Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1991 MYRKIR MUSIKDAGAR Samtímatónlist verður að hafa eitthvað - segir Rolf Gupta sem stjórnar tónleikum Caput-hópsins CAPUT-hópurinn leikur sanitimatónlist eftir íslensk og erlend tón- skáld á tónleikum í Islensku Operunni næstkomandi mánudags- kvöld. Rúmleg-a tvítugur Norðmaður, Rolf Gupta, stjórnar flutningi á verkum eftir Jannis Xenakis, Lárus H. Grímsson og Kaiju Saaria- ho, en auk þess verður flutt verk eftir Jónas Tómasson og einleiks- verk fyrir fagott, eftir Gupta. nýttað segja Morgunblaðið/Einar Falur Rolf Gupta, til hægri, ásamt félaga sínum Brjáni Ingasyni fagott- leikara, sem leikur einleiksverk hans á tónleikunum á mánudags- kvöldið. Rolf Gupta kemur frá Kristian- sand í Noregi. Hann byijaði að læra á píanó en færði sig yfir á orgel og lauk einleikara- prófi í kirkjutónlist. Hann lagði síðan stund á tónsmíðar í Osló um hríð, síðasta vetur var hann í Amst- erdam að nema hljómsveitastjórn og samtímis var hann, og er, nem- andi í Síbelíusar-akademíinu í Hels- inki. Bijánn Ingason fagottleikari, sem leikur einleiksverk Guptas á tónleikunum, er skólafélagi Rolfs; var með honum í skóla í Osló og einnig í Amsterdam í fyrravetur. Meðal annars fyrir milligöngu hans er Gupta hingað kominn til að stjórna á tónleikunum. „Það er einnig UNM, Ung Nordisk Musik, að þakka,“ segir Rolf. „í gegnum þann félagsskap hef ég kynnst ailn- okkrum Islendingum. Þá hef ég stjórnað flutningi á verki eftir Ríkharð Friðriksson í Osló, svo ég tengist íslandi á ýmsan hátt. Ég hef verið meðlimur í norsku UNM- nefndinfii í nokkur ár, en UNM éru samtök sem eru ákaflega mikilvæg fyrir tónlistarlíf á Norðurlöndum. Þau standa fyrir víðtækri samvinnu milli þjóðanna á tónlistarsviðinu." Bijánn segir að Caput-hópurinn hafi nú komið saman í nokkur ár. Ungir tónlistarmenn sem eru við nám erlendis, hafa hist hér heima í leyfum og leikið saman. Þannig er fjöldi þátttakenda breytilegur milli tónleika. Starfið hefur eflst með árunum, því margir eru í námi, og hafa komið heim úr námi; mikil uppsveifla er í tónlistarlífinu. „Þetta er vitaskuld hrein hug- sjónamennska, hljóðfæraleikararnir leggja mikla ólaunaða vinnu á sig, svo þetta hlýtur að vera skemmti- legt. Og hljóðfæraleikararnir eru mjög góðir,“ segir Rolf. - Er hljómsveit eins og Caput góður vettvangur til að koma verk- um ungra tónskálda á framfæri? „Alveg tvímælalaust," segir Bijánn. „Þessi hópur hefur auðveld- að ungum tónskáldum mikið að fá verkin sín flutt, áhugasamir flytj- endur er það sem þarf.“ Rolf bætir við að á íslandi sé ótrúlega mikið af góðum og efnilegum tónskáldum, miðað við höfðatölu: „Og það er ákaflega mikilvægt að tónskáld hafí tækifæri til að heyra verkin sín leikin af hljómlistarmönnum. Sum ungu íslensku tónskáldanna eru að ná alþjóðlegum mælikvörð- um í list sinni, og þau verða að fá verkin sín leikin hér heima, áður en þau reyna fyrir sér með þeim erlendis. Hópar eins og Caput, sem helga sig flutningi samtímatónlist- ar, eru þessvegna mjög mikilvægir. Tónverkin eru vissulega ekki öll jafn góð, en það verður að leika þau til að komast að því. Þá er hægt að sjá hvað er gott og hvað vont, og höfundamir geta þróað