Morgunblaðið - 06.01.1991, Qupperneq 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 6. JANÚAR 1991
Til sölu
Falleg gjafavöruverslun fyrir konur v. Laugaveg. Tilvalið
fyrir tvær samhentar konur. Verslun sem gefur góðan arð.
Upplýsingar á skrifstofu.
Fjárfesting, fasteignasala hf.,
Borgartúni 31, sími 624250.
<
lýskráning
frum að endurnýja alla söluskrá okkar. Hafið
samband ef þið hugleiðið að selja eða kaupa.
Við erum eina fyrirtækið sem sérhæfir sig ein-
göngu í fyrirtækjasölu.
Fullur trúnaður og þagmælska.
rynTTTT77?I7TIV^TT^
SUÐURVE R I
SÍMAR 82040 OG 84755, REYNIR PORGRÍMSSON.
FJARFESTING
FASTEIGNASALA f
Borgartúni 31. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl.
62 42 50
VANTAR EIGNIR Á SÖLUSKRÁ
Opið sunnudag kl. 13-15
2ja herb
Bragagata. Mjög falleg kjíb. ca
50 fm. Allt nýtt, lagnir, gluggar, eldhús,
bað og gólfefni. Sérinng. Verð 4,2 millj.
Frakkastígur. Góð íb. á
1. hæð í nýl. húsi. Sérinng.
Sauna. Góð geymsla.
Bílgeymsla.
Frostafold. Góð 78 fm 2ja herb.
íb. á jarðhæð. Áhv. byggingarsj. 4 millj.
Gaukshólar. Mjög falleg
íb. á 2. hæð. Vandað parket.
Góðar innr. Mikið útsýni.
3ja herb
Digranesvegur. Nýstands. íb.
á jarðh. Nýl. eldh. Fallegur garður.
Nálægt miðb. Kópavogs.
Jörfabakki. Mjög falleg 75 fm íb.
á 1. hæð. Nýstandsett sameign. Verð
5,8 millj.
Miklabraut. Falleg íb. í kj. Stór
herb. og stofa. Mögul. á að leigja út frá
íb. 1 stórt herb. Verð 5,2 millj.
Orrahólar. Góð íb. á 3. hæð á
frábærum útsýnistað. 2 svefnherb.
Njálsgata — eign í sérfl.
Mjög góð 3ja herb. íb. á 2. hæð í stein-
húsi. Húsið er ný málað, nýtt þak,
gluggar, parket og rafmagn. Tvær stór-
ar geymslur. Áhv. byggsjóður 730 þús.
4ra herb
Bergþórugata. Mikið endurn.
íb. á 2. hæð. 2 stofur og 2 svefnherb.
Stórt baðherb.
Boóagrandi. Mjög falleg
112 fm endaíb. á 3. hæð. Góðar
innr. Stórar svalir. Fráb. útsýni.
Áhv. 1200 þús. byggsj.
Fálkagata. Góð 93 fm íb. á 1.
hæð. 3 svefnh., stór stofa. V. 6,8 m.
Grettisgata. Mikiö endurn. íb.
sem er hæð og kj. 3-4 svefnherb., nýtt
eldhús og parket.
Hrísateigur. Efri hæð í þríb. 2
stofur, 2 svefnherb. Góð staðsetn. Verð
6,1 millj.
Kárastígur. Vel staðsett rúmg. íb.
á 2. hæð. 3 svefnherb. Nýjar suðursv.
Húsið ný standsett.
Kleppsvegur. Mjög góð íb. á 2.
hæð ca 101 fm. 2-3 svefnehrb. 2 stof-
ur. Verð 7,5 millj.
Lokastígur. Góð jarðhæð 105 fm.
2 saml. stofur, 2 svefnherb.
Vesturberg. Góð 4ra herb.
endaíb. á 2. hæð með stórum suðursv.
Áhv. byggsjóður 2 millj.
5 herb. og sérhæðir
Guðriínargata. H8fmsérhæð
í tvíb. á 1. hæð auk 2ja herb. í kj. Bílsk.
Mávahlíð. Stór 5 herb. risíb. Lítið
undir súð. Stórir gluggar, nýtt þak.
Mávahlíð. Sérl. góð neðri sérh.
ca 106 fm. 3 svefnherb. Stór stofa með
parketi. íb. er mikið endurn. Mjög góð-
ur bílsk.
Nýbýlavegur. Mjög stór risíb.
ca 134 fm. 3 svefnherb., tvær stofur.
Áhv. 5,1 millj.
Einbýlis- og raðhús
Bauganes. Mjög fallegt nýendur-
byggt hús frá 1929. Allar lagnir nýjar,
nýjar innr., séríb. á jarðhæð. Nýr bílsk.
Falleg lóð.
Engjasel. Mjög gott endaraðhús
á þremur hæðum. Góð stofa og suður-
svalir með útsýni. 4 svefnherb. Stæði
í bílag. Verð 10,5 millj.
Nóatún. Vorum að fá mjög vel
meðfarið einb./tvíb. Efri hæð er 2 stof-
ur og svefnh. 2ja herb. íb. í kj. Bílsk.
Fallega ræktuð lóð.
I smíðum
Funafold
Stórglæsil. 278 fm hús á pöllum. 40 fm
bílsk. 4 svefnherb., arinn. Áhv. ca 6,0
millj. Afh. fokh.
Sporhamrar. Til afh. strax 117
fm íb. á jarðhæð. Geymsla og þvottah.
á hæðinni. Bílsk. Afh. tilb. u. trév. Verð
7,4 millj.
624250
Hilmar Óskarsson,
Steinþór Ólafsson.
