Morgunblaðið - 02.12.1990, Qupperneq 23
MORGÚNBÍÁÐIÐ FASTEIGNIR líMSéli 2. 'DESEMBER 1990
6 23
KAUPENDUR
■ ÞINGLÝSING — Nauðsynlegt
er að þinglýsa kaupsamningi strax
hjá viðkomandi fógetaembætti. Það
er mikilvægt öryggisatriði.
■ GREIÐSLUR — Inna skal allar
greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj-
anda er heimilt.að reikna dráttar-
vexti strax frá gjalddaga. Hér gild-
ir ekki 15 daga greiðslufrestur.
■ LÁNAYFIRTAKA — Tilkynna
ber lánveitendum um yfirtöku lána.
Ef Byggingarsjóðslán er yfirtekið,
skal greiða fyrstu afborgun hjá
Veðdeild Landsbanka Islands, Suð-
urlandsbraut 24, Reykjavík og til-
kynna skuldaraskipti um leið.
■ LÁNTÖKUR — Skynsamlegt
er að gefa sér góðan tíma fyrir lán-
tökur. Það getur verið tímafrekt
að afla tilskilinna gagna s. s. veð-
bókarvottorðs, brunabótsmats og
veðleyfa.
■ AFSAL — Tilkynning um eig-
endaskipti frá Fasteignamati ríkis-
ins verður að fylgja afsali, sem fer
í þinglýsingu. Ef skjöl, sem þing-
lýsa á, hafa verið undirrituð sam-
kvæmt umboði, verður umboðið
einnig að fylgja með til þinglýsing-
ar. Ef eign er háð ákvæðum laga
um byggingarsamvinnufélög, þarf
áritun byggingarsamvinnufélagsins
á afsal fyrir þinglýsingu þess.
■ SAMÞYKKIMAKA — Sam-
þykki maka þinglýsts eiganda þarf
fyrir sölu og veðsetningu fast-
eignar, ef fjölskyldan býr í eigninni.
M GALLAR — Ef leyndir gallar
á eigninni koma í ljós eftir afhend-
ingu, ber að tilkynna seljanda slíkt
strax. Að öðrum kosti getur kaup-
andi fyrirgert hugsanlegum bóta-
rétti sakir tómlætis.
LÁMTAKEMDIIR
■ NÝBYGGING — Hámarkslán
Byggingarsjóðs ríkisins vegna
nýrra íbúða nema nú — okt-des —
kr. 4.637.000.- fyrirfyrstu íbúð en
kr. 3.246.000.- fýrir seinni íbúð.
Skilyrði er að umsækjandi hafi ver-
ið virkur félagi í lífeyrissjóði í amk.
20 af síðustu 24 mánuðum og að
lánshæfni og gilda um nýbygging-
arlán, sem rakin eru hér á undan.
Þremur mánuðum fyrir lánveitingu
þurfa eftirtalin gögn að liggja fyrir:
— Kaupsamningur vegna íbúðar-
innar.
— Samþykki byggingarnefndar, ef
um kjallara eða ris er að ræða, þ.e.
samþykktar teikningar.
— Brunabótamat.
■ ÖNNUR LÁN — Húsnæðis-
stofnun veitir einnig ýmiss sérlán,
svo sem lán til byggingar leiguíbúða
eða heimila fyrir aldraða, lán til
meiriháttar endurnýjunar og endur-
bóta eða viðbyggingar við eldra
íbúðarhúsnæði, svo og lán til útrým-
ingar á heilsuspillandi húsnæði.
Innan Húsnæðisstofnunar er einnig
Byggingarsjóður verkamanna, sem
veitir lán til eignaríbúða í verka-
mannabústöðum, lán til leiguíbúða
sveitarfélaga, stofnana á vegum
ríkisins og félagasamtaka. Margir
lífeyrissjóðir veita einnig lán til fé-
laga sinna vegna húsnæðiskaupa,
svo að rétt er fyrir hvern og einn
að kanna rétt sinn þar.
