Morgunblaðið - 13.01.1991, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.01.1991, Qupperneq 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGIMIR SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 Panmörk: Verölækkim á húsum FASTEIGNAVERÐ heldur áfram að lækka í Danmörku. Þannig lækkuðu einbýlishús um 1% á þriðja fjórðungi síðasta árs og var verð þeirra því um 3% lægra þá en á sama tímabili árið áður og 6% lægra en árið 1986. Veltan var hins vegar meiri á sumum tegundum fasteigna. Þannig seldust úm 11.500 íbúðir á þriðja ársijórðungi í fyrra eða um 3000 fleiri en á sama tíma árið á undan. Þájókst sala á sumarbústöð- um einnig á sama tímabili eða um 300, en verð á þeim hélzt yfirleitt óbreytt. FJGNAMIÐIIITNIN % Sími 67’90‘90 - Síðuniúla 21 Atvinnuhúsnæði Höfum nú til sölu úrval af hvers kyns atvinnuhúsnæði víðs vegar á Reykjavíkursvæðinu. Sumt er fullbúið, annað fokh., eða tilb. u. trév. Oft er um mjög góð greiðslukjör að ræða (t.d. 80% lánað). I 'sumum tilfellum eru góðir leigusamningar fyrir hendi. Athugið! Óvenju gott úrval af hvers kyns skrif- stofu-, iðnaðar- og verslunarhúsnæði er nú í boði. Hér að neðan er lítið sýnishorn af atvinnuhúsnæði. Hafnarfjörður Bæjarhraun 2 i: Sameign er fullfrágengin, lyfta fylgir og lóð er frágengin m/mal- bikuðum bílastæðum. Húsnæðið er afhent tilbúið undir tré- verk og málningu að innan, en fullfrágengið að utan. Hús- næðið hentar mjög vel fyrir skrifst., sem aðstaða fyrir félaga- samtök o.fl. Garðabær Lyngás 10 Til sölu iðnaðarhúsnæði í Lyngási 10. Um er að ræða u.þ.b. 106 fm á neðri hæð hússins. Húsnæðið er afhent pokapússað að utan, gólf vélslípað. Hurð fylgir ísett. Milliveggir hlaðnir og húsnæðið grófpússað. Lóð grófjöfnuð. Seltjarnarnes Bygggarðar 12 Til sölu iðnaðarhúsnæði í Bygggörðum 12 á Seltjnesi. Húsið er 507 fm, samtals 412 fm á götuhæð og 95 fm á 1. hæð í vesturenda. Eignin er fokheld í dag, en selst tilbúin undir tré- verk m/grófjafnaðri lóð. Kópavogur Vesturvör 27 Til sölu iðnaðar- og skrifstofu/þjónustuhúsnæði í Vesturvör 27 í Kópavogi. Iðnaðarhúsnæðið skiptist í 5 sjálfstæð 80 fm hólf, sem öll eru m/stórum innkeyrsludyrum. Skrifst./þjónustuhús- næðið er samtals rúmlega 600 fm og er allt nýuppgert. Hús- næðinu er skipt niður í einingar af ýmsum stærðum og getur hentað mjög fjölbreyttri starfsemi. Síðumúli Skrifstofuhæð Til sölu um 200 fm skrifstofuhæð sem skiptist m.a. í 9 herb., eldhús o.fl. Getur losnað nú þegar. Verð 8,0 millj. Krókháls 5b Þetta glæsiíega hús v/Krókháls er til sölu. Þrennar stórar inn- keyrsludyr á neðri hæð og góð lofthæð á báðum hæðum. Hvor hæð er u.þ.b. 370 fm. Til afh. strax. Stangarhylur - Ártúnsholt :: Vorum að fá í einkasölu þetta nýlega og glæsilega atvinnuhús- næði. Húsið er á tveimur hæðum, samtals uþb 300 fm. Góð- ar innkeyrsludyr. Þetta húsnæði gæti hentað undir léttan iðn- að, heildsölu og skrifstofur, verkst. og fl. Teikningar og nán- ari upplýsingar gefur Stefán Hrafn Stefánsson e. helgi. -Ábyrg þjónusta í áratugi. f SIIVII 67-90-90 SÍÐUMÚLA 21 Sverrir Kristinsson, sölustjóri • Þorleifur Guðmunclsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, Iöfífr. • (.uðiminclur Sigurjónsson, löpfr. i MtrgmiriM Imfoifa Metsölublaóá hverjum degi! HÍBÝLI/GARÐUR Hús byggt 1929 hannað af arkitekt, sem ekki er þekktur, Hermann Henselmann. Dæmigert fyrir fúnksj ónalisma þess tíma. Fiuiksjonalisiiilmi - Þar sem notafiildiö ræóur úrslitum Hús byggt 1983, hannað af hinum heimsfræga arkitekt Richard Meier. B AND ARÍ K J AM AÐURINN Luis H. Sullivan sem talinn hefur ver- ið faðir fúnksjónalismans (mód- ernismans) nam arkitektúr við MIT í Boston og.