Memorial-sjúkrahúsið, St. Joseph, Michigan.
HÍBÝLI/GARÐUR
. i-
Æææ... eigum \íö eldd
bara aö mála þaó h\4tt?
EINHVERN tímann í lífinu þurfa allir að svara spurningunni: „í
hvaða lit ætti ég að mála þetta lierbergi?" Svarið er mjög oft: „Æææ,
ég veit ekki, málum það bara hvítt!“ - En það eru margir hvítir
litir sem við getum valið á milli; antikhvítt, beinhvítt, marmarahvítt
o.s.frv. Það sem flest okkar hugsa ekki út í, eftir að við erum búin
að velja hvítan lit, eru hin ótrúlegu sálrænu og tilfinningalegu áhrif
sem litir hafa á okkur. Þa,ð er ekki sama hvaða litur er valinn, þar
sem hver einstakur litur, eða samsetning lita, hefur mikil áhrif á
þá tilfinningu sem myndast í herberginu eða stofunni, sem og sál-
fræðileg áhrif á alla þá sem koma inn í herbergið.
Sálfræðileg áhrif litbrigða hafa verið ítarlega rannsökuð á undan-
förnum árum. Þessar rannsóknir sýna að rétt sámsetning lita og
lýsingar, eða birtu, geta verulega hjálpað t.d. fötluðum börnum og
aukið hamingju þeirra. Einnig hefur komið I ljós að rétt lita- og ljósa-
samsetning hefur minnkað að miklu leyti streitumerki sjúklinga.
Litir hafa áhrif á ósjálfráða
taugakerfið - hjartslátt, and
ardrátt, heilastarfsemi, vöðva-
spennu og fleira. Rannsókn, sem
gerð var í Svíþjóð fyrir nokkrum
árum, sýndi að
fólk sem haldið var
í lituðu herbergi,
þ.e. herbergi sem
var ekki málað í
hvítum eða gráum
litum, í þrjár
klukkustundir,
hafði minni heila-
starfsemi heldur
en fólk sem var í jafn langan tíma
í gráu herbergi. A sama hátt, var
hjartsláttur hjá fólkinu sem var
haldið í litaða herberginu hægari
en hjá því fólki sem var í gráa her-
berginu. Niðurstaða: hvítir og gráir
litir juku spennu viðkomandi til-
raunahópa þar sem aðrir litir höfðu
róandi áhrif.
Spítalar, læknastofur, tann-
læknastofur, og fleiri geta notað
áhrif lita til að flýta fyrir bata sjúkl-
inga með því að velja rétta liti og
lýsingu. Á spítölum er oftast notað-
ur hvítur litur. En samkvæmt þeim
rannsóknum sem hafa verið gerðar
er hvíti liturinn streituvaldandi
vegna þess að hann er svo tilbreyt-
ingalaust og lítt hvetjandi, sem
þýðir að fólk verður eirðarlaust og
jafnvel geðvont. Til að gera um-
hverfi spítala og læknastofa af-
slappað, er nauðsynlegt að velja liti
og lýsingu sem eru ekki það sterk-
ir að þeir virki stressandi, en þeir
mega heldur ekki vera of daufir,
eða tilbreytingalausir, þannig að
fólki leiðist. Rétt jafnvægi og sam-
setning lita er mjög mikilvægt til
að góður árangur náist.
Rauðir litir eiga að vera hress-
andi, en bláu litirnir eiga aftur á
móti að vera róandi. En málið er
flóknara en bara að velja rautt eða
blátt. Innanhússarkitektinn, kenn-
arinn og sálfræðingurinn Anthony
Torrice frá Bandaríkjunum, hefur
sýnt fram á það við þau verkefni
sem hann hefur unnið við, að lita-
samsetning í umhverfi okkar hefur
veruleg áhrif á sálrænt ástand hvers
og eins. Hann hefur komist að því
að húðin á okkur er eins og prisma-
gler; hvítt ljós fer í gegnum húðina
og brotnar upp í marga liti sem
mismunandi hlutir líkamans síðan
draga til sín.
Torrice vinnur mest með sjúk og
fötluð börn, t.d. heyrnarlaus og of-
urvirk. Meðal annars var hann feng-
inn til að mála herbergi lítils drengs
sem átti mjög erfitt með að læra
að tala. Herbergið var málað í fjór-
um mismunandi tónum af app-
elsínugulum litum og grænt teppi
var valið. Litli drengurinn valdi sér
þessa liti með honum. Torrice sagði
síðar að strákurinn hefði ómeðvitað
valið litina sem hann vantaði í
sjálfan sig. Torrice segir að í gegn-
um árin hafi hann tekið eftir því,
að eftir að hann er búinn að hanna
herbergi fyrir börn, þá hefur ham-
ingja þeirra aukist, félagsleg sam-
skipti batnað, þeim hefur gengið
betur í skólanum, og oft hefur eitt-
hvað af sjúkdómum þeirra lagast.
Þú þarft ekki að vera sjúklingur
eða fatlaður til að hafa gott af lit-
um. í næsta skipti sem þú ætlar
að mála herbergið þitt, stofuna eða
skrifstofuna hvíta stoppaðu og
hugsaðu um það hvaða áhrif þessi
litur mun hafa á þig og fólkið í
kringum þig. Ef þú ert ekki viss
um hvað skal velja, hafðu þá sam-
band við sérfræðing sem getur
hjálpað þér, eða fáðu þér góða bók
um liti og sálfræði.
Ekki mála bara hvítt!
Höfundur er innanh ússarkitekt.
Heilsugæzla kvenna^ La Jolla, Kaliforníu. Hönnuður: Jain Malkin.