Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 • • Einar Orn Gunnarsson ÞAR SEM É6 FÆ LITLU RÁÐIÐ Í ÞESSARIVERÖLD SKAPA ÉG MÉR BARA AÐRA J\ J æðingur1* er skáldsaga, eftir / \ ungan Reykvíking, Einar ’ Örn Gunnarsson, sem kom út fyrir stuttu. Næðingur er fyrsta skáldsaga hans og hefst sagan á því að sögumaðurinn, Gunnar, tekur herbergi á leigu hjá eldri hjónum, Kristjáni og Maríu. Kristján er heild- sali af gamla skólanum og frúin er heimavinnandi. Til að byrja með virð- ist Gunnari þau hjónin ver ósköp venjuleg og hann hefur lítinn áhuga á þeim. Og Gunnar virðist mjög venjulegur líka, við fyrstu sýn — en eftir því sem hann kynnist þeim hjón- um betur, breytast viðhorf hans. Leyndarmál og blekkingar þeirra hjóna gefa Gunnari nýja sýn á lífið — og í lok sögunnar hefur Gunnar komist í nána snertingu við sorg þeirra og örvæntingu; saga þeirra sýnir honum að þau eru alls ekkert svo venjuleg. Þau eru mjög óvenjuleg og það er Gunnar líka. „Ja, óvenjuleg," svarar Einar, þeg- ar ég segi þetta við hann. „Þau eru dálítið vandmeðfarin þessi lýsingar- orð „venjulegur" og „óvenjulegur". Eg hef stundum hugsað til þess þegar ég er til dæmis að rölta niðri í bæ, þá mæti ég fjölda venjulegra manna. Heimurinn er fullur af venju- legu fólki en maður kynnist aldrei venjulegri manneskju — í öllu falli ekki ég. Allir eiga sér sögu, reynslu og sérkenni, þannig að þegar þú kynn- ist einhveijum þá er ýmislegt í fari hans sem kemur undarlega fyrir sjónir. Mér fínnst allir sem ég þekki vel virkilega óvenjulegir. Það gæti kannski komið til af því að ég þekki fáa utan fjölskyldunnar. Ég held að það sé mjög erfitt ef ekki vonlaust að skrifa sögu um sam- skipti dæmigerðra venjulegra manna. Ég er hræddur um að við myndum aldrei kynnast persónunum náið. Það yrði einhver anatómía, lýs- ing á sálarlausum líkömum eða merkingarlausum skrokkum á velt- ingi í tilveru sem við myndum aldrei fá nokkum botn í.“ • í sögunni kemur fram hörð ádeila á „ljóðakvöld" á Borginni. Hefurðu eitthvað á móti Ijóðum? „Nei, alls ekki. Ég hef sótt ljóða- kvöldin vel og heyrt þar alveg af- bragðs Ijóð. Það sem ég er fremur að draga fram eru þau andlausu meðalmenni sem slæðast þangað inn og flytja einhveijar langlokur um dauðann. Þeim er dauðinn svo hug- leikinn og yrkja svo fjálglega um hann að maður gæti haldið að þetta fólk dæi svona tvisvar til þrisvar í viku. Svo er náttúrulega einsemdin að þjaka þessar næmu sálir og ég skil það mæta vel. Ekki myndi ég vilja eiga samskipti við þessu andlegu hænsni — sem verpa bara dauða og einsemd. Það er sama hvar sól lífsins skín, alltaf er þeim starsýnt á skugga dauðans. Það kemur líka fram í sögunni að Gunnari fínnst þetta tiltekna ljóða- kvöld lélegt. Hann segist hafa ve— riðá„merkilegu“ ljóðakvöldi. Talandi um þessi ljóðakvöld, þá verð ég að segja að mér leiðist fátt eins mikið og að hitta menn sem standa í endalausrr leit að frumleik- anum í gömlum, gleymdum bókum. Þegar menn hafa þannig grafíð upp orð sem eiga að vera þjóðleg og sýna ofboðslegt vald á íslenskri tungu og djúpan skilning viðkomandi, afhjúpa þeir aðeins andlega fátækt sína. Þetta eru oftar en ekki orð sem hafa enga þýðingu fyrir okkur í dag og eru ekkert annað en tilgerðin. Mér finnst líka sorglegt að horfa upp á fólk sem yrkir með útlitinu og hefur þann metnað einan að fá skáldastimpil, verða einhver lista- maður án þess að láta verkin tala. Einar Örn Gunnarsson Morgunbiaðið/Éinar Falur Ég staðnæmdist og eitt andartak hvarflaði að mér að snúa við en svo hélt ég áfram upp tröppur þar til ég stóð framan við græn málaða hurð. Á ryðgaða bréfalúgu var grafið „Kristján Kristjáns- son forstjóri og María Gunnarsdóttir". Til hliðar við þröskuldinn iá dyrabjalla, gömul og gegnryðguð. Bak við steindan glugga mótaði fyrir manneskju og áður en ég barði á hurðina birtist í gættinni roskinn, lágvaxinn maður. Hann var í brúnum, krumpuðum jakkafötum með glasbotnagleraugu og úfið grátt hár. „Hvað er þér á höndum?