École des Beaux-Arts í Paris. Hann rak ásamt öðrum einastærstu teikni- stofu í Chicago um síðustu alda- mót. Rúmlega þrítugur að aldri skrif- aði Luis H. Sullivan grein um lýðræðislega byggingalist þar sem formið sprytti eðlilega frá samspili byggingarefnisins og starfseminn- ar. í bók sinni „Kindergarten Chats“ (Leikskóla- hjal) sem er nokk- urskonar kennslu- bók í því að lesa hús, kemur fram ein þekktasta kennisetning nútímæ, bygginga- listar, „FORM FOLLOWS FUNKTI0N“ (Formið skapast af starfseminni). , Arkitektinn Frank Lloyd Wright vann mjög náið með Sullivan á teiknistofu hins síðarnefnda á árun- um um aldamótin og má segja að Sullivan hafi hjálpað honum af stað. Þannig var að Sullivan lét Wright fá öll verk sem voru of lítil fyrir stofuna. Þetta voru aðallega einbýl- ishús, sem Wright fékk að vinna á eigin vegum í frítíma sínum. Þar á me'ðal eru mörg hans bestu hús svo sem Winslow House, Martin House, Robie House og fl. Wright talaði alltaf um Sullivan sem meistara sinn og sagt er að hann hefði ekki náð líkt því eins langt hefði hann ekki notið handleiðslu Sullivans í byjjun. Sullivan og Wright héldu því fram að fegurðin væri óaðskilj- anleg frá starfseminni og forminu. Sullivan endaði líf sitt forfallinn drykkjumaður og dó fátækur ein- stæðingur árið 1924 aðeins 58 ára gamall. Uppúr seinni heimsstyijöldinni lenti fúnksjónalisminn í öngstræti og varð óvinsæll. Þetta var m.a. vegna þess að menn sáu ekki leiðir til þess að þróa hann áfram og tóku að líta á byggingatæknina og fram- leiðsluna sjálfa sem hluta af starf- hæfninni (fúnksjóninni). Við þetta fór byggingarlistin af braut nota- gildis og fagurfræði og tók að lúta Iögmálum framleiðslunnar. Afleið- ingin voru ljót, leiðinleg og léleg hús sem byggð voru á skömmum tíma fyrir lítið fé. Fúnksjónalisminn hefur orðið fyrir miklu aðkasti undanfarin ár og einkum eftir að farið var að líta á hann sem tæki til að rökstyðja framleiðsluna. Eitt dæmi um að- kastið er að Jónas Jónsson frá Hriflu, mikill áhugamaður um Guð- jón Samúelsson, kallaði Gunnlaug Halldórsson, einn færasta íslenska fúnksjónalistann „einhvern ný- hyggjumann í byggjíigariist“ í bók sinni um Guðjón. Nú eftir að arkitektar heims- byggðarinnar hafa reynt fyrir sé með brútalisma, póstmódernisma, dekonstruvisma og fl. virðist fúnk- sjónalisminn vera að koma aftur og í þetta skiptið búinn að hrista af sér ok framleiðslunnar. Einn þeirra manna sem hvað mestan þátt hafa átt í því að endur- vekja áhuga manna fyrir fúnk- sjónalismanum er hinn heimsfrægi arkitekt Riehard Meier. Meier er sporgöngumaður gömlu fúnksjóna- listanna og viðurkennir fúslega að hann hafi teiknað sig í gegnum byggingarlistasögu þessarar aldar. Meier sækir hugmyndir sínar í smiðju arkitekta eins og BAU- HAUS-arkitektsins Marcel Brauer, Frank Lloyd Wright, Le Courbusi- er, Alvar Aalto og fleiri. Þetta er meðvitað gert og vitnar hann gjarna í fyrirmyndir sínar þegar hann ijall- ar um verk sín og áréttar að mikill munur sé á eftiröpun (imitation) og hvatningu (inspiration). Meier heldur því fram í viðtölum að fagurfræði byggingarlistarinnar sé starfhæfnin (fúnksjónin) holdi klædd. Hann gengur þar lengra en gömlu fúnksjónalistarnir gerðu og hefur þróað sinn sjálfstæða stíl inn- an stefnunnar. Niðurstaðan verður starfhæf hús, sem eru ákaflega falleg. Hús fyrir fólk að lifa og starfa í, hús sem falla að umhverfi sínu og fullnægja þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Ástæða er til að ætla að Meier og fl. séu að opna augu fólks á ný fyrir fúnksjónal- ismanum og rökum hans og að hann eigi eftir að verða einkenn- andi fyrir seinasta áratug þessarar aldar eins og hann var á þriðja og fjórða áratugnum. Önnur áhugaverð þók eftir Sullivan er „The Autobiography of an Idea“ (Sjálfsævisaga hugmynd- ar). eftir Hilmar Þór Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.