Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 1990 B 7 Blásarakvintett Reykjavíkur ásamt félögum. víðreist á þessu ári við góðan orðstír; haldið eina tíu tónleika í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi og tók þátt í tónlistarhátíðum i, Bret- landi og Belgíu. Þá lék kvintettinn í beinni útsendingu frá tónlistarhá- tíðinni í Cheltenham á Englandi fyrir breska útvarpið BBC og sagði Einar að þeir félagar væru náttúru- lega stoltir af því að þeirra tónleik- ar voru valdir fyrir þessa útsend- ingu. „Annað veifið síðan höfum við verið að fá aura í pósti frá BBC þegar þeir eru að endurflytja upp- tökuna með okkur. Það er auðvitað ánægjulegt.“ Tónlistarhátíðin í Belgíu, kennd við Flandern, er ein hin stærsta sem haldin er í Evrópu; hún stendur í tvo mánuði og átriðin eru nær 300t- alsins. „Það var afskaplega gaman hve vel var gert við okkur á þess- ari hátíð. Við vorum nánast bornir á guhstól þann tíma sem við vorum Morgunblaðið/Einar Falur þarna og séð fyrir öllum þörfum okkar. Þetta er auðvitað mjög gott og gerir manni kleift að beina öllum kröftunum að flutningi tónlistarinn- ar.“ Aðspurður hvoit þetta sé til- marks um að Blásarakvintett Reykjavíkur sé að öðlast alþjóðlega viðurkenningu segir Einar að vissu- löga megi túlka aukinn fjölda fyrir- spurna og tilboða um tónleikahald víðsvegar í heiminum á þann veg að kvintettinn sé að skapa sér al- þjóðlegt orð í tónlistarheiminum. „Okkur barst nýlega ósk frá sænsk- um kvintett sem ■ óskaði eftir því að koma og nema af okkur í svoköll- uðum masterclass. Við urðum svo hrærðir og hissa að við gátum ómöglega neitað þessu og líklega koma þeir hingað á næsta ári og leika með okkur á tónleikum, auk annars.“ Ekki er hægt að segja Blásara- kvintettinn sé einhæfur í verkefna- vali og að sögn Einars bregða þeir sér í allra kvikinda líki á tónleikum. „Við erum með um fimmtfu verk á takteinum og getum því breytt efn- isskrá milli tónleika með stuttum fyrirvara núorðið. Til dæniis vorum við með nýja efnisskrá á hveijum þpssara tíu tónleika sem við héldum erlendis í sumar og haust. Við sér- hæfum okkur ekki í flutningi á neinni ákveðinni tegund tónlistar en þó má segja að við höfum lagt sérstaka rækt við að flytja ný íslensk verk. Annars spilum við allt, frá því elsta til hins nýjasta." Til marks um víðfeðma efnisskrá má nefna tónleika sem kvintettinn hélt í Þorlákshafnarkirkju á dögunum; þar léku þeir fyrst verk eftir Beet- hoven ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara, síðan Bleika Pardus- inn eftir Mancini, þá Ragtime eftir Joplin og loks krefjandi nútímaverk eftir Ligety. „Krefjandi fyrir bæði áheyrendur og flytjendur," segir Einar. En það eru hljómþýðar og bjartar kvöldlokkur sem eru næstar á efnis- skránni hjá Blásarakvintett Reykjavíkur í Seltjarnarnesskirkju næsta þriðjudagskvöld klukkan 20.30. Texti: Hávar Sigurjónsson S Barokktónlist i ■ • ■ • Jolatonleikar Seltiarnarneskirk|u &^mmarZiT KAMMERSVEIT Seltjarnarness heldur jólatónleika sína í Sel- Ijarnarneskirkju annað kvöld klukkan 20.30. Efnisskráin er sótt í smiðju meistara kammertónlistarinnar; verk eftir barokktónskáldin J.S. Bach, G.F. Hándel og Antonio