Morgunblaðið - 06.01.1991, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEÍGWIR SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991
FASTEIGNAMARKAÐURINN:
Góó lireyllng á nýárinu
Fasteignamarkaðurinn virðist
strax hafa tekið vel við sér eftir
áramótin. Áhugi er talsverður lijá
fólki og miklar fyrirspurnir að
sögn fasteignasala. — Nýja árið
fer vel af stað og mikil viðbrögð
á markaðnum, sagði Ólafur Örn
Pétursson á Lögmanns- og fast-
eignastofu Reykjavíkur.
að er meiri festa komin á hús-
bréfakerfið og mesti kúf urinn
farinn af biðlistanum í því. Sala á
nýjum eignum var fremur treg á
nýliðnu ári, en samt seldum við hér
nokkuð af nýjum raðhúsum og par-
húsum á tímabiiinu otkóber til des-
ember. Það voru gjarnan hús, sem
voru búin að vera lengi í sölu.
Ólafur Örn var spurður að því,
hvort hann sæi einhverja breytingu
á markaðnum, að því er varðar ein-
stök hverfi og svaraði hann þá: —
Mér sýnist Háaleitishverfið og
Fellsmúlinn ekki vera sama söluvara
og var. Sígild hverfí eru hins vegar
Hlíðar, Fossvegur, Vesturbær og
Seltjarnarnes. Árbær og Hraunbær
eru líka alltaf eftirsóttir. Fólk er
samt orðið staðbundnara en áður,
einkum vegna skólagöngu barna og
heldur gjarnan tryggð við hverfin
sín, þó að þau séu kannski ekki í
röð þeirra allra eftirsóttustu.
Þá finnst mér fólk taka vel á
móti nýjum hverfum eins og Húsa-
hverfunu, enda byggingarlóðir þar
mjög fallegar og með miklu útsýni.
Einnig er það áberandi, hve Mosfell-
sveitin hefur tryggt sig í sessi og
sömu sögu má segja jafnvel alla leið
upp á Kjalarnes. Á Álftanesi stöðv-
aðist öll sala á tímabili en það hefur
lagazt mikið. Hafnarfjörður og
Kópavogur eru orðnir mjög traustir
staðir, hvað varðar fasteignir og
verðmunur á þeim og Reykjavík
enginn.
Ólafur Örn sagðist gera ráð fyrir
verðhækkun á íbúðarhúsnæði. —
Þegar það kemur festa á húsbréfa-
kerfið, þá hafa fleiri möguleika á
að kaupa en áður og þá vex eftir-
spurnin og verðið hækkar. Atvinnu-
húsnæði held ég að hljóti að taka
kipp, því að það hefur verið byggt
það lítið af því að undanförnu.
— Mér virðist nýbytjað ár ætla
að fara nokkuð vel af stað, sagði
Magnús Leópoldsson í Fasteigna-
miðstöðinni. — Það hefur verið tölu-
verð hreyfing á markaðnum, en þó
heldur minni hreyfing á nýsmíðinni
en eldri íbúðum. Ef verð er þokka-
legt á nýjum íbúðum, þá seljast þær
samt og frekar ef um trausta bygg-
ingaraðila er að ræða. Við höfum
t. d. selt nokkuð af nýju íbúðarhús-
næði í Grafarvogi og Hafnarfirði að
undanfömu. Grafarvogurinn er eft-
irsóttur enda mjög margir, sem eru
búnir að átta sig á því, að þar er
um mjög gott hverfí að ræða.
Magnús sagði, að á síðasta ári
hefði samt verið mest sala í notuðu
íbúðarhúsnæði. Heldur hefði dregið
úr eftirspurn eftir minnstu íbúðunum
með tilkomu húsbréfanna því að með
þeirri fyrirgreiðsla, sem þar er að
finna, treystir fólk sér til að fara
strax í heldur stærra húsnæði en
áður. Þá virðist biðin í húsbrefakerf-
inu heldur hafa minnkað enda kerfið
farið að slípast.
— Eftir sem áður hefur verið lítil
hreyfing í atvinnuhúsiiæði, en jarða-
sala á síðasta ári var ekkert lakari
en áður, sagði Magnús Leópoldsson
að lokum.