“ spurði hann hranalega. Áður en ég náði að svara barst rödd innan úr íbúðinni: „Farðu til helvitis." Ég gægðist feimnislega inn og sá þar litla, grannvaxna konu. „Voruð þið ekki að auglýsa herbergi til leigu?“ spurði ég. „Jú. Það hefur þá verið þú sem hringdir niður á skrifstofu," svaraði maðurinn, dimmri og hrjúfri röddu. Sfðan rétti hann fram hendina og sagði vinalega:„Kristján Kristjánsson." Handtak hans var þétt og ákveðið. Hann bauð mér inn í stórt gult anddyri. Þar var fatahengi og gömul Ijósmynd af húsinu í gylltum ramma. Litlu konuna sá ég betur, hún var vesaldarleg ásýndum, hokin, með steingrátt hár, í rósóttum morgunslopp. Ég kinkaði kolli til hennar en hún virtist óttaslegin og hraðaði sér inn um næstu dyr. Kristján opnaði hurð og sagði að herbergið væri niðri. Ég gekk á eftir honum niður stiga. Þar var megn málningarlykt sem varð sterkari við hvert þrep. I fyrstu tók ég ekki augun af jakkanum því að á herðunum var drífa af flösu. Kristján sneri sér að mér og sagði með pínulitlu grobbi að hann hefði „látið hendur standa fram úr ermum“. „Ég sé það,“ svaraði ég og barði hlandgula veggina augum. „Það er nauðsynlegt fyrir kontórista eins og mig að hreyfa sig. Við þurfum að halda okkur í formi." Þetta hljómaði sem brandari þvf að spikið og grunnur andar- drátturinn voru hrópandi merki um fullkomið hreyfingarleysi. „Rekur þú ekki Verslunarfélagið Úranus?" spurði ég og um leið skynjaði ég innihaldsleysi spurningarinnar. Aldrei hafði ég heyrt Verslunarfélagið nefnt fyr’r en Árni vinur minn rétti mér auglýsingu úr Morgunblaðinu. „Jú, ég rek það,“ svaraði Kristján ábúðarmikill. „Hér er herbergið," sagði hann þar sem við staðnæmdumst við hurð innst inni í ganginum. Ég vonaði að framtakssemin næði ekki inn fyrir þröskuldinn en von mín varð að engu þegar hann lauk upp hurðinni og við okkur blasti himinblátt herbergi með grasgrænum eldhúskrók. Ég skimaði þögull um nokkra stund þar til Kristján spurði, með dálítilli ýtni, hvort mér líkaði ekki herbergið. „Jú,“ svaraði ég „En það er of lítið.“ „Það er hægt að bjarga því,“ sagði hann hressilega og af radd- blænum mátti heyra að honum fannst hann vera stórkostlegur reddari: „Þú færð herbergið hérna við hliðina líka ... Það er að vísu galli á gjöf Njarðar. Eg hef ekki náð að mála það ennþá, en málninguna á ég til, bróðir." Þegar ég sá herbergið vissi ég að þar var vettvangur nýrra ævintýra. Það er raunalegt þegar metnaðurinn nær ekki til verkanna, innihaldsins, heldur aðeins til umbúðanna." Ég man eftir að hafa einu sinni lesið eftir þig smásögu sem hét „Bréf til mömmu ..." „Já, ég gaf hana tvisvar sinnum út, fyrst árið 1986, með gífurlegum hvelli. Það var alveg ótrúlegt hvað sumt fólk átti erfitt með að kyngja þeirri sögu. Það gat ekki greint á milli höfundarins og skáldverksins. Ég varð meira að segja fyrir því að fólk sagði við mig: „Og þú sem átt svo góða mömmu." Það liggur í aug- um uppi að sagan var aldrei skrifuð með móður mína í huga, enda hefði hún þá tæplega tekið að sér að selja fyrir mig bókina. Ég hef hreinlega aldrei skilið öll þau ósköp sem gengu á, sagan var ekki nema tólf síður og í dag gæti ég áreynslulaust skrifað 1200 síður um viðtökurnar. Rúmlega ári síðar var ég að lesa Þjóðviljann og rakst þar á viðtal við Halldór Laxness, þar sem hann lýsti því yfir að ungt fólk gæti ekki skrif- að góðar bækur, nema þá fyrir tilvilj- un eða ef það hefði verið á fílaveið- um. Þar sem ég trúði ekki á tilviljun, veðjaði ég á fílaveiðarnar og ákvað að senda frá mér sérstaka styrktar- útgáfu fyrir ferðakostnaði. Þetta var með dýrari fílabröndurum, því enginn vildi kaupa hana. Ég sat uppi með bækurnar og brostnar vonir.