Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 1

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 1
VIKUNA 1. — 7. DESEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. NÖVEMBER 1990 BLAÐ LITAST UM Á LAIMGAIMESI Flest okkar geta staðsett Langanesið umhugsunarlaust á uppdrætti, enda er þetta myndalegasti skagi á íslandskortinu. Þeir munu hins veg- ar færri er leið sína leggja þangað norður og síðustu áratugina hefur mannabyggðin á nesinu látið hinu fjölskrúðuga fuglalífi eftir æ meira pláss. Er nú svo komið, að hinir vængjuðu þegnar nessins eru nánast allsráðandi enda er þar að finna hin fegurstu fuglabjörg. í þættinum Litast um á Langanesi, sem er á dagskrá Sjónvarps nk. sunnudagskvöld, mun Örn Ingi fara á þessar slóðir og litast um í fugla- byggðinni. Einnig skoðar hann menjar búsetu þarna, s.s. á Skálum þar sem 120 manns áttu sér heimkynni fyrir hálfri öld en nú eru þar rústir einar. Sama máli gegnir um kostajörðina Sauðanes þar sem fyrrum var veglegt prestsetur og arðbær dúntekja en hin hlöðnu húsakynni frá 1879 standa nú auð og tóm. Upp á Heiðarfjalli, þar sem her Bretaveldis spókaði sig fyrrum, bregða nokkrir leikarar frá Leikfélagi Húsavíkur á leik. Og frekari mannaferða verður vart í þessu náttúruunar ríki þegar að er gáð, björgunarsveitin á Þórshöfn er á æfingu og sannar hreysti sína. Skondnir skúrkar Nýr breskur gamanþáttur, Skondnir skúrkar, hefur göngu sína á Stöð 2 föstudaginn 7. desember. Þar segir af tveimur skúrkum sem hafa í sig og á með því að blekkja fólk. Þessir kumpánar lifa fyrir hraðskreiða bíla, fagrar konur, dýr vín og veislu- mat. En kjörorð þeirra er: Aðeins skal ræna þá gráð- ugu. í upphafi eru á önd- verðum meiði en þegar frægur svika- hrappur og sameig- inlegur vinur þeirra deyr, hittast þeir og ákveða þeir að hefja samvinnu og Ijúka verki sem hinn látni vinur þeirra hafði þegar þyrjað á. Aðalleikararnir Guðmundur Ólafs- son og Árni Pétur Guðjónsson ásamt leikstjóranum, Sigrúnu Valbergs- / dóttur. I t KOSS köngulóarkonunnar Leikrit desembermánaðar, Koss köngulóarkonunnar eftir argentínska rithöfundinn Manuel Puig er á dagskrá Rás- ar sunnudaginn 2. desember. Leikrit þetta hefur farið sigurför víða um heim og meðal annars hefur verið gerð fræg kvikmynd eftir því. Leikritið var frumflutt hér á landi í Alþýðuleikhúsinu fyrir tveimur árum í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur, sem einnig leikstýrir því nú með sömu leikurum; þeim Guð- mundi Ólafssyni, Árna Pétri Guðjónssyni og Viðari Eggerts- syni. Tónlistin er eftir Lárus H. Grímsson og upptöku ann- aðist Hreinn Valdimarsson. Verkið segir frá samskiptum tveggja fanga. Annar þeirra er pólitískur fangi en hinn situr inni vegna kynferðisafbrota. Lífsreynsla þeirra og viðhorf eru gjörólík og eiga þeir í fyrstu fátt sameiginlegt nema kaldan fangaklefann og kúgara sína. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Utvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-5 Myndbönd bls. 5 Bíóin í borginni bls. 6 Vinsælustu myndböndin 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.