SMIÐJAN
VERKFÆRI
VIÐ karlmennirnir fáum einatt
þann vitnisburð að vera allra
manna latastir heimavið. Mörg-
um hefur reynst það góð afsökun
að eiga ekki verkfæri sem þarf
til að framkvæma það sem þarf
að gera. En ástæðulaust er að
líta svona neikvætt á málið, því
flestum fellur vel að taka sér
verkfæri í hönd til þess að smíða
mála eða laga eitthvað sem þarf
að lagfæra.
Slík verk eru ekki lengur bundin
við að vera karlmannsstörf og
eru fjölmargar konur sólgnar í að
smíða eða mála og hvaðeina annað
í þeim dúr. Staðreyndin er þó sú
að við þurfum á
margvíslegum
verkfærum að
halda og vil ég
leggja áherslu á
það hér í Smiðj-
unni að fólk kaupi
sér vönduð og góð
verkfæri. Eg hefi
varað við því áður
hve skaðlegt er að kaupa léleg verk-
færi til að gefa börnum. Lélegt
verkfæri í höndum barns stuðlar
að því að barnið missir trú á sjálft
sig.
Hið sama á sér stað með okkur
sem uppkomin erum. Teikningin af
heflinum í síðustu smiðju var til að
mynda ekki af neinum „hobby“
hefli, heldur af traustum og góðum
„alvöru“ hefli. Á sérhveiju heimili
þurfa að vera til nokkur algeng en
góð verkfæri.
Hvaða verkfæri?
Það orkar tvímælis hvar þörfin
er mest, en það má bæta við, eftir
því sem þörfin eykst. Hamarinn er
það verkfæri sem ég nefni fyrst.
1 Klaufhamar
2. Munnhamar
í raun og veru veitir ekki af að
eiga tvær gerðir af hömrum, tvo
misstóra. Klaufhamarinn má vera
af þeirri gerð sem algengust er í
byggingavinnu og er hæfileg þyngd
á heimilishamri 480 til 530 grömm.
Einnig er oft þörf á að hafa minni
hamar við hendina og er gott að
hann sé ekki klaufhamar, heldur
af svonefndri munnhamarsgerð eða
bekkhamars, sem er annað nafn á
sama hamri. Þeir eru þannig í lag-
inú að á öðrum enda haussins er
auðvitað skallinn, en á hinum end-
anum er hamarshausinn þynntur
fram.
3. Handsög
4. Útsögunarsög
5. Spoijám
6. Hnífur
7. Þjöl
8. Naglbítur
9. Flattöng
10. Hefill
11. Skrúfjárn
12. Skiptilykill
13. Borar
14. Borvél
15. Penslar
16. Alur
17. Spaði
18. Vinkill
19. Tommustokkur
20. Brýni
Lengi er hægt að telja upp ýmis
verkfæri, en það fer eftir áhuga-
sviði og viðgerðarþörf á heimilinu,
hvað við veljum.
Þar sem oft þarf að grípa í bílvið-
gerð er auðvitað þörf á úrvali topp-
lykla og misstórra fastra lykla.
Stuttar lýsingar:
Handsög til heimilisnota er best
að velja af gerð svonefndra fjöl-
skera. Ég á við að tennur sagarinn-
ar séu þannig lagaðar að nota megi
sögina bæði sem ristilsög (til að
saga langsum eftir viðnum) og sem
bútsög, þ.e. þverskerusög. Slíkar
sagir fást nú í fremur stuttum gerð-
um, sem eru þægilegar fyrir óvana
„smiði“.
Útsögunarsög nefnist lítil boga-
sög sem hefur mjótt sagarblað sem
auðvelt er að skipta um, þegar bit
þess sljóvgast. Þessar sagir eru oft
þægilegar að gripa til ef saga þarf
eitthvað smálegt.
Sporjárn þurfa heist að vera til
af tveimur til þremur breiddum, t.d.
8 mm 14 mm og 18 mm breið spor-
járn er þægilegt að geta notað.
við ýmiss konar viðgerðarstörf
heima við.
Þjöl er ágætasta verkfæri í
mörgum tilvikum. Vil ég ráðleggja
smiðjugestum að kaupa hálfkúpta
þjöl, sem nefnist bakþjöl. Slíkar
þjalir eru yfirleitt alltaf tvíhöggnar,
þ.e. að skorurnar á þeim liggja í
X, eins og greina má á myndinni.
