í lið Garðbæinga og það var aðeins á kafla í síðari hálfleik sem liðið sýndi eðlilega baráttu og sigurvilja. Mikil harka var í leiknum og barátta, og ótrúlega mikill tími fór í nöldur við dómara. Þeir dæmdu illa og fengu auk þess lítinn frið til að fylgjast með leiknum fyrir glósum frá leikmönnum og þjálfurum. Selfoss - Haukar 23:26 íþróttahúsið á Selfossi, íslandsmótið 1 handknattleik, 1. deild — VÍS-keppnin, laugar- diagnn 20. október 1990. Gangur leiksins: 0:0, 0:2, 1:2, 2:3, 4:5, 6:6, 9:9, 9:13, 10:14 10:15, 12:15, 13:16, 14:17, 15:18, 16:19, 18:20, 19:21, 20:22, 21:24, 22:25, 23:25, 23:26. Mörk Selfoss: Einar Guðmundsson 8, Stcfán Halldórsson 5, Gústaf Bjamason 4, Einar G. Sigurðsson 3, Sigurjón Bjamason 2, Sigurður Þórðarson 1.' Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Petr Baumruk 9, Pétur I. Amarson 6, Steinar Birgisson 5, Þorlákur Kjart- ansson 1, Sigurður Ó. Ámason 1, Siguijón Sigurðsson 1, Snorri Leifsson 1, Jón Ö. Stefáns- son 1, Einar Hjaltason 1. Utan vallar: 6 mlnútur. Petr Baumruk fékk rautt spjald. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Ævar Sigurðsson. Höfðu litla stjórn á leiknum. Áhorfendur: Um 300. „Reynslan skipti sköpurn" Við bjuggumst við erfiðum leik enda er Selfoss með eitt efriilegasta liðið á landinu í dag og sýnir gífurlega baráttu í leik sínum. En hjá okkur skipti reynslan sköpum," sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Hauka. „Þetta var mikill spennuleikur þar sem við áttum möguleika allt fram á það síðasta. Dómararnir voru okkur óhagstæðir og mar- kvarslan-ekki nógu góð. Við hljótum að fara að vinna leik bráðlega í deildinni," sagði Björgvin Björgvinsson þjálfari Selfyssinga. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti en Selfyssingar jöfnuðu leikinn um miðjan hálfleikinn, 6:6. Þeim fataðist þó flugið þegar Haukar tóku Einar G. Sigurðsson úr umferð og Einar Guðmundsson þurfti að fara út af vegna meiðsla í stuttan tíma. Haukar gengu á lagið og höfðu fjögurra marka forskot í hálfleik, 14:10. Haukar spiluðu síðari hálfleikinn af miklu öryggi og hleyptu Selfyssing- um aldrei nær en tvö mörk. Undir lok leiksins hljóp mikill hiti í leikmenn jafnt sem áhorfendur. Tékkinn Petr Baumruk fékk rautt spjald fyrir gróft brot á Siguijóni Bjarnasyni og dómarar ráku einn stuðningsmanna Hauka- liðsins út úr húsinu fyrir stóryrði. Bestir í liði Selfoss voru Einar Guðmundsson, sem lék mjög vel í sókn- inni, Stefán Halldórsson og Sigurjón Bjarnason sýndu einnig góðan leik. Petr Baumruk var yfirburðamaður i liði Hauka. Hann gerði níu mörk og róaði leik liðsins þegar sem mest gekk á. Pétur I. Arnarson lék einnig vel og Steinar Birgisson var eins og áður kletturinn í vörn Hauka. Grótta - ÍBV 18:22 íþróttahúsið á Seltjamarnesi, Islandsmótið í handknattleik 1. deild - VfS-keppnin - laugar- daginn 20. október 1990. Gangur leiksins: 0:1,4:1,6:5,9:8,12:10,13:11,15:12,15:15,15:18,16:20,16:22,18:22. Mörk Gróttu: Stefán Arnarsson 6/3, Sverrir Sverrisson 4, Davíð Gíslason 3, Páll Björns- son 2, Halldór Ingólfsson 1, Kristján Brooks 1, Friðleifur Friðleifsson 1. Varin skot: Þorvaldur Már Árnason 7/1, Bjarni Sigurðsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍBV: Sigurður Gynnarsson 9/3, Sigurður Friðriksson 7, Sigbjörn Óskarsson 3, Gylfi Birgisson 1, Jóhann Pétursson 1, Haraldur Hannesson 1. Varin skot: Sigmar Þór Óskarsson 12, Ingólfur Óskarsson 1. Utan vallar: 12 mfnútur. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson. Áhorfendur: Rúmlega hundrað. Góður endasprettur ÍBV IBV nældi sér í tvö dýrmæt stig með góðum sigri á Gróttu á Seltjamar- nesi um helgina. Heimamenn voru sterkari framan af, en náðu þó ekki að hrista gestina af sér. Sigurður Friðriksson átti góðan leik í hægra horninu í liði ÍBV og gerði helming marka liðsins í fyrri hálfleik. Hjá Gróttu var Sverrir Sverrisson sterkur í fyrri hálfleik, en lítið bar á honum eftir hlé og var reyndar leikur liðsins mun lakari í síðari hálfleik. Um miðjan síðari hálfleiki jafn- aði ÍBV og náði undirtökunum eftir það. Sigbjörn Óskars- son lék í sókninni í síðari hálfleik og gerði mikilvæg mörk og Sigurður Gunnarsson var dijúgur fýrir liðið. Þá varði Sigmar Þór vel eftir hlé. Sóknarleikur Gróttumanna var mjög slakur eftir hlé, enda gerði liðið aðeins fimm mörk í síðari hálfleik. Helgi Sigurðsson skrifarfrá Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.