VEGNA MIKILLAR SÖLU VAIMTAR OKKUR ALLAR GERÐIR EIGNA A SKRA.
LAUF4S
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
82744
M.iqnus Axolsson fasteignasnli
í Laufási er opið mánu-
daga til fimmtudaga frá
kl. 9.00-12.00 og
13.00-17.00,
fóstudaga frá kl. 10.00-
12.00 og 13.00-15.00.
Símatími á sunnudögum
erfrákl. 13.00-15.00
Ef þér óskið eftir að
hitta sölumenn okkar
utan þess tíma, þá vin-
samlegast hringið og
mælið yður mót.
Einbýlishús/raðhús
GRÓFARSEL
175 fm raðh. m. bílsk. á besta stað
í Breiðholti. Skjólríkur og fallegur
garður. Stórar og góðar svalir.
Möguleg skipti á 2ja-3ja herb. íb.
* * +
KRÓKABYGGÐ V.11,5M.
ca 160 fm
Húsinu fylgir byggingarlóð u.þ.b.
800 fm. 3 svefnherbergi og 2 stof-
ur. Húsið er fullklárað að utan og
nær því fullbúið að innan. 40 fm
vinnustofa er á lóðinni.
♦ ♦ ♦
MELBÆR V. 14,5 M.
268 fm
Fallegt endaraðhús með innbyggð-
um bílskúr. Húsið er með vönduð-
um innréttingum. Suðurgarður. Allt
fullklárað. Möguleiki á 2 íbúðum.
Laust strax.
♦ ♦ ♦
SELTJARNARNES V.14.0M.
11 herbergi ca 280 fm
Erum með í sölu húsið Helgafell
við Tjarnarstíg á Seltjarnarnesi.
Húsið er á tveimur hæðum. Skipt-
ist í 2 stofur og 9 herb. Ný eldhús-
innrétting. Nýmálað að utan og
góður garður. Bílskúr.
+ + +
FLYJTUM INN FYRIR JÓL
HÁAGERÐI V. 20,5 M.
310 fm
Stórglæsilegt einbýlishús á þess-
um frábæra stað í Smáíbúðahverf-
inu. 5-6 svefnherb., húsbónda-
herb., 3-4 stofur, fjölskylduherb.
(tómstundir + heilsurækt), sauna
o.fl. o.fl. Stór bílskúr. Verandir eru
hellulagðar og með heitum potti.
Möguleiki er á 2 íbúðum. Eignin
er laus til afhendingar 15. desemb-
er nk. Það eru frábær kaup á þessu
húsi. Verðið er langt undir bygg-
ingakostnaði. Sjón er sögu ríkari.
Leitið upplýsinga.
* * *
RAUÐALÆKUR V.10.5M.
Parhús 180fm
Steypt parhús sem er byggt árið
1957. Möguleiki á 5-6 svefnherb.
Mjög friðsæll og góður garður og
gott umhverfi. Góður staður.
+ * *
GRAFARVOGUR V.10.8M.
Raðhús 126fm
Mjög gott, nærri fullb. endaraðhús
á tveimur hæðum. 4 svefnherb.
Áhvílandi 4,3 millj. veðdeild.
Laust.
4ra herb. og stærri
EIKJUVOGUR NYTTASKRA
5 herb.
Efri sérhæð í þríbýlishúsi. Hún
skiptist í 2 stofur, hol, gang, 3
svefnherb., baðherb., eldhús og
örlítið háaloft. Fallegur garður. Sér-
inngangur. Gott útsýni.
* * *
KÓPVOGUR - AUSTURBÆR
V. 10,5 M
Vel staðsett mjög góð efri sérhæð
í tvíbýlishúsi. íbúðin skiptist í 5
herb., stofu, eldhús, hol og bað,
þvottahús og geymslur á neðri
hæð. Ca 27 fm bílskúr. Falleg lóð.