“ Þú hefur nú samt ekki þorað ann- að én kúvenda, því „Næðingur“ er gerólík saga. „Það má kannski segja það. Ann- ars trúi ég ekki á þá aðferð að skrifa til að mæta væntingum annarra. Maður getur aldrei skrifað verk sem öllum líkar, svo fyrst til að byija með hlýtur maður að skrifa fyrir sjálfan sig. Enda segir sagan okkur að þeim rithöfundum sem trúðu á það sem þeir voru að gera — lögðu sál sína í verk sín — tókst vel til. Hinir, sem eyddu öllum sínum'tíma í hlaup eftir viðurkenningu annarra, eru gleymdir." Af hveiju skrifar þú, ef þú ert ekki að leita að viðurkenningu? „Ég held að ég sé ekkert svo ýkja frábrugðinn öðrum. Ég held að menn skrifí skáldverk af mörgum og ólík- um hvötum. Má nefna að sumir skrifa í von um að verða ódauðlegir, aðrir skrifa til að dvelja með sjálfum sér, skemmtilegustu persónunni sem þeir þekkja og þrá að standa í bréfa- skriftum við. Einhveijir skrifa sig frá raunveru- leikanum, leggja með líf sitt á flótta, öfugt við þá sem skrifa í þeim til- gangi einum að mæta raunveruleik- anum, vita ekki hvað þeir hugsa fyrr en þeir hafá lesið það sem þeir hafa skrifað. Ég tel mig til hóps þeirra manna sem eru haldnir drottnunarkennd." Ha? „Þar sem ég fæ við lítið ráðið í þessari veröld, skapa ég mér bara aðrar, þar sem ég ræð til að mynda lífi og dauða, ríkidæmi og fátækt, veðri og vindum. Ég get skammtað meira af svo að segja hvetju sem er, með einni setningu, jafnvel orði, held- ur en hlutrænn veruleiki rúmar: Reist heila höfuðborg í einni setningu og rifíð hana niður í annarri. Ef ég rekst á skemmtilega persónu á gangi í hugskoti mínu, þá get ég gert hana að hirðfífli við hásæti mitt, eytt með henni bestu stundum ævinnar — ef ég vil. Nú, ef mér leið- ist hún, þá leiði ég hana bara fýrir aftökusveitina eða læt sem hún hafi aldrei fæðst. Þetta er kosturinn við að skrifa. Þetta er miklu auðveldari leið en að beijast fyrir því að verða borgarfull- trúi, síðan borgarstjóri, þingmaður, ráðherra, forsætisráðherra, forseti; príla upp metorðastiga sem skagar langt upp úr meðalmennsku mann- legs samfélags — en hefur ekki nógu mörg þrep til þess að þú náir að verða gxið almáttugur eins og í skáld- skapnum." En nú ert þú laganemi — hejdurðu að lögfræðin eigi eftir að hjálpa þér í skáldskapnum? „Ég held að það sé gott fyrir höf- und að lesa lögfræði, því að hún spannar gífurlega vítt svið mannlegs lífs. Það styður mig líka í náminu að hugsa til þess að ef ég reynist illa í starfí, þá get ég alltaf sest niður og skrifað íslenska Matlock-þætti, eða hasarsögur. Ég gæti skrifað eins konar ræningjasögu, þvi eins og við vitum eru lögfræðingar — í augum almennings — víkingar samtíðarinn- ar, sem ryðjast með offorsi inn á heimili saklausra, rífa vöggur undan ungbörnum og kyrrsetja Bamba- bleyjur. Það að leggja stund á lög- fræði er ein leiðin til að verða lögg- ilt illmenni. Það er aldrei verið að fullnægja réttlætinu, heldur aðeins verið að níðast á saklausu fólki. Auðvitað er raunalegt til þess að vita að fólk sé að missa húseignir fyrir þau mistök að vita ekki hver er munurinn á því að skrifa nafn sitt í gestabók eða á skuldabréf. Eða þegar foreldrar hafa óbilandi trú á bömum sínum og vilja hjálpa þeim fyrstu skrefin í atvinnurekstri. Þá held ég að betra sé að láta undir- skriftina vera og skjóta heldur skjóls- húsi yfir bömin, eftir að fógeti hefur komið í heimsókn. Mér er ekki hlátur í huga þegar ég segi þetta. Annars ætti ég ekki að segja mik- ið. Það sem ég held að hafi hjálpað mér mest í skrifum, er hvað foreldr- ar mínir hafa verið jákvæðir í af- stöðu sinni, til þeirra uppátækja sem ég hef látið verða að veruleika. Uppá- tækja sem hafa auðgað reynsluheim minn. Ég tek það fram að þau búa samt í eigin húsnæði. Þegar ég, til dæmis, var fimmtán ára, hóf ég atvinnurekstur; rak fyrir- tæki sem ég kallaði „Klippt og skor- ið“. Fyrirtækið tók að sér garðslátt og kantskurð. Með því að þvælast um borgina með sláttuvél, kynntist ég ýmsu og ólíku fólki." Og hvað tekur núna við? „Núna er ég á kafi í náminu. Þeg- ar ég hafði lokið við bókina síðla sumars, ákvað ég að láta ekki for- vitnina hlaupa meira með mig út og suður — heldur setja á fulla ferð og ljúka þessu, vonandi innan tveggja ára.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.