Þetta eru fremur grófar þjalir og
eru góðar til að jafna úr tálguðum
fleti. Til eru enn stórvirkari og gróf-
ari verkfæri, sem ekki eru á þessum
lista, en það eru raspar, sem stund-
um er þörf fyrir.
Tengur þarf maður að eiga, án
þess er maður oft eins og handa-
laus. Ég nefni hér til aðeins tvær
gerðir: naglbít og flattöng. Nagl-
bítur er góður til þess að kippa í
sundur víra, nagla eða annað þvílíkt
auk þess sem maður þarf oft að
beita naglbít við að draga út nagla.
Á myndinni sýni ég ekki hina gömlu
gerð af naglbítum, heldur gerð sem
smíðuð er með það fyrir augum að
létt sé a klippa víra og nagla í sund-
ur með þeim. Flattöngin getur ver-
ið nauðsynleg til að halda á móti
ró, ef herða þarf skrúfu á reiðhjóli
eða bíl, auk þess er hún hagnýt við
að beygja víra, nagla o.fl.
Hefill kemur sér oft vel t.d. ef
hefla þarf af hurð, opnanlegum
glugga eða að slétta fjöl, smíða
brauðskurðbretti o.fl. o.fl. Þó verð
ég að get þess að ekki er létt að
hefla litla hluti nema hægt sé að
festa hlutina á meðan heflað er,
t.d. í hefilbekk eða með þvingu.
Skrúfjárn þurfa helst að vera
til í þremur mismunandi stærðum
og auk þess af tveimur gerðum,
eins og ég sýni á myndinni: flöt
skrúfjárn og stjörnuskrúíjárn, öðru
nafni krossskrúfjárn.
Skiptilykill er mikið þarfaþing
og er gott að eiga miðlungsstóran
skiptilykil, svona 175 til 200 mm
langan.
Borar — borvél eru verkfæri
sem oft þarf að grípa til á heimil-
um. Nú orðið eru fáanlegar hand-
hægar borvélar sem eru með inn-
byggðum rahlöðum. Það hefur þann
kost að snúran er ekki alltaf a flækj-
ast fyrir manni og auk þess getur
maður notað slíka vél útivið þar sem
ekki næst samband við tengil. Bor-
vélar með snúru í tengil eru auðvit-
að enn í fullu gildi og er það stór
kostur að þurfa ekki að endurnýja
rafhlöðurnar. Litlar og handhægar
vélar sem geta skrúfað skrúfur
fastar eða losað þær, eru einnig
orðnar algengar nú. Um borana er
það að segja að gott er að kaupa
fyrst borasett með misstórum bor-
um og kaupa síðan einn og einn
bor eftir þörfum.
Penslar eru dýrir ef þeim er
kastað burt eftir eina notkun. Nú
orðið eru lakktegundirnar og máln-
ing sem þynnt eru með vatni og
áhöld þvegin með vatni eftir notk-
un. Það er góður siður og nauðsyn-
legur að þvo pensla strax að lok-
inni notkun og láta pensilinn helst
hanga uppi mili þess sem hann er
notaður, þá bælast hárin síður.
Alur eða stingur er notaður til
að merkja fyrir mælingum, stinga
fyrir skrúfum o.m.fl.
Spaði, kíttispaði eða spartlspaði
eru verkfæri sem sjálfsagt er að
hafa við hendina á hveiju heimili.
En það er svipað og með penslana;
að hirða spaðana skiptir miklu
máli og verður að hreinsa þá eftir
notkun.
Vinkill er mælitæki sem notað
er bæði til að athuga hvort endar
eru rétt sagaðir, hvort kantar eru
rétthyrndir o.s.frv.
Tommustokkur er einnig mæli-
tæki sem ekki má vanta á heimili.
Brýni nefni ég síðast í þessari
upptalningu og brýni um leið fyrir
ykkur gott samstarfsfólk í Smiðju
Morgunblaðsins að láta ekki drag-
ast of lengi að brýna þau verkfæri
sem þurfa að bíta vel. Á bitinu
byggist vandvirknin.
eftir Bjarna
Ólafsson