Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991
OSKAR VISTDAL:
EINRÆÐISTOÐVANNA
— SÆLAN EINBER?
ATLE NÆSSINORRÆNA HUSINU
Gestur á norsku bókmenntakynningunni í Norræna húsinu
laugardaginn 16. þ.m., er rithöfundurinn Atle Næss frá
Austurfold eða Borgarsýslu. Hann fæddist árið 1949 og er
að mennt cand.mag. í norrænum fræðum, en starfar nú ein-
göngu sem rithöfundur. Eftir að hann kvaddi sér hljóðs
fyrir 15 árum hefur hann sent frá sér sjö skáldsögur og
þrjár barnabækur. Árið 1987 haslaði hann sér völl í fremstu
röð í norskum bókmenntum með skáldsögunni Sensommer,
sem byggir á hinni frægu ástarsögu Henriks Ibsens og
Emilie Bardachs. Á liðnu ári treysti hann stöðu sína með
nýrri skáldsögu, Kraften som beveger (Aflið sem hrærir),
sem ábyggilega á eftir að verða talin til helstu skáldverka
á norsku á síðasta áratugnum. í fyrra vakti hann Iíka at-
hygli á sér þegar hann bar sigur af hólmi í norrænni ritgerð-
asamkeppni um Evrópu árið 1992.
Uppistaða nýju skáldsögunn-
ar er ævisaga ítalska
skáidsins Dantes Alighi
eris (1265-1321) og gerist í borg-
inni Fiore eða Flórens, sem í bók-
inni er í senn borgríki á miðöldum
og nútíma fjölmiðlasamfélag. Við
fylgjumst með ferli Dantes sefn
námsmanns, lyfjafræðings, stjóm-
málamanns, heimspekings og út-
lagarithöfundar í þversagna-
kenndum raunveruleika með ann-
an fótinn á miðöldum og hinn á
fjölmiðlaöld. En í brennidepli
stendur þó ást hans á Beatrice,
sem í þessari bók er jarðnesk
stúlka, ekki aðeins himnesk ímynd
eins og í gleðileik hins sögulega
Dante. Hún svíkur aðdáanda sinn
þegar misjafn orðrómur um hann
berst henni til eyma. Þá giftist
hún öðrum manni og gerist dag-
skrárgerðarmaður hjá sjónvarp-
inu.
Aflið sem hrærir er áhrifamikil
frásögn um ástríðu og valdníðslu,
um myndir og tungumál og eink-
um um hvemig tungumálið getur
lýst raunvemleikanum óháð því
hvort um miðaldir eða nútíma er
að ræða. Atla Næss hefur tekist
að sameina ýmis tímabil og ólíkan
tíðaranda með snilldarlegum
hætti. Auk þess býður bók hans
upp á spennandi og litríka frásögn
fulla af tímabæmm hugleiðingum
um eilíf miðlunarvandamál, eink-
um þó um samspil myndar og
tungumáls. Fyrir bókina hlaut
höfundurinn hin eftirsóttu Gyld-
endal-verðlaun árið 1990.
Á 13. öld einkenndist Ítalía af
miskunnarlausum þjóðfélagsleg-
um átökum í framhaldi af blóðug-
ATLE NÆSS
um eijum milli páfastóls og keis-
aravalds. Flórens hafði forystu í
efnahags- og menningarlífi lands-
ins. Þar færði sig smám saman
ný iðnaðarmanna- og auðjöfrastétt
upp á skaftið og krafðist valda,
en það leiddi af sér endalaus ætta-
og stéttastríð um leið og einok-
unarstaða miðaldakirkjunnar fór
þverrandi. Þetta var vísir að end-
urreisnartímabilinu.
Í þessari deiglu ólst Dante Al-
ighieri upp á mörkum miðalda og
hinnar nýju tíðar; fyrsta nútíma-
skáld í Evrópu, eins og hann hefur
verið kallaður. Hann gerðist príor
í Flórens, en m.a. vegna andúðar
hans á látlausum undirróðri og
afskiptasemi páfavaldsins féll
hann í ónáð og var steypt af stóli.
Heimsmynd hans mótaðist af of-
angreindum deilum og af hugsun-
arhætti nýju borgarastéttarinnar.
Dante gerðist síðan «fijáls mennt-
amaður» sem ögraði yfirvöldum
og gerði sig óháðan bæði kirkj-
unni og furstahirðinni. En eftir
að hann var rekinn úr fæðingar-
borginni, þurfti hann að eyða síð-
ustu ævidögum sínum sem rótlaus
og réttlaus útlagi án eigna og stað-
festu, varð að þiggja náðarbrauð
framandi manna og framfleyta sér
við margvísleg störf. En fyrst og
fremst samdi hann skáldverkin
Nýtt líf og Gleðileikurinn guðdóm-
legi.