áfram það sem gott er og betrum- bætt það. Nútímatónlist, eins og við leikum, er vissulega sérstök. Hún krefst oft mikilla öfga. Hún er erfíð og þarfn- ast einbeitingar. Að mörgu leyti er erfiðara að leika hana en þá sígildu." - Þú talar um að nútímatónlist sé gjarnan tilraunakennd. Hveiju sækist þú eftir þegar þú semur tón- list? „Ég held að öll tónlist sem hefur lifað með tímanum, hafí verið til- raunakennd á einhvem hátt þegar hún var samin. Sem tónskáld er ég ekki að semja tónlist til að hafa hana tilraunakennda. Ég vil bara ekki endurtaka margnotaða orða- leppa, maður verður leiður á því og orðin tapa merkingu sinni. Tón- skáld verður að reyna að segja eitt- hvað nýtt - og umorða gömlu hlut- ina á nýjan hátt. Þessu má líkja við að þegar Bandaríkjamenn sendu menn til tunglsins, þá víkkuðu þeir heiminn gríðarmikið út. Eins reyna tónskáld að víkka út heim tónlistar- innar ... kannski til að uppgvöta hvað er þar þegar.“ - Þú leggur stund á nám í hljóm- sveitastjórn. Hefur þú fengið mörg tækifæri til að spreyta þig á þeim vettvangi? „Já, og hef aðallega stjórnað flutningi á samtímatónlist, og síðan gamalli tónlist - fram að Mozart. Rómantísk tónlist þarfnast stærri hljómsveitar og hana hef ég ekki. Ég byijaði að stjórna í tónsmíða- náminu; þar var mikið samið og það þurfti að flytja verkin. Einhver þurfti að sjá um það.“ - Hvað um verkin sem þú stjórn- ar flutningi á á tónleikunum á mánudaginn? „Já, verkið eftir Xenakis er nýtt, skrifað 1989. Samið sérstaklega fyrir einhveija gríska daga í Lon- don. Eins og ætíð í verkum hans, er það fullt af einhverskonar tónlist- arlegum öfgum. Það er eins og blanda af ruddaskap og sveigjan- leika. Þetta er minn skilningur á því. Það er mjög erfitt í flutningi, og Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik í því. Á seinni hluta þessar- ar aldar hefur Xenakis líklega verið einhver mesti áhrifavaldurinn af tónskáldum á yngri kynslóðina. Allir hafa þurft að tengjast honum á einn eða annan hátt. Kaija Saariaho er finnsk, á fer- tugsaldri, og ég myndi segja að ásamt Magnusi Lindberg sé hún fremst í flokki ungra tónskálda í heimalandi sínu. Hún semur tónlist sem er ákaflega falleg; allt að því impressjónísk. Mér finnst hún tengjast franskri arfleifð, Debussy sem dæmi. Hún vinnur mikið með rafeindatækni, svokallaða „spectr- al“-tónlist. Þróunin í rafeindatækni hefur gert okkur kleift að skyggn- ast inn í^yfirtóna ýmissa og ólíkra hljóða. Utkoman eru hljóð sem hljóma ákaflega náttúrulega. Marg- ir standa í þeirri trú að öll ný tón- list sé ljót, en þetta er tónlist sem er mennsk á einhvern hátt; með skínandi og bjart yfirbragð. Þriðja verkið sem ég stjórna er „Frískir menn og fúlar meyjar", eftir Lárus Grímsson. Það er einnig mjög skemmilegt; eins og sambland af stórsveit og mínimalisma. Efnis- skráin samanstendur því af mjög mismunandi verkum, sem sýna að tónlist síðustu tíu ára er marg- breytileg og ólík. Þar að auki verða flutt tvö önnur verk, eitt eftir Jónas Tómasson og síðan sólóverkið mitt fyrir fagott, en það er hluti af ball- ett sem ég samdi fyrir tvær norsk- ar stúlkur sem dansa í Amsterdam." - Það er mikil vinna sem liggur bakvið þetta hjá flytjendunum. „Já, hún