Vivaldi. Einleikarar á tónleikunum eru þær Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Monika Abendroth hörpuleikari og Kristín Guðmundsdóttir flautuleikari og einsöngvarar eru Elísabet Eiríksdóttir og Sigrún Gestsdóttir. Morgnnblaðið/Einar Falur Frá æfingu Kammersveitar Seltjarnarness, | líf Siguijónsdóttir er konsertmeistari kammersveitarinn- ar og það vekur athygli að enginn stjómandi stýrir hljómsveitinni sem telur 19 hljóðfæraleikara. „Við höfum sama hátt á þessu núna og hafður var við flutning kammerverka á barokktímanum en þá var hljómsveitarstjórinn ekki kominn til sögunnar. Hann kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en á 19. öldinni er hljóm- sveitirnar stækkuðu og nauðsyn- legt var að hafa stjórnanda við flutninginn," segir Hlíf. „Hefðin var sú að konsertmeistarinn leiddi kammerhljómsveitina og við höfum æft fyrir þessa tón- leika undir minni leiðsögn hvað viðvíkur innkomum, hraða og kaflalokum í verkunum. Hljóð- færaleikur í Kammersveit bygg- ist á því að nota eyrun vel og spila saman. Þegar hljómsveitar- stjórinn er ekki til staðar fyrir framan mann og gefur slagið verða hljóðfæraleikarnir að hlusta miklu betur á hina og vera meðvirkari. Þetta er hægt þegar hljómsveitin er ekki stærri. Tónleikarnir hefjast með Kon- sert númer 6 í A-moll fyrir fiðlu og strengjasveit eftir Vivaldi. n Einleikari er Hlíf Siguqonsdóttir. „Ég valdi þetta verk af ýmsum ástæðum. Ein er sú að verkið er mjög þekkt. Það er mikið notað við kennslu og nemendur í fiðluleik hafa allflestir kynnst því að einhverju leyti í sínu námi. Það var m.a. þess vegna sem ég ákvað að spila verkið. Það er mikilvægt að nemendur heyri verkin flutt á tónleikum með hljómsveit í lifandi flutningi. Ég spilaði þetta fyrst 10 ára gömul og hef sjálf notað verkið mikið við kennslu. Þetta er einnig af- skaplega fallegt verk og rnikið í því og satt að segja þrælerfitt ef gera á því góð skil,“ segir Hlíf. Þá verður fluttur Konsert í B dúr op. 4/6 fyrir hörpu og strengjasveit. Einleikari er Mon- ika Abendroth. Þarnæst eru Aría og dúett úr hinu þekkta kórverki Gloríu eftir Vivaldi. Einsöngvar- ar eru þær Elísabet Eiríksdóttir og Sigrún Gestsdóttir. Tónleik- unum lýkur með Svítu nr. 2 í H-moll fyrir flautu og strengja- sveit eftir J.S. Bach. Einleikari er Kristín Guðmundsdóttir. Jólatónleikar Kammersveitar Seltjarnarness marka lokin á öðru starfsári hljómsveitarinnar og eru þriðju tónleikarnir á starfsárinu. Hlíf segir að hljóm- sveitin hafi verið stofnuð til að auka fjölbreytni í tónleikahaldi og tónlistarlífi á Seltjarnarnesi og starf hennar byggist fyrst og fremst á áhuga og atorku þeirra sem að henni standa. „Það er góður kjarni fólks sem stendur að hljómsveitinni og við höfum einnig notið stuðnings Seltjarn- arnesbæjar en hann styrkir hljómsveitina við þetta tónleika- hald núna. Allir þeir sem starfa með hljómsveitinni eru tónlistar- menn að atvinnu, ýmist með Sin- fóníuhljómsveit íslands eða starfa við kennslu í tónlistarskól- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu,“ sagði Hlíf Siguijónsdóttir kon- sertmeistari Kammersveitarinn- ar. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.