Morgunblaðið - 02.11.1990, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990
„TILEINKUN"
Myndlist
BragiÁsgeirsson
Það kemur Ijóslega fram í
myndverkum Valgerðar Hauks-
dóttur í kjallarasölum Norræna
hússins, hvemig islenzkir lista-
menn í sívaxandi mæli sækja til
og tileinka sér litbrigði og form
landsins.
Með því verða þeir ekki einung-
is þjóðlegri heldur einnig alþjóð-
legri, því að öll mikil alþjóðleg list
er sprottin upp af þjóðlegum
grunni.
Eins og allir vita, þá er ásýnd
íslenzkrar náttúru fjölskrúðug og
andstæðumar miklar ásmt því að
veðurfarið er síbreytilegt og ætti
því náttúran öðru fremur að höfða
til íslenzkra myndlistarmanna í
hvaða formi sem er. Það hefur
hún og gert í ríkum mæli, en því
miður þótti það á tímabili jaðra
við drottinsvik að láta merkja
áhrif frá henni í verkum sínum.
Var hér um að ræða, að list sem
hrein og klár vísindi var í tísku í
útlandinu, ásamt rangtúlkun á
óformlegri list „art informel". Frá
þeirri rangtúlkun sagði ég í grein
frá París á sl. ári varðandi mikla
sýningu á lífsverki Jeans Fautri-
er, eins af brautryðjendum óform-
lega málverksins. Sporgöngu-
menn hans héldu óspart fram
skilgreiningunni „óraunveruleiki
hins óformlega tjáir alls ekkert“.
En Fautrier afgreiddi skilgrein-
inguna hiklaust með því að segja:
„Engin listgrein er fær um að
miðla, ef hún er ekki hluti þess
raunveruleika sem hún hrærist í.“
Þetta er og einmitt mál mál-
anna, að hver sannur listamaður
verður að vera virkur í sínum tíma
og í beinum tengslum við um-
hverfi sitt, en hér er enginn að
halda því fram að hann sé skyldur
til að líkja eftir því. Á vorum dög-
um deila menn öðru fremur um
inntak myndlistarverka frekar en
listastefnur og skilin mill’ hins
hlutlæga o g óhlutlæga hafa þann-
ig að vissu marki verið máð út.
Valgerður Hauksdóttir hefur
sinn hátt á að nálgast náttúruna
og myndir hennar eru iðulega
teikningar eða riss eins og gerðar
í mistri eða dimmviðri. Hún er
líka öðru fremur grafíklistamaður
og myndir hennar þannig eðlilega
ríkar af grafískri kennd í út-
færslu.
Hún hefur kosið að víkka út
tæknisvið sitt með teikningum í
blandaðri tækni og sýnir þar um
margt nýja hlið á listsköpun sinni.
Auðséð er að hún styðst við
beinar lifanir frá náttúrunni og
það eru einmitt slíkar ótvíræðar
tengingar við umhverfíð, sem telj-
ast aðal og styrkur listar hennar
um þessar mundir.
Ekki fyrir það að tengingin er
auðsæ, heldur öllu frekar vegna
þess að listræn tök hennar á miðl-
inum eru þá afdráttarlausari og
dýpri.
Ég nefni hér máli mínu til árétt-
ingar myndimar Háidagur /
Sprengisandur nr. 6, 9 og 10, svo
og „Undir hlíð“(19), „Undir“ (21)
og „í birtu / Hlíð“ (22)
Þrátt fyrir margt athyglisvert
í myndum blandaðrar tækni, þá
tel ég öfiugustu grafíkmyndirnar
hápunktinn á sýningunni eins og
t.d. myndirnar „Myndastytta“ —
„Hún“ (24) og „Myndastytta“ 25.
og 26., svo og „Myndstyttur I-VI“
(40-42).
Það sem mest er áberandi á
þessari sýningu er tvímælalaust
að Valgerður Hauksdóttir er að
Hann er margur hátturinn að
horfa á og túlka landslag í mál-
verki og fer eftir listrænu uppeldi
og eðli gerandans.
Myndlistarkonan Sjöfn Har-
aldsdóttir, sem um þessar mund-
ir sýnir olíumálverk og glermynd-
ir í Gallerí Bórg, hefur gengið í
gegnum langt nám hér heima og
í Kaupmannahöfn. Menntun
hennar er þannig á mjög traustum
grunni, auk þess, sem hún hefur
aflað sér meiri kennararéttinda í
myndlistum en flestir aðrir hér-
lendir. Kennararéttindi takmark-
ast við grunn — og framhalds-
skóla, en þegar ofar og á háskóla-
stigið er komið, er kennslan yfir-
leitt í höndum nafnkenndra lista-
manna — a.m.k. er það þannig
víðast hvar erlendis þar sem þjóð-
menningin rís hæst og er á traust-
um grunni.
Sjöfn hefur og menntað sig á
óvenju breiðum grundvelli í sjálfri
myndlistinni eða allt í senn mál-
aralist, veggmyndagerð/rýmislist
og grafík.
Einkasýningar hennar eru þó
hvorki margar né viðamiklar,
enda hefur tíminn farið í nám og
svo vinnu við hin aðskiljanlegustu
verkefni, auk kennslu.
Landslagsstemmningar Sjafnar
munu koma mörgum á óvart, þótt
sjá megi skyldleika með íslenskri
Myndastytta,æting, 100*60 sm.
Valgerður Hauksdóttir
ná dýpri tökum á miðli sínum, —
hverfa frá eintóna tæknigaldri að
amerískum hætti, til jarðbundnari
og safaríkari vinnubragða.
listakonu búsettri erlendis, en það
kann að stafa af því að áhrifín
eru sótt í sama jarðveg, þ.e. vissa
hlið dönsku erfðavenjunnar í
landslagi.
Þar eru fletirnir stórir, hreinir
og afmarkaðir og í myndunum
skynjar maður mikla þögn og sér-
staka samsemd gerandans við
myndefni sitt og sjálfan efniviðinn
milli handanna^ Þessi einkenni
koma t.d. mjög vel fram í mynd-
unum „Ágústnótt" (2), sem sker
sig úr í lit og „Við ána“ (7).
Slík vinnubrögð krefjast ára-
langrar þjálfunar ef úrskerandi
árangri skal náð vegna þess, að
hér er um svo mikil skynjunaratr-
iði að ræða, enda hafa þeir sem
lengst hafa náð í slíkum vinnu-
brögðum yfirleitt gert sín bestu
verk komnir yfir miðjan aldur.
En einföld vinnubrögð hafa
raunar alltaf verið Sjöfn töm í
hvaða efnivið sem hún hefur unn-
ið og hefur verið líkast sem hún
sjái ekki smáatriðin eða vilji ekki
sjá þau og engar eru þetta fingra-
æfingar.
Þessi vinnubrögð eru þannig í
fullu samræmi við lyndiseinkunn
hennar og listrænt uppeldi og
sker hún sig úr iðkendum slíkrar
tegundar iandslagsmynda, að hún
lætur ekkert kvikt sjást á mynd-
Þögn í landslagi
KONUÁSJÓNIR
Vegna mistaka birtist gagn-
rýni þessi ekki meðan á sýning-
unni stóð, en henni lauk 20. okt.
sl. — Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Það mun vera til eitthvað, sem
nefnist kvennalist, þótt margur
hafi tilhneigingu .til að afneita því
hugtaki og þá ekki síst sjálfstæðar
og stórhuga konur.
Menn eru þá einfaldlega á móti
því að sérhæfa og einangra listina
á þennan hátt, því að aldrei er tal-
að um karlalist, en víst er að'til
eru kvenlegir eiginleikar ekki síður
en karlmannlegir, enda er hér um
andstæður að ræða, — eins konar
yang og yin eins og Kínverjar nefna
það.
Auðvitað eru svo til karlmann-
legar konur og kvenlegir karlmenn,
en það er allt annað mál.
Hvort myndverk Önnu Gunn-
laugsdóttur, sem fram til 20. októ-
ber sýndi 34 verk í FIM-salnum,
falli undir hugtakið kvennalist,
geri ég mér skiljanlega engar grill-
ur um, enda rýni ég fyrst og fremst
í myndlistarverkin, en ekki kyn-
ferði, stjórnmálaskoðanir né
Sjöfn Haraldsdóttir
fletinum, sem andstæðu og til
uppfyllingar.