er mjög mikil,“ segja félagarnir; „sumir taka þátt í mörg- um uppákomum á Myrkum músík- dögum, og sú staðreynd að þeir taka þátt í allri þessari vinnu, án þess að fá greitt fyrir, hlýtur að sýna að þeir hafa gaman af því og kunna að meta tónlistina." - efi IANNIS XENAKIS OG HLJÓÐ HEIMSINS eftir Atla Ingólfsson PLATÓN taldi tónlistina og arkitektúr æðstar lista, markmið þeirra væri að birta þau hreinu form og hlutföll sem standa að baki öllu sem við skynjum. Þær hæfu sig þannig yfir skynjunina, þótt þær bærust okkur gegnum skynfærin. Starf tónskáldsins líkist raun- ar í mörgu, iðju arkitekts- ins. Eins og tónskáldið, sit- ur arkitektinn tímunum saman við borð sitt og skipuleggur, reiknar út, dregur upp útlínur að verki sem ekki verður til í eiginlegum skiln- ingi, fyrr en löngu eftir að hann hefur lokið vinnu við það. Tónskáld- ið heyrir tónverkið og arkitektinn sér húsið aðeins eftir að sjálf sköp- unin hefur átt sér stað. (Þess má geta að á frönsku heitir frumflutn- ingur tónverks „création", eða sköpun!) Meðan á vinnunni stendur verða þeir að treysta innsæinu, innra eyra og auga og byggja verk sitt að auki á traustum rökum og útreikningum svo byggingin standi. Rökin verða á einhvem hátt að tryggja að hugmyndin hangi sam- an, óháð skynjuninni, því þegar verkið er loks spilað og húsið er byggt er orðið um seinan að breyta þeim. Tónskáld nota iðulega hugtök eins og rými, vídd, lárétt og lóðrétt, í umfjöllun um verk sín, þótt upp- runalega eigi þessi hugtök aðeins við um sjáanlega hluti en ekki hljóð. Að sama skapi á arkitektinn það til að tala um samspil eða samhljóm í formum bygginganna, sem vita- skuld spila hvorki né hljóma í raun og veru. Þannig virðist önnur listin oft leita hinnar. Þrátt fyrír þetta eru arkitektúr og tónlist ólíkar hvað aðferðir varð- ar. Það gefur augaleið að við mun- um aldrei geta teiknað tónlist eða leikið byggingar. Þó hefur tónskáld- inu Iannis Xenakis tekist að veikja mörkin þama á milli. Xenakis er grískur að uppruna og rit Platóns standa honum nærri, sem og aðrar forn-grískar bók- menntir. Ófá verka hans eru sprott- in af textum eða hugmyndum gull- aldarinnar, og flest bera þau grísk heiti. Þótt einhver hafí sagt um Xenakis að hann væri í raun Forn- Grikki sem villst hefur inn í nú- tímann, em hin grísku áhrif aðeins einn liður í fjölskrúðugri persónu hans. Þeirri persónu verða nú gerð nokkur skil. Andspyrna Iannis Xenakis fæddist í Rúm- eníu af grísku foreldri árið 1922. Hann gekk í skóla í Grikklandi og innritaðist árið 1940 í verkfræði- nám í Aþenu. Á stríðsámnum tók hann þátt í andspymunni gegn setuliði Þjóðveija og síðar gegn Bretum. í janúar 1945 særðist hann alvarlega í átökum andspymupnar við breska skriðdrekasveit og missti annað augað. Á endanum þurfti hann að flýja land og árið 1947 baðst hann hælis í Frakklandi sem pólitískur flóttamaður. Heima fyrir hvíldi á honum dauðadómur. I París fékk Xenakis starf á vinnustofu Le Corbusiers, arki- tektsins fræga. Þar fékkst hann við að reikna út teikningar meistarans, en óx um leið ásmegin í byggingar- listinni. Á sama tíma gerði hann sér grein fyrir því mikilvægi sem tónlistin hlyti að hafa í lífí hans. Einhveija undirstöðumenntun í tón- list hafði hann að heiman og leitaði nú fyrst til Dariusar Milhands og kynntist síðan Messiaen í tímum í konservatoríinu 1950-1952. Fyrstu verk Xenakis em tveir tugir smálaga fyrir píanó sem ekki hafa verið gefín út, enda um eins konar tónsmíðaæfíngar að ræða. Þessi lög hefur hann sýnt leiðbein- endum sínum. Sagt er að Messiaen, sem þótti strangur kennari, hafí tekið verkfræðingnum unga opnum örmum, þótt verkin væru ekki hnökralaus og beðið hann fyrir alla muni að varðveita ferskleikann og frumkraftinn sem í verkunum bjó. Xenakis skyldi ekki leggja sig um of eftir að tileinka sér leikreglur annarra, heldur nálgast tónlistina á eigin hátt. Sterkur fmmleiki, þekk- ing á stærðfræði, efnafræði, eðlis- fræði, stjörnufræði, byggingarlist og bókmenntum, fordómaleysi og hugrekki, gátu síðan af sér þá sér- stæðu list sem Xenakis er þekktur af. Skeytingarleysi hans um viðtekin gildi og blekkingar tónlistarheims- ins er þvílíkt að sumir telja hann eina dæmið um næfista í tónlist, þrátt fyrir flóknar aðferðir hans. Aðrir hafa líkt tónlist hans við fá- vismann í málaralistinni, sem í lita- notkun gekk vísvitandi gegn ríkjandi smekk. Strik verða að hljóðum Xenakis hafði kynnt sér tólftóna- tæknina og seríalismann en þótti tónlistin vera þar á villigötum, því enginn heyrði í raun þær seríur sem verkin byggðust á. Hann gerði þó eigin kannanir á samspili hinna tólf tóna. Eitt sitt situr hann við blað með ólíkum hljómum og dregur línur á. milli þeirra, til að kanna ólíkar leiðir til að útsetja þá. Eftir nokkra hríð verður honum litið á blaðið í heild sinni, þakið þessum línum, og hugkvæmist þá að hægt er að spila sjálfar línurnar á milli nótnanna með því að renna fingrum eftir strengjum strengjahljóðfær- anna; leika „glissando". Línurnar einar gátu orðið efni í tónverk, en til að koma skipulagi á þær dugðu ekki lengur reglur sem giltu um stakar nótur. Hér þurfti aðferðir stærðfræðinnar og arki- tektúrsins. Árið 1955 verðurþannig til fyrsta stærra verk Xenakis, Metastasis fyrir hljómsveit. Fyrsti og síðasti hluti verksins eru bygg- ingar úr samfelldum línum sem strengirnir leika, en miðhlutinn líkist meira tónlist seríalista. Metastasis er fyrsta dæmið um tónverk byggt á reglum arkitekt- úrs. Reyndar notaði Xenakis verkið sem grunn að hönnun sýningar- skála Philips-fyrirtækisins, sem Le Corbusier fól honum fyrir heims- sýninguna í Brussel árið 1958. Er skemmst frá því að segja að verkið var sem köld vatnsgusa á hlustendur hátíðarinnar þar sem það var frumflutt. Hér var komin auðgripin tónlist sem þó var jafnvel nýstárlegri en annað sem á þeim dögum heyrðist. Hún varð ekki skil- greind nema sem hljóðmassi sem fylgdi ákveðnum reglum og stóð af henni kraftur sem hlaut að vekja viðbrögð. Þetta var tónlist sem menn annaðhvort dáðu eða hötuðu. Verkið varð samstundis þekkt í tónlistarheiminum og í kjölfarið samdi Xenakis önnur verk þar sem hann gekk enn lengra í notkun stærðfræðinnar, einkum lógaritma og líkindafræði, til tónsköpunar. Hann var með fyrstu mönnum að styðjast við tölvur i tónsmíðum. í fyrstu voru verkin miðuð við mögu- leika venjulegra hljóðfæra og tölv-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.