Gott útsýni.
* * *
HVERFISGATA V. 5,8 M.
Áhv. ca 900 þús. 140fm
íbúð á 2. hæð ásamt aukaherbergi
í kjallara. Geymsla í risi fylgir íbúð-
inni. Nýtt Danfoss. Parket á gólf-
um. Eignarlóð.
* * *
SELÁSHVERFI V. 6,6 M.
Glæsileg, nýleg 3ja-4ra herb. íbúð
á 4. hæð með góðu útsýni. Suður-
svalir. Parket. GÍæsilegar innrétt-
ingar. Marmari á baði. Geymsla í
ibúð. Bílskúrsréttur. Lausfljótlega.
* * *
KÁRSNESBRAUT V. 9,8 M.
3 svef nherbergi 146 fm
Áhvílandi ca 3,5
Efri hæð í tvíbýlishúsi. Sérinngang-
ur, sérhiti. íbúðin skiptist í 3 svefn-
herbergi, 2 stofur, skála, eldhús,
baðherbergi og gestasnyrtingu.
Búr og þvottahús inn af eldhúsi.
Góð geymsla og innbyggður bílskúr
á jarðhæð. Skipti möguleg.
* * *
VESTURBÆR
um m m'{
UL
Höfum fengið í einkasölu 300 fm
stúdíóhúsn. við Sólvallagötu í Rvík.
Húsn. sk. í 175 fm á 1. hæð, og
125 fm í kj. í dag er þetta húsn.
innr. sem íbhúsnæði og vinnuað-
staða fyrir listsköpun. Húsnæðið
hentar sérstaklega fyrir félags-
heimili, klúbbheimili eða sem
vinnustofa fyrir rólega starfsemi
sem á heima í hlýlegu íbúðarhverfi
steinsnar Jré miðborginni. Gæti
hentað fyrir teiknistofur, lækna-
stofur, gallerí, heildsölu eða sem
glæsiíb. Sérinngangur.
* * *
FELLSMÚLI
4ra-5 herb. glæsileg endaíbúð.
Stórkostlegt útsýni. Sjón er sögu
ríkari.
3ja herb.
HJARÐARHAGI NÝTTÁSKRÁ
Ca 80 fm
íbúðin er á 1. hæð ásamt sameign
í kjallara. Ný steypuviðgerð á húsi.
íbúð í góðu ástandi.
* * *
MJÓAHLÍÐ V. 4,9 M.
Ca 70 fm
Björt og rúmgóð íbúð í kjallara.
Parket. Suður garður. Vel skipu-
lögð íbúð. Nýtt gler og póstar.
* * *
RÁNARGATA V. 5,5 M.
3 herb. Áhv. ca 2,6 miilj. veðd.
Rúmg. íb. í portbyggðu risi ásamt
háalofti. Góðir mögul. á frumlegri
og eftirtektarverðri íb. í höndum
lagins fólks.
Atvinnuhúsnæði
SNORRABRAUT 70 FM
Leiga - sala
70 fm verslunarplás á einu besta
auglýsingahorni í Reykjavík er til
sölu eða leigu.
* * *
SÚÐAVOGUR V. 6,0 M.
Götuhæð 150fm
Skuldlaust
Dæmigert iðnaðarhúsnæði með
stórum innkeyrsludyrum og nýjum,
stórum gluggum. Það er sjaldgæft
að fá svona litlar einingar í sölu og
þess vegna er rétt að grípa tæki-
færið strax. Laust fljótlega.
Byggingarlóðir
BOLLAGARÐAR 710FM
Lóð undir éinbhús. Sjávarútsýni.
* + *
BAKKAVÖR 1005FM
Lóð fyrir einbhús með sjávarútsýni.
I smíðum
VIÐARAS V. 6,7 M.
Raðhús 173fm
Raðhús ásamt bílskúr. Húsin eru á
einni hæð og afhendast tilbúin að
utan, en eins og þau koma úr
steypumótum að innan.