Einfaldleikinn er og einnig
leiðistefíð í glermyndunum og
kannski ber þessi árátta Sjafnar
vott um að hún hafi tilhneigingu
til vissrar tegundar naumhyggju.
Þær myndir, sem mér þóttu
hvað persónulegastar og hrif-
mestar á allri sýningunni voru
tvær myndir uppi á palli, „í iðrum
jarðar“ (20) og „Undir jöklinum"
(21).
í heild er þetta dálítið sérstök
sýning og kemst Sjöfn Haralds-
dóttir vel frá sínum hlut.
Anna Gunnlaugsdóttir mynd-
listarmaður
lífsheimspeki gerandanna.
En víst er, að konan er ætíð áleit-
ið viðfangsefni í list Önnu, svo sem
kemur ljóslega fram í skilgreiningu
hennar sjálfrar í viðtali í DV á
dögunum: „Myndirnar eru vanga-
veltur um hinn mannlega þátt per-
sónugerðar sem konuímynd. Per-
sónuna sem finnur til vanmáttar
gagnvart hörku, grimmd og hroka
samfélagsins. Vanmáttur gegn
togstreitu og gagnvart stöðnuðum
spurningum og efasemdum hins
innri manns. Konan í myndunum
er sem sagt tákn þessara tilfmn-
inga og ýmissa annarra tilfmninga,
mestmegnis era í myndunum ein-
hvers konar sálarpúkar.“
Hvernig sem á það er litið væri
það af hinu góða, ef myndlistar-
menn fylgdu sýningum sínum úr
hlaði með einhvers konar skyldum
hugleiðingum eða stefnumörkun,
því að oft er ekki á neinu að byggja
fyrir skoðendur og listrýna nema
getspekin.
Myndefni Önnu Gunnlaugsdótt-
ur og útfærsla þeirra bera sterk
einkenni hennar, en hér vinnur hún
á mjög þröngu sviði. Áður voru lit-
irnir iðulega hráir og hvellir og
gátu minnt á auglýsingafagið, en
nú hefur hún einfaldað og mýkt
litaval sitt og tel ég það dijúgan
ávinning. Hún vinnur líka meira í
myndirnar og málar stundum aftur
og aftur ofan í sömu mynd og verð-
ur að telja^að slíkar myndir beri
af á þessari sýningu svo sem mynd-
irnar „Ásjóna innri elda“ (1),
„Ásjóna valkytju“ (5), „Hvíld“ (16)
svo og allar myndirnar úti í glugg-
unum.
Hér má koma fram, að í nútíma-
málverki hefur það verið mikið iðk-
að á undanförnum árum að mála
hvert lagið af öðru ofan í myndflöt-
inn og nota þá til skiptis þekjandi
sem gagnsæja liti.
Eftir öllu að dæma og þegar á
heildina er litið ætti Anna Gunn-
laugsdóttir að vera á réttri braut.
Síldarævintýri í Bæjarsveit
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Farandverkafólkid á leið burt í vertíðarlok.
_________Leiklist____________
Theodór Kr. Þórðarson
Menningin heldur áfram að
blómstra I Borgarfirði þótt M-hátíð
Vesturlands sé formlega lokið. í fé-
lagsheimilinu Brúní Bæjarsveit var
undirritaður áhorfandi að þriðju sýn-
ingu Ungmennafélagsins íslendings
a gaman- og söngleiknum „Síldin
kemur og síldin fer“ eftir Iðunni og
Kristínu Steinsdætur I leikstjórn Ing-
unnar Jensdóttur. Húsfyllir var og
tóku áhorfendur verkinu vel.
Leiksýningin var mjög vel heppnuð
og ég hef ekki séð jafn heilsteypta
og hnökralausa sýningu hjá íslend-
ingi fyrr. Fram kemur I leikskrá að
þetta sé viðamesta leikverk sem fé-
lagið hefur tekist á hendur til þessa.
Alls taka 23 leikarar þátt I sýning-
unni og fara þeir með yfir 30 hlut-
verk. Þá er þriggja manna hljóm-
sveit með I leiknum og með aðstoðar-
fólki taka alls um 40 manns þátt I
þessari uppfærslu. Að Umf. íslend-
ingi standa Andakíls- og Skorradals-
hreppur, íbúatala hreppanna er 325
manns. Verður það að teljast afrek
að hægt sé að koma upp jafn viða-
mikilli léiksýningu og þessari, miðað
við þessar aðstæður. Umf. Islending-
ur var stofnað 1911, leikstarfsemi
var iðkuð á árum áður en lá hins
vegar lengi niðri. Árið 1976 var hún
síðan endurvakin og síðan hefur fé-
lagið fært upp leikrit annaðhvert ár.
Leikritið er haganlega saman sett
síldarævintýri, sem á gamansaman
hátt speglar þennan vertlðaranda
sem einkennist af miklum afla, mik-
illi vinnu og mikiu sukki, hjá sumum
að minnsta kosti. Ástæðan fyrir því
hversu vel tekst til með persónusköp-
un hjá leikendunum, sem eru margir
að stíga sín fyrstu spor á „áhuga-
mannasviðinu", er eflaust sú að leik-
ritið er mótað úr íslenskum veruleika
og stendur því leikurunum nær en
erlent efni. Með þessu er ég ekki að
draga úr þætti leikstjórans sem
greinilega hefur lagt mikla vinnu I
þessa uppfærslu. Leikstjóranum hef-
ur tekist að ná fram jöfnum leik, þar
sem enginn fellur I skuggann með
ofleík annars, og áberandi skýrri og
góðri framsögn hjá flestum. Þá hefur
vel tekist til með leiktjöld, búninga
og lýsingu. Skiptingar á milli atriði
ganga ljúft fyrir sig I hálfrökkri und-
,ir söng leikendanna. Samkomuhúsið
er nýtt til fullnustu og leikið er svo
að segja um allt hús. Til dæmis er
símstöðin staðsett út I sal til hliðar
við áhorfendur og með réttri lýsingu
næst skemmtilegt samband á milli
símstöðvarinnar og skrifstofunnar
sem staðsett er á sviðinu.
Það er ekki ætlun mín að tíunda
frammistöðu .hvers leikara fyrir sig
en ég ætla þó að geta þeirra sem
mest mæddi á I hita og þunga leiks-
ins þetta kvöld. Eftirminnilegasta
persónan er að mínu mati „Lilli I
saltinu" sem að Jón E. Einarsson
leikur á aðdáunarverðan hátt, mörg-
um hefur gengið illa að túlka á sviði
hin mörgu stig ölvunar, en dæmið
gengur upp hjá Joni. „Lilli“ verður
í túlkun hans elskuleg fyllibytta sem
vill öllum vel. Er ýmist geislandi af
fjöri, stríðinn og til I allt, eða blind-
fullur og röflandi og að lokum sof-
andi víndauður I hjólbörunum. „Hullu
og Villu“, skvísurnar að sunnan,
leika þær Ásdís B. Geirdal og Oddný
S. Jónsdóttir á sannfærandi hátt og
ekki spillir „túberingin" og tilheyr-
andi tískuklæðnaður þess tíma fyrir.
Þá er „Malfríður símamær" sem leik-
in er af Sólrúnu Konráðsdóttur, ekki
síður eftirminnileg en „Lilli!. Símal-
andi, kjaftakerling, síhlerandi öll
samtöl, elskuleg I aðra röndina en
hvatvís I hina og yndislega flámælt.
„Bergmund“ forstjóra lék Snorri
Hjálmarsson af öryggi. Lysti hann
vel þessum glaðlega, stórhuga at-
hafnamanni sem ávallt var vakandi
og sofandi að huga að og hafa vit
fyrir „vinnukraftinum" sínum. Alltaf
flottur í tauinu, með hatt og ekki
má gleyma svörtu „bomsunum".
Hijómsveitina, sem leikur undir
söng og dansi I verkinu, skipa þeir
Ingimar Einarsson, Bjarni Guð-
mundsson og Sigurður Jakobsson.
Hljómlist þeirra fellur vel að verkinu
en mætti stundum vera ögn kröft-
ugri að mínu mati.
Að endingu vil ég hvetja Vestlend-
inga til að missa ekki af þessu síldar-
ævintýri I sveitinni. Menninguna
verður að rækta annars dafnar hún
ekki og ferð upp I Bæjarsveit borgar
sig þessa dagana.