Skáldsagan byijar með því að
lýsa opinberri aftöku í Fiore á
unglingsárum bekkjarsystkinanna
og kærustuparsins Dante og Be-
atrice, eða Dan og Beu, eins og
þau heita í bók Atla Næss. Þau
eru mætt á markaðstorgið sem
áhorfendur þegar peningafalsari
er brenndur á báli, þó að þau hefðu
eins vel getað fylgst með atburðin-
um í sjónvarpinu heima. Stöð M
er nefnilega með beina útsendingu
frá aftökunni, sem er eins vinsælt
skemmtiatriði og skylmingar eða
nautaat. Stjómandi þáttarins skip-
ar fyrir um að kveikja í, þannig
að sjónvarpsáhorfendur geti sem
best notið nærmyndar af afbrota-
manninum sem brennur til kaldra
kola.
Hér mætast og blandast sem
sé fortíð og nútíð, eða réttara sagt,
tíminn er felldur úr gildi. Við hitt-
um mútuþæga stjórnmálamenn
sem draga sér opinbert fé til einka-
starfsemi leðurklæddir ökufantar
á bifhljólum valda ótta og eyði-
leggingu og torkennilegur kyn-
sjúkdómur með nafn sem byijar á
A grípur um sig í borginni. Og
rétt eins og í nútíma upplýsinga-
samfélagi hefur voldug sjónvarps-
stöð gífurleg áhrif á allt sem ger-
ist. Allir horfa á Stöð M og láta
hana stjórna skoðunum og við-
horfum sínum; að afneita sjón-
varpinu er álíka hneykslanleg trú-
villa og að hafna kaþólsku kirkj-
unni.
Augljósar hliðstæður miðalda-
kirkjunnar og nútíma sjónvarps
eru grundvallaratriði í bókinni og
byggja að sögn höfundarins á
áhrifum frá þýska heimspekingn-
um Jurgen Habermas og kenning-
um hans um hvernig lénsskipulag
á miðöldum hefur tekið stakka-
skiptum og lifir enn í opinberu lífí
á okkar dögum. Á miðöldum sýndu
yfírvöld sig á skylmingamótum og
sigurgöngum, þ.e.a.s. táknum í
formi afþreyinga — nákvæmlega
eins og núna. Munurinn er aðeins
sá að sjónvarpsskjárinn hefur
komið í staðinn fyrir vígvöllinn og
einstrengingsleg skoðanamótun er
nú orðin ákafari en endranær.
Stöð M er miðill valdsins í bók-
inni. Allir eru með sjónvarp, allir
tala um það sem birtist á skjánum
og sjónvarpið hefur suma til valda
en steypir öðrum í glötun. Þannig
virkar þjóðfélag sem er stjórnað
af fjölmiðlum.
Maðurinn er í grundvallaratrið-
um eins á öllum tímabilum sög-
unnar. Við lítum á galdrabrennur
og trúvillingabál sem frumstæð
grimmdarverk, en siðferði nú á
dögum er aðeins brothætt skurn.
Til marks um vígahug og blóð-
þorsta okkar má benda á sjón-
varpshildarleikinn við Persaflóa.
Fjölmiðlamir höfða með svipuðum
hætti og t.d. rannsóknardómurinn
á sínum tíma til lostans í stað
skynseminnar, og því færist of-
beldi ávallt í aukana. Afþreying
kemur í staðinn fyrir skynsamlega
hugsun og drepur siðferðilega
samvisku mannanna. Eðli sjón-
varpsins er nærgöngul persónu-
gerving vandamála. Það gerir
margslungin úrlausnarefni að lág-
kúrulegri spurningu um fram-
komu og traust einstakra manna.