* * *
KLAPPARSTÍGUR V. 8,3 M.
3 herbergi 114fm
Lúxusíbúð í einu af nýju húsunum
sem verið er að byggja á Völundar-
lóðinni. Gert er ráð fyrir 2 svefnher-
bergjum, stofu og borðstofu, eld-
húsi og baðherbergi. Til afhending-
ar strax. íbúðin er á 2. hæð og
með frábært útsýni yfir Flóann.
Suðursvalir.
Annað
SUMARBUSTAÐUR
Góður sumarbústaður í 18 km fjar-
lægð frá Elliðaárbrú. 40 fm á
grunnfl. auk svefnlofts og geymslu
í aukabyggingu. 1,5 ha eignarland
úr landi Miðdals.
LAUFÁS'
FASTEIGNASALA
SÍÐUMÚLA 17
82744
Magnus Axelsson lasteignasah
* * *
BÍLASTÆÐI TILLEIGU
Þrjú bílastæði í bílageymsluhúsi í
miðbæ Reykjavíkur eru til leigu.
* * ♦
VEITINGAHÚS V. 9,0 M.
Þekktur og vel metinn veitingastað-
ur í miðborg Reykjavíkur til sölu.
Möguleg skipti á góðri fasteign.
Má vera dýrari eða ódýrari en veit-
ingastaðurinn.
♦ ♦ ♦
ÓSKUM EFTIR JÖRÐ INNAN 2JA
STUNDA AKSTURS FRÁ REYKJA-
VÍK. MÁ VERA KVÓTALAUS.
STAÐGREIÐSLA EÐA ÝMIS SKIPTI
KOMA TIL GREINA. TRAUSTIR
AÐILAR.
♦ ♦ ♦
ÓSKUM EFTIR 3JA-4RA HERB.
ÍBÚÐ í VESTURBÆ FYRIR EINN
AF VIÐSKIPTAVINUM OKKAR.
♦ ♦ ♦
ÓSKUM EFTIR 150-200 FM
ÍBÚÐARHÚSNÆÐI AUK BÍL-
SKÚRS HELST FYRIR VESTAN
LÆK FYRIR EINN AF VIÐSKIPTA-
VINUM OKKAR.
Auður Guðmundsdóttir,
sölustjóri.
Sigríður Guðmundsdóttir,
sölumaður.
2ja herb.
HRINGBRAUT NÝTTÁSKRÁ
2ja herb. íbúð á 2. hæð í sex íbúða
húsi. Nýtt veðdeildarlán.
♦ ♦ ♦
KAPLASKJÓLSVEGUR V. 3,9 M.
Laus
2ja herb. íbúð í kjallara með sérinn-
gangi. Parket á gólfum. Ágæt íbúð
á góðum stað.
♦ ♦ ♦
KRUMMAHÓLAR V.4.3M.
2ja herb. falleg íbúð á 5. hæð.
Nýtt parket, nýjar innréttingar að
hluta. Fallegt útsýni. Þetta er lyftu-
hús. Bílskýli.
♦ ♦ ♦
VINDÁS V.3.4M.
Áhv. ca 1,3 veðdeild 40 fm
Þetta er einstaklingsíbúð á jarð-
hæð (ekki niðurgrafin) í 3ja hæða
blokk. Hún skiptist í forstofu, eld-
hús, stofu og baðherbergi.
Enn ein nýjungin hjá Laufási til aö auka þjónustuna vió
ÞIG!
LAUFAS Ókeypis póstþjónusta LATJFAS
Setjiö X í viðeigandi reit og við sendum þér upplýsingar í pósti
án skuldbindinga.
Eign Vil kaupa Verðhugmynd Ég á
Einbýli
Parhús - raðhús
Sérhæð
4ra herb. og stærri
3ja herbergja
2ja herb. og minni
Hverfi - póstnr.
Nafn:
Heimili:
Sveitarfélag Sími: