Morgunblaðið - 02.11.1990, Side 40

Morgunblaðið - 02.11.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990 Þetta er ótrúlegur vetrarforði sem hann safnar að sér. Maður gæti haldið að það yrði kaldur vetur. HÖGNI HREKKVISI „ HANN HEFUlS VE&IÐ FK££A1 UFZ PAUFOZ OG SlNNULAOS unpanf~arie>." Tími til kominn að tengja betur Til Velvakanda. Enn á ný er hafin umræða um gallað strætisvagnakerfi Reykjavíkurborgar í 'dálkum Vel- vakanda. Nokkuð finnst mér nú í mikið ráðist að beijast fyrir neðan- jarðarlestum, enda munu þær víst óalgengar í 100 þúsund manna borgum erlendis, þótt víða séu þær á 10-100 sinnum stærri stöðum. En að ósekju mætti bæta kerfi SVR verulega. Undanfarin 20 ár hafa hverfin austan Elliðaáa byggst upp og ætla ég að meira en helmingur höfuðborgarbúa byggi þau. Þó er eins og enn sé verið að bjarga fyrir horn í strætó- málunum, einkum í þeim hverfum sem byggst hafa upp á síðastliðn- um 6-7 árum. Þarf ekki annað en að líta á leiðanúmerin, 15 A-B-C, 100, 111, o.s.frv. Ýmis þjónusta hefur verið sett á laggirnar í Breið- holti, verslunarhverfi í Mjódd, sundlaug, bókasafn og sérskólar. íbúar hverfanna sjá sér leik á borði að sleppa í ríkum mæli „bæj- arferðum“ en nýta sér þess í stað þjónustuna í Breiðholti. Þó er þar einn hængur á. Þrátt fyrir lang- þráða skiptistöð í Mjódd, sem öllu Til Velvakanda. Talið er að olía sem orkugjafi muni ekki endast í marga áratugi úr þessu. Þúsundir vísindamanna með óhemju mikið ijármagn gera tilraunir með nýja orkugjafa en seint gengur samt. Ég tel að fljótlega mætti leysa orkuvandamálið fyrir skip af ýms- um gerðum. Skip mætti hanna með vindmyllum til að hlaða rafgeyma og þrýstiloftskúta til að knýja afl- vélar skipsins, auk þess að fram- leiða raforku til almennra nota um borð í skipinu. Spaðar vindmyllunn- átti *áð breyta til betri vegar, eru enn stopular ferðir milli þessara nýju hverfa innbyrðis. Aðeins ein leið SVR tengir svæðin frá Grafar- vogi, uni iðnaðarhverfið á Ártúns- höfða, Ártúnsholt, og einungis á ar virkuðu sem segl og væru hluti driforku skipsins. Hvort sem skipið væri á siglingu eða í höfn gætu vindmyllurnar haldið áfram að hlaða rafgeymana og þrýstikútana. Skipin yrðu hönnuð sérstaklega eft- ir því hvort um fiskiskip, farþega- skip, flutpingaskip eða skemmti- ferðaskip væri að ræða. Skip með þrýstiloftskútum væri ósökkvandi. Rafgeymarnir yrðu um leið ballest í skipinu. Þúsundir manna fengju atvinnu við að smíða vindmylluskip, og vindmyllur, rafgeyma og þrýsti- loftskúta. Oskar Jensen klukkutímafresti. Nokkuð oftar er hægt með alls konar Ieiðum að komast úr þessum nýju hverfum í nafla alheimsins, miðbæinn, þótt allir fari vagnarnir um Miklubraut og Suðurlandsbraut, en enginn um Elliðavog, sem þó er í næsta ná- grenni vestan Elliðaánna. Úr Ár- túnsholti í Breiðholt er t.d. um 4 km leið, en til þess að vera mætt- ur í Breiðholt á heila tímanum vegna skólahalds, eða bíóferðar, þarf að leggja af stað um 55 mínútum fyrr, vel að merkja með allt að hálftíma bið á ákvörðunar- stað. Þess má geta að heldur styttri tíma tekur að ganga þessa leið. Mætti segja mér að fólki á Melunum þætti súrt í broti að verða að ganga t.d. 4 km leið upp í Hlíðar eða leggja af stað nær klukkutíma fyrir áætlaðan