Grundvallarsjónarmiðin hverfa í
ýktum einföldunum og áþreifan-
legum dæmum. Umræðuþættir
t.d. snúast ekki um málefni í sjálf-
um sér, heldur um hvemig þátt-
Listin er blómleg
- segir Elínrós Eyjólfsdóttir sem mólar og sýnir blómamyndir
RÓSIR og önnur blóm springa út á veggjum Gallerí Borgar þessa
dagana. Þar hefur Elínrós Eyjólfsdóttir opnað aðra einkasýningu
sína, en áður hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum hér
heima og erlendis. Elínrós hóf myndlistarnámið seint, byijaði að
mála á postulín fyrir fimmtán árum; tók síðan þátt í námskeiðum
Baðstofunnar, hóps áhugamálara í Keflavík, þar sem hún var
búsett, og þegar börn hennar voru vaxin úr grasi fór hún í Mynd-
lista- og handíðaskólann til að læra betur til verka. Eftir að hún
útskrifaðist úr málaradeild skólans 1987, hefur hún máJað af kappi;
myndir af ýmsu, en aðallega blómum.
r
Eg byijaði að mála á postuh'n
1976, og stundaði nám hjá
kennurum í Reykjavík,
Kaupmannahöfn og Bandaríkjun-
um,“ segir Elínrós. „Ég fluttist til
Reykjavíkur og fór í Myndlista-
og handíðaskólann, en einnig var
ég þijú sumur í Bandaríkjunum
og settist þar á skólabekk með
ungu fólki. Ég hellti mér algjör-
lega út í myndlistina og fékk aldr-
ei nóg; fannst ég þurfa að nýta
tímann svo vel.
Áhuginn var svo mikill hjá mér
að annað komst varla að. Það var
ekkert svo erfítt að drífa sig af
stað, en vissulega fylgdu síðan
ákveðnir erfiðleikar því að rífa sig
úr hinu hefðbundna húsmóður-
hlutverki. En það var skemmtilegt
áð> setjast á skólabekk með öllu
þessu unga fólki sem er vant því
að vera í skóla og taka próf.
Það eru stórkostleg forréttindi
að geta sest aftur á skólabekk
eftir að bömin eru vaxin úr grasi.
Mér finnst ég hafa verið heppin
að upplifa þessi fjögur ár, og lista-
sagan var kafli út af fyrir sig.
Hver listasögutími var eins og að
vera í Þjóðleikhúsinu að sjá óska-
stykkið."
- Var erfítt að aðlagast hópn-
um í skólanum?
„Nei. Það fannst mér ekki, og
aldursmun fann ég aldrei fyrir.
Ég hefði þó kannski verið virkari
hefði ég verið yngri þegar ég hóf
námið. Það voru mistök að fara
ekki strax út í myndlistina. Ég
hefði frekar átt að fara í þetta á
sínumtím^ fór.Lþúsmæðra-
skóla, sem var algengt þá. Ég
held ég máli það sem eftir er
ævinnar, og er líklega með málara-
sýki.“
- Þú hefur stundað listina af
kappi síðan þú útskrifaðist?
„Já, ég hef málað næstum hvem
einasta dag. Fyrstu einkasýning-
una hélt ég í Hveragerði í vor, það
var skemmtilegt og gott að vera
þarna innan um blómin.“
-Já, þú málar blóm.
„Já. Hef gert það frá því ég
byijaði að mála. Ég mála samt
fólk og fjöll inn á milli. Ég hef
mjög mikla ánægju af að mála
blómin, það er svo mikil fegurð í
þeim. Ég sé persónuleika út úr
hveiju blómi sem ég skoða, hvert
þeirra hefur sitt einkenni; það
fæðist, vex, hrömar og deyr._ Blóm
á íslandi em mjög litsterk. Ég hef
málað blóm erlendis, en þar fölna
þau svo fljótt. Hér halda þau styrk-
leika litanna út vaxtaskeiðið.
Stjúpur standa til dæmis í ijóra
mánuð hér.“
- Þú sýnir núna bæði olíu- og
vatnslitamyndir.
„Já. Ég geri vatnslitamyndir og
skyssur gjarnan eftir fyrirmynd-
um, en mála síðan eftir þeim á
vinnustofunni. Ég er svo heppin
að h@.fa góða,yini}u^tofu í. þýsinp,
sem ég bý í, þar sem væsir ekki
um mig. Vatnslitimir eru skyssu-
kenndari, í þeim gerist allt svo
hratt. Olían býður upp á allt önn-
ur, og yfirvegaðri vinnubrögð."
- Ertu mikill fagurkeri?
„Já það er ég. í skólanum lærði
ég meðal annars að sjá Ijótleikann
Hringum
mig með athygli, á ljósið og skugg-
ana, litina og víddina. Það er eins
og að fá ný augu. Ég er að mála
það sem mig langar til, og það
era aðallega blóm. Ég vil mála
fegurð og frið; það er nóg af and-
stæðum þess í heiminum. Listin
er blómleg.“
ítojtgnöa cóiov óe mu gim ibröý