kom- utíma ella. Það bráðvantar sem sagt betri tengingu milli hverfa í austurborg- inni og mun tíðari ferðir til þess að strætisvagnarnir nýtist þar til daglegra nota og þá fyrst má fækka einkabílum. Þetta er dýrt fyrir borgina, en það eru einka- bílamir líka. Elín Konráðsdóttir Vindmylluskip í framtíðinni? Víkverji skrifar Víkveiji skrapp út fyrir land- steinana fyrir skömmu og var farþegi á Saga-class farrými Flug- leiða (sem því miður er alltof sjald- gæft!). Er skemmst frá því að segja að þjónusta öll var til hreinnar fyrir- myndar. Víkverit hefui' flogjð með ýmsum flugfélögum bæði á dýrum og ódýrum farrýmum og fullyrðir að þjónustan sem hann fékk nú er sú bezta sem hann hefur kynnzt. Eina umkvörtunarefnið er það að boðið var uppá kvikmyndasýningar en á svo litlum skermum að ekkert gagn var af. Þessu hlýtur að vera hægt að kippa auðveldlega í liðinn. Víkveiji er þess fullviss að Flugleið- ir geta náð umtalsverðum viðskipt- um fullborgandi farþega með þjón- ustu í þessum gæðaflokki. 1 ferðinni flaug Víkveiji á innan- landsleiðum í Bandaríkjunum og voru viðbrigðin mikil. Flugvélarnar voru gamlar og þreyttar og þjónust- an eins og menn sætu við færi- band. Mikið var Víkverji fegínn þegar hann var sestur að nýju upp í Fiugleiðavélina á leiðinni heim. XXX Reykjavík er orðin mikil heims- borg. Um það sannfærðist Víkveiji þegar hann dvaldi ásamt fleiri íslendingum í bandarísku borginni Charleston í Suður- Karólínufylki, sem er eitt Suðurríkj- anna. Hópurinn hafði hug á að heyra alvöru Suðurríkjablús eða goðaii ja.zz. En skemnisi. éf ifá pvi að segja að í þessari borg, sem tel- ur 300 þúsund manns með útborg- um, var ekki að finna einn einasta stað sem þauð upp á þessa tegund tónlistar! í Reykjavík er hins vegar hægt að hlusta á blús og jazz á mörgum veitingastöðum. xxx Asholt heitir byggðakjarni sem Ármannsfell hefur byggt efst við Laugaveginn. Ásholt var al- menningi til sýnis tvær síðustu helgar. Bjuggust forráðamenn Ár- mannsfells við ca. 2.000 manns en reyndin varð sú að 14-15.000 manns komu til að skoða nýju íbúð- irnar! Það þarf ekki að spyija að Islendingum ef eitthvað áhugavert er í boði, þeir flykkja á staðinn! Stjarnan í Garðabæ á 30 ára afmæli um þessar mundir. Ekki fór mikið fyrir þessu félagi framan af en á síðustu árum hefur Stjarnan skipað sér í fremstu röð íslenzkra íþróttafélaga. Það er fyrst ög írSffist gðð Uf áfángúf á íþfótta- sviðinu sem skapað hefur Stjörn- unni nafn í íþróttaheiminum- en einnig hefur vakið athygli og að- dáun hve vel er haldið um stjórn- taumana hjá félaginu. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur stutt dyggilega við bakið á Stjörnu- mönnum og mætti það verða fyrir- mynd öðrum bæjarfélögum. Mynd- arleg íþróttamannvirki hafa risið á síðustu árum sem öll eru mikið notuð af æskunni í bænum. Víkveiji horfði á leik Stjörnunnar og Víkings í nýrri íþróttahöll sl. miðvikudag. Þetta er hið glæsilegasta mann- virki. Það eina sem spillti gleði Víkveija var ærandi trumbusláttur nokkurra ungmenna. Fyrir venju- lega áhorfendur er svona hávaði óþolandi. Þokulúðrar hafa verið bannaðir í flestum húsum og trumb- urnar þarf að banna líka svo vært verði í húsunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.